Alþýðublaðið - 22.03.1978, Blaðsíða 7
SKS1 Miðvikudagur 22. marz 1978.
7
Gamall Gaflari skrifar:
Um þær mundir var mikið atvirtnuleysi. Verkamenn
gengu með hendur í vösum frá því að komið var af
síidarveiðum eða úr kaupavinnu úr sveitinni, allt
haustið og fram á vertíð, og jafnvel þó vertið væri í
fullum gangi og vel fiskaðist, þá var ekki vinna handa
öllum. Þá gat komið sér vel að vera skyldur eða á
einhvern hátt tengdur einhverjum verkstjóranum,
einnig var það vænlegt að gera sig áberandi í
stjórnmálaf lokk réttu megin.
Til voru reyndar menn sem gengu fyrir vinnu,
vegna framúrskarandi dugnaðar síns og atorku, en
þeir fóru illa að ráði sínu, og eyddu líkamsorkunni
fyrirfram. Þeir urðu gamalmenni á miðjum aldri, og
svo kom fyrr en skyldi sá tími, að það var ekki not
fyrir þá lengur. Verkfærir unglingar frá 15 ára aldri
fram að tvitugu fengu ekkert að gera, nema þeir sem
voru svo lánsamir að komast að í verslun til sendi-
ferða, eða eitthvað hliðstætt.
Um fé skattborgar-
annaog
Hafnarfjarðar
Og á haustdögunum, þegar
ekki var handtak að hafa, þá
söfnuðust hálf svelcandi
heimilisfeður undir húsgafla
niður við höfn, og ræddu ástand
og horfur. En hvernig sem þess-
ir Gaflarar veltu hlutunum fyrir
sér, og reyndu að rýna inn i
framtiðina, sem hjá þeim var
ekki nema nokkrir mánuðir,
lengra náði ekki þeirra fram-
sýni, þá sáu þeir ekkert annað
en svart.
En svo hélt verkalýðsföagið
fund, reyndar marga fundi.
Þangað fylktust allir Gaflarar,
þvi það var ekkert annað að
gera og það var fullt húsið út úr
dyrum, og ekki sæti handa öll-
um. Skritið að verkamenn skuli
þurfa að vera soltnir, svo þeir
hafi áhuga að mæta á fundi hjá
sinu félagi.
Og margir höfðu eitthvað að
segja á fundunum, reyndar
höfðu flestir eitthvað að segja.
Þó það væru ekki nema tvö þrjú
orð, þá var það innlegg til
málefnisins. Fáir voru sammála
og þó allir sammála: eitthvað
varð að gera i málinu. Svo kom
einhver eða einhverjir með
tillögu, og sú tillaga var sam-
þykkt. Og stjórnendum bæjar-
félagsins var send áskorun um,
að stofnuð yrði útgerð á vegum
bæjarfélagsins. Þetta var jú út-
gerðarbær, og útgerð var það
eina sem verkamenn þekktu til.
En fjárhirsla skattborgarans
var tóm og timi viturra og dug-
mikilla manna ekki kominn. En
það var reynt að bjarga málun-
um. Atvinnubætur hét bjarg-
ráðið. Heimilisfeðrum var út-
hlutað einni viku, og þeir sem
höfðu sérlega þungt heimili,
fengu kannski tvær vikur, og
þeir voru sendir uppi hraun að
rifa grjót, og stundum hafði
snjóað það mikið um nóttina, að
þeir voru hálfan daginn að
moka sig niður að þeim stað,
sem þeir voru daginn áður.
Stundum voru þeir sendir til að
grafa skurð, sem var reyndar
lítið annað en klaka högg. En
þegar þeir komu til að fá launin
sin greidd, þá var þeim fengin i
þeirra stað kvittun fyrir, að
launin þeirra hefðu farið sem
greiðsla upp i skatta og önnur
kvittun fór niður i fjárhirslu
skattborgarans þess efnis, að
Jón Jónsson væri búinn að
greiða tiltekna upphæð i
skattana sina. Fjárhirsla skatt-
greiðandans var full öðrumegin
af kvittunum verkamanna fyrir
unna vinnu, en hinumegin full af
skuldakröfum ýmsra aðila, en
litið fór fyrir reiðufé.
