Alþýðublaðið - 25.02.1978, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 25.02.1978, Qupperneq 8
alþýðu- blaðið Útgefandi Alþýöuflokkurinn Ritstjórn Alþýöublaösnins er aö Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900. LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1978 Magnús_________ Kjartansson: „Ræðst um frambod mitt, þegar kjörnefnd tekur til slarfa” Alþýðublaðið hafði í gær tal af Magnúsi Kjartans- syni, aIþingismanni, og innti hann eftir hvort við rök ætti að styðjast, að hann hefði afráðið að verða ekki í framboði við næstu alþingiskosningar, en á nefndarfundi hjá Norðurlandaráði, mun Magnús hafa látið að því liggja, að óvist væri að hann sæti þar fleiri fundi. Magnús Kjartansson svaraöi þvi til að enn heföi kjörnefnd Al- þýðubandalagsins ekki tekið til starfa og yrði að biða eftir hvað uppi yrði á teningnum, þegar þar að kæmi, þangað til léti hann ekk- ert uppi. I flokki með Glistrup Blaðamaður spurði Magnús frétta af atkvæðagreiðslu þeirri i Norðurlandaráði, þar sem fellt var að veita Færeyingum aðild að ráðinu og svaraði Magnús að ts- lendingar hefðu þar setzt á bekk meö Glistrup og öðrum aftur- haldsmönnum og hefði þessi at- kvæðagreiðsla öil verið hið for- ljótasta mál, en tillagan var felld með um það bil 50 atkvæðum, gegn 7. AM Samtök frjálslyndra og vinstrimanna ákveda framboð sitt f Reykjavfk: Aðalheiður í 2. sæti hjá Sam- tökunum Á fimmtudaginn var á félagsfundi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna i Reykjavik sam- þykkt framboð í Reykjavík fyrir alþingiskosningarn- ar, sem haldnar verða i vor. Það, sem vekur ef til vill mesta athygli, er að Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, formaður Sóknar, er i ööru sæti, næst á eftir Magnúsi Torfa Ölafssyni. Listinn litur annars þannig út: 1, Magnús Torfi ólafsson, al- þingismaður Framhald af bls. 6 Dönsku reikningarnir f lestir komnir á hreint Utibú bankanna gjaldeyrisdeildir 807 gjaldeyrisreikningar stofnaöir „Mikið er komið og flestu er búið að gera grein fyrir”, sagði Sigurður Jóhannesson hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans, þegar blaðið spurði hann i gær um hvernig skil gengju á gjaldeyrisinnstæðum frá Danmörku. Sigurður sagði að að visu væri þó ekki hægt að segja að öll kurl væru komin til grafar, enda seint komist svo rækilega til botns i málunum, þótt þeir hjá gjald- eyriseftirlitinu gerðu sitt bezta. 807 gjaldeyrisreikningar stofnaðir Þar sem ætla má að nokkuð hafi fjölgað gjaldeyrisreikning- um hjá gjaldeyrisbönkunum, Útvegsbankanum og Landsbank- anum, við þessi umsvif banka og skattyfirvalda, hringdum við i gjaldeyrisdeildirnar og spurðum um fjölda reikninga. Þorsteinn Brynjólfsson,fulltrúi deildarstjóra gjaldeyrisdeildar hjá Útvegsbankanum, sagði að þar hefðu nú verið stofnaðir 250 reikningar. Mest væri hér um smáar upphæðir að ræða og kysu menn helzt aö innstæður þeirra væru i dollurum og mörkum, en sem kunnugt er eiga menn val um i hvaða útlendri mynt gjaldeyrir þeirra er geymdur. Ragnheiöur Hermannsdóttir, deildarstjóri gjaldeyrisdeildar Landsbankans, sagði að við lokun i gær heföu i aðalbanka verið stofnaðir 534 reikningar. Hve margir reikningar af dönskum ættum hefðu flutzt inn nýlega opna kvaðst hún hvorki geta né mega gefa upplýsingar um. útibúin stofna til gjald- eyrisviðskipta Ekki er fjöldi gjaldeyrisreikn- inga upp talinn enn, þvi fyrir um það bil viku hófu útibú Lands- bankans að opna gjaldeyrisreikn- inga. Þessi s,tarfsemi útibúanna er þó enn á frumstigi, að sögn Hólmsteins Steingrimssonar deildarstjóra erlendra viðskipta hjá Landsbankanum, og sagði hann að enn sem komið