Alþýðublaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 1
Fulltrúar launafólks og atvinnurekenda funda um kjarasamningana: Takmarkid að tryggja launafólki umsamin kjör — segja fulltrúar ASI í gær fóru fram viðræður milli 10 manna nefndar Alþýðusambands- ins annarsvegar og full- trúa samtaka atvinnurek- enda (VSI og VMSS) hins- vegar. Alþýðusamband ís- lands hafði óskað eftir fundi þessum i þeim til- gangi að hefja viðræður við atvinnurekendur um að fá fullar verðbætur aftur í gildi en sem kunnugt er fær launafólk einungis hálfar verðbætur frá og með 1. marz samkvæmt kjaraskerðingarlögum ríkisstjórnarinnar. Vegna þessarar laga- setningar hafa allflest aðildarfélög ASi sagt upp samningum og eru þeir lausir frá og með 1. apríl eða eftir um það bil hálfan mánuð. t upphafi fundarins i gær mót- mælti Snorri Jónsson varaforseti ASI útgefnum kaupskrám VSI og VMSS þar sem kauptaxtar þeir sem þessir aðilar hafa gefið út að undanförnu væru brot á kjara- samningunum frá 22. júni og ekki einu sinni i samræmi við kjara- skerðingarlögin. Þá báru fulltrúar ASl fram þá kröfu að launafólki verði þegar bætt sú skerðing sem það hefur orðið fyrir vegng lagasetningar stjórnvalda og að kaupmáttur launa verði i samræmi við það sem um var samið. Að sögn blaðafulltrúa ASI vildu fulltrúar atvinnurekenda binda sig við að veita fyrst kjarabætur eftir að gildistimi laganna væri útrunnin, það er að segja eftir 1. des. nk. Talsmenn ASt tóku þessu fálega og inntu eftir hvort at- vinnurekendur væru búnir til að taka þátt i viðræðum í þeim til- gangi að bæta launþegum upp kjaraskerðinguna. Við þessu bár- ust ekki önnur svör en þau að at- vinnurekendur væru tilbúnir til að koma á annan fund með full- trúum ASt. Sá fundur hefur þegar verið ákveðinn og verður haldinn nk. fimmtudag 16. marz kl. 14. I frétt sem ASI sendi frá sér i gær er lögð áherzla á að hér sé ekki um eiginlegar samningavið- ræður að ræða heldur sé verið að reyna að tryggja starfsfólki, launafólki þau kjör sem um var samið i siðustu samningum, þannig að kaupmáttur sá er þá var samið um haldist óbreyttur. Minnihluti fjárveitinganefndar: Vill samþykkja vitur á stjórnvöld vegna 350 milljóna króna brúarlánsins — jafnvel sumir ráðherrar vissu ekki af lántökunni I laugardagsblaði Al- þýðublaðsins var greint frá umdeildri 350 milljóna króna lántöku til Borgar- fjarðarbrúar og fleiri verkefna. Gengið var framhjá Alþingi og fjár- veitingarnef nd þegar ákvörðun var tekin um ráðstöfun fjárins en að sögn Höskuldar Jónssonar ráðuneytisstjóra í fjár- máiaráðuneyti er heimild að f inna til töku slíks láns í lagagrein frá 1974. Blaðið hafði þvi i gær tal af Geir Gunnarssyni, alþingismanni sem sæti á i fjárveitingarnefnd og innti hann eftir áliti hans en Steinþór Gestsson formaöur fjár- veitingarnefndar vildi ekki tjá sig um málið sl. föstudag. Geir sagði að minnihluti fjár- veitinganefndar hefði uppi áform um að fá fjárveitingarnefnd til aö vita vinnubrögð sem þessi þvi hvað sem fyrrnefndri laga- heimild liði hefði fé hér verið bundið til ákveðinna verkefna án þess að álit fyrrgreindra aðila væri fengið. Venja væri að rikis- sjóður greiddi öll föst lán en hér væri ráðgert að lánið greiddist af þvi fé sem á fjárlögum er ætlað til vegamála og þvi verið að binda og skerða framkvæmdagetu að vegagerð. Aður hefur komið fram að lán þetta er gengistryggt og samkvæmt góðum heimildum mun jafnvel ekki öllum ráöherr- um hafa verið kunnugt um töku þess. Blaðið reyndi í gær aö ná tali af Halldóri E. Sigurðssyni sam- gönguráðherra en án árangurs, þar sem ráðherrann situr nú flokksþing Framsóknarflokksins. Aætlað mun hafa verið að unnt yrði að ganga frá gerð vega- áætlunar fyrir páska en að sögn Geirs hafa mál tafizt svo að litlar likur eru á að það takist. AM Frá fundi 10 manna nefndar ASt með fulltrúum atvinnurekenda. 