Alþýðublaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 7
iSfö" Þriðjudagur 14. marz 1978 en Vikingur mun vera einn stærsti framleiðandi páskaeggja á landinu. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jón Kjartansson, leiddi okkur um verksmiðjuna og sýndi okkur helztu framleiðslu- stig páskaeggja. — Framleiðslan er frekar ein- föld, sagði Jón, — við erum orðnir svo vélvæddir i þessu. bað mikil- vægasta i súkkulaðigerð er að rétt hitastig sé á þvi þegar það fer i formið. Við framleiðum súkku- laðið okkar sjálfir og reyndar allt, sem i páskaeggið fer, en hrá- efnið kaupum við frá Hollandi. r — Vélin, sem skammtar súkkulaðið i formin, er mjög ná- kvæm og þannig fer alltaf rétt magn i formin. bað vildi brenna við i gamla daga, þegar skammt- að var eftir auganu að mismikið súkkulaði færi i eggin og það gat valdið erfiðleikum. — begar búið er að skammta súkkulaði i formin, eru þau sett i vél sem heldur þeim á stöðugri hreyfingu, þannig að súkkulaðið storknar jafnt i formunum. Siðan eru formin kæld niður. — Nú er ekki annað eftir en að setja fyllinguna i eggin, lima saman helmingana og skreyta þau. Málshættirnir ómíssandi. — Við leggjum mikla áherzlu á að innihald eggjanna, fyllingin, valdi ekki vonbrigðum. Fyllingin samanstendur af súkkulaðirúsin- um og súkkulaðikúlum, kara- mellum og brjóstsykri. Og ekki má gleyma málshættinum. bað eru margar siðvenjur I sambandi við páskaeggin og málshættirnir eru ein þeirra. Ef málsháttinn vantar, krefst fólk yfirleitt þess að fá annað egg. bess vegna leggjum við áherzlu á að endur- nýja málshættina reglulega og fá- um við ábendingar frá fjölmörg- um um nýja málshætti. Annað, sem viö leggjum mikla áherzlu á, er að skreyta eggin og hafa umbúðirnar fallegar. Aður voru umbúðirnar glærar en nú eru þær skrautlegar og mjög fallegar. Við látum einnig prenta á umbúðirnar, hvað eggin eru þung og hvað er i þeim. bannig ættu menn ekki að kaupa köttinn i sekknum. Vélin heldur formunum á stöðugri hreyfingu. Hvað framleiðið þið mörg páskaegg? — Við framleiðum páskaegg úr rösklega 20 tonnum af súkkulaði i ár. bað lætur nærri, að þetta séu milli 180-200.000 páskaegg. Inn I dæmið kemur, aö við framleiðum sex stærðir og langmest af þeim minnstu. Framleiöslan hefur fimmfaldast hjá okkur siðustu fjögur árin og kemur þar til vél- væðingin, sem ég minntist á áðan. — bað eru 16 manns sem vinna við páskaeggjagerðina. Við hóf- um framleiðsluna óvenjulega snemma i ár eða 14. janúar og er- um aö hætta núna. betta er dálitið einkennileg atvinnugrein, þvi við byrjum að undirbúa jólin i september og páskana i janúar. -----► Súkkulaðið er tekið úr formunum... ð „Hvar er Kröflunúllid?M Gagnslaus virkjun byggð af dæmafáum dugnaði „Hvar er Kröflunúllið”, nefnist grein eftir Jónas Eliasson i sið- asta fréttabréfi Verkfræðingafél- ags Islands. Eins og nafnið gefur til kynna er þar velt vöngum yfir umtalaðri virkjun á Norðurlandi. Umrætt núll mun vera núllið semvantar aftan við megavatta- töluna frá Kröfluvirkjun, en nú framleiðir virkjunin 7 megavött i stað 70 eins og til var stofnað. Um þetta mál segir Jónas Eliasson i grein sinni: ,,bað var á sinum tima mál manna að Fréttabréfi VFl væri til þess stofnað að sýna fram á að verkfræðingar gætu i raun og sannleika skrifað samhangandi texta án þess að i honum væru einnáttundipéelliöðru, kilógröm mákvaðratsentimetra og aðrar tækniflygsur i annari hverri linu. Fréttabréfið fór lika vel af stað og varð að smávegis stórveldi, sem rifið var úr bréfa- rifunni um leið og póstinum þókn- aðist að stinga þvi þar, og bar veldi þess hvað hæst á þeim dög- um, þegar Kröflumenn gátu