Alþýðublaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 21. marz 1978 Á undanförnum árum hafa farið fram allmiklar umræður um stjórnmálaflokkana, stöðu þeirraog hlutverk, fjárreiður og innra starf. t þvi sambandi hefur verið vakin athygli á þvi, að engin lög eru til um starfsemi þeirra, réttindi eða skyldur. Bent hef- ur verið á, að stjórnmálaflokkar gegni lykilhlut- verki i þjóðfélaginu, fari með framkvæmda- og lög- gjafarvaid með óbeinum hætti, stýri mönnum til æðstu embætta, kjósi yfirstjórn banka og fjármála- stofnana og hafi i raun og veru úrslitaáhrif i hinum veigamestu þjóðmálum. Á hinn bóginn er ekki að finna ákvæði um stjórnmálaflokka i stjórnarskrá lýðveldisins og lög kveði hvergi á um, hvaða skil- yrði stjórnmálaflokkar þurfi að uppfylla. Stjórnmálaflokk eru hornsteinar lýðræðisins Sjálfir háfa stjórnmálaflokk- arnir legiö undir gagnrýni vegna fjármála- og fjáröflunarstarf- semi og annarra vinnubragöa sem á stundum hafa þótt orka tvimælis. Auk valdaaöstööu og áhrifa hafa stjórnmálaflokkarnir notiö margvislegrar, fjárhags- legrar fyrirgreiöslu frá hinu opin- bera meö beinum og óbeinum hætti. Þingflokkar fá fé á fjárlög- um, blöð á vegum flokkanna eru styrkt, flokkarnir eru ekki skatt- skyldir o.s.frv. Þessu til viðbótar hafa á seinni árum heyrst hávær- ar raddir þess efnis, aö stjórnmálaflokkar ættu aö njóta fjárstuönings hins opinbera vegna starfsemi sinnar. Stjórnmálaflokkar liggja ávallt undir gagnrýni. Þaö liggur i hlut- arins eðli. Starf þeirra er mis- jafnt eins og gengur, umdeilt og undir smásjá. En allir þeir sem hafa skilning á lýðræöishugsjón- inniog vilja standa vörö um hana, gera sér grein fyrir aö flokkarnir eru hornsteinar lýöræöisins. Stjórnmálaflokkar eru samtök fólks meö sameiginlegar lifsskoö- anir og stjórnmálaviöhorf. Ekkert afl er liklegra til aö varö- veita heilbrigt og opiö stjórnkerfi en stofnun og starf stjórnmála- flokka. Það er hins vegar engan veginn vilji stjórnmálaflokkanna, aö starf þeirra valdi tortryggni. Almenningurá kröfu til þess aö fá upplýsingar um þau réttindi sem hver og einn öðlast viö inngöngu i flokk og þaö er lýöræöiskrafa allra aö tryggt sé, aö viö hverja ákvöröun varöandi stjórn og valdaskiptingu innan flokka, sé farið aö lögum. Fjármál flokk- anna eiga jafnframt aö vera opin þeim, sem vilja kynna sér þau. Ef og þegar stjórnmálaflokk- arnir gera kröfu til meiri stuön- ings af almannafé, veröur aö búa svo um hnútana, aöljóst sé,aö þeir uppfylli ákveönar lágmarkskröf- ur um stuðning, skráningu og lýö- ræöislegt skipulag. í kjölfar allmikilla almennra umræðna um starfsemi stjðrn- málaflokka og flutning þingsályktunartillagna og frum- varpa þar aö lútandi, einkum á þinginu 1975-1976, var samþykkt svo hljóöandi tillaga til þingsályktunar 10. mai 1976: „Alþingi ályktar aö kjósa 7 manna milliþinganefnd til aö undirbúa frumvarp til laga um réttindi og skyldur stjórnmála- flokka. Nefndin skal hraöa störfum. Kostnaöur greiöist úr rikissjóöi” Eftirtaldir menn voru kjörnir I nefndina: Benedikt Gröndal, alþm., Ellert B. Schram, alþm., Kristján Benediktsson framkvæmdastjóri, Ingvar Gisla- son alþm., Magnús Torfi Ólafs- son, alþm., Ragnar Arnalds, alþm. og Sigurður Hafstein fram- kvæmdastjðri. Nefndin kaus sér formann Ellert B. Schram og ritara Kristján Benediktsson. Nefndin hefur haldiö fjölmarga fundi og viðaö aö sér upplýsing- um erlendis frá. Þrátt fyrir óumdeilda þýöingu stjórnmálaflokka er þaö fremur sjaldgæft aö þeirra sé getiö i stjórnarskrám lýðræöisrlkjanna og löggjöf um þá heyrir beinlinis til undantekninga. í greinargerö meö frumvarpi til laga um stjórnmálaflokka, sem Benedikt Gröndal flutti á þinginu 1975-1976, segir um þetta efni: „Þegar frjálsar kosningar komu til sögunnar, varö aö setja um þær ítarleg lög, og eru stjórn- málaflokkar viöa nefndir þeim. Hér á landi eru þeir ekki nefndir I stjórnarskránni, en koma fram I kosningalögunum. A hinum Norö- urlöndunum er sömu sögu aö segja, en I Noregi, Danmörku og Sviþjóð var sú kvöö tekin upp aö skylda flokka til aö skrá sig hjá ráðuneyti. I Noregi gilda enn lög frá 1920 þess efnis, aö flokkur veröi viö fyrstu skráningu aö leggja fram lista yfir 1000 stuöningsmenn. Um þessar mundir er rætt um aö hækka þetta upp I 2000-3000 af ótta viö nýjan nasistaflokk. Eftir siöari heimsófriö þurftu nokkur Evrópuriki aö setja sér nýjar stjórnarskrár, og eru stjórn málaflokkar nefndir I sumum þeirra, er