Alþýðublaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. marz 1978
3
Frá þingi Landssambands idnverkafólks um helgina:
Brottrekstrar og hótanir
verði ekki þolaðar
Guðmundur Þ. Jónsson kosinn formadur til næstu tveggja ára
Dagana 11,12. marz sl.
var þing Landssambands
iðnverkafólks haldið að
Hótel Loftleiðum og sátu
þingið 38 fulltrúar frá 4
félögum. Á þinginu var á-
lyktað um kjaramál, iðn-
aðarmál og fræðslumál
og birtist hér stuttur úr-
dráttur úr þessum álykt-
unum.
Forseti þingsins var
kosinn Jón Ingimarsson
frá Akureyri, en fyrsti og
annar varaforseti voru
Bjarni Jakobsson frá
Reykjavík og Guðrún
Haraldsdóttir frá Hellu.
Aðalstjórn til næstu
tveggja ára skipa Guð-
mundur Þ. Jónsson,. for-
maður, Jón Ingimarsson,
varaformaður, Bjarni
Jakobsson, ritari og Sig-
riður Skarphéðinsdóttir,
gjaldkeri.
Augljós áform um
skerðingu samningsrétt-
ar
I álytkun þingsins um kjara-
mál segir að þrátt fyrir það að
ákveðið hafi verið að ákvæðiö
um óbeinu skattana tæki ekki
gildi að þessu sinni, séu fyrir-
ætlanir valdhafa um að skerða
samningsrétt verkalýðsfélag-
anna augljósar. Fagnað er sam-
stöðu launafólks i fyrsta áfanga
mótmælaaðgerða gegn kjara og
réttindaskerðingaraðgerðum
rikisvaldsins og lýst yfir að
næsta skrefið verði að vera að
knýja rikisvald og atvinnurek-
endur til að viðurkenna samn-
ingana og raungildi þeirra. Enn
segir að stefna beri að þvi að
iðnverkafólk hafi ekki lakari
tekjur en beztar gerast i sam-
bærilegum störfum.
Efling innlenda iðnaðar-
ins snar þáttur í sjálf-
stæðisbaráttu okkar
Litil breyting hefur orðið á af-
stöðu valdhafa til innlenda iðn-
aðarins, þrátt fyrir fögur orð á
nýliðnu iðnaðarári, segir i á-
lyktuninni um iðnaðarmál.
Ennþá riki sama skilningsleysið
á þörfum hans og þýðingu fyrir
atvinnulif landsmanna.
Miklar vanefndit hafa orðið á
loforðum, sem gefin voru við
inngönguna i EFTA, um stuðn-
ing við iðnaðinn til að gera
hann hæfari til að mæta harðn-
andi samkeppni erlends iðn-
varnings. Tollamál þarfnast
rækilegrar endurskoðunar og
gera verður þá kröfu að iðnað-
urinn njóti sambærilegra kjara
og aðrir atvinnuvegir varðandi
rekstrarlán, en á það hefur
mjög skort, og enn er i álvktun-
inni bent á nauðsyn þess að
valdhafar breyti afstöðu sinni til
iðnaðarins vegna þess viðbótar-
vinnuafls, sem árlega kemur á
markaðinn og iðngreinum er
ætlað að taka við bróðurpartin-
um af. bá er lögð áherzla á hve
erfiðlega horfi um sumar grein-
ar útflutnings, t.d. ullariðnað-
inn, en heimskuleg verðlagning
valdi þvi að hann á nú afar erfitt
uppdráttar.
Þingið álitur að frumvarp
það, sem nú liggur fyrir Alþingi
um nýja iðnlöggjöf, stefni i rétta
átt og mælir með að það verði
samþykkt.
Loks skorar þingið á Alþingi
og rikisstjórn að bæta úr óhag-
stæðu orkuverði til iðnaðarins,
miðað við hina erlendu stóriðju.
Loks er minnt á að efling inn-
lenda iðnaðarins er snar þáttur i
sjálfstæðisbaráttu okkar.
Verkfærni og þekking
þungamiðjan í uppbygg-
ingu isl. iðnaðar.
Verkfærni og þekking er nú
sem fyrr þungamiðjan i upp-
byggingu islenzks iðnaðar, segir
i ályktun um fræðslumál. Beri
þvi með tilliti til þess að meta
kunnáttu óiðnlærðs verkafólks
með margra óra reynslu og
starfs þjálfun til jafns við iðn-
nám, hvað laun snertir. Bent er
á nauðsyn þjálfunarnámskeiöa,
sem fólk geti sótt á launum og
vitnað i ályktun 2. þings Lands-
samb. iðnverkafólks þvi til á-
réttingar.
