Alþýðublaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. marz 1978 bl
W
FlokksstarfM
Simi
flokks-
skrifstof- *
unnar
i Reykjavik
er 2-92-44
Seltjarnarnes
Vegna væntanlegra bæjarstjórnarkosninga er Alþýöu-
flokksfólk á Seltjarnarnesi vinsamlega beðiö að hafa sam-
band við skrifstofu félagsins í sima 25656 milli kl 7 ob 8 á
kvöldin. 6
Fulltrúaráð Alþýðuflokksins i Reykjavik
boðar til fulltrúaráðsfundar fimmtudaginn 16. mars kl.
20.30 að Freyjugötu 27, 2. hæð til hægri (áður félagsheimili
múrara og rafvirkja).
Fundarefni:
1. Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista Alþýðu-
flokksins við Alþingiskosningar á vori komandi.
2. Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista Alþýðu-
flokksins við borgarstjórnarkosningar á vori komandi.
Fulltrúar eru hvattir til að fjölmenna stundvislega. —
Stjórnin.
Alþýðuflokksfélögin i Reykjavlk efna til almenns flokks-
mannafundar nk. fimmtudag 16. marz að Freyjugötu
27 2. hæð til hægri (áður Félagsheimili múrara og
rafvirkja). Hefst fundurinn þegar að loknum fundi Full-
trúaráðs Alþýðuflokksins I Reykjavik, en hann hefst kl.
20.30 sama kvöld og i sömu húsakynnum. Áætlað er að al-
menni flokksmannafundurinn hefjisi u.þ.b. kl. 22. Til um-
ræðu og meðferðar á fundinum verður tillaga Fulltrúa-
ráðs Alþýðuflokksins i Reykjavik um framboðslista AI-
þýðuflokksins i Reykjavik við væntanlegar borgarstjórn-
arkosningar. Kemur hún til afgreiðslu i lok fundarins. Al-
þýðuflokksmenn i Reykjavik eru hvattir til að mæta vel á
fundinum.
Stjórnir Alþýðuflokksfélags Reykjavikur, Kvenfélag Al-
þýðuflokksins i Reykjavik og Félags ungra jafnaðar-
manna i Reykjavik.
Borgarafundur
Borgarafundur verður haldinn I Borgarbiói laugardaginn
18. marz klukkan 14:00.
Alþýöuflokkurinn situr fyrir svörum.
Arni Gunnarsson, Bragi Sigurjónsson og Vilmundur
Gylfason flytja stuttar framsöguræöur og svara siðan
fyrirspurnum. Alþýðuflokksfélag Akureyrar
Akureyri: *
Alþýðuflokksfélag Akureyrar heldur fund i Strandgötu 9,
þriðjudaginn 14. marz klukkan 20:30.
Fundarefni:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Drög að stefnuskrá Alþýðuflokksins i sveitarstjórnar-
málum. Stjórnin
Þeir Alþýöuflokksfélagar
sem hafa áhuga á fyrirhugaðri leikhúsferð til Reykjavikur
i aprílmánuði n.k. komið til skrafs og ráðagerðar i Strands
götu 9 kl. 8-9 miðvikudaginn 15. marz eða hafið samband
við sima 11399 á sama tima.
Ferðanefndin
Kópavogsbúar.
Alþýðuflokksfélögin i Kópavogi hafa opið hús öll miðviku-
dagskvöld, frá klukkan 20.30, að Hamraborg 1.
Umræður um landsmál og bæjarmál.
Mætið — verið virk — komið ykkar skoðunum á framfæri.
Þriðjudag 14. mars kl. 20.30 GÖRAN
SCHILDT: fyrirlestur, með kvikmynda-
sýningu, um Alvar Aalto.
Miðvikudag 15. mars kl. 20.30 Tónleikar
RANNVEJG ECKHOFF sópransöng-
kona.
Fimmtudag 16. mars kl. 20.30 GÖRAN
SCHILDT: fyrirlestur um Grikkland.
Verið velkomin.
NORRÆNA
HÚSIÐ
Hættu þessari vitleysu. Ég er ein af konunum þinum.
Leitin eftir sjaldgaefum dýrum, er leit ad pen-
ingum — Mannkynið er um það bil að fremja
sjálfsmorð vegna peninganna
Við nálgumst
heimsendi
— Við látum okkur ekki
nægja vextina, heldur
eyðum við höfuðstólnum
lika. Ef til vill verðum við
að greiða það með lífinu.
