Alþýðublaðið - 07.04.1978, Side 5

Alþýðublaðið - 07.04.1978, Side 5
Föstudagur 7. apríl 1978 5 Bretiand gegn íslandi hjá Haagdómstólnum: Dómurinn f rægi í ís- lenzkri þýdingu Utanríkisráðuneytið hefur látið gefa út dóm Haagdómstólsins í deilu islands og Bretlands um fiskveiðilögsögu. Gizur Bergsteinsson, fyrrum Hæsta rétta rdóma r i, þýddi dóminn. Mikið var rætt um með- ferð dómstólsins á máli þessu og deilt um afstöðu islendinga til málflutn- ings. Málið er allt hið fróðlegasta og merkileg lesning fyrir þá, sem á- huga hafa á hafréttar- málum. Dómurinn er tæplega 200 blaðsíður i bókarbroti og prentaður í Gutenberg. 1 upphafi dómsins segir: „Með bréfi 14. april 1972, mót- teknu á skrifstofu dómritara sama dag, hefur sendifulltrúi i brezka sendiráðinu i Hollandi sent. dómritara dómstólsins málskot, sem er upphaf mál- sóknar á hendur Lýðveldinu ts- landi vegna deilu, sem þá var risin sökum fyrirætlaðrar út- færslu rikisstjórnar tslands á fiskveiðilögsögu sinni... Með bréfi dagsettu 29. mai 1972, mótteknu á skrifstofu dómstólsins 31. mai 1972, til- kynnti utanrikisráðherra ts- lands dómstólnum, að rikis- stjórn Islands væri ófús að leggja málið til dómstólsins og mundi ekki skipa umboðsmann til að fara með málið fyrir sina hönd.” Islenzk þýðing dómsins verð- ur til sölu i Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar. Tónlistin úr ■■ Oskubusku Þjóðleikhúss- ins væntan- leg á plötu — fáar sýningar eftir á leikritinu Tónlistin úr leikritinu öskubusku, sem um þessar mundir er sýnt i Þjóðleik- húsinu er væntanleg á plötu innan skamms. Lögin eru eftir Sigurð Rúnar Júlíusson, en textarnir eru verk Þórarins Eldjárns. Sýningum á öskubusku fer nú að fækka, en leikritið hefur verið sýnt frá þvi skömmu eftir ára- mót. 20. sýningin verður á sunnu- daginn kemur. Þessi sýning er byggð á gamla öskubuskuævin- týrinu, en þessi leikgerð er verk Eyvindar Erlendssonar. Leik- stjóri er Stefán Baldursson, en titilhlutverkin eru i höndum Eddu Þórarinsdóttur, Arna Tryggva- sonar og Þórhalls Sigurðssonar. Leikmynd og búningar eru hand- verk Messiönu Tómasdóttur. Sem fyrr segir er næsta sýning á leikritinu á sunnudag og hefst kl. 15.00. „Geturðu kannske breytt gólfinu hérna i vatn?” spyr kóngurinn (Arni Tryggvason) galdrakarlinn (Valdimar Helgason). Galdra- karlinn galdrar allt hvað af tekur. Ert þú fólagi í Rauöa krossinum r Deildir felagsins eru um land allt. RAUÐI KROSS ÍSLANDS [Kosningabarátta Alþýduflokksinsj Framsögumenn verða: Sjöfn Jóhannsdóttir Guðni Björn Kjærbo Guðmundur Bjarnason Martas Sveinsson Bjarni P. Magnússon Utanríkismálanefnd SUJ boðar til ráðstefnu að Munaðarnesi í Borgarfirði, dagana 7., 8. og 9. aprfl nk. Ráðstefnan mun fjalla um kosn- ingabaráttu Alþýðuflokksins — aðferðir og leiðir. Þátttaka er öllum frjáls. þátttaka tilkynnist f sfma 15020 fyrir kl. 15.00 föstudag7. aprR [ adferðir og leiðir Utanríkismálanefnd Sambands Ungra Jafnadarmanna

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.