Alþýðublaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. febrúar 1978 7 Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík 40 ára: Niðurstaða þessa fundar varð sú að þessum félögum bæri SÍÐASTI HLUTI að hafa forgöngu um eflingu samtaka alþýðuflokkskvenna og stofna Samband alþýðu- flokkskvenna. Var kosin nefnd bl að kanna möguleika á að stofna til landsfundar er myndi Kristin ólafsdóttir varaformað- ur, Soffia Ingvarsdóttir ritari, Elinborg Lárusdóttir gjaldkeri, Guðrún Siguröardóttir fjár- málaritari, meðstjórnendur Guðný Hagalin og Oddfriður Jóhannsdóttir. t vara stjórn: Bergþóra Guðmundsdóttir og Katrin Kjartansdóttir. Endur- skoðendur Margrét Brandsdótt- ir og Svava Jónsdóttir. Er Jónina Jónatansdóttir hætti formennsku vegna van- heilsu tók frú Soffia Ingvars- dóttir við. Hún byrjaði formennsku sina á þvi að þakka fráfarandi formanni fyrir stofn- un og störf i þágu þessa félags og minntist hennar sem hins mikilhæfasta brautryðjanda islenzkra verkalýðssamtaka (en Jónina var aðalhvatamaður að stofnun verkakvennafélags- ins Framsóknar og fyrsti formaður þess) og lagði fram tillögu er samþykkt var i einu hljóði að frú Jónina yrði kjörin fyrsti heiðursfélagi Kvenfélags Alþýðuflokksins i Rvk. Með Soffiu Ingvarsdóttur sátu lengst af i stjórn þær Guðný Helgadóttir, Bergþóra Guðmundsdóttir, Oddfriður Jóhannsdóttir, Katrin Kjartans- dóttir, Sigriður Einarsdóttir, Fanney Long og Margrét Brandsdóttir voru lengst af end- urskoðendur. Frú Svanhvit Thorlacius tók við formennsku á aðalfundi fél- agsins i marz 1967. A þessum fundi var samþykkt með dun- andi lófataki að gera frú Soffiu Ingvarsdóttur fráfarandi formann að heiðursfélaga kven- félagsins og henni þakkað mikið og sérlega fórnfúst starf i þágu félagsins, sem formaöur d. 24 ár og I stjórn frá stofnun þess 1937. Svanhvit Thorlacius var formaður félagsins til ársins 1971 er hún baðst undan endur- kosningu vegna veikinda. Meö henni i stjórn voru m.a. Maria Ölafcdóttir, Kristin Guðmunds- dóttir, Guðný Helgadóttir, Rosemarie Christiansen, Helga Einarsdóttir, Bergþóra Guðmundsdóttir, Hervör Jónas- dóttir, Katrin Kjartansdóttir, Fanney Long, Aldis Kristjans- dóttir og Aldis Benedikstdóttir og Guðrún Sveinbjarnardóttir. A aðalfundi 1968 baðst Guðný Helgadóttir undan endurkjöri en hún hafði þá verið ritari fél- agsins i samfellt 25 ár. Er Svanhvit Thorlacius baðst undan endurkjöri var Kristin Guðmundsdóttir kosin formað- ur og hefur verið einróma end- ur kjörin siðan. Með henni eru i stjórn nú: Aldis Kristjánsdóttir varaformaður, Helga Einars- dóttir rjtari, Alfheiður Bjarna- dóttir gjaldkeri, og Sonja Berg fjármálaritari. 1 varastjórn: Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Björg Kristjánsdóttir og Guðrún Sig- urgeirsdóttir. Endurskoðendur: Fanney Long og Sigurbjörg Þórðardóttir. Góðir áheyrendur! Friður, jafnrétti ogbræðralag eru grundvallarhugsjónir jafn- aðarstefnunnar og þar eiga allir mikið verk að vinna i striðandi og sveltandi heimi. Þau viðfangsefni eiga ekki sizt hljómgrunn i lifsskoðunum okkar kvennanna, enda láta nú kvennasamtök viða um lönd þau mál til sin taka i vaxandi mæli. Ég flyt kvenfélaginu þær ein- lægu afmælisóskir að lokum að félagið megi i framtiðinni leggja sitt litla lóð á þá stóru vogarskál — að þvi megi auðn- ast að eiga sinn þátt i þvi aö gera flokk jafnaðarstefnunnar stóran og sterkan. Það yrði skref 1 átt til friðar, jafnréttfc og bræðralags i landi okkar og meðal þjóöarinnar. Ég árna félaginu allra heilla. Ýmislegt hefur verið reynt að gera til aö auka fjölbreytni fundanna, m.a. var flutt sam- felld dagskrá úr verkum Elin- borgar Lárusdóttur skáldkonu (og gjaldkera félagsins i mörg ár) einnig var flutt samfelld dagskrá um „Sjósókn kvenna”. Var gerður góður rómur að. Við lestur gamalla fundar- gerða vekur það athygli hve konurnar voru duglegar að dansa i þá daga. í flestum göml- um fundargerðum stendur: „Seinast var stiginn dans nokk- uð fram eftir nóttu” eða „borð upp tekin og konur stigu dans nokkra stund” og „slegið var upp fjörugum hringdansi”. Skyldi okkur seinni tima konum hafa farið aftur i fóta- menntinni? Nú er ekki dansað nema við hátiðleg tækifæri. Stjórn félagsins á hverjum tima hefur lagt mikla áherzlu á að f inna nýjar