Alþýðublaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 21. marz 1978 Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Éinar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftaverð lSOOkrónur á mánuði og 80 krónur i lausasölu. Hið pólitíska spil aiþýóu' Alþýðuf lokkurinn á Akureyri efndi til al- menns borgaraf undar á Akureyri á laugardag. Fundinn sátu um eitt hundrað og fjörutíu manns. Að loknum stutt- um framsöguræðum sátu ræðumenn fyrir svörum og svöruðu margvísleg- um fyrirspurnum um stefnumál sín og Alþýðu- f lokksins. Alþýðuf lokkurinn hef- ur undanfarna mánuði haldið opna borgaraf undi af þessu tagi um land allt. Þessa fundi sækir fólk á öllum aldri, og fólk sem hefur margvíslegar skoð- anir á stjórnmálum. Alþýðuf lokkurinn þykist ekki hafa nein eignarráð yfir þvi fólki sem þessa fundi sækir. Þvert á móti er til þess ætlazt, að allir, sem áhuga hafa, komi og kynni sér stefnumál flokksins og frambjóð- enda hans. Það vekur athygli á þessum fundum, hversu opinská skoðanaskipti fara þar fram. Þar er spurt um fjárreiður Al- þýðuf lokksins, styrk sem Alþýðublaðið hefur þegið úr norrænum sjóðum jaf naðarmanna. Kjarni málsins er sá að þetta er í fyrsta skipti í islenzkri st jórnmálasögu, sem stjórnmálaflokkur starf- ar alfarið fyrir opnum tjöldum. Það er engu ver- ið að leyna. Það er leitað til fólksins. Fólkinu eru kynnt jákvæðustu stefnu- mál. Fólkinu eru einnig kynntir f járhagsörðug- leikar Alþýðuf lokksins og Alþýðublaðsins. Þessi opinskáu skoðanaskipti eiga eftir að valda straumhvörf um i islenzk- um stjórnmálum. Vegna þess að Alþýðuf lokkurinn er reiðubúinn til opin- skárrar umræðu um það, hvernig íslenzkir stjórn- málaf lokkar eru yf ir höf- uð fjármagnaðir og hvernig þeir fara að því að halda úti málgögnum sínum. Þetta er nýir tím- ar í íslenzkum stjórnmál- um. Á sama tíma og Alþýðuf lokkurinn hélt borgaraf und sinn á Akur- eyri héldu íhaldsmenn og ungkommar kappræðu- fund þar í bæ, um höfuð- ágreining í íslenzkum stjórnmálum, eins og þessir tveir íhaldsf lokkar svo kostulega nefna það sem þeir þrasa um. Fund- inn sóttu um eitt hundrað manns. Þar var þrasað um utanríkismál í gamla hallærislega stílnum, en ekki minnzt á íslenzka aðalverktaka, ekki minnzt á Ármannsfell og ekki minnzt á það, hvern- ig Þjóðviljinn fer að því að fjármagna milljóna- taprekstur á ári hverjir. Þessir gömlu og þreyttu f lokkar reyna allt hvað af tekur að viðhalda póli- tísku lífi sínu með því að spila gömlu plöturnar sem dugðu þeim fyrir tuttugu árum. En fóíkið svarar fyrir sig. Á Akur- eyri mæta fleiri á fund hjá Alþýðuflokknum, þar sem nýjar og brennandi spurningar eru ræddar af hreinskilni, en hjá þreytt- um íhaldsf lokkum, sem kunna það eitt að spila áratuga gamlar plötur. Þetta eru nýir timar. ó Tveir fundir á Akureyri Dagblaðið birti í gær niðurstöðu skoðanakönn- unar, þar sem spurt var: ,,Hvaða stjórnmálaflokk munduð þér kjósa, ef þingkosningar færu fram nú?" Höfundur þessarar könnunar komast meðal annars að þeirri niður- stöðu, að Alþýðuflokkn- um hafi vaxið fylgi. Sé þetta ótvíræð niðurstaða. Vmislegt bendir til þess, að Alþýðuflokkur- inn hafi nokkurn meðbyr. Hins vegar ber að taka niðurstöður slíkrar könn- unar með mikilli varúð, einkum hvað snertir fylgi einstakra flokka. Breyt- ingar á fylgi verða oft miklar síðustu vikur f yrir kosningar og skoðana- kannanir af þessu tagi eru mikið vandaverk. En þessi könnun er merkileg að öðru leyti. Yfir helmingur þeirra 300 karla og kvenna, sem spurður er, er ýmist óákveðinn, ætlar engan f lokk að kjósa eða svarar ekki. Þetta er harður dómur um alla íslenzku stjórnmálaf lokkana. „Þetta er allt sama tóbakið", eins og karl einn á Akranesi segir. Almenningur er orðinn örþreyttur á