Alþýðublaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 2. febrúar 1978 Páll Líndal tekur „einvígisáskorun” Páll Líndal, fyrrum borgarlögmaöur, fór þess á leit við Alþýðublaðiö í gær, að það birti bréf, sem hann ritaði borgarráði 31. janúar, og athugasemd vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær, 1. febrúar. Sjálfsagt var að verða við þessari beiðni, og er blaðið öðrum opið, er vilja koma á framfæri at- hugasemdum eða greinargerðum vegna birtingar þessa efnis. Páll Lindal er æði þungorður i garð borgaryfir- valda, eða einstakra starfsmanna borgarinnar. Hann telur, að með afgreiðslu þeirra á máli sínu hafi þeir kastað „hanzkann framan i mig". Hann segir orðrétt: „Ég ætla að taka á móti þessari ein- vígisáskoruh. Það hlutu margir skrámur, þegar slík átök áttu sér stað. Það kom jafnvel fyrir, að menn féllu í valinn." Bréf og athugasemd Páls fara hér á eftir: Læstar hirzlur og lyklavöld Reykjavik, 31.1.1978. Til borgarráðs Reykjavikur Það var mánudaginn 12. des. s.l., sem ég var staddur á skrif- stofu Vatnsveitu Reykjavikur að Breiðhöfða 13 að béiðni vatns- veitustjöra til að undirbUa tillögu til borgarráðs um endurskoðun samnings um vantssölu til Kópa- vogs. Þegar ég er nýkominn þangað og verkiö varla hafið, er hringt til min frá borgarstjóra og ég beðinn að koma til viðtals. Bg sagði, hvar ég væri staddur og hvort nægilegt væri að ég kæmi kl. 16.00, en þegar þetta gerðist var klukkan eitthvað um 15.00. Kl. 16.00 ætlaði ég að fara að leggja siðustu hönd á undirbúning að málflutningi, fyrir hæstarétti, sem fram skyldi fara daginn eftir, og áttí von á bil til að sækja mig um kl. 16.00. Borgarstjóri óskaði, að ég kæmi þegar i stað, sagði ég vatns- veitustjóra frá þessu, en hann taldi þetta mjög bagalegt, þvi að hann væri nefnilega að taka við störfum orkumálastóra og þess vegna væri mjög áriðandi, að við gætum lokið þessu verki mjög fljótt. Fékk ég aðstoð hjá starfs- manni vatnsveitunnar til að kom- ast niðureftir og var kominn á fund borgarstjóra um kl. 15.30. Þá sagði hann mér, að ég væri borinn alvarlegum sökum af borgarendurskoðanda. Ætla ég ekki að rekja það samtal sem var stutt. Borgarstjóri er ekki siður fær um það en ég, enda man ég naumast samtalið vegna fátsins, sem á mig kom. Ég taldi þó eðlilegt, þegar slik ásökun væri komin fram vegna starfs hjá borginni að fá lausn frá störfum. Ég bað um smá frest til að hugsa málið. Handskrifaði ég siðan við skrifborð mitt lausnar- beiðni og afhenti borgarstjóra. I óðagotinu láðist mér að setja inn orðin ,,um stundarsakir” en þeirrar glópsku verð ég sjálfur að gjalda t.d. réttindamissi sem af sliku gæti leitt. Siðan fór ég beint heim, sagði konu minni frá samtali okkar, þóttu henni aðfarir sins bekkjar- bróöur Ur menntaskólanum nokk- uðskörulegar, náði sambandi við hann i sima og gekk á hans fund milli kl. 16.30 og 17.00 að okkur minnir. Hún varð þess þá vör að herbergi mitt var fullt af einhverjum mönnum, sem hún þekkti ekki — bar ekki einu sinni kennsl á. Um samtal þeirra borgarstjóra get ég að sjálfsögðu ekki borið Þessi inngangur er nokkuð langur, en ég tel hann nauðsyn- legan til skýringar á