leiðir til að koma til móts við Alþýðuflokkskonur og auka áhuga þeirra á Alþýðu- flokknum og Kvenfélagi Alþýðuflokksins i Reykjavik. En þrátt fyrir það hefur félags- konum fjölgað iskyggilega litið upp á siðkastið. E.t.v. er það vegna þess að jafnaðarkonur i Reykjavik ganga frekar i Alþýðuflokksfélagið en i kven- félgið vegna áróðurs ýmfcsa afla um að kvenfélög almennt eigi ekki rétt á sér á þessum jafnréttistimum en það er engu að siður staðreynd að konur starfa betur einar sér en við hlið karla. I þvi skyni að glæða áhuga jafnaðarkvenna á Kvenfélagi Alþýðuflokksins i Reykjavik gefur félagið út blaðið LOFN. Það skal koma út einu sinni á ári og greina frá sögu félagsins og starfi og birta greinar, sögur og ljóð eftir félagskonur eða aðrar jafnaðarkonur i landinu. Núverandi ritstjórn LOFNAR skipa: Krfctin Guðmundsdóttir, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Sonja Berg. A aðalfundi félagsins i marz 1970 var kosin nefnd til að end- urskoða lög félagsins en þau höfðu ekki verið endurskoðuð siðan 1947. Nefndin lauk endur- skoðun fyrir aðalfund 1971. Aðalbreytingin i endurskoöun laganna var þessi: 1). I stað tveggja kvenna i varastjórn verði þær þrjár. 2). Kjörtimabil stjórnarkvenna er 3 ár. A hverj- um aðalíundi skulu þvi kosnir tveir stjórnarmenn, auk formanns, sem kosinn er árlega. Kjörtimabil varamanna i stjórner einnig 3 ár og skal þvi kjósa einn mann i varastjórn á hverjum aðalfundi. 3). 1 stað tveggja endurskoðenda bætist við einn til vara og eru þeir kosnir til eins árs i senn. Voru lögin svo samþykkt breytt á aðalfundi i april 1971. A félagsfundi i febrúar 1971 reifaöi þáverandi varaformaður félagsins, Kristín Guðmunds- dóttir, þær hugmyndir sinar um meira og nánara samstarf Si'ðan gerðist það að 6. mai 1972 komu saman stjórnir kven- félaganna i Reykjavik og Hafn- arfirði og á sameiginlegan fund. Fyrir fundinum lá að ræða: 1) Stöðu konunnar i Alþýðuflokkn- um i dag. 2) Samstarf félaganna i Hafnarfirði og Rvk og 3) Stofnun Sambands kvenfélaga Alþýðuflokksins, öðru nafni Landssambands Alþýðuflokks- kvenna. Baráttan fyrir betra þjódfélagi Þættir úr merkri sögu eftir Helgu Möller kvenfélaga Alþýðuflokksins útí á landi og Kvenfélagsins i Rv. Gæti félagið i Rvk með ýmsu móti lagt fram hjálp sina t.d. með útvegun á ýmsu tóm- stundaefni og gæti slik sam- vinna stuðlað aö nánari kynnum kvennanna, en það hefði einmitt komið i ljós á flokksþingum að konur sem þar mættu þekktust harla litið. Einnig sagðist Krfctin vilja að kvenfélagið hlutaðfct til um að stofna eða endurrefca kvenfélögin úti á landiog þyrfti Alþýðuflokkurinn að hafa erindreka, helzt konu, til þessara starfa. siðan taka afstööu til stofnunar sambandsins og kanna á hvaða sviðum um samvinnu gæti veriö að ræða hjá þessum félögum. Kom nefndin saman nokkrum sinnum og naut leiðsagnar Sigurðar E. Guðmundssonar og Stefáns Gunnlaugssonar. Var ákveðið að efna til landsfundar dagana 13. og 14. október 1972 ef næg þátttaka fengist. Þessi fundur var siðan haldinn á til- skyldum tima og lauk með stofnun Sambands Alþýðu- flokkskvenna. Formaður var kosinn Kristin Guðmundsdóttir og hefur hún verið formaður siðan. Sambandið hefur siðan haldið tvær ráðstefnur i Munað- arnesi i sept. 1974 og 1977. Tókust þær mjög vel. 24. — 25. sept. 1976 var haldinn fundur Sambands Alþýöuflokkskvenna. Voru fundarkonur um 90 þegar flest var. Gestur fundarins var Marianne Gustavsson frá Det svenska demokratiska kvinnoforbund. S.l. sumar kom svo fjölmennur hópur norskra og sænskra jafnaðarkvenna til Islands og dvaldist hér i góðu yfirlæti nokkra daga, nutu leið- sagnar og gestrisni islenzkra flokkssystra. Arið 1976 má segja að nokkur þáttaskil verði i sögu Kvenfél- ags Alþýðuflokksins i Reykja- vik. Þá sóttu 2 karlar um inn- göngu i félagið. Hinir hugdjörfu sveinar voru Cecil Haraldsson og Garðar Sveinn Arnason. Eft- ir nokkrar vangaveltur og ein- hverja andstöðu félagskvenna voru þeir þó boðnir velkomnir i félagið með lófataki. I 40 ára sögu félagsins hafa aðeins 4 konur gegnt formanns- embætti. 1. formaður félagsins var eins og áður er komið fram frú Jónina Jónatansdóttir og var formaður til ársins 1943. Með henni voru i stjórn þær

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.