hlutverk þeirra og þýö- ing þar meö staðfest. Þannig settu Vestur-Þjóðverjar þessi orð iupphaf 21. greinar stjórnarskrár sinnar 1949: „Stjórnmálaflokkar stuöla aö þróun hins pólitlska vilja fólksins. Þá er frjálst að stofna.” Italir geröu hiö sama I 49. gr. stjórnarskrár sinnar og Frakkar I stjórnarskrá fimmta lýö- veldisins. Vestur-Þjóöverjar munu þó vera þeir einu, sem fylgdu stjórnarskrá sinni eftir meö þvi aö setja sérstakan laga- bálk um stjórnmálaflokka. Var það raunar umdeilt vegna ákvæöa um fjáröflun flokkanna, og sama ástæöa mun valda þvl, aö önnur ríki hafa ekki sett sllk lög. Þó eru til sérstök lög um opinbera aðstoð viö stjórnmálaflokka i nokkrum löndum.” Hvernig er þessum mál- um háttað annarsstaðar Rétt þykir aö gera stuttlega grein fyrir stöðu þessara mála I nokkrum þeim löndum, sem nefndin hefur aflaö sér upplýs- inga um: 1 Vestur-Þýskalandi er i gildi mjög ítarleg löggjöf.þar sem kveðiö er á um hvaöa skilyröi flokkur þurfi aö uppfylla, og stööu og hlutverk flokka, skilgreiningu á flokkshugtakinu, um innra skipulag og stjðrnunareiningar, réttindi meölima, skoðanamynd- un, tilnefningu frambjóöenda o.s.frv. 1 Svlþjóö eru ekki til lög um réttindi og skyldur stjórnmála- flokka, en í sænsku stjórnar- skránni eru ákvæöi sem kveöa á um rétt til aö stofna flokka og vernda starfsemi þeirra. í Noregi eru engin lög um rétt- indi og skyldur stjórnmálaflokka sem sllkra, aö ööru leyti en þvl sem aö framan er getiö. í Danmörku eru engin lög til um réttindi og skyldur stjórnmálaflokka. Þar eru lög I gildi um fjárreiður stjðrnmála- flokka eöa styrki til þeirra, en sllk lög er og að finna I Noregi og Svlþjóö, sbr. hér á eftir. t Finnlandi eru lög I gildi um stjórnmálaflokka, þar sem kveöiö er á um skrásetningarskyldu stjórnmálaflokka, um skilyröi þess aö flokkur sé fyrir hendi, um bókhaldsskyldu og reiknings- skil. Athyglisvert er aö I þessum lögum er það skilyröi sett, aö flokkur fái mann kosinn á þing til aö hann fái réttindi sem slikur. í Bretlandi eru ekki til lög um stjórnmálaflokka né heldur um fjárreiöur þeirra eða styrki þeim til handa. I Bandarfkjunum eru engin alrlkislög né skráöar reglur sem kveöa almennt á um réttindi eöa skyldur stjórnmálaflokka. Hins vegar eru þar til lög um fjármál frambjóöenda til kosninga I Bandarikjunum. Er þar aö finna allmargar reglur sem snerta beint og óbeint starfrækslu stjórnmálaflokka, a.m.k. aö þvl er varöar framlög af almanna fé til kosningabaráttu. Víða lög um fjárreiður flokka. Af þessari upptalningu má sjá, aö mjög er þaö undir hælinn lagt, hvort sérstök lög séu gildandi um réttindi og skyldur stjórnmála- flokka. 1 flestum þessara landa eru hins vegar lög um íjárreiöur flokka og úthlutun styrkja til þeirra. Veröur þaö nú rakiö I sem allra stystu máli, hvaöa reglur gilda um sllkt I þeim löndum, sem upplýsingar hafa fengist frá. I Vestur-Þýskalandi var samþykkt aö styrkja flokkana fyrst og fremst til aö gera þá óháða fyrirtækjum og fjármálaáhrifum. 1 þessum tilgangi voru gjafir til flokkanna geröar skattskyldar áriö 1968 og opinberir styrkir samþykktir. í Austurrlki eru greiddir styrkir af opinberu fé, og var það samþykkt á sinum tlma til aö knýja flokkana til aö opinbera reikninga sina og koma lagi á lagalega stööu flokkanna. Þetta var gert að skilyrði fyrir styrkveitingunum. 1 Hollandi eru flokkarnir styrktir aö því er tekur til upplýs- ingastofnana þeirra og stjórnmálafræöslu. 1 Bandarikjunum og Kanada fá frambjóöendur greiddar fjárfúlg- ur úr opinberum sjóöum og i • Bandarlkjunum eru mjög flóknar og nákvæmar reglur um úthlut- un og meöferð þessa fjár. 1 Danmörku, Finnlandi og Noregi eru veittir opinberir styrkir, en eftir mismunandi reglum. t Danmörku er ákveöin upphæð greidd mánaöarlega til hvers flokks i Folketinget. Upphæöinni er skipt i tvennt, annars vegar föst upphæö og sú sama til allra flokka, hins vegar upphæö, sem ákvaröast meö hliösjón af stærö viökomandi flokks. Þessari fjárhæö skal variö til aö launa starfsmenn ‘þingflokka, skrifstofubúnaöar og bilakaupa. Viö hverjar kosningar er flokkum, sem viöurkenndir eru af innanrikisráöuneytinu, úthlutaö tima I útvarpi og sjónvarpi án endurgjalds. t Finnlandi eru styrkir veittir I samræmi viö styrk flokka á þingi. t upphafi var gert ráö fyrir aö féö rynni jafnframt til reksturs blaöa á vegum flokkanna, en nú eru þeim veittir sérstakir styrkir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.