Brottrekstri og hótunum
mótmælt
Loks mótmælir þingið þeirri
fáheyrðu framkomu rikisvalds
og ýmissa atvinnurekenda, sem
beitt hafa brottrekstri og hótun-
um við starfsfólk sitt, vegna
þátttöku þess i mótmælaaðgerð-
um verkalýðssamtakanna og
telur þingið að slik framkoma
verði ekki þoluð án mótaðgerða.
AM
Dýrir eru naglarnir Reykvíkingum
Viðgerdakostn-
aður gatna yfir
300 milljónir kr.
— Við erum litið fárnir að
kanna slit á götum borgar-
innar ennþá, en mér sýnist
það vera töluvert. Mest er
þetta jafnt slit af völdum
negldra hjólbarða, en
minna er um svokallaðar
„brot" holur eins og verið
hefur undanfarin ár, —
sagði Ingi Ú. Magnússon
gatnamálastjóri Reykja-
vikur í samtali við AB i
gær.
Svo sem kunnugt er, rak em-
bætti gatnamálastjóra talsverðan
áróður s.l. haust gegn notkun
negldra hjólbarða. Aðspurður
kvað Ingi aö þessi áróður hefði
halt nokkur áhrif, en ekki eins
mikil og vonir stóðu til. Um 70%
bifreiða i Reykjavik hafa i vetur
veriðbúnar negldum hjólbörðum,
sem er að sögn Inga hagstæðara
hlutfall en undanfarin ár.
Um miðjan mai, er ráðgert að
viðgerö á götum borgarinnar
hefjist fyrir alvöru og taldi gatna-
málastjóri sýnt að kostnaður
vegna slits af völdum nagla-
dekkja yrði vel yfir 300 milljónir
króna að þessu sinni.
Aðspurður um helztu verkefni á
sviði gatnagerðar i borginni á
komandi sumri sagði Ingi að unn-
ið yrði að malbikun i iðnaðar-
hverfunum á Ártúnshöfða en auk
þess yrði gengið frá götum við
þær lóðir sem úthlutað yrði til
byggingar i Breiðholti II og III.
—GEK
Ólafur B. Thors, forseti borgarstjórnar, tók við gjöfinni fyrir hönd Reykjavikurborgar og fiutti gef-
endum bakkir. Að bvi búnu skoðuöu Lionsmenn stofnunina undir leiðsögn Asgeirs B. Ellertssonar,
yfirlæknis og þáðu kaffiveitingar i boði stjórnarinnar.
Gáfu milljón til
sundlaugarbyggingar
Nýlega afhentu félagar
úr Lionsklúbbnum Frey 1
milljón króna til tækja-
kaupa i fyrirhugaöa sund-
laug við Grensásdeild
Borgarspitalans. Bygging
þessi hefur veriö talsvert
Vaknið og
syngið í
Kópavogi
Leikfélag Kópavogs
frumsýndi sl. laugardag
leikritið Vakniö og syngið.
önnur sýning á leikritinu
verður i kvöld, þriðjudags-
kvöld og þriðja sýning að
öllum likindum á sunnu-
dag.
til umræðu á þingi, í fjöl-
miðlum og viðar, en á nú-
gildandi fjárlögum er 20
millj. kr. fjárveiting til
sundlaugarbyggingar og
borgarstjórn R.vikur hefur
samþykkt sömu fjárveit-
ingu til verksins.
Við athöfn i Grensásdeild, þar
sem gjöfin var afhent, kom fram,
að verði eigi af sundlaugarbygg-
ingunnni innan fjögurra ára, fell-
ur hún niður. Með þessu vilja
Lionsmenn þrýsta á um að hafizt
verði handa sem fyrst.
Prófkjör á
Patreksfirði
A sunnudag fór fram stjóri, Björn Gislason,
prófkjör Alþýðuflokksins byggingameistari, Gunn-
vegna væntanlegra bæj- ar R. Pétursson, rafvirki,
arstjórnarkosninga á og Birgir B. Pétursson,
Patreksfirði. Kosið var húsasmiður.
um f jögur efstu sætin og
varð kosning bindandi. — 109 tóku þátt i prófkjör-
Þessir náðu kjöri: Ágúst inu, sem er mjög góð
H. Pétursson, skrifstofu- þátttaka.