10 manna nefndin boðaöi til þessa fundar i þeim tiigangi að reyna að tryggja launafólki þau kjör sem um var samið i sólstöðusamning- unum i júni sl. og rikisstjórnin skerti svo freklega með alræmdri lagasetningu sinni. AB-mynd ATA Nýtt lánafyrirkomulag í Idnadarbankanum lönaðarbankinn er nú aö undirbúa gildistöku nýs lántökukerfis sem mun vera i ætt við vaxta- aukalán Landsbankans. Ekki er þó um algjörlega sama hlut að ræða. Lán- tökukerfi þetta verður kynnt fréttamönnum i dag og frá því verður greint í blaðinu á morgun. Karl Ragnars, verkfrædingur: ?Undirbúningstíminn senn á jþrotum” — ef bora á vid Kröfluvirkjun næsta sumar — Eins og við var búizt hefur eitt og annað smá- vægilegt komið i Ijós sem þarfnast lagfæringar við Kröfluvirkjun. Bæði eru þetta vandamál innan húss og utan. Það sem valdið hefur mestum erfiðleikum er hola 11 en sú hola þolir ekki mikinn mótþrýsting og hef ur það orsakað rekstrartruf lanir — sagði Karl Ragnars verkfræðingur hjá Orku- stofnun í samtali við Al- þýðublaðið i gær. Að sögn Ragnars verða þess- ar truflanir þegar stöðin ein- hverra hluta vegna hættir raf- orkuframleiðslu. Hækkar þá þrýstingurinn á gufukerfinu með þeim afleiðingum að þrýstingur á holu 11 koðnar niður. Að sögn Ragnars tekur það að jafnaði um sólarhring að ..byggja upp” þrýsting i holunni að nýju. — Það er þessi sólar- hringur sem hefur verið okkur hvað ertiðastur í rekstrinum sagði Karl Ragnars. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa tölu á þvi hve oft hefði þurft að stöðva vélar virkjunar- innará þeim rúma mánuði sem liðinn er frá þvi orkusala frá Kröfluvirkjun hófsten sagði það hafa gerzt nokkrum sinnum. Meðalafl sem skilað hefur verið inn á dreifikerfið þennan tima, er að sögn Karls um 7 megawött en undir þessari framleiðslu standa fjórar holur. Fyrst og fremst eru það holur 9 og 11, en auk þeirra hafa holur 6 og 7 verið nýttar en þær eru að sögn Karls miklu afkastaminni en tvær fyrr nefndu holurnar. — Af þeirri reynslu sem við nú þegar höfum — sagði Karl — drögum við fyrst og fremst þá ályktun að brýnt er að útvega fleiri holur til gufufram- leiðslunnar. — Þegar iðnaðarráðherra ræsti fyrri vélasamstæðu Kröflu- virkjunar formlega i byrjun siðasta mánaðar lagði hann áherzlu á að nauðsynlegt væri að hefja boranir aö nýju eftir gufu til virkjunarinnar. Er Karl Ragnars var inntur eftir þvi hvort komin væri hreyfing á það mál sagöist hann ekkert um það vita enda væri þar um pólitiska ákvöröun að ræða sem tekin væri utan Orku- stofnunar. Hann lagði áherzlu á að brýnt væri að starfsmenn Orkustofnunar fengju vitneskju um það sem allra fyrst ef til stæði að halda áfram borunum á svæðinu næsta sumar. Tals- veröan tima þyrfti til að undir- búa borun og sagði Karl að sá timi væri senn á þrotum. —GEK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.