Svo skeði atburður, atburður
sem verkamenn þess tima hafa
ef til vill ekki veitt athygli, at-
burður sem verkamenn liðandi
stundar nú, eru kannski búnir
að gleyma. Bæjarfélagið
samanstóð að yfirgnæfandi
meirihluta af verkafólki. Þetta
var sjávarþorp, og einhvern
vegin æxlaðist svo, að synir
verkafólks komust i meirihluta i
bæjarstjórn, menntaðir dug-
miklir menn, sem þekktu af
eigin raun þau kröppu kjör, sem
verkafólk átti við að búa. Þeir
höfðu sjálfir alist upp við sult og
allsleysi, en rifið sig upp til betri
lifskjara, og þeir höfðu fullan
hug á að bæta hag almennings.
Að visu fór það hægt i fyrstu, en
þokaðist i átt til betri lifskjara.
En svo var kveðið upp úr með
það. — ,,Við setjum á stofn út-
gerð, góði”__En hvernig var
það hægt, þegar f járhirsla skatt-
greiðandans var tóm? Og hvort
sem það var hægt, eða ekki
hægt, kraftaverkið gerðist.
Útgerð skattgreiðandans varð
að veruleika, og það varð nóg
vinna handa öllum, sem vildu
vinna, og verkafólk greiddi sina
skatta i fjárhirslu skattgreið-
andans með reiðufé, og það var
ekki lengur þörf að fara upp i
hraun að rifa grjót eða berja
klaka.
En atvinnurekendur bæjar-
félagsins og fulltrúar
einstaklingsframtaksins litu
þetta óhýru auga, og gerðu allt
sem þeir gátu útgerð skatt-
greiðandans til óþurftar, og
jafnvel létu verkafólk gjalda
þess. Óttuðust þeir kannski að
missa tök á verkafólkinu?
Mundi kannski koma sá timi, að
fólk hætti að koma skriðandi til
þeirra til aö biðja um vinnu?
— Það varö hlé á vinnunni viö
útskipunina, vegna þess að það
stóð á bfl, og verkamennirnir
tylltu sér niður. Einn ungu
mannana tók upp pipu og
kveikti i. Atvinnurekandinn var
nærstaddur og kom með fasi
miklu. „Ekki reykja hér, það
tiðkast hvergi nema i Rússlandi
og Bæjarútgerðinni! ”
— Það voru erfiðir timar og
illa gekk hjá allri útgerð, en það
tókst samt að halda útgerð
skattgreiðandans gangandi, og
meira en það. „Við kaupum
annan togara, góði.” Og hinir
dugmiklu og framsýnu drengir,
synir verkafólksins börðust um
á hæl og hnakka.
Svo kom striðið, blessað
striðið. Þetta var indælt strið,
sem bjargaði öllum vanda, og
pappirarnir i fjárhirslu skatt-
greiðandans breyttu um svip.
N.ú voru þar ekki lengur
kvittanir um greidd laun upp i
skatta, heldur innstæðukvitt-
anir frá ýmsum bönkum og
þykkir bunkar af peningaseðl-
um.
Verkafólkið fór að hafa
áhyggjulitla daga i allsnægtum.
Ahyggjurnar snérust nú helst
um það, hvernig það gæti veitt
sér þennan eða hinn lúxusinn,
nú — það urðu engin vandkvæði
með það, bara taka lán út á
morgundaginn. Það þarf sterk
bein til að þola góða daga — svo
segir gamalt máltæki. Mörgum
finnst þetta afkáranlega til orða
tekið og hljóma skritilega
einhvernvegin neikvætt, og þeir
hinir sömu vara sig ekki á góðu
dögunum og detta um þá.