Maðurinn breytir regn-
skógunum i slétta akra og
jafnvel andrúmsloftið fær
ekki að vera óbreytt. —
Svo lýsir hinn danski for-
maður Alþjóðlega náttúru-
verndarsjóðsins hegðun
mannskepnunnar gagn-
vart umhverfi sínu og
þykir víst ýmsum nóg um.
En til að menn skilji
betur sannleiksgildi þess-
ara orða, fylgir eftirfar-
andi saga: Japanskur
kaupmaður, sem verzlaði
með dýr, skrifaði fyrir
skömmu til dýragarðsins í
Indónesíu. Vildi hann
kaupa tvo Paradísarfugla,
en talin er töluverð hætta
á, að sú tegund sé að deyja
út. Því má ekki verzla með
fugla af henni, síst að selja
þá úr landi. En til þess að
láta krók koma á móti
bragði, lauk japaninn bréf-
inu á eftirfarandi hátt:
„Kippið stélfjöðrunum af
fuglunum, málið þá gráa
með vatnslitum og kallið
þá „skjóra" á öllum papp-
irum!"
Leitin að sjaldgæfum
dýrum, er í raun ekki
annað en leit að peningum.
Mannkynið er að fremja
sjálfsmorð vegna pening-
anna.
— Mannskepnan er eina dýra-
tegundin, sem lætur sér ekki
nægja vextina af gæðum jarðar,
heldur eyðir höfuöstólnum lika,
segir Arne Sciötz formaður
dönsku deildarinnar innan
alþjóölega náttúruverndar-
Dúna Steypustðtfin h(
Síðumúla 23 /ími 94900
Skrifstofan 33600
Afgreiðslan 36470
Loftpressur og
traktorsgröfur
til leigu.
i Véltœkni h/f
Sími ú daginn 84911
á kvöldin 27-9-24
b!S«‘ Þriðjudagur 14. marz 1978
9
Ekki er allt fflot, sem flóir!
Búkona, sem segir sex:
Fyrir tæpum tuttugu árum,
eða nánar til tekið þann 4.
desember 1958, gafst þáverandi
forsætisráðherra, Hermann
Jónasson, upp og sagði af sér
stjórnarforystu. Frá þeim degi
og þar til eftir kosningar 1971,
kom Framsóknarflokkurinn
ekki við sögu, sem stjórnandi
flokkur á landi hér.
Astæðulaust er að rifja þetta
upp i löngu máli — aðeins benda
á, að allir sem kunnu skapi og
kjarki forsætisráðherrans þá-
verandi, vita, að honum var um
annað betur gefið en að gefast
upp baráttulaust.
„Svanasöngur” hans úr for-
sætisráðherrastóli var einstak-
lega laus við hljómfegurð, þó
hér verði ekki upp rifjaður.
Enginn skyldi halda, að
minnihlutastjórn Alþýðuflokks-
ins undir forsæti Emils Jónsson-
ar, hafi setzt á nein hægindi.
Eigi að siður tókst þessari
stjórn samt að ná þeim tökum á
verkefninu að ná endum saman
i þjóðarbúskapnum eðaþvi sem
næst.
ókunnugir mættu spyrja.
Hvernig mátti það gerast? Við
þvi er aðeins það viðhlltandi
svar, aðþessi stjórn samdi — og
stóð við þá samninga undan-
bragðalaust — við atvinnu- og
launþegastéttirnar, sem gerði
þetta kleift.
Veldur, hver á heldur.
Þetta dæmi sýnir aðeins, að
þjóðin er alls ekki ófús á, að
taka á sig umtalsverðar byrðar
— eins og hún þurfti þá að gera
— til þess að komast yfir tima-
bundna erfiðleika, enda sé rétt á
haldið. Staðreynd er, að fram-
færsluvisitalan hækkaði ekki
um eitt einasta stig frá 1. marz
1959 til jafnlengdar 1960.
Þannig tókst að stöðva vixl-
hækkanir verðlags og launa al-
gerlega þetta rúma ár. Til fróð-
leiks má upplýsa, að halli á
samanlögðum rekstrar- og
eignahreyfingareikningi rikis-
ins, var rétt um 3%. Hverjum
skyldi ofbjóða slikt nú?
