Alþýðublaðið - 07.04.1978, Síða 9
Föstudagur 7. april 1978
9
Hverjir njóta góds af?
í úlfakreppu
tslenskur iðnaður, sem það
nafn er gefandi, er ungur að ár-
um og þar af leiðandi af reynslu,
og hefur yfir takmörkuðu fjár-
magni að ráða.
Samt sem áður verður að
telja, að hann hafi spjarað sig
furðanlega miðað við allar að-
stæður. En þar er við ramman
reip að draga.
Markaður fyrir iðnaðarvörur
hér er auðvitað smár vegna
fólksfæðar og á siðustu timum
eru að hverfa smátt og smátt
leifar þeirrar tollverndar, sem
um hrið studdu að vexti hans og
viðgangi. Enginn getur vænzt
þess, að iðnaður, sem byggir af-
komu sina einvörðungu á innan-
landsmarkaði hér, verði veru-
lega stór i sniðum.
Aðrar þjóðir, sem búa við
þróaðri iðnað, hafa þvi löngum
sælzt til útflutnings á fram-
leiðslusinniiþeirri veruað geta
haft verkbólin stærri og hag-
kvæmari i öllum rekstri.
A nýliðnu ári gerðu frum-
kvöðlar iðnaðarins merkilegt
átak, til þess að beina sjónum
landsmanna að þvi, hvers
islenzkur iðnaður væri i reynd
megnugur, og það ekki vafa
bundið að árangur af þvi varð
allnokkur i mörgum tilfellum,
góður i sumum og enn ágætur i
öðrum.
Þetta var i reynd mikil aug-
lýsingaherferð, enda er máttur
auglýsinganna mikill.
Það munalmennt viðurkennt,
að eftir þvi sem hraðinn i þjóð-
lifinu eykst, gefur fólk sér tak-
markaðri tima, til að athuga
sinn gang i verzlun allri og við-
skiptum og laðast þá oftar en
ella til þess að kaupa vel aug-
lýstar og þráauglýstar vörur.
Verðbólganhefur átt sinn þátt
i, að koma til liðs við slika við-
skiptahætti, með þvi að slæva
verðskyn fólks. Og hvað sem
við viljum álykta og segja um
kaupá islenzkum iðnvarningi af
þjóðræknisástæðum einum,
verður samt fremur ofan á, að
kaupin beinist að þvi, sem nægi-
lega hefur verið kynnt i fjöl-
miðlum, t.d.
íslenzkir iðnrekendur halda
þvi fram — og það er ekki
ástæða til að rengja slikt — að
ýmis grannlönd okkar beinlinis
styrki iðnað sinn úr sameigin-
legum sjóði þegnanna og þegar
um er að ræða auðug lönd eða
riki, ræður af likum, að smá-
þjóðin íslendingar, þjáð af lang-
vinnri óstjórn i fjárreiðum, eigi
erfitt um vik að keppa þar við.
Loks er rétt að gleyma þvi
ekki, að þróaðri iðnaðarþjóðir
hafa fyrir löngu skilið mikilvægi
þess,.að vörurnar séu i smekk-
legum umbúðum — gangi i aug-
un, sem kallað er.
Vissulega hefur orðið mikil
framför hjá okkur, einnig i
þessu efni, þó eflaust megi og
þurfi að gera enn betur.
En stundum hlýtur maður að
undrast, aðeinnþátt i ölluþessu
vLrðist hafa láðzt að ræða. Þessi
þáttur er þó siður en svo
ómerkilegur, en þar er átt við
auglýsingaflóðið i fjölmiðlum
um ágæti hinnar innfluttu iðn-
aðarvöru.
Það er á almanna vitorði, að
auglýsingar eru hreint ekki sér-
lega ódýrar. Okkur er sagt —ef-
laust með réttu — að auglýs-
ingar i sjónvarpi, sem allajafna
verður að telja áhrifamiklar,
kosti tugþúsundir króna á
hverja mfnútu! Bæði rikisút-
varpið og dagblöðin selja einnig
þjónustu sina alldýrt, og er það i
sjálfu sér ekki sagt þessum
fyrirtækjum til lasts.
En þetta leiðir hugann aftur
að þvi, hverjir það séu, sem i
reynd standa undir herkostnað-
inum. Við skulum alveg sleppa
þeirritilgátu, aðsala á, t.d. alls-
konar hreinlætisvörum af
erlendum uppruna, sé svo
gróðavænleg, að hún standi
undir slikum kostnaði.
En það er athyglisvert,aö ein-
mitt í þeim iðnaði höfum við
náð góðum og ágætum árahgri.
Samt er þessi framleiðsla
drjúgum miður auglýst hér en
hin erlenda ! Ýmsar fleiri vöru-
tegundir mætti auðvitað nefna,
þótt hér verði aðeins tekin fá
dæmi.
Varla getur það talist nein
hneisa, að láta sér detta i hug,
að hinir erlendu framleiðendur
standi undir drjúgum hluta —ef
ekki alfarið — af auglýsinga-
kostnaðinum. Slfkt myndi ekki
muna þá meira að neinu ráði en
kónginn um einn blóðmörskepp
i sláturtiðinni.
