Alþýðublaðið - 11.04.1978, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 11.04.1978, Qupperneq 3
Þriðjudagur 11. apríl 1978 3: Þekkirðu mann, sem þekkir marm, sem Erfitt að fá vinnu nema gegnum „kilku”? Hvernig skyldu at- vinnuhorfur hjá skóla- fólki vera þetta sumar- ið? Nú fer að liða að sumri og þá streymir skólafólkið út á atvinnu- markaðinn. Blaðamenn brugðu sér i nokkra skóla á höfuðborgar- svæðinu i gær til að kynna sér hvernig ungl- ingunum þætti horfa með sumarvinnuna þetta sumarið. ölium bar saman um að það væri enga vinnu að fá nema í gegnum kunn- ingsskap. Það er mun algengara hér á Is- landi en annars staðar á Norður- löndum að unglingar vinni yfir sumartimann, og er ekki nema gott eitt um það að segja. Það er holl reynsla og nauðsynleg að bæta upp innisetu yfir skólabók- um allan veturinn, með virkri þátttöku i atvinnullfinu. Sumir vinna af nauðsyn, fjárhagurinn heima fyrir er kannski ekki of góður, þannig að öll vinna heimil- ismanna kemur sér vel. Svo eru börn vel stæðra foreldra sem vinna svona til að hafa eitthvað fyrir stafni, fá sér aukapening og bregða sér jafnvel til útlanda áð- ur en skólinn byrjar aftur aö haustinu. Meðan krakkarnir eru á barnaskólaaldri er helst aö þau reyni að komast I sveit, stelpurn- ar fást kannski við að passa börn I bænum. Þegar þau eru svo komin á 14 ára aldurinn, þá fara þau að sækjast eftir annarri vinnu. Hvað álita svo unglingarnir sjálfir um möguleika sina aö fá vinnu i sumar? Aðal vandamálið er hjá þeim sem aldrei hafa unniö neitt áöur yfir sumartimann. Eldri aldursflokkarnir eru betur settiraðþvileyti að þeir sem hafa unnið undanfarin sumur hafa möguleika á að komast aftur aö á sama vinnustað. öllum þeim sem við töluðum við bar þó saman um það að erfitt væri að fá vinnu nema i gegnum kunningskap. Yngstu unglingarnir sem ekki fá vinnu i gegnum kunningsskap, hafa ekki i mörg hús að venda, það er helst að sækja um hjá Reykjavikurborg. Aslaug Pálsdóttir á ráðningar- skrifstofu borgarinnar tjáði blað- inu það að yfirleittreyndi borgin að taka við öllum þeim sem þar sækja um vinnu, yfir sumartim- ann. Þaö. er þá unglingavinnan fyrir 14 og 15 ára unglingana, en þaö eru 4 timar á dag og i fyrra- sumar var kaupið þar 180 kr. á timann. Fyrir unglinga 16 ára og eldri eru ýmiss konar garðyrkju- störf og vinna þeir allan daginn. Hjá þeim er timakaupið 200 kr. t fyrrasumar fengu um 800 ungl- ingar vinnu við þessi störf á veg- um borgarinnar. Ráðningaskrifstofa landbúnað- arins er annar möguleiki. Að sögn Guðmundar Jósafatss. starfs- manns þar, er þó aldrei hægt að koma öllum sem þangað sækja, I vinnu. Það er að visu sótzt eftir unglingum til aðstoðar á sveitaheimilum yfir sumariö, og þá einkum duglegum strákum. Það kemur fyrir að unglingur sé mörg sumur i röð á sama sveita- bænum, ef vel tekst til með ráðn- inguna. Kaupið sem unglingarnir fá er yfirleitt samkomulagsatriði milli bóndans og viðkomandi. Menntaskólanrir og háskólinn hafa starfrækt atvinnumiðlanir fyrir sig, á sumrin, en sú starf- semi mun ekki vara komin i gang ennþá. Auður Margrét óttars- dóttir, 18 ára. Ertu búin aö fá vinnu I sumar? Já. Hvar ætlar þú að vinna?Hjá Eimskip, ég vann þar lika i fyrra. Færðu gott kaup? Það er alveg sæmilega borgað, en maður fær auðvitaö aldrei nóg. Vinnuröu allt sumarið? Ég tek mér fri svona I lok sumarsins. Ferðu þá til út- landa? Já, kannski I Sólarlanda- ferðir, það er gaman aö þvi. Held- urðu aö það sé erfitt fyrir krakka á þinum aldri að fá vinnu?