Alþýðublaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 02.02.1978, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 2. febrúar 1978! Getraunaspá — 2 QPR—West Ham. QPR vann West Ham 6—1 á þriðjudagskvöld- ið i bikarkeppninni. Það kann þvi að virðast fá- vizka að spá jafntefli en við höfum trú á West Ham og spáum engu að siður jafntefli. WBA—Newcastle Þetta er nokkuð öruggur leikur, Albion ætti ekki að eiga erfitt með að hala inn tvö stig. Heimasigur. Blackpool—Blackburn. Það er mikil jafnteflislykt af þessum leik. Spáin er samkvæmt þvi. —ATA Norræni menningarmálasjóðurinn veitir styrki til einleikara, einsöngvara, kammer- f lokka, kóra, hljómsveita eða óperuhúsa svo að þessir aðilar geti fengið norrænt tónskáld frá öðru landi en sinu til að semja fyrir sig. Umsókn skal gerð í samráði við og með samþykki við- komandi tónskálds. Umsóknarf restur er til 1. mars 1978. Nánari upplýsingar veitir Árni Kristjánsson í síma 1 32 29. Norræni menningarmálasjóðurinn mun í ár veita einleikurum, einsöngvurum, kórum, hljóðfæraflokkum og hljómsveitum ferðastyrki til tónleikahalds á Norðurlöndum. Tónleikarnir skulu haldnir utan heimalands umsækj- anda. Á efnisskrá á að vera a.m.k. eitt norrænt verk. Umsóknir skulu sendar í samráði við þá sem sjá eiga um framkvæmd tónleikanna i þeim löndum, sem heimsótt verða. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1978. Nánari upplýsingar veitir Árni Kristjánsson i síma 1 32 29. 1X2 1X2 1X2 22. leikvika — leikir 28. janúar 1978 Vinningsröö: ÍXX — 2XX — 12X — 11X 1. vinningur: 10 réttir — kr. 167.000.- 17 (Akranes) 2637 éSelfoss) 10437 (Köpavogur) 33990 (Mosfellssveit) 2. vinningur: 9 réttir — kr. 9.800,- 2372 5138 6595 31116 32689 33889 34580 3676 5143 9236 31519 32783 33993 40848(2/9) + 4679 5927 30233 31539 33318 34441 54407 4804 6349 31094 32318 33353 34445 54623 + nafnlaus Kærufrestur er til 20. febrúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboös- mönnum og aöalskrifstofunni. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. GETRAUNIR — iþróttamiöstööin — REYKJAVIK Satufceppui wn skipdag Sveitarstjórn Mosfellshrepps og Skipulagsstjórn rikisins efna til hugmyndasamkeppni um skipuiag í Mosfells- hreppi. Þátttaka er heimil öllum islenskum rikisborgurum, svo og erlendum arkitektum sem starfa hér á landi. Skilmálar fást hjá trúnaöarmanni dómnefndar, Ólafi Jenssyni, Kjartansgötu 2, R., pósthólf 841, og eru þeir ó- keypis. önnur samkeppnisgögn fást hjá sama aöila, gegn 10.000 króna' skilatryggingu. Tillögum ber aö skila i siðasta lagi 17. mai 1978 til trúnaö- armanns dómnefndar. Dómnefndin. [ Auglýsingasrmi blaðsins er 14906 Sæmundur G. Lárusson Frá fyrri tímum Mér er enn i fersku minni, þegar forsætisráöherra Stefán Jóhann Stefánsson og frú voru næturgestir, ásamt föruneyti sinu i ólafsdal. 1 þann tiö var þriggja flokka stjórn á íslandi, jþ.e. Alþýöuflokkur, Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæöis- flokkur. Þá voru liklega þau mistök gerö sem viö súpum seyöiö af enn i dag, en þaö er þegar þeirri stjórn datt I hug aö fara aö greiöa okkur bændum meö hverju þvi kilói dilkakjöts sem viö framleiddum og þar meö aö gera okkur aö nokkurs konar sveitarómögum, eins og þaö var kallað þegar fátæklingar uröu aö þiggja af sveit, til þess að geta dregið fram lifiö. Viö sem höföum nægilega bústærö þurftum enga meögjöf meö þvi sem viö framleiddum. Þeir fengu aftur ekkert sem höfðu þörf fyrir hjálpina. Misréttiö kom fljótlega fram. Þeir sem áttu marga dilka til