væri hefði verið opnaður 21 reikningur i Austurbæjarútibúi, en 2 reikning- ar á Neskaupstaö. I byrjun er þetta nokkuð stirt i vöfum, að sögn Hólmsteins, en búast má við að brátt færist meira fjör i þessi viðskipti, þegar fleiri útibúanna hefja að veita þessa þjónustu. AM Verkfalli blaðamanna aflétt í gær Studningsyfirlýsing vid málstad annarra launþega samtaka samþykkt Á fundi i Blaðamanna- félagi íslands, sem hófst kl. 16 i gær að Hótel Esju var samþykkt með 74 atkvæðum gegn 17 að af- létta verkfalli blaða- manna. í lok fundar var borin upp og samþykkt stuðningsyfirlýsing við ASÍ, BSRB og FFSÍ sem aðgerðir hafa boðað þann 1. og 2.marz n.k. Launaliðir samningsins lita nú út sem hér segir, en til saman- burðar er birtur launastiginn, eins og hann áður var: Nýr samningur: Fyrstu6 mánuöi Næstu 6mánuði Næstu 12mánuöi Eftir 2 ár Eftir 3ár Eftir 6ár Eftir 10 ár Eftir 15ár Eidri samningur: A fyrsta ári Eftir 1 ár Eftir 2 ár Eftir 4 ár Eftir 6ár Eftir 8 ár 143.000 kr. 152.700 kr. 171.900 kr. 190.911 kr. 203.847 kr. 210.315 kr. 213.649kr. 220.118 kr. 135.158 kr. 138.188 kr. 162.853kr. 166.936 kr. 171.002 kr. 175.125 kr. Eftir 10 ár Eftir 12ár 178.184 kr. 184.675 kr. Launaákvæði samningsins taki eftirfarandi breytingum: 1. júni 1978 3%, þó eigi lægri upphæð en kr. 5000.00,1. september 1978 3% og 1. april 1979 3%. Visitöluákvæði samningsins verði óbreytt miðað við það senn verið hefur, þ.e.a.s. verðbætui verði i samræmi við það, sem verður á hinum almenna vinnu markaði. Samningur gildi frá 1. janúai Framhald af bls. 6 Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur 40 ára „Alþýöuf lokksfélag Reykjavíkur stofnað nú í vikunni. Þess vegna biður 25 manna nefndin alla félaga úr Jafnaðarmanna- félaginu, sem hafa eða ætla að ganga úr þvi, að standa í stöðugu sambandi við skrifstofuna. Snúið ykkur til hennar og takið þátt i þeirri baráttu, sem nú er háð fyrir því, að vernda eininguna í flokknum gegn innrásar- liði kommúnistanna. Við stofnum Alþýðuf lokks- félagið einhverja næstu daga' Gerið það þegar í upphafi öflugt og sterkt." Þannig var orðsend.ing 25 manna nefndarinnar 22. febrúar fyrir 40 árum siðan er stofna skyldi Alþýðuflokksfélag Reykjavikur. Nefndin hafði unnið sleitulaust i tvo sólarhringa, er orðsendingin var send út. Þann 24. febrúar 1938 var svo stofnfundurinn haldinn i Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Yfir 600 karlar og konur stofnuðu þetta kvöld Alþýðuflokksfélag Reykjavikur. Félagið var stofnað vegna ágreinings innan Alþýðu- flokksins gamla. Þeir sem stóðu að Alþýðuflokksfélagi Reykja- vikur voru hlynntir lýð- ræðislegri jafnaðarstefnu i anda frændþjóða okkar á Norður- löndum, en andvigir byltingu og kommúnisma. 1 fyrstu stjórn félagsins voru m.a. Haraldur Guðmundsson for- maður, Stefán Jóhann Stefánsson varaformaður, Arngrimur Krist- jánsson ritari, Þorsteinn Einars- son gjaldkeri og Tómas O. Jóhannsson fjármálaritari. Núverandi stjórn félagsins skipa: Emilia Samúelsdóttir for- maður, Guðlaugur Tryggvi Karlsson, Elin Guðjónsdóttir, Haukur Morthens, Jón Ivarsson, Bragi Jósefsson, Hörður Öskarsson, Þóranna Gröndal og Jóhannes Guðmundsson. Afmælisins verður minnzt sunnudaginn 26. febrúar með afmælishátið i Þórskaffi, og hefst hún klukkan 3.15. Núverandi for- maður, Emilia Samúelsdóttir, setur hátiðina, Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins flytur ræðu, og ávörp flytja Jóhanna Sigurðardóttir og Sjöfn Sigur- björnsdóttir. Einnig verða skemmtiatriði og sameiginleg kaffidrykkja. Veizlustjóri verður Gylfi Þ. Gislason formaður þing- flokks Alþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.