- Annað mál er, að þegar þetta
bætist við rikisstyrktar iðnaðar-
vörur, sem hingað eru fluttar,
má geta sér þess til með fullum
rétti, að þessar aðstæður liðki
ekki fyrir islenzkum framleið-
endum um að þróa og selja
varning sinn. Nýlega hefur
verið flutt á hinu háa Alþingi
frumvarp til laga um verðlags-
mál. Ein af aðalniðurstöðum i
þvi má teljast, að ef samkeppni
sé nægileg.leiði hún til hagstæð-
ara vöruverðs fyrir neytendur.
Það er nú raunar alls ekki
skilgreint, hvenær samkeppni
sé nægileg eða ónóg og þvi hætt
við, að framkvæmdin kunni að
vefjast fyrir hlutaðeigendum!
Þvi siður er þó sama, hvernig
samkeppnin er til komin.
Allir hljóta að sjá, að
gegndarlitill fjáraustur
erlendra iðnfyrirtækja i auglýs-
ingar hér, getur varla flokkast
undir venjulega viðskiptahætti,
sem við eigum að búa að.
Nokkuð ljóst dæmi um skað-
semi þessa er að finna i hús-
gagnaiðnaði okkar og inn-
flutningi. Flestum kemur sam-
an um, að islenzkur húsgagna-
iðnaður standi — að vörugæðum
— fullkomlega á sporði hinum
erlenda, innflutta. Samt sem
áður virðist hinn erlendi sækja
á, og það er litlum vafa bundið,
að hér á auglýsingaflóðið rikan
þátt.
Fólk er nefnilega hætt að lita
svo á, að innlend framleiðsla
standi endilega að baki hinni
erlendu, þó svo hafi verið áður.
Aukin sala á innfluttum hús-
gögnum, svo og öllum innflutt-
um iðnaðarvörum, byggist þvi
trúlega mestá,hversurækilega
er auglýst af hálfu hinna
erlendu seljenda.
Ekkier hægt að afgreiða þetta
sem vandalaust mál. Þar koma
svo margir þættir til greina.
Annars gæti verið nógu fróðlegt
að fá upplýst, hve miklu fé er-
lendir menn verja til þessara
hluta, og myndi vitanlega
hreinsa loftið, svo menn vissu
hið rétta í stað þess að þurfa að
hyggja rangt. Það myndi heldur
ekki saka, að uppskátt yrði,
hverjir það eru, sem njóta fjár-
hagslegs ágóða hér af — eink-
um.
I HREINSKILNI SAGT
Oddur A. Sigur|ónsson
Sprengjur
stödugt
Víetnam
I ökrum og landi
Vietnams eru stöðugt
þúsundir sprengja sem eru
virkarog sem stöðugt ógna
lífi fólks þar í landi.
Sprengjurnar grófu
Bandarikjamenn og her-
menn Saigon-stjórnarinnarí
jörðu/ eða þeim var varpað
úr flugvélum í Víetnam-
stríðinu/ sem lauk fyrir
fimm árum.
Talið er að varpað hafi verið
um 40.000 sprengjum úr B-52
sprengjuþotum, að þvi er segir i
skýrslu nefndar sem ætlað er að
kanna striðsafbrot i Vietnam.
Aðeins i norðurhluta landsins er
talið að sé að finna 100.000 stórar
og smáar sprengjur, sem eru á
við og dreif og geta sprungið
hvenær sem er.
Vegna sprengihættu eru 120.000
hektarar frjósams lands
óræktanlegir i bili, segir i skýrsl-
unni.
Bandariski herinn skildi eftir
sig 1 Suður-Vietnam um 12
milljóniraf jarðsprengjum, eða 2
á hvern fermetra á heljar stóru
landsvæði!
Eftir undirskrift uppgjafar-
samnings Bandarikjamanna i
Paris 1973 voru 3.000 sprengjur
gerðar óvirkar með bandariskri
aðstoð. Vietnamar sjálfir byrjuðu
að hreinsa land sitt sjálfir i mai
1975, en ljóst er að verkefnið er
risavaxið. Nú þegar hefur verkið
kostað þjóðina 4 milljónir vinnu-
dag. Sprengjur með samanlögö-
um sprengjukrafti upp á 5329
tonn, ásamt 3 milljónum jarð-
sprengja og 7 milljón sprengju-
hleðsla hafa verið gerðar óvirkar.
Ótrúlegt magn sprengiefnis er enn grafið í jörð i Vietnam og ógnar þar öllu lffi.
A árunum 1963—1975 úðuðu yfir Vietnam. 8 milljón tonn voru allt það sprengiefni sem sjöundi
Bandarikjamenn og leppar þeirra stórar sprengjur og meðalstórar, floti Bandarikjanna skaut á
15 milljón tonnum sprengiefnis en afgangurinn var meðal annars strönd Norður-Vietnams.
(Aktúelt)
Masíiis lil’
Grensásvegi 7
Simi 82655.
&
MOTOfílOLA
Alternatorar
i bila og báta
6, 12, 24 og 32 volta.
Platínulausar transistor
kveikjur i flesta bila.
Hobart rafsuðuvélar.
Haukur og ólafur h. .
Armúla 32—Simi 3-77-00. j
Auc^ýsevuW!
AUGLYSiNGASlMI
BLADSINS ER
14906
Svefnbekkir á
verksmiðjuverði
SVEFNBEKKJA
Höfðatúni 2
Reykjavik.
Simi 15581
2-
50-50
Sendi-
bíla-
stöðin h.f.