En vikjum nú að þvi ástandi,
sem við blasir i efnahagsmálum
okkar. Framsóknarflokkurinn
hefur nú verið fyrir innan stokk
á rikisheimilinu siðan á miðju
ári 1971 og mátti kallast bæði
„bóndinn og húsfreyjan” fram
að siðustu kosningum, þar sem
flokkurinn fór þá með bæði
stjórnarforystu og fjármál.
Það tók flokkinn og taglhnýt-
inga hans tæp 3 ár að sigla öllu
efnahagslifi i strand og rjúfa
varð þing. Fjármálin voru undir
allrahæstri stjórn Halldórs E.
Sigurðssonar, núverandi land-
búnaðarráðherra, sem talað
hafði allra þingmanna gleið-
gosalegast um fjármál rikisins
meðan flokkurinn var i
stjórnarandstöðu og þóttist hafa
— ekki einungis ráð undir rifi
hverju, heldur og utan á hverju
rifi, við öllum fjármálavanda!
Svo til allan stjórnartimann
frá 1971 hefur verið góðæriy
lengstaf veltiár um viðskipta-
kjör og verðlag á sjávarafurð-
um okkar. Samanburður við
verðfalls- og aflaleysis árin
1968 og 1969 er þvi eins og að
telja svart og hvitt sama lit!
Hitt liggurnærgötunni, að lita
á, hvað stjórnvöldum nú hefur
orðið úr þvi, sem á disk þeirra
hefur komið i góðærinu. Það er
hægt að gera langa sögu tiltölu-
lega stutta með þvi að benda á
þær staðreyndir, að mestallan
timann hafa fyrrverandi og nú-
verandi stjórnir verið að gera
einhverjar — að þeirra dómi —
nauðsynlegar neyðarráðstafan-
ir!
Vald á fjármálastjórn og
rikisbúskapnum hefur verið alls
ekkert — bókstaflega sagt, enda
stefnan álika stöðug og út-
synningurinn. Eitt gleggsta
dæmiðum þessiósköp mákalla,
að þegar Framsóknarflokkur-
inn tók við stjórnarforystu var
verðbólgan 10-12%. 1 höndum
þessara tveggja rikisstjórna
hefur hún sveiflast milli 54-26%!
Samt þykjast þær báðar hafa
barizt skeieggri baráttu við
hana sem höfuðóvin! Þrátt fyrir
óskaplegustu skuldasöfnun er-
lendis standa atvinnuvegirnir á
heljarþröm allir sem einn, ef
marka má álitsgerðir stjotnar-
innar sjálfrar og sérfræðinga
hennar!
Vist hefur ýmislegt verið
keypt — sumt gagnlegt, sumt
miður — einkum i fjárfesting-
um, sem hafa orðið þungur
baggi á bæði gjaldeyrisstöðu og
almennum fjármálum. En með
hliðsjón af öllu þvi, sem þjóðin
hefur borið frá borði þennan
tima, verður varla hjá þvi kom-
izt að sjá, að hátterni stjórn-
valda hefur engu likzt fremur en
að ólmum tudda hefði verið
hleypt inn i glervörubúð!
Það er svo auðvitað rétt og
sjálfsagt að viðurkenna, að at-
vinna hefur verið næg, sem er
dýrmætt i sjálfu sér.
En hvernig halda menn aö
ástandið hefði orðið i höndum
þessara ólánsgepla við svipað
árferði og áföll og yfir dundu
1968-1969, úr þvi nú er það
fangaráðið að niðast á gerðum
samningum við launþegasam-
t<a?in og skerða hag vinnandi
fólks til sjávar og sveita i linnu-
litlu góðæri?
Þessu ætti Timaklikan að
velta fyrir sér og svara undan-
bragðalaust og gæti þar notið
þess að vera vitur eftirá!
Hafa menn veitt þvi athygli,
að ætið er hlaupið i að minna á
200 milna lögsöguna, sem náðist
á þessum tima, ef deilt er á
óstjórnina i efnahagsmálum?
Þó þetta sé að allra mati ágætt
mál, er næsta fráleitt, að það
hafi kostað okkur fjárhagslega
nein ósköp.