förgunar, fengu tugi þúsunda og jafnvel á annaö hundraö þús. krónur. Þeir voru lika til sem áttu kannski ekki nema 15-18 ær, en höföu stór heimili til fram- færslu. Þeir förguöu fáum eöa engum dilkum, og fengu þvi engar greiöslur. Þarna var haldiö út á hála og vitlausa braut, og gallarnir eru alltaf aö koma betur og betur i ljós, sem sést m.a. bezt á öllu þvi öngþveiti sem nú rikir hjá bændasamtökunum. Þó tekur fyrst út yfir aö nú skuli húsmæöur heimta sama kaup og bændur þeirra fyrir það aö sjá um sina eign. Þetta er all- furöulegt og þaö mun bænda- stéttin eiga eftir að reyna áður en langt um liöur, aö slikur hugsunarháttur getur átt eftir aö leiða illt eitt af sér, ef hann ekki breytist. Þaö eitt kann ég þessum bændafrúm að segja, aö þaö lifir enginn ánægöur sem ekki nenn- ir að sinna sinu og ávaxta sitt pund meö eigin kröftum. Kon- urnar okkar uröu að hnoöa brauðin i höndunum og baka þau i kolakyntum eldavélum. Þær uröu aö fara fyrstar á fætur á morgnana og ganga siðastar til hvilu ab kveldi. Þar utan komu þær út um miðjan daginn, og unnu viö hliö manna sinna, án þess aö heimta sérstakt kaup. Viö vorum aö vinna aö eignum okkar og gátum ekki krafist neins af öörum en sjálfum okkur. En svo aðeins sé vikið að ööru, þá verður þaö launafyrirkomu- lag sem nú rikir að breytast. Þaö veröur aö taka toppinn af þeim er hæstu launin hafa, þá koma hin hlutföllin viljugri á eftir og þá er lausnin fengin. Vélakaup bænda er mál útaf fyrir sig, sem vel er þess viröi að rætt sé. Sannleikurinn er sá, að vélakosturinn stendur ónot- aöur stærstan hluta ársins. Þessar vélar skila ekki fullum aröi, nema fáa mánuöi ársins. Ef vel heföi átt að vera, heföu bændur átt að fá vélar sinar án þess að borga af þeim tolla og aöflutningsgjöld. Mér finnst að Samband islenskra samvinnu- félaga hefði átt aö stefna aö þvi aö létta undir bændum meö þau vélakaup sem þeim eru nauðsynleg. Þvert á móti er SIS nú orðið eitt bákniö i þjóö- félaginu, eins og það nefnist vist á nútimamáli. Bændur í mál við ríkið Ekki er langt siðan Gunnar Guöbjartsson kom fram i fjöl- miölum, Mbl. að þvl er mig minnir og sagöi að hann teldi aö bændur þyrftu að fara i mál viö rikið. Ekki list mér á aö þaö sé vænlegt til annars og skynsam- legra stjórnarfars, en þá verður aö snúa viö og fara rétta leiö. Það þarf aö taka kúfinn af hæstu laununum og vinna aö stöðvun verðbólgunnar. Þær ráöstafanir sem hafa undanfariö veriö gerðar af hálfu rikisstjórnar- innar er aö samþykkja sifellt nýjar og nýjar hækkanir. Þessi aöferð er furðuleg, þvi með henni er stefnt aö vaxandi öng- þveiti, þar til verður hrun. Er vist aö þjóöin biöur spennt eftir þeim úrlausnum sem ráða- menn kunna að boða til núna, þvi þeir verða að gera eitthvaö til varnar þvi aö þjóöarskútan sökkvi. Losar 2 vildi ég og biðja um skriflegt álit borgarráös á þeim svörum. Það mun hafa i þjónustu sinni tiu til tuttugu lögfræðinga, svo aö ekki ætti aö þurfa aö standa á svari frá því sjónarmiöi. Á þessu stigi er aðeins spurt um mjög einfaidan þátt varðandi máls- meðferö. Frekari spurningar veröa aö biöa betri tima. Spurningarnar eru þessar: 1. A hvaöa heimild byggir borgarendurskoðandi rétt sinn til aö fara i læstar hirslur, sem ekki aöeinst geta geymt mikil verömæti, heldur allskonar einkamál, bæöi min og annarra og ýmislegt sem er mér persónulega mikils viröi? 2. Get ég fengið skrá um, hvaö tekið var úr skrifboröi mínu og hverjir voru viðstaddir þessa aðgerð? 