Alþýðublaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 9
9 Fimmtudagur 2. febrúar 1978 Nýstárleg tilraun í Svíþjód: Geta segulbands- upptökur laeknad alkahólisma? Kasetturnar eru sendar til þeirra er þess óska þeim aö kostnaö- arlausu. Þær hafa aö geyma 16 minútna langar frásagnir drykkjumanns og sálfræöings um skaöa þann sem ómæld áfeng- isneyzla getur valdiö svo og ýmsar leiöbeiningar fyrir þá sem vilja hætta að drekka. Getur alkahólisti hætt að drekka með aðstoð segulbandsupptöku? Svo álíta læknar þeir i Gauta- borg sem hafa að undan- förnu gert tilraunir með drykkjusjúka. Upptökuna, sem er 16 minútna löng, geta þeir er þess óska fengið senda sér að kostnaðarlausu. Hún hefur að geyma frásögu ofdrykkjumanns og sálfræðings. Er fyrst og fremst álit- ið, að þessi aðferð geti gefizt vel, sé henni beitt við yngri ofdrykkju- mennina. Hef ur hún verið reynd á slíkum hóp og gefið góða raun. Drykkjumaðurinn hefur mál sitt. Boðskapurinn er einfaldur: Það er alveg sama hversu ergið vandamál þú þarft að kljást við, vínneyzla er engin lausn. Áfengi er ekkert læknislyf. Innst inni veizt þú að þetta gengur allt fjand- anlega. Þú hefur breytzt gjörsamlega. Minnið er farið að gefa sig. Þú ert orðin(n) uppstökk(ur) og rýkur upp af minnsta til- efni. Líkaminn er einnig farinn að láta á sjá. Innyflin eru orðin veik- burða og heilasellurnar deyja unnvörpum. Þú sefur illa nú orðið. Angistin er farin að grípa þig heljartökum. Fjölskyldulíf ið getur varla verið verra. Þú finnur að tilfinningar maka þíns í þinn garð hafa kólnað mjög. En ef þú gætir séð sjálfa(n) þig með augum annarra þá kannske skildir þú það. Þú ert nefnilega far- in(n) að láta talsvert á sjá. Og er þá vægt til orða tekið. En þú átt auðvitað þín- ar góðu stundir líka. Og þá er einmitt tíminn til að taka ákvörðun um nýtt líf. Sú ákvarðanataka getur reynzt býsna erfið og þær byrðar sem eru samfara henni verður þú að bera ein(n). En hún er þess virði og vel það. Næsta skref er að breyta áliti umhverfisins á þér. Þú verður að hætta að vera ,,sá drykkfelldi" í augum fólks sem þú þekkir. Þú verður einnig að bera þig vel. Hafa t.d. svör á reiðum höndum ef kringumstæðurnar verða vandræðalegar. Svörin getur þú æft f yrir f raman spegilinn og öðlazt örlítið sjálfstraust þannig. Þegar þú ert boðinn í veizlu í næsta skipti og þér boðið áfengi, getur þú svarað án þess að verða vandræðalegur eða afsakandi. Það getur líka verið nauðsynlegt að grípa til hvítrar lygi endrum og eins: „Ég er að fara í blóðrannsókn á morgun og verð því að halda mig við appelsinið". Loks viðurkennir umhverfið þinn nýja mann. Þér hef ur loks tek- izt það. Þú ert orðinn bindindismaður". Það er sálfræðinqur sem talar inn á afgang spólunnar. Hann segir f rá afleiðingum ofdrykkj- unnar og hvers vegna menn eru raunverulega neyddir til að hætta — eða deyja. En getur þessi 16 mínútna þula virkilega haft einhver áhrif ? Getur hún komið því til leiðar, að ofdrykkjufólk hætti að neyta áfengis? — Þessi aðferð hefur ekki verið reynd svo nokkru nemi ennþá og þess vegna er ómögulegt að svara afgerandi já eða nei. En vissulega er hún þess virði að henni sé gaumur gefinn, segir Karl Carlsson kunnur læknir í Gautaborg. Utvarp Fimmtudagur 2. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 8.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Þórhallur Sigurösson lýkur lestri sögunnar af „Max bragöaref” eftir Sven Wernström i þýöingu Kristjáns Guölaugssonar (8). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Til umhugsun- ar kl. 10.25: Þáttur um áfengismál i umsjá Karls Helgasonar lögfræöings. Tónleikar kl. 10.40: Morg- untónleikar kl. 11.00: Kammersveitin i Slóvakiu leikur Concerto grosso nr. 8 op. 6 eftir Corelli: Bohdan Warchal stj. / Marie-Claire Alainog kammersveit undir stjórn Jean-Francois Paillard leika Orgelkonsert i B-dúr nr. 1 op. 7 eftir Handel. / Hátiöarkammer- sveitin i Bath leikur Hljóm- sveitarsvitu nr. 4 i D-dúr eftir Bach: Yehudi Menuhin stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni Sigrún Siguröardóttir kynn- ir óskalög sjómanna. 14.30 „Þaö er til lausn”. Þátt- ur um áfengisvandamál, tekinn saman af Þórunni Gestsdóttur: siöari hluti. 15.00 Miödegistónleikar. Grazio Frigoni og Annarosa Taddei leika meö Sinfóniu- hljómsveit Vinarborgar Konsert i As-dúr fyrir tvö spékonpurinn Nei, þetta er ekki steikin sem þú skilaðirjmaðurinn á næsta borði er að borða hana. Ég varaði þig við að taka spæturnar meö. pianó og hljómsveit eftir Mendelssohn: Rudolf Moralt stj. Filharmóniu- sveit Berlínar leikur Sinfóniu nr. 8 i F-dúr op. 93 eftir Beethoven: Herbert von Karajan stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagiö mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.10 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Gisli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja 20.10 Leikrit: „Fjarri heims- ins glaumi” eftir Edward Percy ogRegináld Denham. Cynthia Pughe bjó til útvarpsflutnings. Þýöandi og leikstjóri: Briet Héöins- dóttir. Persónur og leikend- ur: Leonora Fiske... Kristin Anna Þórarinsdóttir, Ellen Creed... Kristbjörg Kjeld, Albert Feather... Þorsteinn Gunnarsson, Lovisa Creed... Guörún Asmunds- dóttir, Emelia Creed... Jóhanna Norðfjörð, Systir Teresa... Guöbjörg Þorbjarnardóttir, Lucy... Helga Stephensen, Bates... Knútur R. Magnússon. 21.50 Sainleikur I Utvarpssal: Einar Jóhannesson og Ósk- ar Ingólfsson leika á klarinettur verk eftir Crusell, Donizetti og Poulenc. 22.00 Lestur Passiusálma. Guöni Þór Ölafsson nemi i guöfræöideild les (9). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Prelúdiur og fúgur eftir Bach. Svjatoslav Richter leikur á pianó. :'1.45 kYéttir. Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.