Alþýðublaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 2
alþýðu1 Þriðjudagur 14. marz 1978 biadid '2 Lodnuafflinn ffrá áramótum: 400 þús- und tonn Góð loðnuveiði hefur verið á loðnumiðunum við landið siðustu sólarhringa. F'rá mið- nætti á laugardag og til mið- nættis aðfaranótt mánudags til" kynntu 37 skip Loðnunefnd um afla samtals 16000 tonn. Siðan tilkynntu 15 skip til viðbótar Loðnunefnd um afla fram til klukkan 16 i gær. samtals um 6100 tonn. Heildarloðnuaflinn frá ára- mótum nam þá um 400 þús. tonnum sem er all miklu minni afli en fékkst á sama tima i fyrra, en þá höfðu veiðzt 472 þúsund tonn. —GEK Fíknief namálin: Einn leystur ur haldi í gær A vegum Sakadóms i ávana- og fikniefnum eru nú i gangi tvær rannsóknir og hafa verið um nokkurn tima. 1 gær var leystur úr gæzluvarðhaldi maður sem setið hafði inni siðan 3. febrúar s.i. vegna rannsóknar annars málsins. Tveir menn sitja nú i gæzlu- varðhaldi vegna rannsóknar þessara mála. Annar hefur verið i gæzluvarðhaldi siðan 5. janúar s.l. en hinn i rúma viku. —GEK Almennur flokksmanna- fundur í Reykjavík á fimmtudagskvöldið kl. 22 Alþýðuflokksfélögin i Reykjavik efna til almenns flokksmannafundar nk. fimmtu- dag 16. marz að Freyjugötu 27 2. hæð til hægri (áður Félagsheimili múrara og raf- virkja). Hefst fundurinn þegar að loknum fundi Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins i Reykjavik.en hann hefst kl. 20.30 sama kvöld og i sömu húsakynnum. Áætlað er að almenni flokksmannafundurinn hefjist u.þ.b. kl. 22. Til umræðu og meðferðar á fundinum verður tillaga Fulltrúaráðs Al- þýðuflokksins i Reykjavik um framboðs- lista Alþýðuflokksins i Reykjavik við væntanlegar borgarstjórnarkosningar. Kemur hún til afgreiðslu i lok fundarins. Alþýðuflokksmenn i Reykjavik eru hvattir til að mæta vel á fundinum. Stjórnir Alþýðuflokksfélags Reykjavikur, Kvenfélags Alþýðuflokksins i Reykjavik og Félags ungra jafnaðarmanna i Reykja- vik. Fulltrúaráð Alþýðuflokksins i Reykjavik boðar til fulltrúaráðsfundar fimmtudaginn 16. marz kl 20.30 að Freyjugötu 27 2. hæð til hægri (áður félagsheimil' múrara og rafvirkja). Fundarefni: 1. Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista Alþýðu flokksins við Alþingiskosningar á vori komandi. 2. Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista Alþýðu flokksins við borgarstjórnarkosningar á vori komandi Fulltrúar eru hvattir til að fjölmenna stundvislega. - Stjórnin. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar og jeppabifreið, ennfremur i nokkrar ógangfærar bifreið- ar, er verða sýndar að Grensásvegi 9, i dag, þriðjudaginn 14. marz, kl. 12-3. Einnig óskast tilboð i 9 to. vörulyftara. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. SALA VARNALIÐSEIGNA Óvissa um lausn deilu Loftleiðaflug- manna og Flugleida: Loftleiðamenn á fundum í gærkvöldi „Við áttum viðræðu- fund með samninganefnd Félags Loftleiðaf lug- manna í dag og nú þinga þeir um ti llögurnar/" sagði örn Johnson for- stjóri Flugleiða í viðtali við blaðið í gær, þegar við inntum hann eftir hvað samningum liði en Félag Loftleiðaf lug- manna hefur sem kunn- ugt er boöað til verkfalls sins þann 16. nk. 1 samninganefnd sitja af hálfu Flugleiða þeir örn Johnson, Al- freð Eliasson og Sigurður Helgason en sex stjórnarmenn úr Félagi Loftleiðaflugmanna mæta fyrir þeirra hönd að frá- töldum Skúla Guðjónssyni for- manni sen nú er erlendis. örn kvaðst vona að árangur