Alþýðublaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 5
SK»v Fimmtudagur 2. febrúar 1978
5
Þannig hugsa arkitektarnir sér nýja miöbæinn.
Hver er afstaða minni
hlutaflokkanna?
A borgarráðsfundi i fyrradag
var samþykkt að fresta af-
greiðslu tillagna um nýtt skipu-
lag fyrir miðbæinn i Reykjavik,
nánar tiltekið Hallærisplan,
Steindórsplan og hluta Austur-
strætis. Eins og fram hefur
komið áður gerir tillagan ráð
fyrir að rifið verði um 5000 fm
húsnæði sem nú er að langmestu
leyti i notkun og i stað þess komi
5000 fm. atvinnuhúsnæði, 6000
fm. ibúðahúsnæði og tveggja
hæöa stórhýsi yfir allt Hallæris-
planið og vestasta hluta Austur-
strætis.
Þessar hugmyndir hafa vakið
athygli Reykvikinga og fleiri
og menn greinir mjög á um
ágæti þeirra. ótai fundarsam-
þykktir hafa verið gerðar gegn
framkvæmdum i samræmi við
tillöguna og greinar hafa verið
ritaðar i blöö, i meirihluta á
þann veg að lagzt er gegn fram-
kvæmdum. Þá var ónefndur
fjöldafundur á Hallærisplani sl.
laugardag, þar sem hart nær
2000 manns komu saman og
Iögðust eindregið gegn þessum
hugmyndum.
Arkitektar þeir sem unnið
hafa umræddar skipulagstillög-
ur, sögðu i viðtali I vikunni, aö
gagnrýni Torfusamtakanna og
fleiri á verk þeirra væri á mis-
skilningi byggð. Þetta væri að-
eins tillaga að skipulagi, ,,hug-
mynd sem gæti verið ein af þús-
undum sem kæmu til greina”.
Væru þessar hugmyndir ein-
ungis lagðar fram til þess að fá
viðbrögð almennings og þeirra
aðila sem hagsmuna eiga að
gæta.
Alþýðublaöið leitaði eftir af-
stöðu þriggja fulltrúa minni-
hlutaflokkanna i borgarstjórn
Reykjavikur til skipulagstillög-
unnar. Þeir eru: Björgvin
Guðmundsson, fulltrúi, Alþýðu-
flokks, Kristján Benediktsson,
fulltrúi Framsóknarflokks og
Adda Bára Sigfúsdóttir, fulltrúi
Alþýðubandalags. Svör þeirra
fylgja hér með:
-ARH
Kristján Benediktsson
þeim þáttum sem varða um-
ferðina. Stóraukið verzlunar-
rými og 80 nýjar ibúðir austan
við Aðalstræti hlýtur að leiða til
aukinnar umferðar i nágrenni
þessa svæðis. Hið jákvæða við
umrædda deiliskipulagstil-
lögu er það, að eigendur lóðanna
geta á hana fallizt og eru reiðu-
búnir að hefja framkvæmdir á
grundvelli hennar”. ARH
Kristján Benediktsson:
Heildarskipu
lagid vantar
Kristján Benediktsson, borg-'
arfulltrúi Framsóknarflokks
visaði til bókunar á fundi borg-
arráðs 10. janúar s.l. varðandi
afstöðu til skipuiagstillagna i
miðbænum. Bókun Kristjáns er
svohljóðandi:
„Eins og fram kemur i bókun
Helga Hjálmarssonar i skipu-
lagsnefnd frá 19. desember s.l.
og 26. júli s.I., eru á þvi augljósir
annmarkar að fullvinna einstök
takmörkuð svæði i gamla mið-
bænum (Kvosinni), án tillits til
framkvæmda i næsta nágrenni
og meðan engin heildarmynd
liggur fyrir um framtiðarskipu-
lag miðbæjarsvæðisins. Þá hef-
ur ekki enn verið gengið frá
skipulagi Grjótaþorps, né
ákvörðun tekin um hverju hlut-
verki það eigi að gegna i mið-
bæjarstarfseminni i framtið-
inni. Virðist mér mjög hæpið að
ganga frá endanlegu skipulagi
austan Aðalstrætis án þess að
gera sér um leið grein fyrir
hvað gert verður i skipulags-
málum vestan götunnar. Eðli-
legra hefði verið að deiliskipu-
leggja þessi svæði sem eina
heild. Hefði þá mátt ætla bygg-
ingu fyrir bifreiðageymslu
nyrzt i Grjótaþorpi meðfram
Vesturgötu og Garðastræti i
stað þess að gera slika geymslu
neðanjarðar i Kvosinni austan
Aðalstrætis, en slik bygging
hlýtur að vera bæði dýr og óhag-
kvæm.
Þá er að minum dómi ekki
gerð fullnægjandi grein fyrir
Adda Bára Sigfusdóttir:
Vil sjá aðra
skipu-
lagstil-
lögu
— Borgarf uI Itr úar
Alþýðubandalagsins hafa
þá sameiginlegu afstöðu,
að hafna þessari skipu-
lagstillögu, eins og hún nú
liggur fyrir, sagði Adda
Bára Sigf úsdóttir, veður-
fræðingur. Við viljum sjá
aðra skipulagstillögu þar
sem gert yrði ráð fyrir
því að nota þau hús á
svæðinu sem nothæf eru
og byggja í stíl við um-
hverfið, ef á annað borð
verður þarna bygggt:
Adda
Sigfusdóttir
Þá kom fram i samtalinu við
borgarfulltrúann, að fulltrúar
Alþýðubandalagsins hafi ekki
reynt að ná samstöðu með öðr-
um fulltrúum minnihlutans i
— Ég vil sjá þarna hæfilega
endurnýjun i ibúðarbyggingum,
en engar stórframkvæmdir á
borð við þær sem tillagan gerir
ráð fyrir.
borgarstjórn i málinu, en af-
staða borgarfulltrúa flokksins
væri hins vegar byggð á grund-
vallarstefnu þeirra i skipulags-
málum Reykjavikur. _
Björgvin Guðmundsson:
Vantar líf-
Alþýðublaðið bað
Björgvin Guðmundsson,
borgarf ulltrúa Alþýðu-
flokks, að segja skoðun
sína á skipulagstillögun-
um á Hallærisplani. Hann
sagði m.a.:
— Ég get ekki fallizt á
skipulagstillöguna
óbreytta. Ég tel að hún
þurfi endurskoðunar við.
Til dæmis er ég andvigur
því að Hótel Vik verði rif-
ið. Auk þess tel ég rétt að
athuga hvort fleiri hús á
svæðinu beri að varð-
veita.
Björgvin Guðmundsson
legri midbae
A hinn bóginn eru hugmyndir
um að byggja yfir torg i mið-
bænum mjög athyglisverðar og
tel að með réttri útfærslu slikra
hugmynda væri hugsanlega
unnt að gæða miðbæinn auknu
lifi.
A þvi er mikil þörf. Miðbær-
inn, eins og hann er i dag, er
mjög liflaus eftir að almennum
vinnudegi lýkur og að minu viti
vantar þarna allt það kvöldlif
sem áður var. Ef til vill væri
unnt að skapa slikt lif með þvi
að byggja yfir Hallæris- og
Steindórsplanið og koma þar
upp fjölbreyttum veitinga- og
kaffihúsum sem myndu laða
fólk að miðbænum.
-ARH