Alþýðublaðið - 11.04.1978, Page 6

Alþýðublaðið - 11.04.1978, Page 6
Þriðjudagur 11. apríl 1978 SSSS" Vestur- Þýzkaland Hreyfing nýnazista lætur nú æ meira á sér bera i Vestur-Þýzka- landi, en fram að þessu hefur ekki svo mikið á henni borið. Áróður nýnazista gerist ismeygilegri, en kunn- ugir þykjast þó þekkja þar innanum gamlar lummur. Þá eykst umtal um vald og vald- beitingu. Fjöldi hópa viðurkennir naziskan grundvöll sinn. Þrátt fyrir að hópar þessir fari ekki lengur dult með nazisk stefnumið sin starfa þeir með öllu óhindrað. í bæklingi nokkrum útgefnum af fyrirtæki stofnuðu af leiðandi rit- höfundum og blaða- mönnum vestur-þýzkum, segir frá vaxandi hreyfingu þýzkra nýnazista. Fyrirtæki þetta Pressdi- ents Demokratische Initiative (PDI) er I nánu sambandi við vestur-þýzka sósíal- demókrataflokkinn og v er ka lýðs hr ey f inguna þýzku. Þúsundir Nú eru starfandi u.þ.b. 45 samtök ofstækismanna. í fyrra voru skipulagðir a.m.k. 300stórir fundir á vegum nazistasamtaka þessara. Stundum stóðu fundir eða mót þessi yfir i nokkra daga. Tókstsamtökunum þá þ.e. meðan á fundarhöldunum stóð að afla þúsunda nýrra stuðningsmanna. Sérstaklega i Suður-Þýzkalandi þar sem hægriflokkarnir eru öflugir þ.e. þingflokkarnir CDU/CSU fá nýnazistar að koma fram ótruflaðir, og stundum undir lögregluvernd. Akveðin tengsl munu vera milli samtaka nýnazista og hægrisinnuðustu flokksmanna CDU/CSU. Einn háttsettar-i dómara sambands- rikisins Bayern (Bæjaralands) í Suður-Þýzkaiandi, en það sambandsriki lýtur stjórn hægri- manna, er leiðtogi eins hóps hægri ofstækismanna. Sameinast að nýju Allir þeir hópar nazista er nú starfa i Þýzkalandi reyna eftir megni að bæta hlut fyrir- rennara sinna i sagnfræðinni. T.d. halda þeir þvi stift fram að hrein lýgi sé ^ð sex milljónir gyðinga hafi verið myrtar af na^zistum. Takmarkið er að Þyzkaland verði sameinað að nýju, héruð þau er fyrrum til- heyrðu Þýzkalandi en eru nú undir stjórn Pólverja eða Tékka er hugmyndin að ná aftur á vaid Þjóðverja. Mæla nýnazistar og fyrir um einræðisskipulag og berjast opinberlega gegn stjórnarskrá Vestur-Þýzkalands. Samkvæmt vestur-þýzkri mál- hefð skilgreinast þeir þvi sem „stjórnarskrárfjendur”. En þó munu hingað til fleiri sósialdemó- kratar hafa sætt atvinnu- ofsóknum sakir „fjandsemi” gagnvart stjórnarskránni, en nýnazistar. Karl-Heinz Hoffmann einn forystumanna nýnazista útdeilir hér i tilefni jólahalds (um siðustu jól) orðum til manna sinna. Að sjálfsögðu eru þeir eliir einkennisklæddir, enda undir vopnum og við heræfingar. Nýnazistar skreid- ast úr fylgsnum sín- um TTEkki einn einasti gyðingur myrtur í gasklefum nazista” Nýnazistarnir þýzku reka ákveðinn áróður kynþáttahaturs. Reka skal erlenda verkamenn af landi brott. Þvi er haldið fram að Hitler hafi eytt, þeim mestum vágesti, atvinnuleysinu. Reikna má með að slikur áróður muni falla i góðan jarðveg i landi þar sem fyrirfinnast tvær miljónir atvinnulausra og hafa reynd ar gert siðastliðin fimm ár. Nazistar biðla til hins mikla fjölda ungs fólks er litla stjórn- málalega þekkingu hefur eða orðið hefur „hægri-straumi” 8. áratugs aldarinnar að bráð. Einn helsti forystumaður nazista Gerhard Frey, búsettur i Miinchen, er útgefandi viku- ritsins Nationa-Zeitung. Eintaka- fjöldi vikurits þessa hefur mjög aukist siðustu misseri. Það er nú stærsta vikublað stjórnmála- legs efnis sem út er gefið i Vestur-Þýzkalandi. Upplagið er 130.000 eintök, eða stærra en upplög málgagna sósialdemó- krata og alþýðusambandsins til saman. Gerhard þessi hefur myndað ráð sex hópa nazista, og hafa hópar þessir samtals á sinum snærum 5000 virka félaga. Kallast ráð þetta „Frjálslynda ráðið”. Fjölmennastur nazistahópa þeirra, sem aðild eiga að ráðinu, er „Þýska þjóðsambandið” skammst. DVU, en formaður þesser einmitt Gerhard Frey. t kosningum sem