Það er algengt að fólk fái vinnu gegnum kliku. Gunnar Bachmann, 13 ára. Ertu búinn að fá vinnu i sumar? Já. Hvar ætlar þú aö vinna? Hjá pabba. Hvar er það? Hjá Kjöt- miðstööinni. Vannstu eitthvað I fyrrasumar? Já, lika I Kjötmið- stööinni. Guðmundur Asmunds- son, 18 ára. Ertu búinn að fá vinnu i sumar? Kannski, ég á að fara núna milli eitt og tvö og athuga það. Hvar sóttirðu um? Hjá Borginni viö götumálningu. Ég hef unniö hjá borginni áður, hjá Garðræktinni. Tekur þú þér eitthvert sumarfrl? Nei, það er nú litið um það. Hulda Hjartardóttir. Ertu búin aö fá vinnu I surnar? Ég er að sækja um vinnu út á landi. Ef ég fæ það ekki vinn ég hjá tJt- varpinu. Heldurðu að það sé erfitt að fá sumarvinnu? Það fær eng- inn vinnu nema i gegnum kliku. Söngleikar ’78 900 manna kór í Laugar dalshöll á laugardaginn Landssamband blandaðra kóra 40 ára Um næstu helgi verða haldnir i Reykjavik, í tíI- efni 40 ára afmælis Lands- sambands blandaðra kóra, svonefndir söngleikar, þar sem fram koma um 1000 söngvarar, karlar og konur úr 20 kórum viðsvegar að af landinu. Söngleikarnir hefjast á föstu- dagskvöldið kl. 21.00 i Háskólabió og veröur framhaldið I Laugar- dalshöll á laugardaginn kl. 15. Fimmtán kórar flytja sjálfstæða söngskrá en Söngleikunum lýkur með söng 900 manna samskórs L.B.K. Þá mun Sinfóniuhljóm- S.veit Isl. ásamt hljóðfæraleik- urum úr Hljómsveit Tónlistar- skólans og Sinfóniuhljómsveit Reykjavikur, samtals um 100 manns standa aö flutningi tveggja tónverka. Þá er von á blönduöum kór frá Þrándheimi I Noregi ásamt hljómsveit, sam- tals um 100 manns sem taka munu þátt i Söngleikunum. Engin vafi er á að þetta eru fjölmennustu tónleikar sem haldnir hafa verið á Islandi bæði fyrr og siðar. Söngleikunum lýkur siðan aö kvöldi laugardags með veglegum afmælisfagnaði, þar sem veröur sameiginlegt borð- hald og fjölbreytt skemmtan fram eftir nóttu með þeim brag sem söngfólki einu er lagið. —KIE Anna Sigriður Jóhanns- dóttir, 14 ára. Ertu búin að fá sumarvinnu?Nei. Ertu búin aö sækja um einhvers staðar?Ég ætla kannski að sækja um i Unglingavinnunni. Vannstu eitthvaö I fyrra? Já, ég var að passa hjá systur minni. Helduröu að það sé erfitt fyrir krakka á þln- um aldri að fá sumarvinnu? Það er ekki nema unglingavinnan og svo ef maður þekkir einhvern. Særún Gunnarsdóttir, 15 ára. Ertu búin aö fá vinnu I sumar? Nei . Vannstu eitthvaö I fyrra- sumar? Já, ég var i unglinga- vinnunni. Kvernig líkaöi þér það? Illa. Æ'íarðu ekki að reyna að fá vinnu I sumar? Jú, ég ætla að sækja um I Pennanum. Magnús Þór Jónsson 15 ára. Hvað ætlar þú aö gera I sumar? Vinna hjá Skeljungi. Vannstu þar ífyrra Hka?Já ég hef alltaf unniö þar. Þegar ég var 13 ára byrjaði ég í unglingavinnunni, en gafst upp eftir viku, það var alveg til- gangslaust að ráfa um og reyta arfa. Heldurðu að það sé erfitt fyrir krakka á þlnum aldri að fá sumarvinnu? Það veröur at- vinnuleysi i sumar, og erfitt að fá vinnu nema maður hafi unnið ein- hvers staðar áöur. Það er alls staðar klika. Þú færð ekki vinnu nema igegnumkliku. e.I. Munió alþjóólegt hjálparstarf Rauða krossins. RAUÐl KROSS lSI.ANDS YÓur er boðið að skoða nýtt DAS hús að Breiðvangi 62 Hafnarfirði. Húsið verður til sýnis virka daga frá 6—10, laugardaga, sunnudaga og helgidaga frá 2—10. Húsið er sýnt með öllum húsbúnaði. HappdrættiE

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.