Alþýðublaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR
1Ritstjórn bladsinsler
til húsa» Sídumúla 11
r— Sfmi (91)81866
Veruleg kjaraskerd-
ing í uppsiglingu
— ASÍ, BSRB og VSÍ kynntar hugmyndir ríkisstjórnar um aðgerdir í
efnahagsmálum í gær
Forystumenn
stærstu samtaka
launþega og atvinnu-
rekenda voru i gær
kvaddir á fund
forsætisráðherra,
Geirs Hallgrimssonar,
i stjórnarráðinu i
Reykjavik, þar sem
þeim voru kynntar
hugmyndir rikis-
stjórnarinnar um að-
gerðir i efnahagsmál-
um okkar íslendinga.
Það voru forystumenn
Bandalags starfs-
manna rikis og bæja,
Alþýðusambands
íslands og Vinnu-
veitendasambands
Islands, sem kvaddir
voru til ráðherra,
BSRB-menn klukkan
14.00, ASí-menn klukk-
an 16.00 og VSí-menn
klukkan 17.00
Undanfarna daga hefur
margt bent til þess aö nú um
þessa helgi myndu lita dagsins
ljós fyrstu afgerandi aðgerðir
rikisstjórnarinnar gegn þeirri
óheillaþróun er einkennt hefur
efnahagslif þjóðarinnar
undanfarið. Nokkur hula hefur
hvilt yfir þvi til hvaða aðgerða
stjórnin hyggðist gripa. í gær og
á fimmtudag var stöðvuð, eða
hægt mjög á, gjaldeyris-
afgreiðsla af hverju tagi, öllum
umsóknum og afgreiðslu beint
gegnum gjaldeyrisbankana og
mál tekin þar til „nánari athug-
unar”, eins og það kallast þegar
tefja á afgreiðslu þeirra. Kunn-
ugir menn telja þær ráðstafanir
ekki geta boðað annaö en
iFramhajd á bls. 10’
— Stofninn telur nú um lOO erni — örninn er einn
ernir, 23 ungir ernir og 10
ungar komust upp sumarið
1977. Arnarhjón verptu á 28
stöðum á landinu, en varp-
ið misfórst af ýmsum or-
sökum hjá 21 pari.
örnin er með viðkvæmustu
varpfuglum landsins.þolir ekki ó-
næði meðan hann liggur á og
fyrstu mánuðina i hreiðrinu er
unginn mjög viðkvæmur. Aðal-
skilyrði þess að varp heppnist, er
að enginn umgangur sé um svæð-
ið frá þvi i aprilbyrjun þar til I
júli.
Hér á landi var vitað um flest
arnarhreiður áriö 1880, eða 84.
Fæst hafa hreiðrin hins vegar
orðið árið 1966, eða einungis þrjú,
en þá taldi stofninn innan við 40
fugla. Þessar upplýsingar eru úr
fréttabréfi Fuglaverndarfélags
Islands.
Félagið hvetur alla viðkomandi
til að sýna hóf i útrýmingu varg-
fugls. Það sé staðreynd að veiði-
bjöllu hefur ekki fjölgað undan-
farin ár, eftir að dregið var úr þvi
að fleygja úrgangi úr frystihús-
um. Visindamenn telji lika vafa-
samt að stofnstærð veiðibjöllu
hafi áhrif á stofnstærð æðarfugls,
en hann sé háður ætismagni, að-
allega bláskel.
Félagið varar við minkaút-
breiðslu, það sé staðreynd að þar
sem minkar eru dregur úr varpi.
viðkvæmasti varpfugl fslenzkur
Nú um áramótin var vit- ur, en þá voru ernir hér á
aö um 100 erni á landinu. landi um 116 talsins.
Haföi þá fækkað nokkuð í Um síðustu áramót voru
tegundinni frá því árið áð- hér á landi 67 fullorðnir
Ornum hefurfækkad
Mál fyrrverandi
borgarlögmanns til
rannsóknarlögreglu
— neitaöi að vera viðstaudur rannsókn á
hirzlum sínum
A kveðiö hefur veriö, af hálfu borgaryfirvalda, aö vfsa máli Páls Lfndals, fyrrum borgarlög-
manns til rannsóknarlögreglu rikisins. t Ijós hefur komiö, viö rannsókn endurskoöunardeildar,
sem nær allt aftur til ársins 1965, aö á árunum 1971-1977 hefur Páll veitt móttöku bifreiðastæöa-
gjöldum, aö upphæö um 5. milljónir króna, sem ekki veröur séö aö hann hafi gert skil á f borgar-
sjóö. Hann hefur þegar greitt tæpar tvær milljónir inn á þessa upphæö.
I bréfi sem Páll birtir I f jölmiölum I gær segir hann aö skrifborö sitt hafi verlð brotið upp að sér
fjarstöddum og án þess aö hann vissi af. t upplýsingum borgaryfirvalda kemur fram aö Páli var
boöiö aö vera viöstaddur rannsókn á hirslum hans, en hann hafi neitaö boöinu. t skrifboröi hans
hafi fundist gögn viövikjandi málinu, sem Pállhafi þóneitað aðværu þar.
Sjá nánar á baksiðu.
Vegir liggja til allra átta. (AB-mynd ATA)
Frissi bíður mjálmandi í
Lundúnum
— eftir því að fá
fslendinga
„Það er ekki rétt aö kvikmynd-
in um Frissa kött hafi verið bönn-
uð hérna. Hið rétta I málinu mun
vera það aö flug féll niður i dag,
þannig að Frissi komst ekki til
landsins og blður nú mjálmandi á
skrifstofu Flugfélags lslands i
London, eftir þvi sem bezt er vit-
að. Mér skilst að ráðstafanir hafi
verið gerðar til þess að Frissi hafi
forgang i flug á morgun og ætti
hann þá að geta farið að breima
fyrir okkur upp úr þvi”, sagði
Friðfinnur Ölafsson, forstjóri Há-
að breima fyrir
skólabiós, I viötali við Alþýöu-
blaðiö i gær.
Sú fregn barst um bæinn i gær
að einhver yfirvöld hefðu gripið i
taumana með sýningar á Frissa
ketti á Kvikmyndahátiðinni, sem
nú stendur i Reykjavik, og bann-
að með öllu að Islendingar fengju
að berja hann augum. Frissi er
teiknimynd, sem þykir nokkuö i
grófara lagi. Hins vegar mun
þetta, eins og kemur fram i við-
talinu viö Friðfinn, vera mis-
skilningur einn, þvi við fáum að
sjá Frissa um leið og hann fær far
til landsins. -hv