Helzta hliðstæðan væri
kostnaður bónda við að fá sér
léttadreng eða stúlku, til að
stugga búfé úr túni sinu eöa
engjum i gróindunum, miðað
við annan kostnað við bú-
reksturinn! Menn vita lika,
hvers stjórnvöld hafa metið
skörulega framgöngu land-
helgisgæzlunnar, i aðbýö allri
og viðmóti!
Tuttugu ár eru ekki langur
timi. Hann hefur þó nægt til þess
að Framsóknarflokkurinn legði
niður hreinskiptni Hermanns
Jónassonar forðum og sneri inn
á vafasamari leiðir. En annað
hefur ekki breytzt — hinn ill-
ræmdi „Timasannleikur”.
Hann hefur aldrei blómstraö
betur en nú. Grobb og yfirlæti
Timans um ágæti flokks hans i
stjórn hefði trúlega verið flokk-
að undir það fyrir austan, ,,að
ljúga upp úr skrokknum á sér”,
sem notað var um tilhæfulaust
þvaður. Þetta myndi þingbróðir
Þórarins, Lúðvik Jósepsson, ef-
laust staðfesta, ef eftir væri leit-
að. Hann þekkirgjörla alla slika
hluti.
Oddur A. Sigurjónsson
i HREINSKILNI SAGT
sjóðsins. Hann kveðst ekki i
nokkrum vafa um að heimsendir
sé i nánd, haldi maðurinn
hugsunarlaust áfram á sömu
braut. Hann gangi sifellt nær auð-
æfum jarðarinnar i von um
stundarábata og fyrir það verði
hann liklega að launa með lifi
sinu.
Aswan-stíflan
Talsmenn náttúruverndar hafa
gjarnan bent á egypsku Aswan-
stifluna, sem dæmi um leik
mannskepnunnar að lifinu.
Aswan-stiflan var byggð vegna
efnahagslegs og tæknifræðilegs
ábata. Og hann fékkst svo
sannarlega — i formi eins konar
okurláns. Reynslan sýndi nefni-
lega smám saman, að með til-
komu stiflunnar gaf landbúnað-
urinn ekki eins mikinn afrakstur
og áður. Sildveiðarnar i austan-
verðu Miðjarðarhafi minnkuðu
einnig verulega, vegna þess að i
leðjunni, sem borist hafði út i
Miðjarðarhafið, áður en stiflan
var gerð, var aðalæti sildarinnar.
Þegar lokað hafði verið fyrir
leðjuburðinn, minnkaði ætið að
miklum mun.
Þegar maðurinn litur á sig sem
konung náttúrunnar og fram-
kvæmir eftir þvi, truflar hann
jafnvægið, sem er svo mikilvægt.
Slikt getur aftur haft ófyrirsjáan-
legar afleiðingar m.a. fyrir lofts-
lag og þá um leið menn og
skepnur, — alla fæðukeðjuna.
Viö búum til
eyðimerkur
Arne Schiötz hefur fleiri dæmi
um rányrkju mannsins á tak-
teinunum. í Afriku og Suður-
Ameriku eru regnskógarnir felld-
ir I stórum stll, til að afla timburs
og trjákvoðu, og aukins rýmis
fyrir fólkið. En jarðvegurinn, þar
sem skógurinn hefur vaxið, er
snauður af næringarefnum og
nýttur til hins ýtrasta. Hann er
ekki hentugur fyrir landbúnað.
Þvi er það, að þau svæði, sem
fyrir tiu árum voru þakin regn-
skógum, eru eyöimerkur i dag.
Vitaskuld var reynt aö rækta
þessi svæði. En rakinn hvarf um
leiö og skógurinn. Jarðvegrinn of-
þornar og allur gróður hverfur.
Aveitur hafa sáralitið að segja,
þegar svona er komið, það er
aöeins loftslagiö, sem gæti haldið
hæfilegu rakastigi á jörðinni,
þegar skógurinn hefur verið
höggvinn i burtu.
Þeim, sem hvað harðast hafa
mælt gegn þessari þróun hefur
veriö bent á, að þetta væri
einkum gert i þágu þróunarland-
anna. Þeir hafa þá aftur bent á,
aö veitt aðstoö hafði stuölaö að
auknum fólksfjölda þar. Hið ein-
asta raunhæfa sé, að draga úr
fólksfjölgun eða a.m.k. halda
henni á núverandi stigi.
