Alþýðublaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 12
alþýóu-
blaðið
tJtgefandi Alþýðuflokkurinn
Ritstjórn Aiþýöublaðsnins er að Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að
Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900.
ÞRIÐJUDAGUR
14. MARZ 1978
Eldur í húsi
á Raufarhöfn
Samkvæmt upplýsing-
um sveitast jórans á
Raufarhötn, Sveins Eiðs-
sonar, kom upp eldur í
einu ibúðarhúsi þorpsins í
dag. Eldsins varð vart
um þrjúleytið. Er elds-
upptaka að leita til raf-
magnstöflu hússins.
Heppni var að slökkvilið
staðarins komst klakk-
laust á vettvang þvi i
morgun hafði sveitastjóri
látið ryðja snjó af vegi
þeim erliggur frá aðsetri
slökkviliðs úteftir þar
sem húsiðer staðsett. Var
það einber tilviljun að
vegurinn var einmitt
ruddur i dag, en annars
hefði hann verið mun
erfiðari yfirferðar
slókkviliðsbíl Raufar-
hafnarbúa jafnvel þótt
bifreiðin sé að sjálfsögðu
búin snjókeðjum.
Að sögn Sveins höfðu eigendur
hússins,hjón nokkur, bæði farið
aö heiman til vinnu sinnar, hún
mun fást við verzlunarstörf en
hann vann við löndun úr einum
báta staðarins, börn þeirra
hjóna voru i skólanum. Eldsins
varð fyrst vör dóttir hjónanna
þá er hún kom heim frá skóla.
Eldur varð að visu aldrei mikill
enda átti hann erfitt updráttar
þar sem nægt súrefni var ekki
fyrir hendi. Gekk nokkuð fljótt
en þó erfiðlega að ráða niður-
lögum hans þar sem um raf-
magnstöflubruna var að ræða.
Rjúfa þurfti þak hússins til þess
að komast betur að eldinum.
Mestar skemmdir urðu út frá
reyk og vatni. Sveinn gizkaði á
að kostnaður vegna skemmda
gæti numið um 3 milljónum
króna.
1 slökkviliði þeirra Raufar-
hafnarbúa munu vera 10-12
menn skipaðir af sveitarstjórn.
Slökkviáhöld eru ekki þau beztu
eða nýtizkulegustu sem á
verður kosið ein slökkvibifreiö
mun vera til staðar. Sveinn
Eiðsson sagði að lokum að ekki
yrði gott við að eiga verði ein-
hverntima stórbruni þar á
staðnum við þær aðstæður er nú
rikja, þungfært milli Raufar-
hafnar og nærliggjandi byggða
þar er slökkvitæki eru til staðar
og slökkviáhöld i þorpinu ekki
hin afkastamestu.
—JA
öll vinna í upptökusölum vegna hljómplötuútgáfu liggur niðri vegna verkfails hljómlistarmanna og
nær verkfallið til alira félagsmanna FtH hvort sem þeir leika popp, jass, klassik eða annað. Hér er
það Björgvin Gislason sem leikur af innlifun.
Hljómlistarmenn í verkfalli:
Úrslit prófkjörs
á Akranesi:
Ríkhardur í
fyrsta sæti
Alþýöuf lokkurinn gekkst
fyrir prófkjöri á Akranesi
um helgina vegna bæjar-
stjórnakosninga í vor.
Frambjóöendur voru 6
talsins. Þátttakendur i
prófkjörinu voru 367 sem
mun vera um 95% af fylgi
flokksins við siöustu
bæjarstjórnarkosningar.
Einn seðill var auður og 36
ógildir.
Úrslit urðu sem hér segir:
Rikharður Jónsson fékk 171 at-
kvæði i fyrsta sæti, Guðmundur
Vésteinsson fékk 198 atkvæði I
annað sæti og Rannveig Edda
Hálfdánardóttir fékk 237 atkvæði
i þriðja sæti. Sigurjón Hannesson
fékk samtals 139 atkvæði og varð I
fjórða sæti.
Þá fékk Skúli bórðarson 45 at-
kvæði i fyrsta, 25 i annað og 47 i
þriðja sæti og borvaldur Þor-
valdsson fékk 71 atkvæði i fyrsta
og 35 i annað sæti.
Guðmundur Vésteinsson
,Útgefendur vilja
ekkert við okkur tala’
— „og sýna okkur þannig dónaskap,”
segir formaður FIH
Frá og með 10. marz boð-
aði Félag ísl. hljómlistar-
manna verkfall hjá Is-
landsdeild Alþjóðasam-
bands hljómplötuframleið-
enda en svo nefnast sam-
tök hljómplötuútgefenda á
Islandi. Félag isl. hljóm-
listarmanna hefur beint
því til félagsmanna sinna
að mæta aldrei til vinnu í
upptökusal (stúdíói) nema
i samráði við skrifstofu
félagsins eða að þeir gangi
úr skugga um að þeir séu
ekki að leika inn á
hljómplötur. Það skal tekið
fram að samningar hljóm-
listarmanna við aðra en
hljómplötuútgefendur eru í
fullu gildi. Alþýðublaðið
Fer Jón Ármann fram
fyrir samtökin f Norður-
landskjördæmi eystra?
