Alþýðublaðið - 30.03.1978, Síða 3
Vextir af skuldum Akraborgar árið
1977 voru 39 milljónir króna
3
SSSST* Fimmtudagur 30. marz 1978
Þrátt fyrir fréttir af snjóflóOum og óáran Norðanlands er vorhugur
komin i marga hér syðra. Ljósmyndari blaðsins rakst á þennan
trillueiganda, sem var aö dytta að fleyi sínum við Reykjavikurhöfn I
gær.
Þjóöleikhúsið:
Sýningum á
Ödipusi konungi
ad Ijúka
Hinn frægi griski harmleikur
öpipús konungur eftir Sófókles
verður sýndur á laugardags-
kvöldið i Þjóðleikhusinu og eru þá
aðeins eftir tvær sýningar á verk-
inu. Þetta er i fyrsta skipti sem
leikritið er sýnt hérlendis og
reyndar i fyrsta skipti að Þjóð-
leikhúsið tekur griskan harmleik
til sýninga. Þýðinguna gerði
Helgi Hálfdánarson en leikstjóri
er Helgi Skúlason. Titilhlutverk-
ið, ödipús, er i höndum Gunnars
Eyjólfssonar en konu hans og
móður, Jóköstu, leikur Helga
Bachmann. Rúrik Haraldsson
leikur Kreon, bróður hennar.
Flestir helztu leikarar Þjóðleik-
hússins koma fram i sýningunni,
|MÍR gengst fyrir fyrirlestrahaldi
þeirra á meöal Valur Glslason,
Baldvin Halldórsson, Róbert Am-
finnsson, Þorsteinn ö. Stephen-
sen, Ævar R. Kvaran o.fl.
Ekki er liklegt að þetta fræga
verk, sem talið er eitt merkasta
verk leikbókmenntanna, verði
sýnt hér aftur i bráð, svo að fólki
er bent á þetta tækifæri til að
kynnast þessu sigilda leikriti.
Olympíuleikar,
hljómlistarlíf og
nýja stjórnarskráin
i lok marzmánaðar og byrjun
april gengst MÍR, Menningar-
tengsl tslands og Raðstjórnar-
rikjanna, fyrir erindaflutningi
fyrir almenning i MiR-salnum,
Laugavegi 178.
Fyrsta erindið veröur flutt
fimmtudagskvöldið 30. marz kl.
20.30. Þá ræðir Vladimir K.
Vlassof verzlunarfulltrúi um við-
skipti Islands og Sovétrikjanna.
Laugardaginn 1. april kl. 15
ræðir Mikhail M. Bobrof, sovézk-
ur iþróttaþjálfari sem starfar hér
á landi, nú, um likamsrækt i
Sovétrikjunum og undirbúning
Olympiuleikanna i Moskvu 1980.
Fimmtudaginn 6. april kl. 20.30
spjallar Ólafur Ag. örnólfsson
loftskeytamaður um Síberíu fyrr
og nú og laugardaginn 8. april kl.
15 ræðir Ragnar Björnsson org-
anisti og hljómsveitarstjóri um
tónleikaferðir sinar til Sovétrikj-
anna og kynni af sovézku tónlist-
arlifi.
Laugardaginn 15. april kl. 15.
flytur svo dr. jur. Alexander M.
Jakovléf lokaerindið og fjallar
það um hina nýju stjórnarskrá
Sovétrikjanna. Dr. Jakovléf kem-
ur hingað til lands i boði MIR frá
Danmörku þar sem hann flytur
fyrirlestra.
Fyrirlestrarnir i MÍR-salnum
eru öllum opnir. Kvikmyndir
verða sýndar með hverjum fyrir-
lestri. (FráMiR).
Þegar við komu skipsins, 29.6.
1974, hefði skort á aðstöðu til aö
nýta það, þar sem skilyrði til að
aka bilum um borð hefði skort.
Var þá einungis mögulegt að
taka lObila um borð, en 40, eftir
að aðstaða loks fékkst, 12.8.
1975.
Þá vildi Þórður taka fram, aö
skipið hefði á allan hátt reynst
mjög vel og skilaö hlutverki
sinu með prýði og þannig tekið
Herjólfi fram, en á honum þurfti
að framkvæma miklar styrk-
ingar, vegna þess hve veik-
byggður hann reyndist. Þá lof-
aði hann áhöfn skipsins, sem
veriðhefði hin sama frá upphafi
og sérstaklega skipstjóra þess,
Þorvald Guðmundsson. AM.