og oftar hefur Gerhard hvatt fylgismenn sina til þess að veita lið flokki Franz Josef Straus, hægri flokknum CSU. Komið var i veg fyrir s.l. haust að fjöldafundir nokkrir á vegum DVU þ.e. ráðs Gerhards Freys yrðu haldnir. Fundir þessir skyldu bera keim kenningum nazista og kynþáttastefnu. Var það fyrir tilstilli DPi þ.e. Press- dients Demokratische Initiative að i veg fyrir fundi þessa var komið. Frey og ráð hans hafa m.a. efnt tÚ fundarhalda ásamt með gömlum „hetjum” þriðja rikis Adolfs Hitlers. Einn nazistahópa þeirra er aðild eiga að „Frjálslynda ráðinu” er „Ungmenna- hreyfingin Vikingur” þ.e. Wiking-Jugend. Er hreyfing þessi uppbyggðá sama hátt sem hin al- ræmda æskulýðshreyfing nasista á timum þriðja rikisins, Hitler-Jugend. Fá ungmennin ,,kennslu”i „fræðum” nasismans sem fyrrum. Þar tiðkast og einkennisbúningar og likamleg þjálfun ásamt fleiru. Wiking Jugend hefur sem fyrirrennar- arnir staðið fyrir uppþotum jafnt sem ofbeldisaðgerðum. Aðrar slíkar hreyfingar finnast og, t.d. „Ungmennasamband ættjarðar- vina”. Lofar sambandið væntan- legum fylgismönnum, æfintýrum og félagsskap, á sama hátt og Hitlersæskan, á 4. áratugunum. ,,Þý zkir fram- kvæmdamenn”. „Baráttusamband þýzkra hermanna” o.s.frv., o.s.frv. Einn forystumanna nýnazista er lögfræðingurinn Manfred Roeder fyrrum félagi i hægri- flokki Josefs Straus CDU. Annar er Erwin Schöiborn, en sá lofar hverjum þeim er sannað geti að einn einasti maður hafi verið myrtur i gasklefum nazista 10.000 mörkum. Báðir hafa þeir undir höndum mikið magn áróðursrita ogá sinum snærum ofbeldismenn nokkra gangandi um með járn- stangir berjandi fólk jafnt með járnstöngum sem með knýttum hnefum. Manfred Foeder er foringi „Þýzkra framkvæmdamanna”, svo nefnist enn eitt nazista- félagið, Erwin Schönborn er aftur á móti forystumaður „Baráttu- sambands þýzkra hermanna”, félagsskapur i likum dúr og Man- freds.Félög þessier höfuðstöðvar hafa i Munchen, munu eiga góð samskipti við „Varðturnssveitina HofEmann” i Niirnberg. Vel vopnum búnir 1 sambandsrikinu Bayern eða Bæjaralandi er lýtur stjórn hægrif lokksi ils CSU getur Karl-Heinz Hoffmann ótruflaður sprangað um með lið sitt „Baráttusamband þýzkra hermanna” 20-30 manns. Sambandið er vel vopnum búið, undir höndum hafa liðsmenn þess nýtizku striðstæki. Hópur þessi ásamt fleiri slíkum hefur marserað um heilsandi eða að nazistasið. Nlaziskar kveðjur og tákn eru bönnuð i lögum, en enginn virðist láta sig það nokkru skipta. Hoffmann og liðsveit hans hafa ljáð lið sitt i götubardögum og tekið þátt i svo kölluðum hús- hreingerningum á fundum vinstrimanna á sama hátt og SA-sveitir Hitlers á 3. og 4. ára- tugnum. Hlutfall hakakrossmálninga nazista hefur aukist. Mála þeir nú hakakrossinn gleiðir á legsteina, kirkjur, samkunduhúsgyðinga og verzlanir. Vopnagey mslur nazista hafa fundist auk lista yfir þá sem hugmyndin er að rææna. Þá fjö gar árásum á flokksskrif- stofur og stjórnmálaflokka og skrifstofur verkalýðsfélaga. Vaxandi órói Risisstjórnir sambandsrikj- anna i Hamborg og Neðra-Sax- landi gerast nú æ órólegri vegna ört vaxandi ofbeldisaðgerða nazista. Sömu sögu er að segja um forystumenn trúarstofnana jafnt kristinna sem gyðinglegra. Upplag and-semitiskra (gyðingar og frændur þeirra arabarar eru semitar) rita vex og eru þau nú jafnvel seld i sjoppum. Við þetta bætist alda naziskra áhrifa i sölu- varningi. Hitler hefur nú verið gerður að „söluvöru” likt og Bitl- arnir eða Abba. Þetta nota nýnaz- istar sér að sjálfsögðu úti yztu æsar. Stjórnmálaflokkur nazista, oft nefndur nýnazistaflokkurinn NPD mun einungis hafa fengið um 130.000 atkvæði i siðustu kosningum (ibúatala Vestur-Þýzkalands er um 60 milljónir). Mussgnug leiðtogi flokksins, þess sem nú er nær gjaldþrota pólitiskt séð, skýrir hrakfarir flokksins i siðustu kosningum með þvi að fyrrum