framhald- inu. Borgarendurskoðandi virðist hafa tekið sér vald tii þess að brjótast i skrifborð mitt, sem lsest er (flestar skúffur). Hann bað mig ekki um lykla og ekkert var auðveldara en ná til min á þeim tima, sem hér um ræðir og ekki hefði staðið á af- hendingu. Ég veit ekki álit borgarráðs eða stjórnar endur- skoðunardeildar á svona vinnu- brögðum, en ég hef rætt máliö við notócra lögfræðinga, sem kunna dálitið fyrir sér. Ætla ég ekki að rekja ummæli þeirra að svo stöddu. Iframhaldiaf athugunum minum og fleiri, og áður en ég aðhefst frekar, vænti ég þess, að borgarráð láti mér i té svör borgarendurskoðanda við nokkr- um ákaflega einföldum spurning- um. Þessi embættismaður, sem nýtur væntanlega fulls trausts borgarstjóra, hlýtur að geta svar- að fyrirvaralaust skriflega. Þá Framhald á bls. 10 ,Það kom jafnvel fyrir, að menn féllu í valinn’ 1 Morgunblaðinu I dag (1. febrúar) er frétt- smáfrétt að visu, sem snertir mig persónu- lega. Sakir mikillar og góðrar „fréttaþjónustu” frá aöilum í borgarkerfinu hefur þetta mál orðið hiðmesta skemmtiefni fyrir þá, sem „nærast á vondum munnsöfnuði”,eru þeir vist nokk- uð margir i' þessu þjóðfélagi. í þessari frétt er töluvert dregiö i land, miðað við það, sem áður þótti henta — stóryrðum sleppt. 1 Alþingisbókunum gömlu er stundum sagt frá þvi, að menn, sem teknir voru af lifi á Þingvöll- um hafifyrir aftökuna „fengið góða iðran”. Ég veit ekki af hverju mér datt þetta I hug. Kannski sálfræðingur geti skýrt það Ut? En tilefni þess, að ég skrifa þessar linur er það, að þessi frétt er samstundis komin i Morgun- blaðið, en vandlega þagað um, að á þessum fundi átti einnig að liggja fyrir bréf frá mér um sama mál. Það fylgir hér með i Ijósriti. Var þvi kannski stungið undir stól? Þegar ég var að lesa þetta um hálfniu ley tið var hringt til min af ónefndum manni og mér skýrt frá þvi, að fýrir meira en viku hafi borgarráði verið sent bréf, sem kunnir Reykjvikingar hafi ritað. 1 þvibréfihafiverið bornar þungar sakir á æðstu stjórn borgarinnar eða vissa mennþar. Efnið fékk ég ekki að vita,en bréfið ætti að vera til i skjalasafninu i Austurstræti 16, ef venjulegum starfsreglum hefur verið fylgt. En hitt mun nokkuð öruggt að þvi hefur verið stungið undir stól og ekki lagt fram i borgarráði eftir að það kom. Ég var ritari borgarráðs á 800—900 fundum þess aö mig minnir og ég minnist ekki á þess- ari stundu — en þetta bréf er skrifað algerlega fyrirvaralaust — að slik vinnubrögð hafi tiðkast þá. Eftír mjög óljósum fréttum er hér um að ræða mál, sem snertir hagsmuni einstaklinga og ann- arra aðila upp á a.m.k. mörg hundruð milljónir. Ég vona vegna margra góðra vina minna i borgarkerfinu, að nú verði ekki endurtekinn sami leikurinn og gagnvartmér. Aþessustigi verða engar upplýsingar um einstakl- inga frá mér fengnar, þótt ég hafi heyrt nöfn. Slikt væri algerlega ósæmilegt. Ég vona, að þetta séu ýkjur. Ýmsir eru að fara i próf- kjör og þá er einskis svifist. Það vitum við. En þvi geri ég þetta að umtals- efni, að mér er óskiljanlegt, hvers vegna bréf áðurnefndra Reykvik- inga er ekki lagt fram. Það vantar skýringu. Borgarkerfið er ekki að ræða þetta mál við blöðin. Menn láta