Alþýðublaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 9
9
wi22*,'Þriðjudagur 21. marz 1978
Frívilji eða fyrirskipanir!
Fús eöa ófús.
Um nokkuö langan aldur hef-
ur saga gengiö um siöar vestur.
islenzka þjóðskáldið, Stephan
G. Stephansson.
A táningaaldri-eins og þaö
mundi nú kallaö-dvaldi hann i
Viömýrarseli, einum af vest-
ustu býlum f Skagaf jarðarsýslu,
þar sem þjóöleiðin liggur vestur
og suöur um.
A einhverju hausti varö hann
þess var, að flokkur manna reiö
vestur þjóögötuna. Það voru
skólapiltar á leiö til náms i
höfuöborginni, eða þar I grennd.
Honum segist svo frá i endur-
minningabrotum, að þegar
hann fór að hugleiöa, hvaö lægi
framundan hjá hinum gázka-
fullu skólapiltum og bera þaö
samán viö, hvert væri hans
hlutskipti, hafi hann brostiö I
grát.
Honum var vitanlega ljóst, aö
efnahagur fjölskyldunnar var
ekki slikur að nokkur minnsta
von væri, að hann gæti fyllt
slikan flokk, sem hann horföi nú
á eftir.
En honum var einnig ljóst þó
ungur væri-aö einkum móöir
hans myndi sárlega hryggjast
af þvi að sjá hinn efnilega son
svo niöurbrotinn.
Hann brá þvi á það ráö, aö
fara út i móa í hvarf við kotið og
gráta þar I einrúmi.
Móðir hans, sem var einstök
merkiskona, komst samt á
snoðir um hugrenningar
drengsins sins. Og það er haft
eftir henni, ab þetta hafi veriö
ein af þyngstu hugraunum, sem
hún hefði átt viö aö striöa, og
vera einskis megnug til úrbóta.
Hér er hvorki staður né stund,
til aö rekja æfiferil Stephans G.
Stephanssonar, þó á þaö megi
drepa, að fáum-ef nokkrum-
varð jafn mikið úr sjálfum sér
og þessum alls ólæröa manni,
hvaö skólagöngu viðvék, heldur
en honum „Stebba frá Seli”,
eins og hann kallaði sig stund-
um. Áratuga dvöl i framandi
landi, landnám i hálfgerðum
óbyggðum og fjölskylduþyngsli,
megnuöu ekki aö slá fölskva á
eldinn, sem honum brann i
brjósti frá vöggu til grafar.
Ekkert basl náöi aö smækka
hann.
bessi stutta harmsaga má
koma okkur oft i hug, þegar viö
litum yfir svið þjóð-
Iifsins nú. Enginn getur vissu-
lega um það fullyrt, hver hefði
orðið æfiferill Stephans G, ef
hann heföi oröið þess umkominn
aö setjast viö þann Mimisbrunn,
sem hugur hans stóð til. Eitt er
þó nokkuö öruggt. Hann heföi
ekki dregið af sér við róðurinn
á sævi námsins, hvað sem ööru
liður.
Nú þarf enginn aö gráta úti i
móum vegna þess, að hann eöa
hún eigi ekki þess kost, að nema
þaö, sem geta og hugur stendur
til, og meira en það. Nú er svo
komiö, aö unglingar eru beinlin-
is krafðir um aö mæta i skólum
landsins fram undir sextán ára
aidur.
Vissulega er allt gott um þaö
að segja, að ungu fólki gefist
kostur á, aö afla sér fræöslu,
hvort heldur almennrar eöa
sérhæfðrar.
Með þvi ráðslagi ætti að vera
fyrir það girt, að viö glötum
engum vegna lærdómsskorts,
og þurfum ekki að naga okkur i
handarbökin fyrir það.
Þaö mætti samt sem áöur
vera okkur ihugunarefni, hvort
hér sé ekki lengra gengiö en
skynsamlegt er. Þegar
núverandi skólalöggjöf var
kreist fram á sinum tima voru
engan veginn allir á eitt sáttir,
vegna umgerðarinnar, sem um
hana var sett, auk ýmislegs
fleira.