Verkafólkið var eiginlega orð-
ið fint fólk, sem stóð i sama
þjóðfélagsþrepi og atvinnurek-
endur, nema þegar það þurfti
að fá hækkuð launin. Ansi hvað
það vill gleymast við kjörborð-
ið, að hagsmunir atvinnurek-
enda og hagsmunir launþega
viija rekast á, þegar til kast-
anna kemur. Kynslóðin sem sá
og tók þátt i að byggja upp út-
gerð skattgreiðenda féll frá og
önnur kynslóð tók við, og enn
önnur kynslóð, þvi kynslóðir
koma og kynslóðir fara. Og
verkafólkið missti meirihlutann
i stjórn sjávarþorpsins.
Kannski var hinum nýju kyn-
slóðum sama hverjir fóru með
völd, eða kannski var það svo
með verkafólk hinna nýju kyn-
slóða, að það var búið að missa
sjónar af gildi valdsins. En hinir
nýju valdhafar, fóru að hafa á
orði, að selja útgerð skattgreið-
enda. Af þvi varð nú reyndar
ekki, kannski það hafi ekki verið
timabært, en það var hægt að
reyna fyrir sér, hvað hægt væri
aðkomastlangt.
Skattgreiðendur áttu annað
fyrirtæki að hálfu, á móti
einstaklingsatvinnurekendum,
og þeir ákváðu að selja sjálfum
sér það fyrirtæki, en það urðu
bölvuð vandræði. Endilega
þurfti að koma fram á sjónar-
sviðið, ungur framgjarn
þrælduglegur lögfræðingur,
sem splundraði öllu saman, svo
þeir gátu ekki selt sjálfum sér
eignir skattgreiðenda, en meðal
annara orða, hvað varð um
þann bráðefnilega dreng.
Og timinn leið, hring eftir
hring eftir hring, eða kannski
hann fari ekki i hring, bara
beint af auga, en sagan endur-
tekur sig hefur heyrst.
Og við erum komin i nútim-
ann, eða er ekki rétt að fara að-
eins til baka. Gamall Gaflari,
sem hefur fylgst með þróuninni
frá byrjun, stendur nú i miðri
hringiðunni og starir galopnum
augum og veltandi vöngum og
dregur ályktanir, og vonandi
eru þær flestar rangar. Hvað er
að gerast i útgerð Skattgreið-
enda? Getur það verið að
einstaklingsframtakið notfæri
sér útgerð skattgreiðenda sér til
framdráttar. Hvað á gamall
Gaflari aö láta sér detta i hug,
þegar togari i eigu einstaklings-
framtaks kemur i höfn, með 70
tonn af grálúðu og útgerð
Skattgreiðanda er látin kaupa
helminginn af grálúðunni, þrátt
fyrir að það var allt fullt af fiski
fyrir. Hverju eða hverjum var
verið að bjarga? Var svona-
mikið upp úr vinnslu grálúð-
unnar að hafa? Fiskvinnsluhús i
eigu einstaklingsframtaks var
með mikinn fisk á miðju sumri,
sem lá undir skemmdum. Hluta
af þeim fiski var ekið i hús út-
gerðar Skattgreiðenda og spyrt-
ur þar af þess starfsfólki. Von-
andi er hægt að sýna að greiðsla
hafi komið fyrir frá
einstaklingsframtakinu, en
hvað veit gamall Gaflari um
það? Og hvað á gamall Gaflari
að halda, þegar togarar Skatt-
greiðenda koma i höfn með
fyrsta flokks hráefni, en það er
sent út um hvippinn og
hvappinn, og fær svo til baka
það lélegt hráefni, að það er
einungis hægt að nota það i
skreið, ef til vill litils háttar af
þvi saltað, en kannski fást skýr-
ingar á þessu öllu, og allt sé með
felldu, og væri það vel.
1977. Það er ártal, og er ekki
svo mjög langt að baki. Var það
ekki þá, sem dularfulli ungi
maðurinn með vasatölvuna
birtist i útgerð Skattgreiðenda.
