Alþýðublaðið - 07.04.1978, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 07.04.1978, Qupperneq 12
alþýðu- blaöið Útgefandi Alþýðuf lokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Siðumúla 1L sími 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverf isgötu 10, sími 14906 — Áskriftarsími 14900. FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1978 Þjóðviljirm og norskir jafnadarmenn: Aðstoðina má meta á milljónir króna Alþýöublaöiö hefur tvo siðustu daga greint að nokkru frá þeirri aðstoð, sem norskir jafnaðar- menn veittu við skipu- lagningu og stofnun Blaðaprents hf., þar sem Alþýðublaðið, Tíminn, Þjóðviljinn og Vísir eru prentuö. Þessum upplýsingum hefur veriö komið á framfæri vegna fullyrðinga ritstjóra Þjóðviljans um að Þjóöviljinn hafi aldrei notið slikrar aðstoðar. t þvi sambandi sögðu Þjóðviljamenn, að þeir myndu fyrr hætta útgáfu blaðsins en þiggja erlenda að- stoö. Mun nú reyna á þessar staðhæfingar. Alþýöublaðið hefur getið að- stoðar A-pressunnar norsku, samtaka jafnaðarmannabiaða, á tæknilega sviðinu, við þjálfun starfsmanna Blaðaprents, við kaup á tækjum og með margvis- legrifyrirgreiðslu. Þessa aðstoð má meta á milljónir króna. Allur tæknilegur undirbúning- ur Blaðaprents hf., sem byggð- ist á reynzlu A-Pressunnar i Noregi, var svo góður, að þaö tók aðeins eina viku að hefja prentun þriggja dagblaða. Það fjórða fór í gang innan mán- aðar. Eftir það gekk prentun næsta áfállalitið. Til samanburðar má geta þess, að þegar Morgunblaðið hóf prentun með sömutækniog Blaöaprent, tók undirbúningur allur um það bil ár og ýmis tæknileg vandamál urðu blaðinu kostnaðarsöm. Af þessu má draga ýmsar ályktanir um verðmæti þeirrar aðstoðar, sem norska A-pressan veitti. — Meira verður sagt frá þessu máli siðar. Ekkert á leið að segja mig úr Alþýðubandalaginu segir Höfuðstöðvar Bandalags starfsmanna rfkis og bæja eru fluttar f þetta hús, aö Grettisgötu 89. BSRB flutt í eigið húsnæði Snorri Jónsson, varaforseti ASÍ — Þessar fréttir, sem ég sá í blöðunum þegar ég kom heim, eru ekki eftir mér hafðar og ég hafði ekki óskað eftir því að þetta væri tekið i blöðin, sagði Snorri Jónsson, varaforseti ASi í viðtali við Alþýðublaðið í gær. Nefnd frétt var frélt Alþýðu- blaðsins á miðvikudaginn þess efnis, að Snorri hafi sagt sig úr uppstillingarnefnd Alþýðubanda- lagsins vegna þingkosninga i Reykjavik i vor. Svo sem Alþýðu- blaðið skýrði frá var Snorri er- lendis og þvi ekki hægt að bera fréttina undir hann þá. Spurningu fréttamanns, hvort fréttin væri ekki rétt, svaraði Snorri: — Ég vil ekki gefa neina yfirlýsingu um það. Það er lang- ur vegur frá þvi að ég sé neitt á leið að segja mig úr flokknum, ég ætla að halda áfram að vinna af trúmennsku innan hans eins og ég hef gert. Þarna var aðeins skoðanaágreiningur á ferðinni, sem ég hafði ekki ætlað að færi i blöðin svona strax, og ég vil lýsa undrun minni á þvi hvernig blöðin hafa komizt yfir þetta. -ATA Þann 8. marz flutti Bandalag starfsmanna rikis og bæja inn í nýbyggt hús að Grettisgötu 89 i Reykjavík. Áður hefur BSRB haft aðsetur i leigu- húsnæði við Laugaveg, en þar var aðstaða slæm og húsakynni rúmuðu engan veginn nauðsynlega starf- semi bandaiagsins. Grettisgötuhús BSRB er skráð eign sameignarfélags sem nefnist Félagsmiðstöðin og er það eign BSRB og sex bandalagsfélaga. Eftirtalin félög munu hafa þarna skrifstofur: Starfsmannafélag rikisstofnana, Starfsmannafélag Reykjavikurborgar, Samband isl. barnakennara, Landssamband framhaldsskólakennara, Póst- mannafélag tslands og Lands- samband lögreglumanna. Ekki er lokið við innréttingar i húsinu og búa leiðtogar opinberra ennþá hálfgerðum „pappakassa- búskap” á nýja staðnum. Eru húsakynni þarna rúmgóð og björt og hin glæsilegustu. Forráða- menn BSRB sögðu i gær, að tvi- mælalaust myndi þetta nýja hús efla mjög félagslega aðstöðu opinberra starfsmanna. Til dæm- is er þarna fundarsalur, sem enn er hálfkaraður, en hann rúmar Nauðsyn að fresta tolla- lækkunum á erlendum vör um um næstu áramót! — sagdi Davíd Scheving Thorsteinsson, formaður FÍI, á aðalfundi