afturgamminn geysa, þegar ég á i hlut. Það er mikið álag fyrir ein- stakling og hans nánustu að liggja, mér liggur við að segja, undir árásum i blöðum 1 1/2 mánuð samfleytt eins og við höfum mátt þola. Ekki dettur mér annað i hug en mér hafi orðið á ótal afglöp i starfi hjá borginni s.l. 28 ár. Ég skora á alla, sem unniö hafa með mér að lýsa yfir opinberlega, að þeim hafi aldrei orðið á afglöp i Framhald á bls. 10 Getraunaspá Alþýðubladsins: Margir útisigrar að þessu sinni Leiklr 4. febrúar 1978 1 X 2 Getraunaseðill sið- Arsenal - Aston Villa .. i ustu viku marktækur, var ekki þvi af tólf Birmingham - Middlesbro Bristol City - Norwich . . & % Coventry - Liverpool . .. leikjum var að. Veðrið sex frest- Derby - Chelsea A G var mjög Everton - Leicester .... / Ipswich - Leeds . . X X 2 Fj?, slæmt um helgina og Man. Utd. - Man. City. .. vellir næstum ónothæf- Nott’m Forest - Wolves . / ir. Q.P.R. - West Ham .... W.B.A. - Newcastle .... / Leikir næstu viku eru Blackpool - Blackburn .. i allir úr deildakejípninni. Arsenal—Aston Villa. Arsenal er mjög gott um þessar mundic. Lið- ið er komið i 5. umferð ensku bikarkeppninnar, i undanúrslit i deildabikarkeppninni og er i 5. sæti i deildakeppninni. Árangur liðsins á heimavelli er mjög góður og við spáum örugg- um heimasigri. Brimingham—Middlesbro. Þetta verður tvimælalaust leiðinlegasti leik- ur vikunnar. Það verður þó að taka með i reikninginn, að Middlesbro lagði Everton að velli um siðustu helgi og gæti það þýtt, að liðið væri farið að leika betri og skemmtilegri knatt- spyrnu en tiðkazt hefur hjá þvi i vetur. í von um það spáum við liðinu sigri. útisigur en jafn- tefli til vara (Fyrsti tvöfaldi leikurinn). Bristol City—Norwich. Við spáum útisigri. Sú spá er ef til vill ekki skynsamleg. Þó svo Norwich sé ofarlega i deildarkeppninni hefur liðinu gengið afar illa á útivelli. Hins vegar hefur Bristol City fengið nær öll sin stig á heimavelli. Við trúum þvi samt, að Norwich hafi það af að sigra á laugar- daginn. Coventry—Liverpool. Coventry er á niðurleið en Liverpool hefur enn ekki gefið upp alla von um að halda Eng- landsmeistaratitlinum. útisigur. Derby—Chelsea. Þetta verður ljómandi harður leikur og hon- um getur lyktað hvernig sem er. Við spáum þvi jafntefli til að farabil beggja en til vara spáum við útisigri (Annar tvöfaldi leikurinn). Everton—Leicester Ef nokkur leikur er öruggur ætti það að vera þessi. Við ræðum málið ekki frekar. Heimasig- ur. Ipswich—Leeds. Ipswich hefur náð góðum árangri á heima- velli sinum i vetur en þar sem Leeds er sterkt lið spáum við jafntefli en til vara spáum við útisigri (Þriðji tvöfaldi leikurinn). Manchester United—Munchester City. Hér verður bræðraslagur og þeir eru yfirleitt har^ Við hljótum að velja þetta leik vikunnar City er sterkara liðið I ár og við spáum útisigri en til vara spáum við jafntefli (Fjórði og sið- asti tvöfaldi leikurinn). Nottingham Forest—Wolves. Foresthefur nú 6 stiga forystu i 1. deild, liðið sem vann sig upp i deildina á siðasta ári. Liðið hefur slika yfirburði að spáin getur ekki orðið önnur . Heimasigur. Frh. á 10. siöu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.