Alþýðublaðið - 07.04.1978, Side 1

Alþýðublaðið - 07.04.1978, Side 1
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 67. TBL. — 1978 — 59. ÁRG. Ritstjórn bladsins er til húsa í Síðumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91)81976 Andsvör fulltrúa atvinnurekenda við verkfallsaðgerðum T?Sjálfstædisflokkurinn sýnir sitt rétta andlit” — segir Karl Steinar varaformadur Verkamannasambandsins 1 dag, 7. apríl, er alþjóðlegur baráttudagur gegn háum blóðþrýst- ingi. Slagorð dagsins er niður með háan blóðþrýsting. t tilefni af þessu og til að vekja athygiiá þessari tímabæru baráttu sátu lækna- nemar i nokkrum stórverzlunum borgarinnar i gær og mældu blóð- þrýsting fólks sem átti þar leið um. Unnið verður úr þessum mæl- ingum og niðurstöður þeirra birtar slðar. Myndina hér að ofan tók Ijósmyndari Aiþýðublaðsins I einni stórverzlun borgarinnar. Ekki var annaö á fólki að heyra, en að þetta uppátæki mæltist mjög vel fyrir, enda mun vist full þörf fyrir að fólk hugi betur að þessum mál- um, ef marka má þær tölur sem upp eru gefnar I þessu sambandi. Ljósm.GEK Baldur Guðlaugsson: Engar yfirlýsingar um adgerðir vinnuveitenda Baldur Guðlaugsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands tslands, vildi engar yfirlýsingar gefa þegar blaðið hafði samband við hann og innti hann eftir hvort vinnuveitendur væru farnir að hugsa til mótað- gerðavið útflutningsbanni verka- lýðsfélaganna. Sagði hann málið vera á umræðustigi, engar ákvarðanir hafa verið teknar og þaðan af siður að farið væri að gefa út yfirlýsingar að svo stöddu máli. í dag halda vinnuveitendur fund með rikisstjórninni þar sem rætt verður almennt um ástandið i kjaramálum. Erunúýmsarblikur á lofti en i gærmorgun lagði Albert Guð- mundsson alþingismaður (S) það til á háttvirtu Alþingi að ef i hart færi skyldi verkalýðurinn sviptur verkfallsréttinum til að bjarga þjóðarbúinu frá hruni. f-j „Sjálfstæðisf lokkurinn eða forystumenn hans sýna sitt rétta andlit með ummælum þessum og þingsályktunartillögu. Þeir skilja ekki baráttu launþega. Þeir gera sér ekki heldur Ijóst að ætlast er til þess að staðið sé við gerða samninga", sagði Karl Steinar Guðnason varaformaður Verka- mannasambands íslands þá er hann var spurður álits á þingsályktunartillögu Davíð Scheving endurkjörinn formadur FÍI Davið Sch. Thorsteinsson var i gær endurkjörinn formaður Félags islenzkra iðnrekenda með tæplega 99% greiddra atkvæða. Samkvæmtlögum félagsins höfðu 169 fyrirtæki atkvæðisrétt með samtals 20.900 atkvæði. 17.736 at- kvæði bárust og hlaut Davíð 17.550 af þeim. Tveir nýir menn komu inn i stjórn félagsins, þeir Sveinn S. Valfelis og Viglundur Þorsteins- son. Fyrir I stjórn eru sem aðal- menn Kristinn Guðjónsson og Björn Guðmundsson. Varamenn vorukosnirtileins árs þeir Agnar Kristjánsson og Pétur Eiriksson. Framkvæmdastjórar FÍI eru Haukur Björnsson, aðalfram- kvæmdastjóri og Pétur Svein- bjarnarson, framkvæmdastjóri, ES þeirri er Albert Guðmundsson heildsali, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, hefur nú í dag lagt fyrir Alþingi; og jafn- framt ummælum Davíðs Scheving Thorsteinssonar . formanns Félags ís- lenzkra iðnrekenda. Tillaga Alberts er þess efnis að Alþingi feli rikisstjórninni að beita áhrifum sinum i þeim til- gangi að Verkamannasambandið dragi til baka samþykktir sinar um útflutningsbann. Beri sú til- raun ekki tilætlaðan árangur skuli rikisstjórnin leggja fram frumvarp sem banni verkföll þau er stefni þjóðarbúinu i voða. Ummæli Daviðs Scheving eru á þá leið að hér sé um að ræða póli- tiskan skæruhernað af hálfu Verkamannasambandsins er ekkert eigi skylt við eðlilega kjarabaráttu. Þá vonast hann til þess að ,„.... þegar mönnum skilj- ist hvað um er að ræða, þá hlýði þeir ekki fyrirskipunum óviturrar verkalýðsforystu...” um fyrir- hugaðar verkfallsaðgerðir. Þetta