3. Var skrifborð mitt brotið upp eða hefur borgarendurskoöandi eða einhver jir i kerfinu lykla aö læstum hirslum minum og t.d. skrifborði borgarstjóra, borgarritara, borgarverk- fræðings, peningaskápum borgargjaldkera o.s.frv.? 4. Telur borgarendurskoöandi sig hafa i blaðaviötölum heimild til aö sakfella mig eins og hann hefur itrekað gert? Telur hann þetta falla undir upplýsinga- skyldu stjórnvalda?” Ég vænti þess, aö borgarráö hraði afgreiöslu þessa máls. Um leiö og ég lýk þessum orö- um þakka ég borgarráösmönnum frá 1949 og siöan samstarf, sem yfirleitt hefur veriö ánægjulegt og lærdómsrikt fyrir mig. Ég haföi vænst þess, aö þessum samskipt- um lyki meö skaplegri hætti en reynslan hefur orðiö, en „örlög- um sinum ræöur enginn”. Með góöri kveöju Páll Lindal vÞað kom” 2 starfi. Ég er hræddur um, ab sá listi mundi varla fylla margar siður I blaöinu! Ég held samt, aö sú meðferð, sem ég hef mátt þola nálgist að vera einsdæmi, og „eru þó mörg dæmi úr forneskju?”. Og núna siðast eru þaö ekki „óábyrgir blaöamenn”, þeir miklu syndaselir,sem eiga i hlut, heldur einhver úr hópi „hinna ábyrgu”, sem lætur sér sæma að draga undan frásögnina af bréfi minu. Það er hins vegar best aö spyrja „blaðafulltrúann”, hver sem hann nú er, hvernig standi á þvi að hitt bréfiö til borgarráös hefur ekki fengið aö sjá dagsins ljós. Á miðöldum var þaö ekki óal- gengt að skora á menn til einvigis meðþviaðkasta hanska framan i þá. Með frásögninni i Morgunblað- inu i dag, með þvi að „ljúga með þögninni”, hefur einhver aöili tengdur æöstu stjórn borgar- innar, kastaö hanskanum framan i mig. Ég ætla aö taka á móti þessari einvigisáskorun. Þaö hlutu marg- ir skrámur, þegar slik átök áttu sér stað. Það kom jafnvel fyrir, aö menn féllu i valinn. Reykjavik, 1. febrúar 1978 Páll Lindal Smygl 12 A árinu 1977 leiddi rannsókn tollgæzlunnar á röngum að- flutningsskjölum vöruinn- flytjenda til hækkunar aö- flutningsgjalda um kr. 44.677.674 (kr. 30.959.925 árið 1976) Þar af voru kr. 43.565.364 (328 mál) vegna rangrar toll- flokkunar, kr. 643.072 (9 mál) vegna meira vörumagns i sendingu en tilgreint var i aðflutningsskjölum eöa vegna vöntunar vörureiknings, kr. 167.259 (5 mál) vegna rangra E.B.E. skirteina og kr. 301.980 (2 mál) vegna annars. I 40 málum af áðurgreindum 328 málum vegna rangrar toll- flokkunar var innflytjenda gert að greiða 10% af endan- legum aðflutningsgjöldum i viðurlög skv. 20. gr. tollskrár- laga og nam sú innheimta á árinu kr. 1.257.746. Þessum viðurlögum er beitt, ef röng tollflokkun innflytjanda er ekki talin afsakanleg en þó ekki, ef hún er talin saknæm, þá fær málið sakadómsmeð- ferð. Tollgæzlan sektaði og gerði upptækan ólöglegan innflutn- ing i 241 máli á árinu 1977 (192 á árinu 1976) og nam sektar- fjárhæð samtals kr. 2.552.400 (kr. 1.182.400 á árinu 1976). Tollgæzlan hefur einungis heimild til þess að beita sekt- um og upptöku eignar i minni háttar málum. Stærri málum verður þvi ekki lokið hjá toll- gæzlunni og eru þau mál send öðrum yfirvöldum til með- ferðar. Unnið að 1 óeðlilega háir, um slikt væri kunnugt og unnið að leiðrétt- ingum á þvi. Ástæða er þó til að hvetja fólk til að ganga úr skugga um hvort rétt sé, þyki þvi bruna- bótamat húsa sinna óeðlilega hátt. JA Ávísana- eyðu- blöð hækka í verði Verö á ávísanaeyðu- blööum hækkaði öllum á óvart i gær. Kostar nú hvert 25 blaða hefti krónur 550/ en kostaði áður 375 krónur. Þannig kostar nú hvert eyðu- blað 22 krónur en kostaði áður 15 krónur. —GEK Auf^ýseruW! AUGLY SINGASIMI BLAÐSINS ER 14906 alþýöu-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.