Alþýðublaðið - 04.02.1978, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 04.02.1978, Qupperneq 4
4 Laugardagur 4. febrúar 1978 ssar alþýdu' blaðiö Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjdri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- son. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, sfmi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Áskriftaverö 1500krónur á mánuöi og 80 krónur f lausasölu. Og svo vikið sé að öðru. Var það ekki ráðherra Al- þýðubandalagsins, Magnús Kjartansson, sem var upphafsmaður að samningum við er- lendan auðhring um að- stöðu hér á landi? Ekki furða þó talað sé um skelegga baráttu flokks- ins gegn slíku! Og hvað svo um ,,bar- áttu" Alþýðubandalags- ins gegn auðstéttinni og fyrir alþýðuna? Hvað liggur eftir þessa menn í lagasetningum alþýðunni til hagsbóta allan tímann sem þeir hafa átt f ulltrúa á Alþingi? Vilja þeir svara því? Það er gersamlega til- gangslaust að reyna að feta þar í fótspor Gunn- ars Lambasonar, sem frægastur hefur orðið í sögum fyrir, að „halla öllum f rásögnum og Ijúga víða frá", svo sem hann gerði í frásögninni af Njálsbrennu! Ýmsir hafa furðað sig á, hve það sundrungar- starf, sem íslenzka kameljónið hefur staðið fyrir, hefur getað orðið langlíft og hve því virðist það eðlislægt. Hér höfðar vitanlega enn til upprunans. Þeir, sem sá illgresi, geta auð- vitað fengið rfkulega uppskeru. Sá „gróður" er oftast viljugur að vaxa, einkum ef að honum er hlúð og á það hefur ekki skort á Þjóðviljaheimil- inu. Um gagnsemina gegnir öðru máli. Vitan- lega er hægt að hlaða arf- anum upp í sátur. En að halda að menn fái úr þeim gagnlegt fóður, er álíka bjartsýni og að trúa því, að unnt sé að gera silkipoka úr svínseyrum! Einstakt feimnismál Undanfarið hefur Al- þýðublaðið rifjað nokkuð upp feril hins íslenzka kameljóns í stjórnmálun- um — Alþýðubandalags- ins. Þetta, og sérstaklega þegar minnzt er á upp- runa þess, hefur farið rækilega í fínu taugarnar á ritstjórum Þjóðviljans. Þannig hamast ritstjóri Þjóðviljans eins og þekkt húsdýr í flagi, vegna þess að minnt er á fortíðina! Hversvegna?, hljóta menn að spyrja. Ollum má vera vitanlegt að lit- breytingar hins nafn- kunna kameljóns breyta afar litlu um eðli þess og artir, og þegar alls er gætt í ferli og stjórn flokksins kemur strax í Ijós, að enn eru þar við stjórnvölinn og innstu koppar í búri hinir sömu, sem stóðu að Kommún- istaf lokknum, margir hverjir. Það skal játað, að auð- vitað er í því nokkur bót hugarfarsins, að skamm- ast sín fyrir upprunann! En það þurrkar á engan hátt út, hver hann var, né heldur á hvers vegum út- haldið var rekið. Sameiningartilraunirn- ar 1938 leiddu svo greini- lega í Ijós, að ekki varð um villzt, hvar hjörtu liðsodda Kommúnista slógu. Það er skjalfest staðreynd, að þeir kröfð- ust þess, að hinn samein- aði flokkurtæki skilyrðis- lausa afstöðu með Sovét Rússlandi og leyfði engan fjandskap gegn þvi í Hvar var hið sjálfstæða líf, þegar fréttist um griðasáttmála Rússa við Hitlers-Þýzkaland? Lagði blað þeirra ekki nótt við dag við að útlista hina dásamlegu stjórnkænsku Rússa, að gera Hitler fært að hleypa styrjöld- inni af stokkunum? Muna menn ekki ennþá „víð- sjár" Kiljans frá þessum tíma? Og hvernig var með Brynjólf, sem taldi að hér á fslandi mætti „skjóta án miskunnar" ef það kæmi Rússum að haldi? Og hvílíkur heimsbrestur