mun hann hafa látið út úr sér á aðalfundi islenzkra iðnrek- enda i gær. „Samningarnir rofnir eftir væl í þessum mönnum" Þá er blaðamaður hafði sam- band við Hauk Má Haraldsson blaðafulltrúa Alþýðusambands Islands fórust honum m.a. svo orð: „Eftir væl friðarspillanna þar á meðal Daviðs og Alberts voru samningar rofnir gagnvart Alþýðusambandinu. Siðan þegar aðgerðir rikisstjórnarinnar þ.e. samningsrofin fara að hafa áhrif m.a. með fyrirhuguðum verk- fallsaðgerðum verkamanna- sambandsins vilja þeir láta svipta verkamenn verkfallsrétt- inum. En lausnin er einfaldlega að þeir, þ.e. islenzkir atvinnurek- endur, greiði verkamönnum sam- kvæmtsiðustusamningum og þar með er vandamálið úr sögunni.” „Lögbann yrði virt að vettugi" Að lokum sagði Haukur að ef til lögbanns á verkfallsaðgerðir verkamanna kæmi myndi það virt að vettugi. Slikt hið sama gerist og þá er lögbanni var siðast beitt gegn verkamönnum er rikisstjórnin setti lögbann á verkfallsaðgerðir starfsmanna rikisverksmiðjanna 1975. Verka- menn virtu það að vettugi og komu ekki til vinnu þrátt fyrir verkfallsbannið. Varð rikis- stjórnin að láta i minni pokann i það sinn. Þess var þá vænzt að þar með hefði verið bundinn endir á lögbannsaðgerðir rikisstjórnar eða Alþingis gegn verkföllum alþýðusamtaka. J.A. Opinberir starfsmenn: Hluti stjórnar verkfallssjóös BSRB. Frá vinstri: Bjarni óiafs- son, Kristin Tryggvadóttir og Hildur Einarsdóttir. Einnig sitja i stjórninni þær Sigurveig Hanna Eiriksdóttir og Ingibjörg Heiga- dóttir. Saf na vegna refsifradrattar stjórnvalda Bandalag starfsmanna rikis og bæja hef ur ákveðiö aðhleypa af stokkunum al- mennri söfnun fjár i verk- fallssjóð bandalagsins, i þvi skyni að bæta þeim fé- lögum BSRB, sem lögðu niður vinnu að tilmælum BSRB, það fjárhagslega tjón vegna refsifrádráttar stjórnvalda. Sem kunnugt er hefur rikis- stjórnin, Reykjavikurborg og e.t.v. einhver fleiri bæjarfélög framkvæmt refsifrádrátt á kaupi þeirra starfsmanna, sem þátt tóku i mótmælaaðgerðum vegna kaupránslaga rikisstjórnarinnar 1. og 2. marz s.l. Hefur frádráttur þessi verið framkvæmdur á mis- munandi hátt eftir þvi, hvort hlutaðeigandi starfsmaður er fé- lagi i aðildarfélagi BSRB og BHM annars vegar og ASl hins vegar. Starfsmönnum rikis og bæja inn- an BSRB hefur verið refsað með sérstökum frádrætti á kaupi um- fram aðra, þ.e.a.s. refsifrádrætti kaups sem svarar yfirvinnu- kaupi. Mótmælti stjórn ~BSRB samhljóða refsiaðgerðum þess- um á fundi 21. marz og samþykkti að þeir sem yröu fyrir aðgerðun- um skuli eiga kost á greiðslu úr verkfallssjóði BSRB. A fréttamannafundi sem stjórn verkfallssjóðs BSRB boðaði til i gær, þar sem einnig voru staddir formaður og framkvæmdastjóri BSRB, var söfnunin kynnt. Er þvi sérstaklega beint til þeirra, sem ekki lögðu niður störf 1. og 2. marz að þeir láti fé af hendi rakna i verkfallssjóðinn. Gerð hafa ver- ið sérstök veggblöð um söfnunina og þeim dreift sem viðast og söfn- unarlistar fást hjá aðildarfélög- um BSRB og trúnaðarmönnum á vinnustöðum. Einnig má afhenda söfnunarfé á skrifstofu BSRB, Grettisgötu 89, eöa greiöa það inn á ávisanareikning nr. 53000 i Múlaútibúi Landsbankans. Þeir félagsmenn i aöildarfélög- um BSRB, sem ætla sér að sækja um greiöslu úr verkfallssjóði, þurfa aö sækja um það til skrif- stofu BSRB. Þeir sem þvi geta komið við skulu koma þangað og framvisa launaseðli. Greiðsla er ákveðin kr. 5000 til þeirra sem orðiö hafa fyrir 8% refsifrádrætti af mánaðarkaupi og kr. 10000 vegna 16% frádrátt- ar. Hvort tveggja miðast viö fullt starf. Þeir sem vinna hluta úr degi eiga kost á hlutfallslegri greiðslu. Stjórn verkfallssjóðs BSRB skipa: Kristin Tryggvadóttir, for- maður, Sigurveig Hanna Eiriks- dóttir, Bjarni Ólafsson, Ingibjörg Helgadóttir og Hildur Einarsdótt- ir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.