Alþýðublaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 1. febrúar 1978 SS&■■ Nordri skrifar Ragnar Arnalds varöi skattsvik þingmanna og Kröflu hvötum og ætluðu sér aldrei að kjósa viðkomandi flokk. Lýsti hann siðan þvi að einhverjir Alþýðubandalagsmenn i Reykjavik hefðu sagt sér að þeir hefðu tekið þátt i prófkjörum Alþýðuflokksins til þess að velja vondan lista. Spurði Vilmundur hann þá hvort hann væri framá- maður i stjórnmálaflokki eða bófaflokki. Varð þingmaðurinn hugsi og hafði augljóslega aldrei velt þessu fyrir sér sem skyldi. Margt fleira var rætt. Ragnar Arnalds ræddi ihaldssamvinnu Alþýðuflokksins. Framsögu- menn reifuðu Kröflumál, og setu þingmannsins með Jóni Sólnes i Kröflunefnd og geröu grein fyrir þvi, hvað það ævin- týri hefur kostað þjóðina. Svar- aði þingmaðurinn fáu einu, sem vonlegt er. Framsögumenn reifuðu að lokum efnahagsúrræði Alþýðu- flokksins. Taldi Vilmundur að stjórnmálaátökin sem fram- udnan eru myndu snúast ekki um gömlu lummurnar sem kommar og ihald halda dauða- haldi i til þess að viðhálda póli- tisku lifi sinu, heldur um ný baráttumál, baráttuna gegn verðbólgubraskinu og öllum hennar afleiddu fylgifiskum. Finnur Torfi þakkaði fundar- mönnum frábæra fundarsókn og þáði boð Ragnars Arnalds að mæta á hliðstæðum fundi, sem kommarnir hugðust halda dag- inn eftir. Fundur kommanna var hald- inn daginn eftir, einnig i Alþýðuhúsinu. Fundarstjóri var Kolbeinn Friðbjarnarson, en framsögumenn Hannes Bald- vinsson, Ragnar Arnalds og Baldur Oskarsson úr R-vik. Fundarmenn voru um fjöru- tiu og fækkaði heldur undir framsöguræðum. Færðist þó fjör i leikinn þegar framsögu- menn frá þvl daginn áður Fundur á Siglufiröi birtust um það bil klukkustund of seint. Hættu fjölmargir við að fara i úlpurnar og sneru aftur inn i salinn. Bald- ; ur öskarsson hreytti fúkyrðum framan i gestina. Framsögu- ræður Ragnars og Hannesar voru aö hluta til málefnalegar umræður um hagsmunamál Siglufjarðar en að hinum hlut- anum sömu gömlu lummurnar um rikisrekstur og einkarekst- ur. Baldur Óskarsson flutti ræðu sem Einar Olgeirsson heföi get- að flutt milli striða, en tók ekki til máls eftir það, Vilmundur talaði fyrst fyrir jafnaðarmenn. Ræddi hann einkum stöðu Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags. Taldi hann aö að þvi er gerð efnahagslifsins varðaði væri ekki grundvallarmunur á hugmyndum sinum og td. Ragn- ars Arnalds. En ágreiningurinn væri um annað. Rakti hann fjöl- mörg samtryggingarmál, og sýndi fram á ihaldssemi og kerfisþjónkun þingmanna Alþýðubandalagsins. Ræddi hann mismunandi afstöðu fiokkanna til lýðræðis og þar með prófkjöra. Sýndi hann fram á hverníg vaxtarbroddur Is- lenzkra stjórnmála væri nú i Alþýðuflokknum, þar blésu nú ferskir vindar nýrra tima. Minnti hann á þróunina i Frakk- landi, þar sem kommúnistar hefðu verið sterkir og jafnaðar- menn veikir, til ómælds ávinn- ings fyrir„gróðaöflin. Nú væri þróuninni snúið við, jafnaðar- menn undir forustu Mitterands sæktu til mjög aukinna áhrifa. Finnur Torfi ræddi einnig mis- mun flokkanna. Sagðist hann hafa horft með nokkurri von til Alþýðubandal., þegar svo leit út sem þeir væru að snúa baki við fortið sinni og að eigin sögn að gerast jafnaðarmenn. En hann sagði að þessi von ætlaði ekki að rætast. Að hluta til væru þarna ennþá sömu gömlu freðnu kommarnir, og að hluta til virt- ist Alþýðubandalagið vera að breytast i einhverskonar Fram- sóknarflokk. Vegna flugferða gat fundurinn ekki staðið nema til klukkan fjögur, og lauk Finn- ur Torfi þvi máli sinu til þess að gefa Ragnari Arnalds kost á að svara gagnrýni, allt frá Kröflu, skattamálum þingmanna, og til illskiljanlegrar stefnu Alþýðu- bandalagsins. Þingmaðurinn svaraði fáu einu, en þó