— En það eru ekki þróunar-
löndin, sem eru að eyðileggja
heiminn, halda talsmenn náttúru-
verndar áfram. Það eru auöugu
löndin, sem nota til eigin þarfa
auðlindir fátæku landanna. Einn
Dani tekur á ævi sinni jafn mikið
til eigin nota af náttúruauðævum
landsins og 50 indiánar.
Það eru aðeins til tveir kostir,
úr þvi sem komiö er. Við getum
haldið áfram á sömu braut, sem
myndi þýða skjótan endi á
menningu okkar. Við getum lika
stöðvað þessa þróun algjörlega —
og lifaö ævintýrið af. —
Verkefni alþjóðlega
náttúruverndarsjóðsins
óþrjótandi
Alþjóðlegi náttúruverndar-
sjóðurinn, sem áður var minnst á
hefur mörgum mikilvægum verk-
efnum að sinna. Meðlimir hans
hafa barist skeleggri baráttu
fyrir viðhaldi hinna ýmsu dýra-
tegunda, sem hafa verið komnar
að þvi að deyja út, meöal þeirra
má nefna tigrisdýr og sæskjald-
bökur.
Siðarnefnda dýrategundin
hefur mjög átt I vök að verjast,
vegna þess að sæskjaldbökur
þykja mikið lostæti. Sjóöurinn
hefur fest kaup á miklu strand-
flæmi, þar sem skjaldbökurnar
geta verpt og eggin klakist út I
friði.
Verkefnaskrá sjóðsins fyrir
næsta ár er næsta fjölbreytt, þvi
þar eru skráð allar þær dýra-
tegundir sem taldar eru i einhvrri
hættu. Þær eru m.a.: Hvalir,
selir, sæljón, rostungar, otrar,
albatrossar, hafernir, krókódllar,
margar skjaldbökutegundir,
tigrisdýr, filar, hlébarðar,
margar apategundir, vatnasvin,
gaupur, úlfar og isbirnir.
Misheppnaður kærleikur
Skjaldbakan er ein tegund
gæludýra, sem mannskepnan
er um það bil að útrýma. Hin svo-
kallaða griska landskjaldbaka
hefur verið mjög eftirsótt og má
nefna sem dæmi, að um 30.000
einstaklingar af þeirri tegund eru
keyptir árlega i Danmörku. Til
Englands og Þýskalands eru
fluttar um srmtals 600.000 skjald-
bökur árlega.
Tæp 60% dýranna deyja fyrsta
árið sitt i „fangabúðunum”, 24%
annað árið og 12% h’ð þriðja. 1
Marokku hefur þessari skjald-
bökutegund t.d. nær algerlega
verið útrýmt. „Veiðimennirnir”
selja heildsölunum þær i kippum
fyrir 25 kr. Islenzkar stykkiö.
Eftir allar þær upplýsingr, sem
komið hafa fram hér, þætti vlst
ehihverjum komið mál til að
spyrja hvert Alþjóðlegi náttúru-
v 'rrdarsjóturinn ætti i raun ekki
ab vera rekinn af Sameinuðu
þíóðunum, I stað þess að vera
eink&sjóður.
Finkastofnanir eru miklu
fljó ari að taka við sér I neyðartil-
vikum en þunglamaleg rikisfyrir-
tæki, segja tilsmenn sjóðsins. Við
teljum okku - gegna eins konar
neyðarþjónu tu, sambærilega við
störf Rauða 1 (rossins, — sem lika
er einkastofnun, — ef svo mætti
segja. —
HímIjim lif
Grensásvegi 7
Simi 32655.
íkÍT'
iýiotorola
Alternatorar
bila og báta
6, 12, 24 og 32 volta.
Platinulausar transistor
kveikjur i flesta bila.
Hobart rafsuðuvélar.
Ilaukur og Ólafur h.f.
Armúla 32—Simi 3-77-00.
Au^'ýsevHÍur!
AUGLYSINGASlMI
BLADSINS ER
14906
Svefnbekkir á
verksmiðjuverði
SVEFNBEKKJA
Höfðatúni 2 — Simi 15581
Reykjavik.
2-
50-50
Sendi-
bíla-
stödin h.f.