Gamlan Gaflara minnir það, og
þar sem gamli Gaflarinn er afar
næmur fyrir persónuleika
þeirra, sem hann mætir á förn-
um vegi, þá hlaut hann að veita
þessum dularfulla unga manni
athygli. En aldrei gat Gaflarinn
áttað sig á, hvaða verkefni
dularfulli maðurinn átti að inna
af hendi, en það gátu reyndar
allir séð, að hann var alltaf með
blað og blýant i hendi og tölvu
upp á vasann. En hver var til-
gangurinn? En svo fóru að ger-
ast ýmsir skritnir hlutir.
Starfsfólkinu var sagt upp störf-
um fyrirvaralaust, skritið að
það skyldi ekki vera hægt með
fyrirvara, svo fólk gæti ráðstaf-
að sinu sumarleyfi. Þvi var
sagt, að það ætti að breyta öllu
fyrirkomulagi á rekstri hússins.
Ötaf fyrir sig var ekkert at-
hugavert við það. Það var nauð-
syn, en átti að taka aðeins 6-8
vikur. Allir sáu að það gat ekki
staðist, sem lika varð raunin á.
Fólkið átti allt að endurráðast
eftir þann tima, en það stóðst
ekki heldur. Annar verkstjórinn
var beðinn að segja upp störf-
um, en þar sem hann var ekki
alveg á þvi, þá var honum um-
svifalaust vikið úr starfi og
greitt kaup i þrjá mánuði fyrir
að sitja heima, af fé
Skattgreiðenda. Hinum verk-
stjóranum sagt upp störfum.
með þriggja mánaða fyrirvara,
en beðinn að halda áfram störf-
um og lofað endurráðningu, en
var svikinn.
Svo byrjaði grinið. Þeir fáu
verkamenn, sem ekki var sagt
upp, og áttu að aðstoða við
breytinguna, höfðu að nógu að
hlæja hvern dag. Brotnir voru
veggir og boruð göt, steypt upp i
það aftur, þvi það átti ekki vera
þarna, heldur þarna, en það átti
heldur ekki vera þar. Slegin
voru upp mót fyrir lyftubotnum,
rifin niður, slegin upp aftur, það
hafðist i þriðja sinn. Trésmiðir
voru fyrir járnsmiðum, járn-
smiðir fyrir pipulagningar-
mönnum, pipulagningarmenn
fyrir rafvirkjum, rafvirkjar
fyrir blikksmiðum og
blikksmiðir fyrir trésmiðum,
hringurinn lokaðist. Og iðnaðar-
mennirnir hlógu meö verka-
mönnunum, þvi þetta var ekki
þeirra sök. Það virtist vanta
heildaryfirlit, en öllu gamni
fylgir nokkur alvara. Það var
veriö að sóa fé skattgreiðenda.
Svo byrjaði endurráðningin hjá
stúlkunum, sem sagt hafði veriö
upp, sú sérstæðasta endurráðn-
ing sem þekkst hefur. Það skipti
engu máli hvort stúlkurnar
höfðu unnið stuttan tima, eða
fleiri ár hjá þessu fyrirtæki
skattgreiðenda, allar urðu þær
að skrifa undir stórt skjal með
mörgum spurningum, skuld-
bindingu um að ganga i hvaða
verk sem skipað yröi, þar
byrjaði strax tortryggnin og
óánægjan. Þá kom fljótlega i
ljós, að ekki áttu allir sem upp
hafði verið sagt vinnu, aðgang
að endurráðningu. Þá vaknaði
grunur um hvað hann hafði
alltaf verið að gera með blað og
blýant þessi dularfulli tölvutöff.
Hann skyldi þó ekki hafa verið
að draga fólkið i flokka: góður
vinnukraftur, sæmilegur vinnu-
kraftur og lélegur vinnukraftur.
Og hver skyldi vera höfundur-
inn að þessu furðulega undir-
skriftarplaggi?
Loks fékk starfsfólkið að sjá
framan i hina nýju verkstjóra.