ennþá skrifað um sina 100 vikna áætlun án þess að brjóta við það blýið. Nú er hins vegar málum svo komið að ritstjóri fréttabréfs- ins sér ástæðu til að senda út neyðarkall og hvert er þá betra ráð en róa aftur á hin gömlu mið og reyna að gera Kröflu að þeim orkugjafa I andlegum heimi verk- fræðinga, sem hún er ekki á raforkukerfinu. bað skeði hér um daginn að æðstu menn á Kröflufjalli fóru norður til að gangsetja það, sem samkvæmt upphaflegri 100 vikna áætlun átti að vera 70 megavatta jarðgufustöð og bjarga norðlend- ingum frá neyðarástandi i orku- málum. begar svo takkanum var snúið á nokkurnveginn 70 vikna dánarafmæli áðurnefndrar áætl- unar, fóru aðeins um 7 megavött út á kerfið og mun það vera um ti- undi hluti þess sem til var stofn- að, svo einhversstaðar á leiðinni hefur glatast mjög mikilvægt núll. Spurning dagsins er, hvernig á að fara að þvi að finna þetta núll og koma þvi fyrir á réttum stað? Sagnfræðileg skýring? Einhverjir kunna nú að segja. að ekki sé annað að gera en fara i byggingarsöguna, finna staðinn þar sem núllið týndist, leiðrétta þau mistök sem þar skeðu og þá sé allt I lagi. bó efast verði um að þetta sé rétta leiðin, má lita yfir hina helstu sögulegu viðburði i leit að skýringum, þvi ekki skort- ir endemin i Kröflusögunni. bað er fyrst til að taka, að framkvæmdum var dreift á þrjá sjálfstæða aðila, Kröflunefnd, Orkustofnun og Rafmagnsveitur rikisins, og höfðu þessir aðilar alla hönnun virkjunarinnar á hendi, en á sama tima virtust all- ir vera sammála um, að enginn þessara aðila ætti að reka virkj- unina. Siðan hefur svo oft verið bent á það forkastanlega i þvi að fela slika ákvarðanatekt, sem þarna var, i hendur aðilum sem enga fjárhagslega ábyrgð bera gagnvart rekstri og endurheimt fjárfestinga, að ekki þarf i raun og veru að ræða það mál nánar. Auk þess var framkvæmdin aldrei undir neinni sameiginlegri yfirstjórn, þó seinna væri sett undir mesta lekann með þvi að stofna svokallaða samræmingar- nefnd. En hvað stoðar allt þetta? Kröflunefnd byggði af dæmafáum dugnaði þessa gagnslausu virkj- un og lét þar ekkert trufla sig, hvorki eldgos, jarðskjálfta eða yfirvofandi gufuleysi. Og nú stendur stöðvarhúsið þarna og ekki er hægt að skila þvi aftur, þó að ýmsa langi til þess. 1 öðru lagi hefur gufuöflunin alla tið barist á gjaldþrotabökk- unum á sama tima og Kröflu- nefnd virðist hafa haft næg fjár- ráð og kannski vel það. Auðvitað er þetta öfugt að hlutunum farið og liggur kannski beint við að bæta úr þessu. En hér ber að at- huga, að upphafleg boráætlun er næstum búin, og peningarnir eru rúmlega alveg búnir, svo að ekk- ert er við þvi að segja, að fjár- málajöfrar þjóðarinnar skuli ekki vera neitt sérstaklega spenntir fyrir frekari fjárfestingum á þessum stað. baðþarf að minnsta kosti að sannfæra þá um að ein- hverrar gufu sé von, og tilgangur- inn að afla hennar sé einhver ann- ar en sá að bjarga þeim andlitum, sem bjargað verður. Hvar kemur Krafla inn í dæmið? t þriðja lagi má spyrja: Var gufuöflunin undir hæfri ráðgjöf? En þarna er nú ekki aldeilis kom- ið að tómum kofanum. Fyrir utan alla tilskipaða og lögskipaða inn- lenda sérfræðinga voru þarna ráðgefandi islenskir alþingis- menn, ameriskar galdrakerling- ar og allt þar á milli, og i þvi að sjálfsögðu aragrúi af erlendum sérfræðingum. Um gufuöflun i Kröflu eru til álitsgerðir frá Oregon og Tokyo og ýmsum öðr- um stöðum á hnettinum. barna er að finna ýmsar góðar ráðlegging- ar um það, hvernig skuli koma fyrir fóðurrörum og öðru dóti j þessu jarðhitasvæði sem gengur upp og niður eins og Frh. á 10. siðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.