stöðnuðu flokkakerfi og stjórn- leysi, sem stafar af ráð- leysi. Á þessar stað- reyndir hefur Alþýðu- flokkurinn reynt að benda með nýjum vinnu- brögðum. Þessum vinnu- brögðum hefur öðrum flokkum ekki geðjast að, — þeir haf a reynt að gera lítið úr þeim, gera þau tortryggileg og enn á ný tekizt að rugla almenn- ing. Þessir flokkar hafa staðið vörð um pólitískan doða, sem þeir hyggja að verði þeim helzt til fram- dráttar. Þeir vilja óbreytt ástand, en Alþýðuflokk- urinn mun ekki una því. — ÁG— W stJn„,l6r* iu Or0 manna væri mun sterkari en kommúnista. Mogginn greinir lesendum sinum frá þvi að ræðumenn Alþýðubandalags hafi átt fá svör við málflutningi Sjálf- stæðismanna. Helzt hafi það verið að Baldur Óskarsson bæri sig vel. Mogginn getur þess að Baldur hafi án sýnilegs árang- urs starfað i þremur stjórn- málaflokkum og þættist nú hafa fundið stóra sannleik i Alþýðu- bandalaginu. Og siðan verður bara hver að trúa þvi sem hann vill. jjmmm £CSt I gegnum suma enn” Meirihluti þeirra sem mættu á fúndi Allsherjarnefndar Alþing- is mælti með þvi að þingsálykt- unartillaga Jóns G. Sólnes, um þjóöaratkvæðagreiöslu i bjór- málinu svokallaða, verði sam- þykkt. A fundi nefndarinnar voru að visu ekki allir mættir og veröur hinum forfölluðu gefinn kostur á að tjá álit sitt siðar. En i tilefni af þessari samþykkt þykir okkur við hæfi að birta eftirfarandi visu, sem mun vera eftir Ref bónda: Öls af völdum ýmsir menn illa tiðum fóru. Sést i gegn um suma enn, sem að fyllstir vóru. UR VJWSUM ÁTTUM Hvað er nú satt og hvað er logið Um þessar mundir riöa mikl- ar hetjur um héruð þessa lands. Eru þar á ferð burtriddarar æskulýðssamtaka Alþýðu- bandaiags og Sjálfstæðisflokks, allt menn komnir á fertugsald- ur. Legátar þessirefna til kapp- ræðufunda i bæjum og kauptún- um viða um landið, sjálfum sér til háðungar en öllu fólki til nokkurrar skemmtunar. Einna merkilegast við sam- kundur þessar er þó fréttaflutn- ingurstuðningsblaða lukkuridd- aranna af herlegheitunum. Ætla mætti aö um tveir fundir hefðu verið haldnir i hverjum stað, svo mikið ber i milli. Þessu til skýringar er vert að gripa niður i fréttaflutning Þjóðviljans og Moggans af fundinum á Selfossi. Ef við litum fyrst i Þjóðvilj- ann og trúum þvi sem hann seg- ir má hverjum manni vera ljóst að ihaldsstrákarnir voru alveg bakaðir. Þjóðviljinn segir þá hafa haft með sér 12 manna klapp- og piplið og þessir 12 hafa einir (á ca 170 manna fundi) lát- ið sig hafa að veita ihaldinu lið sitt. Siðan rekur Þjóðviljinn málflutning sjálfstæðisung- anna, sem var náttúrlega á allan hátt hinn hlálegasti. Var helzt að skilja aö þeir hefðu end- urflutt gamlar tuggur af öðrum fundum, eitthvert rugl um frjálsa verzlun og svo dulitið af þvættingi um einræöi og lýðræöi svona til að krydda kokteilinn. Hins vegar var ekki aö sökum að spyrja þegar Alþýðubanda- lagssólirnar runnu upp þar á fundinum. Þeirra ræður voru allar greinagóðar, bráðsnjallar og snarpar. Féll allt það mál i frjósaman jarðveg hinna sunn- lenzku hjartna. Eftir lestur þenna efast nú lik- lega enginn hversvegna það voru einungis aðfluttu „postul- arnir” 12 sem hrópuðu húrra fyrir hjali sjálfstæðis- mannanna. Morgunblaðið segir okkur einnig af fundi á Selfossi. Fyrst i stað virðist svo sem um tvo fundi hafi verið að ræða. En i ljós kom að fundartimi, fundar- staður og frummælendur voru þeir sömu svo þvi var ekki til að dreifa. A fundi Moggans ein- kenndi málefnaleg fátækt mál- flutning Alþýðubandalagsins. Þar varð fundarmönnum snemma ljóst að Alþýðubanda- lagsmenn komu illa undirbúnir til fundarins og Moggi segir það mál hinna fjölmörgu Sunnlend- inga er hann sóttu að málefna- leg staða ungra Sjálfstæöis-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.