var ljóst að hann ver Kröflu sem fyrr, telur þingmenn ekki brjóta skattalög nemá sem eins konar trix og bellibrögð, sem beitt sé I öllum rekstri! Þá telur þing- maðurinn Alþýðubandalagið vera i sókn (!) hvernig svo sem hann fór að komast að þeirri niðurstöðu eftir þessa fundi. Jafnaðarmenn á Siglufiröi telja, að kosningabaráttan hafi fariö vel af stað, og gætir þar mikillar bjartsýni, svo sem ann- ars staðar á landinu. Kveðja, Noröri. Finnur Torfi: Alþýðubandalag- iðer að hluta til gamall komma- flokkur og að hluta til einhvers- konar Framsóknarfiokkur Alþýöuf lokkurinn á Siglufirði hélt almennan fund á laugardag. Framsögumenn voru þeir Finnur Torfi Stefánsson, efsti maöur á lista Alþýöuflokks- ins í Noröurlandskjördæmi vestra, og Vilmundur Gylfason. Fundarstjóri var Jóhann Möller. I framsöguræðu sinni ræddi Finnur Torfi einkum um efnahagsmálin, veröbólgu og nauösyn sam- dráttaraögerða. i þvi sambandi ræddi hann einkum um vitlausar stórframkvæmdir eins og Kröflu, Borgarfjaröarbrúna og Grundartanga. Þá ræddi hann um vinnuaöbúnað i stórfyrirtækjum, þar á meöal loðnubræösluna á Siglufirði, óhóflegan vinnutíma og jafnvel nauösyn þess aö setja ný vökulög, sem þá ættu ekki fyrst og fremst við um sjómenn á hafi úti, heldur verkafólk i landi. í framsöguræðu sinni ræddi Vilmundur einnig um veröbólgumálin, og margvisleg áhrif verðbólgunn- ar. Hann drap á margvísleg áhrif neikvæöra vaxta, meðal annars fullkomiö siðleysi í lánakerfinu og hina nýju stétt útlánastjóra í bönkum og sjóöum, sem dönsuöu línudans á mörkum opinberrar stjórn- sýslu og einkaframtaks, og færðu milljarða frá framleiöslu til skuldara. Ræðumaöur reifaði úrræði efnahagsvandans, og taldi að hækkun vaxta, sam- hliða miklum félagslegum ráöstöfunum, svo sem til handa húsbyggjendum, væri leiö að markinu. Ræðumaður nefndi fjölmörg dæmi um verðbólgu- spillingu og verðbólguhugsunarhátt, meðal annars skattsvik alþingismanna, sem hafa verið til um- ræðu í fjölmiðlum að undanförnu. Fundarmenn voru um sjötiu, meðal annarra Ragnar Arnalds, þingmaður i kjördæminu. Var honum sérstaklega boðið að svara um skattamái þing- manna. Hélt þingmaðurinn þá fyrri af tveimur tuttugu minútna ræðum sinum, og þótti mörgum fundarmönnum hann full langorður, þar sem hann fjallaði um pólitikina almennt, en svaraði fæstu af þvi sem fram hafði komið. Þó var fund- armönnum ijóst, að þingmaður- inn varði skattsvik þingmanna og taldi þau engin skattsvik vera, heldur alkunna brellu, sem notuð væri i öllum atvinnu- rekstri. Fjölmargir tóku til máls, og var meðal annars rætt og deilt um málefni Alþýðublaðsins, og hagsmunamál Siglfirðinga. Vegna nærveru Ragnars Arn- alds gerðu framsögumenn mál- efni Alþýðubandalagsins sér- staklega að umræðuefni. Benti Finnur Torfi á það, að það væri ekki lengur deilt um rekstrar- form fyrirtækja af sama þunga og verið hefði fyrir nokkrum áratugum. Menn væru yfirleitt sammála um gildi blandaðs hagkerfis, og meira að segja væru kommarnir að reyna að fikra sig inn á þá braut. Vil- mundur nefndi siðan fjölmörg mál sem um væru mikli dýpri skoðanaágreiningur i samfélag- inu. Nefndi hann til samtrygg- ingu flokkanna, yfirráðin yfir lánsfjármagninu.og leyndina og spillinguna sem þrifist þar i kring. Þá nefndi hann prófkjör og lýðræði sem mikið ágrein- ingsmál Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Ragnar Arnalds tók aftur til máls og réðst af heift gegn próf- kjörum. Taldi hann þátttakend- ur I þeim yfirleitt vera svindl- ara, sem kysu af neikvæðum Ragnar: Ver Kröflu og telur skattamál alþingismanna ai- genga brellu I atvinnurekstrin- um. Vilmundur: Vaxtarbroddur Is- lenzkra stjórnmála er i Alþýðu- flokknum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.