félagsins f gær í ræðu sinni fagnaði formaður FÍI fyrirheiti um virðisaukaskatt og stjórnarfrumvarpi um jöfnun- argjald sem gilda á þar til virðis- aukaskatturinn hefur vcrið tekinn upp. Þá lýsti hann ánægju sinni með fyrirhugað staðgreiðslukerfi skatta, og einnig með jöfnuð vaxtakjör höf uðatvin nuveganna og bætta útlánagctu iðnlánasjóðs. Þessi mál kvað hann þau einu jákvæðu sem hann gæti bent á i málefnum iðnaðarins. Siðan vék hann að þvi sem hann taldi að litið eða ekkert hefði miðað með og var sú upptalning lengri og meiri. Davið taldi þar meðal annars til að aðgangur iðnaðarins að forréttindalánum með lægri vöxtum er mun tak- markaðri en annarra atvinnu- greina. Þá taldi formaðurinn að breyta verði efnahagsstefnu þeirri sem rikt hefur hér á landi um langt skeið. „Stöndum á eigin fótum, höfnum rikisforsjá, en gerum fyllstu kröfur um eðlileg starfs- skilyrði”, sagði hann. 1 lok ræðu sinnar kvaðst Davið vilja lýsaþvi yfir að islenzkir iðn- rdtendur væru reiðubúnir að greiða starfsfólki sinu verulega hærri laun, — ef iðnaðurinn fengi að njóta þess sem hann nefndi „eðlileg starfsskilyrði.” Það er engin tilviljun að semja þarf heilan lagabálk um verk- smiðjur, sem rikið og erlendir aðilar reka, eða hyggjast reisa hér á landi. Enginn erlendur aðili mundinokkurn tima ljá máls á þvi að hefja iðnrekstur á Islandi, ef honum værigert að búa við sömu rekstrarskilyrði og islenzkum iðnaði eru búin i dag”, sagði Davið Sch. Thorsteinsson, for- maður Félags islenzkra iðnrek- enda i ræðu sinni á aðalfundi félagsins, sem haldinn var i gær. Davið gat þess að nú væru aðeins 20 mánuðir þar til aðlögunartiminn að EFTA og samningnum við EBE er liðinn. Hann kvað þá sögu vel kunna, hversu hörmulega illa aðlögunar- timinnhefur verið nýttur. Ofan á þá sorgarsögu bætist að sam- starfsþjóöir okkar þverbrjóti og sviki friverzlunarhugsunina með endalausum styrkjum og niður- greiðslum til ýmissa greina sins iðnaðar. Taldi Davið að hér væri mælirinn orðinn fullur. Davið Scheving lýstí furðu sinni á að rikisstjórnin skyldi að engu hafa þá ósk iðnrekenda að frestað yrði einhliða af tslands hálfu þeim tollalækkunum sem taka áttu, og tóku gildi um siðustu ára- mót. Taldi hann nauðsynlegt eins og málum væri nú komið að fresta um næstu áramot þeim samningsbundnu tollalækkunum sem eiga að koma til greina þá, og láta þá aðgerð gilda þar til öllum styrkjaaðgerðum hefur verið hætt hjá rikjum EFTA og allt að 90 manns i sæti. Auk þess er annað minna fundarherbergi. Þá erlitil „prentsmiðja” i húsinu, og herbergi með fullkomnum tækjum til ljós- og fjölritunar til sameiginlegra afnota fyrir ibú- ana. Kísiliöjan Ný þró kemur í staö þriggja eldri i gær ræddi Alþýðublaðið við Þorstein ólafsson, fram- kvæmdastjóra Kisiiiðjunnar við Mývatn, en þar er nú verið að bjóða út byggingu nýs þró arrýmis. Sagði Þorsteinn að verkiðyrði boðið út i tveim- ur áföngum. Frestur til þess að skila tilboðum í fyrri hlutann, sem felst I fram- kvæmdum við jarðvinnu, rennur út þann 18. nk. en siðari hluti verksins, sjálf þróargerðin, verður boðin út siðar i mánuðinum. . Astæða þess að ráðist er i gerðhinnar nýju þróar er sú, aö vegna jarðrasksins, eru hinar þr jár þrær sem fyrir eru að meira og minna ley ti óstarfhæfar og er þeirri nýju ætlað að koma i stað þeirra allra. Er nýju þrónni ætlaður staður i nær eins kilómetra fjarlægð frá Kisiliðjunni, þar sem henni er talið óhætt, þótt gliðnun i jarðvegi ætti sér stað. Mundi þessu að vísu fylgja aukinn rekstrarkostn- aður, þar sem nú mun þurfa að dæla hráefninu á milli þróarinnar og verksmiðj- unnar en það ætti þó að borga sig, ef menn losnuðu þannig við óþægindi, sem fylgt hafa fyrri staðsetningu. Taldi Þorsteinn að verk- smiðjan ætti að geta náð fyrri afköstum um mitt sumar og enn yrði hráefnið betra, þar sem með tilkomu þróarinnar yrði hægt að losna við ýmis óhreinindi úr hráefninu. Ekki kvaðst Þorsteinn geta látið uppi áætlaðan kostnað við þessar framkvæmdir, þar sem það kynni að hafa áhrif á gerð væntanlegra tilböða.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.