var það ekki talinn, þegar „félagi Stalín" geispaði golunni? Það gerðist þó ekki fyrr en 1953! Þetra sýnir aðeins, að „gamla skyrtan" var enn við lýði á því herrans ári, þótt hún væri ekki lengur opinber hátíðaklæðnað- ur! málgögnum sínum! Þetta var þá hið sjálf- stæða líf, sem flokkurinn lifði! Þó það þyki henta nú, að halda því fram, að sósíalistaflokkurinn hafi klætt sig úr hinni rúss- nesku skyrtu þegar hann var stofnaður, mætti trú- lega minna á túlkanir Þjóðviljans í síðari heimsstyrjöldinni, bæði á eðli og gangi þeirra ham- fara. OR YMSUIWI AnQM HIÐ LJUFA LANDBÚN AÐARLÍF í BERLÍN Dagblaöiö Timinn flytur þær fréttir i gær, að Halldór E. Sig- urðsson, brúarsmiður og land- búnaðarráðherra, hafi skilaö sér heim á kontórinn, en hann mun hafa eytt nokkrum dögum á „grænni viku” i Berlin. „Græna vikan” er heljarmikil sýning á landbúnaðarvörum og þar tróð Sambandið upp I einum sýningarbás og sýndi ljósmynd- ir af rollum og islenskum beit- arhögum, auk þess sem sýning- argestir fengu flis af niður- greiddu dilkaketi i gogginn i framhjáhlaupi. Brúarsmiðurinn lét Timann hafa eftir sér, aö Sambandið hefði lagt út i þetta Berlin- ar-ævintýri að sinu ráði og væri þetta i samræmivið boðskapinn á siðasta Búnaðarþingi um að leggja bæri meiri vinnu i að reyna að koma meiru af dilka- keti niður i útlendinga. EftirþvIsemTiminn segir, þá hefur framlag Sambandsins til sýningarinnar vakið ekki litla athygli i Þýskalandi, þessu þekkta landi matháka. „Hennar (þ.s. sýningarinnar) var getið I öllum helztu blöðum Berlinar- borgar, meira að segja á for- siðu. í sjónvarpi og útvarpi var tekið fram, að Islendingar væru nú nýir þátttakendur i „Grænu vikunni” — i Berlín og var sýn- ing Islendinga rómuð mjög”. Og þá erekkiannað eftirenað biðaog vona að Þjóðverjum liki offramleidda lambaketið bæri- lega og vilji þiggja nokkra skrokka af þvi i framtiðinni. Stefna brúarsmiðsins i landbún- aðarmálum er eins og menn vita sú, að láta islenska skatt- borgendur borga útlendingum fyrir að éta allar ójöfnur i is- lensku landbúnaðarlandslagi, þar með eru talin fjöll úr smjöri og hæðir og hólar úr kjöti. LANDREISA ALLABALLA Toppfólk 1 Alþýðubandalaginu þeysir nú út og súður um lands- byggðina og viðrar framtiðar- sýn sina um nýja „al- þýðustjórn”. Samkvæmt aug- lýsingum Þjóðviljans er á sam- kundum Bandalagsins fjallað um úrræði Alþýðubandalagsins i efnahagsmálum, en þau eru tilboð um að stjórna auðvalds- skipulaginuá Islandi betur fyrir auSierrana, en auðherrarnir geta sjálfir gert! Býður nokkur betur? Auðvitað er sjálfur aðal- hugmyndafræðingur Banda- lagsins á sviði „islenskrar at- vinnustefnu” með á flestum samkundunum til að útlista fyrir alþýðunni hina dásamlegu kenningu, en það er auðvitað einn hinn siðasti pólitiski föru- maður á íslandi, dr. ólafur Ragnar Grímsson. Hefur hann um sinn lokið flokkaflakkinu, enda klifrað ótrúlega hratt upp virðingarstigann i Bandalaginu. Þá er og f jallað talsvert mikið um „orsakir fjármálaspilling- arinnar” i islensku þjóðfélagi, m.a. farið rækilega ofan i kjöl- inn á þvi hvernig mölur og ryð grönduðu par milljónum I fjár- hirzlum Landsbanka tslands — á þvi timaskeiði i sögu stofnun- arinnar sem guðfaöir Alþýöu- bandalagsins og Sósialista- flokksins, Einar Olgeirsson, sat I æðsta valdastól i Landsbank- anum! -ARH

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.