viðræðnanna yrði jákvæður og taldi von á svari Loftleiða- manna i gærkvöldi. örn sagði þó að vandi væri að meta aðstæður og ekki vert að mikla neinar , vonir fyrir sér, þegar mál væru komin á siðasta snúning eins og nú er. óvíst hverjar undirtektir verða. Blaðið náði tali af Inga Ólsen i samninganefnd F'élags Loft- leiðaflugmanna þar sem hann sat á samningafundi i gærkvöldi og taldi Ingi óvist að flugmenn gæfu svör i kvöld en ef til vill yrði einhverra tiðinda að vænta á morgun. Ingi sagði að enn snerist málið að mestu um flug- leiðir Air Bahama og rétt is- lenzkra flugmanna til starfa á þess vegum, en ekki vildi hann gefa upplýsingar um stöðu mála að svo stöddu. Leiklistarfélag MH: Frumsýnir Túskild 1 kvöld frumsýnir Leiklistar- félag Menntaskólans við Hamrahlið viðamestu leik- sýningu sina til þessa: Tú- skildingsóperuna hið þekkta verk Bertolt Brecht og Kurt Weill. Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Baldursson leikmynd er eftir ivar Török og mynd- listarfélag skólans en Þor- gerður Ingólfsdóttir annast kór- stjórn og hefur æft söngvana ásamt önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur. Milli 40 og 50 manns koma fram i sýningunni. þar af 9 hljóðfæraleikarar en tónlistin er útsett af Hlöðveri Smára Haraldssyni. Með stærstu hlutverk fara: Asgeir Bragason sem leikur Makka hnif Hólmfriður Jóns- dóttir, sem leikur Pollý Asgeir R. Helgasonsem leikur betlara- kónginn, Jónatan Jeremias Peachum. Frú Peachum er leikin af Jóhönnu Þórhallsdótt- ur, Ingibjörg Ingadóttir leikur KnæpurJenný Ari Harðarson Brown lögreglustjóra og Aldís Baldvinsdóttir leikur Lucý. Meðal leikenda i sýningunni eru fjölmargir úr kór Hamrahliðar- skólans og koma þeir fram i ýmsum hlutverkum. Túskildingsóperan er meðal vinsælustu verka Brechts. Hún var frumsýnd árið 1928 og náði þegar i stað gifurlegum vin- sældum og var sýnd viða um lönd.Hér álandi hefur hún verið sýnd i öllum atvinnuleikhúsun- um: Fyrst hjá Leikfélagi Reykjavikur, siðan Leikfélagi Akureyrar og siðast i Þjóðleik- húsinu 1972. Frumsýningin verður sem fyrr segir á þriðjudagskvöld og hefst kl. 20.30 i Hamrahliðar- skólanum. Siðan verða sýningar á fimmtudags,laugardagskvöl^i og næstkomandi þriðjudags-' kvöld. Allar sýningarnar ebíi opnar almenningi. Miðasala á sýningarnar er i skólanum sýningardagana. Nokkrir leikarar I hlutverkum slnum. Prófkjör Alþýduflokksins á Siglufirði: Jóhann G. Möller efstur Talningu i prófkjöri Alþýðu- flokksins scm fram fór á Siglufirði á laugardag og sunnudag, lauk laust fyrir klukkan 19 i gærkvöldi. úrslit urðu þau að Jóhann G. Möller hlaut flest atkvæði í fyrsta sæti, eða 109 atkvæði en alls hlaut Jóhann 114 atkvæði i prófkjörinu. Jón Dýrfjörð hlaut flest at- kvæði í 2. sætið eða 65, en alls hlaut hann 91 atkvæði i próf- kjörinu. 1 3. sætið fékk Viktor Þor- kelsson flest atkvæði, eða 73, en hann hlaut alls 89 atkvæði i prófkjörinu. 1 4. sæti fékk Anton Jóhannsson flest at- kvæði eða 80, en hann fékk alls 96 atkvæði i prófkjörinu. t 5. sæti fékk Arnar ólafsson flest atkvæði eða 90 sem eru jafn mörg atkvæði og hann fékk greidd i prófkjörinu. í 6. sæti varð Hörður Hannesson með 93 atkvæði sem eru sömuleiðis jafn mörg atkvæði og hann fékk greidd i prófkjörinu. Alls tóku 139 manns þátt i prófkjörinu, ógildir seðlar voru 20 en enginn seðill var auður. Úrslitin eru bindandi. —GEK ingsóperuna í kvöld

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.