Reyndir skólamenn-sem
raunar var varast að hafa veru-
legt samráð við-voru á þeirri
skoðun, að i stað svo og svo
langrar skólaskyldu ætti að
koma fræðsluskylda.
betta ber vitanlega að skilja
þannig, að fólk hafi nokkurt
frjálsræöi um, hvernig það vill
verja æskuárunum.
Mikið djúp er staðfest á milli
þeirrar kvaðar, að þurfa hvort
sem mönnum er ljúft eða leitt,
aö ganga i skóla, eða menn viti,
aö þeir eiga þess kost, hvenær
sem er á æfinni, að auka nokkuð
viö hæö sina og breidd I
kunnáttu.
Við erum auðvitað öll
þvi undirorpin, að verða að
meta æ og ætið hverjar séu
þarfir okkar og jafnframt
skyggnast um bekki eftir mögu-
leikum, til að uppfylla þær. Þá
er komið aö þeim sterkasta
hvata, til þess að láta sér verða
eitthvaö verulegt úr tækifærun-
um. Þess ber einnig að gæta, aö
þroski fólks-ekki hvað sizt
námsþroski- næst á mjög svo
misjöfnum aldri.
Trúlegt er, að þeir kennarar
séu færri, sem hafa ekki fengið
þær spurningar hjá nemendum:
„Hvaða not get ég haft af þvi, aö
læra þessa, eða hina greinina?
Og ef hún kemur ekki að gagni,
hversvegna þá að eyða i hana
tima ?”
Hér er vitanlega um að ræöa
talsverðan vanda, sem enginn
samvizkusamur kennari getur
látið sem vind um eyru þjóta án
þess að gera heiðarlega tilraun
til svara.
Vissulega er það ekki á nokk-
urs manns færi, að gefa hér við
tæmandi svör.
Nú má það öllum vera vitan-
legt, að slikar spurningar þurfa
alls ekki að spretta af neinni
löngun til að þvarga. Langoftast
munu þær spretta af þvi, að þó
fólk geri sér grein fyrir lær-
dómsþörf, eru samt ekki allar
greinar jafn hagnýtar, ef miðað
er við takmarkað svið.
Það mundi þó skipta miklu
máli, að leitandi hugur ungs
fólks, rekist ekki á lokaðar dyr.
En þaö leiðir hugann aftur að
þeirri spurningu, hvað þaö sé,
sem hagnýtt sé að vita og kunna
nokkur skil á.
Litlar likur eru til, aö fólk á
mjög ungum aldri hafi gert sér
grein fyrir hvað I þvi býr og
auðvitað þvi takmarkaðri, sem
þroskinn er minni.
Almennt talað-auövitað eru
undantekningar, sem sanna
regluna-ætti þvi nám að beinast
að sem almennustum kunnáttu-
atriðum, unz menn hafa fundiö
sjálfa sig.
bá-fyrst er hægt að tala um
hagnýti sérhæfingar, enda trú-
legt að viljinn sé þá fyrir hendi
og hann dregur oftast hálft hlass
og vel það.
Þessar hugleiðingar eru fram
settar i þeim tilgangi einum, að
benda á hversu fráleitt það er að
umgangast lifandi fólk eins og
aligæsir, sem á að fita fyrir
jólaveizlur.
Við heyrum oft talað um
námsleiða og vissulega er hann
of viða fyrir hendi. Er ekki full
ástæða til, að freista þess að
virkja vilja til náms, vilja, sem
fyrr eða siðar bærist i hugum
flestra?
Aðrar leiðir verða torsóttar aö
umtalsverðu marki.
Oddur A. Sigurjónsson
1 HREINSKILNR SAGT
Böm þurfa að læra að tapa
— svo ekki fari illa sidar f lífinu
Margir taka ósigri þannig að þeir láta hann bitna á náunganum.
Þessi vanþroski ýtir óneitanlega undir árásarhneigð unglinganna.
Harmleikurinn, í Arós-
um, þegar 11 ára drengur
hengdi sig vegna þess að
hann hafði tapað í kúlu-
spili, vakti óneitanlega
umræðu um vissar ríkjandi
uppeldisskoðanir. Einkum
var þó spurningin um
viðhorf foreldra til
samkeppnisformsins áleit-
in, og þá aðallega hvort
kenna ætti börnum að tapa,
eða ala þau upp í því að
hafa betur í öllum leikjum.