Fjármálaráðherra neitar kröfu
Ríkisábyrgðarsjóðs
Styrkur Akraborgar
og Herjólfs aðeins
ætlaður til daglegs
reksturs
Að undanförnu hafa orðið
talsverð blaðaskrif, vegna kröfu
Rikisábyrgðarsjóðs á hendur
útgerðum Akraborgar og Vest-
mannaeyjaferjunnar Herjólfs,
en sjóðurinn fór fram á að fjár-
veitingar á fjárlögum til þess-
ara skipa yrðu notaðar til
greiðslu á skuldum þeirra.
Fjármálaráðherra synjaði hins-
vegar Rikisábyrgðarsjóði um
þetta fé skipanna og ræddum
við af þvi tilefni við Höskuld
Jónsson, ráðuneytisstjóra i fjár-
málaráöuneyti.
Höskuldur sagði að rétt og
eðlilegt hefði verið af fyrir-
svarsmönnum Rikisábyrgðar-
sjóðs að gera slika kröfu enda
hlutverk þeirra og embættis-
skylda að gæta hagsmuna sjóðs-
ins og heimta þær skuldir sem
hann ætti útistandandi. Hins
væri þó að gæta, að þær 36 mill-
jónir, sem Skallagrimi hf. eru
ætlaðar og þær 57.5 milljónir,
sem til Herjólfs renna, væru
einkum hugsaðar til að styðja
daglegan rekstur skipanna, en
ekki til niðurgreiðslu á kaup-
verði, en skuldir skipanna viö
Rikisábyrgðarsjóð eru einkum
vegna stofnkostnaðar.
Þá sagði Höskuldur aö þvi
færi alls fjarri, að þessi tvö skip
heföu verið tekin sérstaklega
fyrir og visaði til athugasemdar
frá embætti sinu i Mbl. i gær,
þar sem hann svarar aödróttun-
um Guölaugs Gislasonar i þá
veru. Hins vegar mætti lita á að
þessi tvö skip stæðu ver á papp-
irum Rikisábyrgðarsjóðs, en
aðrar ferjur, svo sem Baldur,
Fagranes og Drangur, sem öll
eru miklu eldri. Fiskiskip stæðu
og mjög misjafnlega gagnvart
sjóðnum, en þau eru bundin
aflakvöö, sem nokkuð er mishá
eftir árferði, væri um þessar
mundir 10% og stæðu sum skip-
anna ágætlega og væru skuld-
laus. am
„Þetta hefði þýtt al-
gjört stopp hjá okkur,”
sagði Þórður Hjálms-
son, forstjóri Skalla-
grims, þegar við rædd-
um við hann i gær um
þá kröfu Rikisábyrgð-
arsjóðs, að taka opin-
bera styrki skipsins
upp i greiðslu á skuld-
um við sjóðinn.
Um siðastliðin áramót mun
gjaldfallin skuld Akraborgar
hafa numið um 190 milljónum
króna og sagði Þórður til marks
um hve miklir vextir söfnuöust
á þessar skuldir, að s.l. ár hefðu
vextirnir • numið 39 milljónum
króna,- Akraborg og Herjólfur
væru að auki ný skip, sem kost-
uðu óhemju fé og taldi hann að
ekki væri óeðlilegt aö Vegasjóð-.
ur tæki þátt i rekstri þeirra,
þegar tillit væri tekið til þess
hlutverks, sem þau gegndu i
samgöngum innanlands. Eldri
skipin, svo sem Drangur, sagði
hann að væru rekin að mestu
leyti af rikinu og t.d. Baldur,
nyti mun hærra framlags af fé
til slíkra skipa á fjárlögum, en
t.d. Akraborg.
Höfðu flutt 96.310
bila um siðustu
áramót
Ef ekki kæmtu til hinar þungu
kvaðir vegna stofnkostnaöar
sagði Þórður að afkomugrund-
völlur Akraborgarinnar væri
góður. Viðskiptafræöingur, sem
reyndi að áætla grundvöll rekst-
ursins, þegar hiö nýja skip var
keypt, gerði sér vonir um að
með ferjunni yrðu fluttir 15 þús-
und bilar árlega, en raunin hef-
ur orðið sú, að skipið flutti á ár-
inu 1977 40 þúsund bila. Frá þvi
er skipið kom, 1974, hefðu veriö
fluttir með þvi 96.310 bilar, og
143 þúsund farþegar. Kvað
Þórður þetta sýna, sem að
framan segir, að skipið væri
slikur þáttur í innanlandssam-
göngum, að Vegasjóði væri
meira en skylt að styðja rekstur
þess.
Vegasjódur styrki
rekstur feijuskipanna
forstjóri
Skallagríms