Alþýðublaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 2. febrúar 1978. sssr Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- son. Aðsetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, slmi 81866. Kvöldsfmi fíéttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 —simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 1500 krónur á mánuöi og 80 krónur I lausasölu. Rádherrarnir, Jón og séra Jón Verðjöf nunarsjóði sjávarútvegsins var kom- ið á fót til að jaf na hvers- konar verðsveiflur í sjávarútvegi. Honum var ætlað það hlutverk að að- stoða sjávarútveginn í slæmu árferði, en safna í sarpinn þegar betur gengi. Þessum notkunar- reglum hefur nánast ver- ið snúið við. Gengið hef ur verið í sjóðinn hvort sem vel eða illa hefur árað og nú er hann rýr. Þessu merkilega hag- stjórnartæki hefur verið misbeitt og kemur nú engum að gagni. Þegar forsætisráðherra var að því spurður í sjónvarps- þætti í fyrrakvöld hvers vegna ríkisstjórnin hefði látið líðast þessa röngu meðferðá sjóðnum, sagði hann, að sjóðurinn væri í eigu sjávarútvegsins, og ríkisstjórnin gæti þar engin áhrif haft. Af þessum orðum forsætisráðherra má Ijóst vera, að í huga ráðherr- anna er ekki sama Jón og séra Jón. Þessir menn voru ekki þjakaðir af sam- vizkubiti, þegar þeir ákváðu með lagaboði að seilast í fjármuni líf- eyriss jóðanna, eina mikilvægustu kjarabót og tryggingu launþega í landinu. Þeim var gert að láta fé af hendi til ríkis- valdsins. Þessir sjóðír eru í eigu launþega, rétt eins og Verðjöfnunar- sjóðurinn er í eigu út- vegsins. Þetta dæmi sýnir það eitt, að núverandi ríkis- stjórn hefur af því engar áhyggjur að ganga á hlut launþeganna. Þegar hins vegar kemur að þeim stéttum, sem mest hafa umleikis, brestur kjark og vilja. Við þeim má ekki hreyfa. Launþegar skyldu hafa hugfasta þessa afstöðu núverandi ríkisstjórnar. Ad fylgjast med opinberum gjöldum I hverjum einasta mán- uði ársins greiða íslend- ingar margvísleg gjöld til hins opinbera. Þar eru á ferðinni skattar, fast- eignagjöld, að ógleymd- um hita-, rafmagns- og símareikningum. Yfirleitt greiðir fólk þegjandi og hljóðalaust, treystir hinni opinberu forsjá við útreikninga og frágang innheimtuseðla. Það er hins vegar deg- inum Ijósara, að við slíka útreikninga geta orðið margvísleg mannleg mis- tök. Þau geta aukist veru- lega þegar tölvur hafa veriðteknar í notkun. Þar getur einföld villa valdið miklum ruglingi, eins og kom meðal annars fram við nýjan útreikning á fasteignamati. Nokkrar líkureru á því, að útreikningur á nýju brunabótamati hafi einn- ig þvælst eitthvað fyrir tölvuskarni. Þá gerist það stundum að álagningar- seðlar frá skattyfirvóld- um eru ekki réttir og slíkt hið sama gerist í inn- heimtu opinberra stofn- ana. Almenningur er ekki á varðbergi gagnvart þessum villum og greiðir stöku sinnum meira en honum ber. Það er því full ástæða til þess að hvetja þá, sem greiða opinber gjöld og innheimtur hverskonar opinberra stofnana, að taka ekki allt gott og gilt, sem fært er á innheimtu- seðla. Oft er tiltölulega auðvelt að sannreyna réttmæti innheimtunnar. Til dæmis hefur ríkis- skattstjóri gefið út grein- argóðar leiðbeiningar, og upplýsinga má leita hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum. — Ástæðu- laust er fyrir almenning að greiða meira en hon- um ber. Nóg er nú samt, amk. hjá stórum hópum þjóðfélagsins. — AG UR YMSUM ÁTTUM Þad er betra aö halda sig á mottunni... Vinstri flokkurinn — komm- únistarnir — VPK — i Sviþjóð hélt landsþing sitt i janúarbyrj- un. bar kom meðal annars fram tillaga um harða gagnrýni á Sovétrikin, en flokkur þessi hef- ur alla tið verið hallur undir Sovét þrátt fyrir að dyggustu fylgjendur Brésnefs hafi klofið sig út úr flokknum i fyrra og stofnað hreinan og kláran „Kremlar-flokk” i Sviþjóð. 1 grein i blaðinu Gnistan nú ný- lega kemur fram, að tillagan varstöðvuðá þinginu af þremur fulltrúum sovézka flokksins, sem voru gestir þingsins. Hót- uðu þeir að skera á öll tengsl við VPK og yfirgefa þingið ef til- lagan yrði ekki dregin til baka. Tillagan sem hér um ræðir var ekki send f jölmiðlum og fór ekki út fyrir þingið, áður en hún vardregin til baka. Astæða þess að hún varð til var sú, að sumir fulltrúar á þinginu töldu óhjá- kvæmilegt að VPK færi að ,,meta sjálfstætt sögulega reynslu sósialisman”. Tillagan hófst á löngum lofræðum um framfarirnar i Sovétrikjunum á allra siðustu árum, en siðan segir: ,,En i sósialiskum rikjum hef- ur einnig borið við að gengið er á rétt manna og takmörkuð grundvallar-mannréttindi. For- sendur fyrir frjálsum skoðana- skiptum og skoðanafrelsi hafa brostið og undanfarið hafa þessi Maðurinn sem leiddi sendinefnd frá Sovét á þingi sænska flokks- ins VPK: P. Fedosejev. tök verið hert. Að sjálfsögðu er þetta notað af andstæðingum sósialismans til að lofa kapitai- ismann og prisa og til að reyna að draga út baráttunni fyrir nýju og betra samfélagi. Þess vegna ályktar þingið að alvarlegar takmarkanir á lýð- réttindum, likt og viðgengizt hefur og viðgengst i hinum þró- aðri sósialiskum rikjum, fjölgar ekki möguleikum sósialismans, stuðlar ekki að styrkari sósial- isma og er ekki til gagns þróun sósialismans, hvort sem er á þjóðlegan eða alþjóðlegan mælikvarða”. Þegar tillaga þessi birtist ráð- stefnufulltrúum, mótmælti P. Fedosejev frá sovézka flokkn- um og sendinefnd hans harð- lega. Þeir gerðu VPK-foryst- unni ljóst, að ef hún yrði ekki dregin til baka snarlega yrði höggvið á allar liftaugar á milli Sovétog VPK. Þá gerðist það að annar af tveimur aðstandenum tillögunnar, Jörn Svensson, gekk i pontu og dró tillöguna til baka, en stakk i staðinn upp á að innihald hennar yrði rætt innan flokksins á þinginu. Útlit er þvi fyrir að tillagan hafi orðið til þess að koma af stað umræð- um deilum innan VPK um Sovét.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.