Það skólakerfi, sem nú
hefur víða verið tekið upp,
dregur mjög úr samkeppni
meðal nemenda miðað við
það sem áður var. Börnin
mega ekki keppa hvert við
annað, sumstaðar ekki
einu sinni i íþróttatímun-
um, að sögn.
En hvernig eiga þau að fá að
læra að tapa Hið frjálslega
uppeldi, sem hefur reynst jákvætt
að mörgu leyti, krefst einnig tiðra
ósigra á heimilunum, þótt þeir
séu oftar i formi boða og banna en
hreinnar keppni.
Arangurinn verður sá, að börn-
in sem koma úr skólunum, eru
ósjálfstæðar kveifar. Vitaskuld
gjalda þau lika allra þeirra
tæknilegu „dásemda” sem viö
getum boðið þeim.
En þegar lifið fer að verða eilit-
ið meira spennandi og erfiðara
um leið, byrja sigrarnir og ófar-
irnar. Baráttan um menntun,
baráttan um vinnu, baráttan um
félaga af hinu kyninu, um ástina
gefur álika marga sigra og ósigra
i aðra hönd.
Þó er liklega einna mest um
ófarir á vinnumarkaðnum og
hjónaböndum um þessar mundir
og bitnar það mest á hinum yngri,
eða þeim sem aldrei hafa lært að
berjast og tapa.
Harmleikurinn i Arósum var
i fyrirboði, segir forsvarsmaður
afbrotadeildarinnar I Danmörku,
Erik Zacho, en ekki slysatilfelli,
eins og margir álita.
Þetta átti ekki að verða sjálfs-
Frh. á 10. siðu
Leikfanga-byssur sem þessi hafa tlðum veriö not; öar viö alls kyns
auögunarbrot.
Leikfangabyssur
mikið notaöar
við auðgunarbrot
Vopnuö rán eru orönir
daglegir viöburðir í
Danmörku. Lögreglan á
fullt i fangi með aö halda
uppi lögum og rétti, þar
sem talið er vist, aö f jöld-
inn allur af óleyfilegum
vopnum sé í umferð. En
ræningjarnir notast viö
fleira en vopn.
Það er, að sögn, orðið
talsvert algengt, að notað-
ar séu leikfangabyssur við
ránin. I hverri einustu leik-
fangaverzlun fást byssur,
sem eru svo nauðalíkar
„alvöruvopnum", að engin
leið er að greina þar á milli
i fljótu bragði.
Rikislögreglan hefur oft
reynt að fá leikfangasölu
af þessu taginu bannaða,
en — hingað til — án
árangurs.
— Það er næstum
ómögulegt, að fá þvi
framgengt að þessi leik-
föng verði bönnuð, segja
talsmenn hennar. Og þótt
það tækist, þá þyrftum við
að hafa náiðeftirlit með að
banninu yrði hlýtt, en til
slíks höfum við engan
mannafla.
Það er staðreynd, að
margir fullorðnir kaupa
leikföng af þessu tagi.
Auðvitað er mögulegt að
ræna banka með því einu,
að beina reykjarpipu í
vasanum i stað byssu að
þeim sem á að taka úr um-
ferð. En það myndi vissu-
lega hjálpa lögreglunni í
störfum og þar með
þjóðfélaginu öllu, efþessar
nákvæmu eftirlíkingar
væru teknar af markaðin-
um og sala þeirra bönnuð."
HíísUm IiI*
Grensásvegi 7
Simi 32655.
IVtOTOFtOLA
Alternatorar
i bila og báta
6, 12, 24 og 32 volta.
Platinulausar transistor
kveikjur i flesta bila.
Hobart rafsuöuvélar.
Haukur og Ólafur h..'.
Armúla 32 — Simi 3-77-00.
___________________________________j
Auc^sencW!
AUGLYSINGASIMI
BLADSINS ER
14906
Svefnbekkir á
verksmiðjuverði
SVEFNBEKKJA
Höfðatúni 2 — Simi 15581
Reykjavik.
2-
50-50
Sendi-
bfla-
stödin h.f.