Hef ekkert formlegt tilboð fengid enn, segir Jón
hafði i gær samband við
Sverri Garðarsson for-
mann FIH, og spurði hann
um orsakirnar fyrir þess-
ari kjaradeilu.
Þetta á sér talsvert langa sögu
Arið I972T gerðúm við samning við
hljómplötuútgefendur. Á þeim
tima hafði islenzk hljómplötuút-
gáfa ekki slitið barnsskónum og
algeng sala á hljómplotu var
þetta 1.000-1.500 eintök. Lang-
söluhæsta hljómplatan árið 1972,
plata með Hljómum seldist til
dæmis i 3.000 eintökum og engin
plata fram að þeim tima hafði
nálgast þá sölu. 1 þessu andrúms-
lofti gerðum við samninginn við
útgefendur. Undanfarin ár hefur
islenzk hljómplötuútgáfa og
hljómplötusala stóraukizt og má
segja að salan hafi tifaldazt á
þessum árum. Við vitum að
hljómplatan hefur að nokkru tek-
ið við af bókinni sem hin algenga
jólagjöf og með hliðsjón af þess-
um staðreyndum viljum við
hljómlistarmenn eignast ein-
hvern hlut i aukningunni.
Samningar lausir i 15
mánuði!
Hljómlistarmenn sögðu upp
samningum sinum fyrir 15
mánuðum i janúar 1977 og 15.
október sama ár sendu þeir útgef-
endum kröfugerð sina og bentu á
að i 9 1/2 mánuð hafi þeir ekkert
svar gefið hljómlistarmönnum.
— t febrúar á þessu ári var
þolinmæði okkar þrotin, sagði
Sverrir Garðarsson og við send-
um þeim verkfallsboðun þann 11.
febr. með mánaðarfyrirvara. Var
það tilkynnt Alþýðusambandi ís-
lands, Alþjóðsambandi hljóm-
listarmanna og sambandi hljóm-
listarmanna á Norðurlöndum. Nú
höfum við sem sagt verið i verk-
falli i 4 daga en útgefendur hafa
enn ekki fengizt til að setjast að
samningaborði og raunar ekkert
svar heyrzt frá þeim um kröfur
okkar eða kjaradeiluna yfirleitt.
Þetta er auðvitað hinn mesti
dónaskapur en það mega þeir vita
að við munum keyra verkfallið
áfram allt þar til sigur er unninn.
Við erum ekki að krefjast ti-
földunar á kaupi okkar heldur
leiðréttingu á okkar málum,
sagði Sverrir að lokum. _ARH
Flogið hefur fyrir að lik-
ur séu á að Jón Ármann
Héðinsson alþingismaður
kunni að fara í framboð
sem efsti maður á lista hjá
Samtökum frjálslyndra og
vinstri manna í Norður-
landskjördæmi eystra við
næstu alþingiskosningar.
Blaðið hafði því í gær sam-
band við Jón og
grennslaðist fyrir um
hvort hæfa væri i þessum
sögusögnum.
Jón svaraði þvi til að nyrðra
hefðu menn komið saman og rætt
möguleikann á framboði Samtak-
anna þar og ýmsir menn verið
nefndir til og væri þvi ekki að
neita að einhverjir hefðu haft sig i
huga. Hefði verið hringt til sin og
ýmsir viðkomandi aðilar spurt
hvort hann gæfi kost á sér. Form-
legt tilboð kvaöst Jón Armann þó
ekki hafa fengið enn og vildi hann
þvi ekkert segja hvað yrði fyrr en
þar að kæmi. Hverjir og hve
margir menn eystra stæðu að
þessu,m framboðshugleiðingum
kvaðst hann heldur ekki vita ná-
kvæmlega.
Hvað varðaði óháð framboð i
Reykjaneskjördæmi tók Jón
skýrt fram að þar yrði hann ekki
þátttakandi en að öðru leyti yröi
að doka við um sinn og sjá hverju
fram yndi I málefnum fiokka og
framboða.
AM
Skólastjórar og yfirkennarar
á grunnskólastigi:
Vilja kaupid
sitt, óskert
Stjórn Félags skóla-
stjóra og yfirkennara á
grunnskólastigi hefur
beint þvi til stjórnvalda
að lagaheimild sem um
getur í 30. grein laga um
réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins
verði ekki beitt vegna
verkfailsaðgerðanna 1.
og 2. marz sl.
Telur stjórnin að starfsmenn
geti gripið til mótmælaðagerða
ef frádráttur komi á kaup þeirra
og geti af þvi skapazt sundrung
og margvisleg vandræði á
vinnustöðum.