Alþýðublaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. febrúar 1978
3
Síóara misseri hjá Sinfóníunni ad hefjast:
Vönduð og fjölbreytt efnisskrá
Nú er að hef jast síðara
misseri þessa starfsárs
Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands, og eru fyrstu tón-
leikarnir fimmtudaginn 9.
febrúar.
Efnisskráin er mjög
fjölbreytt og til hennar
vandað. Tónleikunum þ. 9.
febrúar mun bandarískur
hljómsveitarstjóri, George
Trautwein, stjórna, og ein-
leikari er Gunnar Kvaran
cellóleikari. Tónleikarnir
hefjast á íslenzku verki,
Gamanforleik eftir Victor
Urbancic, þá er cellókon-
sert eftir Schumann og að
lokum tvö bandarisk verk,
Sonata eftir Stokes og Sin-
fónía nr. 2 eftir Howard
Hansen.
'Aðrir stjórnendur á þessu miss-
eri verða þessir: Páll P. Pálsson,
Adam Fischer, Wilhelm Bruckn-
er-Riiggeberg, Karsten Andersen
og Marteinn Hunger Friðriksson.
Einleikarar verða þessir: Anna
Aslaug Ragnarsdóttir, György
Pauk, Hans Richter-Haaser,
Unnur Sveinbjarnardóttir og á
lokatónleikunum 18. mai rúss-
neski pianósnillingurinn Emil
Gilels.
A tónleikum 27. april kemur
Söngsveitin Filharmónia fram
undir stjórn Marteins Hunger
Friðrikssonar og á óperutónleik-
unum þ. 16. marz Karlakór
Reykjavikur.
Sérstök ástæða er til að geta
óperutónleikanna þ. 16. marz
undir stjórn Wilhelms Brúckner-
Rúggeberg, sem er einn af aðal-
hljómsveitarstjórum óperunnar i
Hamborg. Á þessum tónleikum
koma fram tveir þýzkir söngvar-
ar, sópransöngkonan Astrid
Schirmer og tenórsöngvarinn
Heribert Steinbach. Þessir
söngvarar eru meðal eftirsóttustu
söngvara i Þýzkalandi i dag og
syngja sem gestir við öll stærstu
óperuhús i Evrópu. Það sem flutt
verður á þessum óperutónleikum
eru forleikir, ariur og dúettar úr
óperunum Fidelio eftir Beethov-
en, Meistarasöngvurunum, Trist-
an og Isolde, Hollendingnum
fljúgandi og Valkyrjunum eftir
Wagner. Karlakór Reykjavikur
mun syngja tvo kóra úr óperun-
um Fidelio og Hollendingnum
fljúgandi.
Að lokum skal þess getið, að á
þessu misseri verða flutt verk eft-
ir fjögur islenzk tónskáld auk
Victors Urbancics: Jón Nordal,
Snorra Birgisson, Sigursvein D.
Kristinsson og Guðmund Haf-
steinsson, og er það frumflutn-
ingur á verkurp hinna þriggja sið-
astnefndu.
Sala áskriftárskirteina að sið-
ara misseri hljómsveitarinnar er
hafin á skrifstofunni að Laugaveg
120, og eru fastir áskrifendur vin-
samlega beðnir að endurnýja sem
fyrst.
Jón Tómasson:
Óskiljanlegt
— Páll Líndal verður að skýra
betur hvað hann á við
Vegna þess aö nokkuð
hefur verið vitnað í bréf
Páls Líndal, sem birtist á
2. síðu blaðsins í dag,
hafði AB samband við
borgarráðsritara, Jón
Tómasson, og innti hann
álits á efnisatriðum þess.
Sérstaklega þó kaflanum
þar sem rætt er um að
borgarráð hafi stungið á-
sökunum á hendur hátt-
settum borgarstarfs-
mönnum undir stól.
Borgarráðsritari kvað sér
næsta óskiljanlegt hvað við væri
átt. Páll yrði að skýra mál sitt
nánar, þvi erfitt væri að átta sig
á hvað hann ræddi um.
Jón kvað það hinsvegar hugs-
anlegt að Páll vitnaði hér til
bréfs, undirrituðu af einum
manni, sem skotið hefði verið að
sér meðan fundur borgarráðs
stóð sl. þriðjudagskvöld.
Varðandi það, hvort umrætt
bréf hefði að geyma alvarlegar
ásakanir á hendur háttsettum
mönnum hjá borginni, kvað Jón
svo ekki vera. Bréfritari hefði
kvartað yfir þvi að treglega
hefði gengið að fá vissar upplýs-
ingar. Var þvi máli snarlega
kippt i liðinn og fékk maðurinn
umbeðinn gögn þá strax. Eina
ásökunin, sem bréfið hafði að
geyma, var sú að ekki haföi tek-
ist að ná i tiltekinn mann til að
afhenda honum viss gögn. ,,Og
sá maður starfar ekki hér á
skrifstofunni”, sagði Jón.
Varðandi það hvers vegna
umrætt kvörtunarbréf manns-
ins hefði ekki verið lagt fyrir
borgarráð sagði Jón, að ástæð-
an væri sú að bréfið tengdist
máli, sem borgarráð hefur til
meðferðar og það mál hefði ekki
verið á dagskrá eftir að bréfið
barst.
Þetta taldi Jón einu hugsan-
legu skýringuna á ummælum
Páls Lindals. Ef ekki þá væri
það mál sér með öllu ókunnugt.
Leiörétting
Slæm villa kom fram i viðtali
við Jakob Kristjánsson, körfu-
gerðarmann, i blaðinu i gær. Kom
þar fram að B lindrafélagið hafi
aðsetur við Ingólfsstræti i
Reykjavik. Þetta er rangt.
Blindrafélagið hefur aðsetur i
Hamrahlið 17, en Blindravinafé-
lagiðhins vegar við Ingólfsstræti.
Viðkomandi eru beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum.
F undur f Alþýðu-
flokksfélagi
ísafjarðar
á föstudaginn
Alþýðuflokksfélag Isafjarðar efnir til fundar í kaffi-
sal Ishúsfélags Isafjarðar föstudaginn 3. febrúar
klukkan 20:30. Karl Steinar Guðnason, varaformaður
Verkamannasambands Islands og Sighvatur Björg-
vinsson, alþingismaður, mæta á fundinum. Fundar-
gestum verður veitt kaf fi. — Allt Alþýðuf lokksfólk og
stuðningsmenn eru velkomnir. — Stjórnin.
GOODfVEAR----
HJÓLBARÐAR
FYRIR DRÁTTARVÉLAR
0G VINNUVÉLAR
STÆRBIR:
400—12/4
600—16/6
650—16/6
750—16/6
900—16/10
14—17.5/10
750—18/8
. 12—18/10
600—19/6
750—20/8
9 — 24/8
11—24/10
13—24/6
13 — 24/10
13— 24/14
14— 26/10
15 — 26/10
18 — 26/10
10—28/6
11—28/6
12—28/6
13 — 28/6
14—28/8
14—28/10
15—28/12
14—30/6
14—30/10
1 5—30/10
11—32/6
14— 34/8
15— 34/14
11—36/6
11—38/6
15.5 — 25/12
17.5— 25/16
20.5— 25/16
23.5 — 25/20
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
Hafið samband við okkur eða
umboðsmenn okkar sem fyrst
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN,
UUGAVEGI172 - SfMI 28080
good&year HEKLA HF.
Laugavegi 170—172 — Sími 21240