Þetta reyndust ungir og mjög
myndarlegir menn, það vantaði
ekki, 'og efalaust allra bestu
drengir — þegar þeir voru fyrir
utan veggi fiskiðjuversins.
Svo rann upp sú stóra stund,
þegar átti að reynslukeyra allan
þennan nýtisku útbúnað, sem
átti að vera svo stór þáttur i
rekstri fiskiðjuversins. Keyptur
var heill togarafarmur, 100
tonn, eitt hundrað tonn, minna
mátti það ekki vera til að sjá
hvort útbúnaðurinn virkaði. Svo
mikið lá á, að það var ekki timi
til að biða eftir að annar hvor
togarinn fiskiðjuversins kæmi
að landi, heldur voru þessi 100
tonn keypt af togara utan af
landi. Þá hófst gamanið, og
verkstjóradrengirnir virtust
skemmta sér vel, hlaupandi
kallandi og hlæjandi um allt
hús, en iðnaðarmennirnir vinn-
andi innan um fiskinn, þvi
þeirra verkum var ekki nærri
lokið, en þvi miður, það virtist
allt bila, sem bilað gat, og næstu
nætur voru iðnaðarmenn að
gera við það sem bilaði hvern
dag. En eftir tæpa viku var fisk-
urinn farinn að skemmast og
var þá ýmist saltaður eða spyrt-
ur og hengdur upp á hjalla, og
það var rúmur helmingurinn af
þessum aðkeyptu 100 tonnum.
En nú var fiskiðjuverið opnað,
og ekki var hægt að láta stúlk-
urnar sitja heima á fullu kaupi.
Þessvegna voru fengin 3 eða 4
bilhlöss úr Reykjavik af ufsa og
honum öllum sturtað i stór kör,
og lá hann allavega böglaður i
körunum. Ekki fannst verk-
stjórunum taka þvi að isa ufs-
ann, enda átti hann að vinnast
næsta dag, en svo illa tókst til,
að það varð stórvægileg bilun,
sem tók 3 daga að lagfæra, og þá
átti að fara að vinna ufsann, en
það var komið i veg fyrir það, og
allur ufsinn fór upp á hjalla.
Þannig er farið með fé skatt-
greiðenda.
Fiskvinnsluskólinn er
efalaust gagnleg stofnun, og
þessir ungu verkstjórar voru
með þeim fyrstu, sem útskrifuð-
ust þaðan, með ágætis einkunn
vonandi. Gömlum Gaflara er
ekki kunnugt, hvort kennd er
verkstjórn i þeim skóla, en þó
svo væri, þá er það vist, að
verkstjórn lærist ekki af bókum.
Það þarf meðfæddan hæfileika
til. Enginn getur orðið listmál-
ari, hvað marga myndlistar-
skóla sem hann fer i gegnum ef
hann hefur ekki meðfæddan
hæfileika til að mála, og enginn
getur orðið skáld, hvað marga
háskóla sem hann fer i gegnum,
hann verður að hafa meðfæddan
hæfileika fyrst og fremst. Eins
er það með verkstjóra, þeir
þurfa að hafa meðfædda út-
sjónarsemi, verklagni og siðast
en ekki sist lagni til að umgang-
ast fólk. Og eflaust er sá þáttur-
inn stærstur og mestur. Sagan
gegnum aldirnar getur um
ýmsa persónuleika, sem virðast
ekki hafa fæðst á réttum tima og
réttum stað. Ef til vill er það
kaldhæðnislegt aö láta sér detta
i hug, að verkstjóradrengirnir
hefðu sómt sér vel i Gestapó á
timum Hitlers sálaða. Það er
óþarfi að endurtaka það hér,
sem búið er að skrifa um áöur i
blöðum, og er á hvers manns
vörum hér i bæ, og er reyndar
orðið frægt viða um land, um öll
þau ósköp sem gengið hafa á i
Frh. á 14. siðu
mmmmmmmmmmmmmmmm^mméJ