kjósendur hans hafi ákveðið að veita flokki Franz Josef Straus fylgi sitt þ.e. CDU/CSU. Samkvæmt upplýsingum vestur-þýsku leyniþjónustunnar hefur æskulýðshreyfingu NPD/JNÞ, þ.e. eina naziska stjórnmálaflokksins aukist mjög ásmegin upp á siðkastið. Muss- gung forsprakki flokksins skýrir vaxandi gengi æskulýðs- hreyfingarinnar með tilliti til at- vinnuleysisins. Samtökin HIAG hafa innan sinna vébanda 40.000 félaga. Aliir eru þeir fyrrum SS-menn. í Nurn- berg-réttarhöldunum 1946-1947 voru SS-sveitir Hitlers yfirlýstar hrein ogbein glæpasamtök. Þrátt fyrir yfirlýsingu þessa fá félagar HIAG óáreittir komið saman á svo kölluðum,,minningarfunaum” A „minningarfundum” þessum (menn geta án mikilla erfiðleika gert sér i hugarlund hvers er þar minnst) koma fram gamlir SS-sveitungar klæddir með pomp og prakt að naziskum sið. Meðal SS-sveitunga þessara má og hitta fyrir Hans Wissbach, en hann á nú sæti ávestur-þýska s.ambands- þinginu tyrir hönd hægriflokksins CDU. Ræður hans á fundum HIAG bera að sjálfsögðu keim kenninga nýnazista. Sú hefð, ef hefð skyldi kalla, viðgengst innan vestur-þýzka hersins að gráta ósigra en gleðj- ast yfir sigrum nazista i siðari heimsstyrjöldinni. Ein skýrsla PDI þ.e. Pressedients Demokrat- Frh. á 10. siðu And-nazistar spyrna vid fótum i nokkrum stærri borgum Vestur-Þýzka- lands hafa þegar veriö myndaöar and-nazískar nefndir. Oft er það verka- lýðshreyfingin á viðkomandi stöðum er for- göngu hefur haft um stofn- um nefnda þessara. Ein slík nefnd var stofn- uð í febrúar s.l. í borginni Hannover, höfuðborg sambandsríkisins Nieder- sachen (Neðra-Saxlandi) En einmitt þar hafa nýnaz- istar verið sérstaklega „starf ssamir" upp á síðkastíð. Sem dæmi má nefna að í bænum Celle, i Neðra-Saxlandi en þar búa um 60 þúsund manns, er útgefið eitt einasta dag- blað og er það mjög svo hliðhollt nýnazistum. Stuðningur frá verkalýðshreyfingunni Deild vestur-þýzka alþýðusam- bandsins i Hannover hefur i boðskap sinum hvatt almenning til þess að veita baráttunni gegn nýnazistum stuðning sinn. I and- nazistanefndinni i Hannover eru m.a. leiðandi stjórnmálamenn innan sósialdemókrataflokksins vestur-þýzka, listamenn og lög- fræðingar. Nefndin hefur m.a. sönnunargögn er sanna að lög- reglan hefur látið vera að stöðva svokallaðar minningarstundir nazista i miðborg Hannover þar er nazistar hafa opinberlega heilsao með nazistakveðju. Notkun kveðjunnar er þó bönnuð með lögum i Vestur-Þýzkalandi. Eitt sinn er nazistar höfðu sett upp bókaborð opinberlega þar sem til sölu voru nazisk rit og ritlingar hafði lögreglan neitað að aðhafast nokkuð i málinu. Þrátt fyrir að sala naziskra áróðurs- bæklinga og hverskonar áróðurs þeirra sé bönnuð með laga- setningu. Lögregluvarðstjóri sá er kvartað var við kvaðst ekki vilja gera neitt i málinu þar eð það gæti „skapað vandræði og deilur milli hans og yfirmanna hans innan lögreglunnar.” Ef Pinichet er góður þá hefur Hitler varla verið miklu verri Að áliti Egon Lutz, sá er þing- maður sósialdemókrata i Bonn, félagi i PDI (félagsskapur and- naziskra rithöfunda og blaða- manna) auk þess — að vera einn helsti sérfræðingur sósialdemó- krata i atvinnumálum, að áliti hans, gefa hægri flokkarnir CDU og csu, er að flestu leiti leika lýðræðislegum leikreglum, þá er þeir reyna að afla sér fylgis meðal hægri sinnaðra kjósenda, gefa þeir nazistumtýlliástæðu til þess að fótumtroða leikreglur lýðræðisins. Þetta mun Egon hafa skrifað i formála skýrslu einnar er PDI hefur útgefið um naz- ismann. Nazistar sem og aðrir hægriof- stækismenn lita svo á að þá er Franz Josef Strauss hægrileið- toginn réttlætir kúgun og harð- stjórn Pinochets sé engin ástæða til annars fyrir þá sjálfa en að gera tilraunir til þess að réttlæta athafnir Hitlers og þriðja rikisins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.