Alþýðublaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 6
6;
Fimmtudagur 13. apríl 1978 S8?
«c
Heim-
ur
barns-
ins
Leikurinn er jafn lifs-
nauðsynlegur öllum
börnum og matur,
svefn, ást og ferskt loft.
Leikurinn er eðlilegt
tjáningarform barnsins
og á fyrstu æviárunum
fer mest af tima þess í
leik. Börn þurfa ró og
næði til þess að leika sér,
þau þurfa leikrými og
leikföng. Foreldrar
verða að virða rétt
barnsins til þess að Ijúka
leik sínum. Ef gripa
þarf inn í leik þess á að
gera það af sömu hátt-
vísi og tillitssemi, og við
krefjumst af þeim.
Takmarkið með leik
barnsins er gleðin sem
rikir meðan á honum
stendur. Fullorðið f'ólk
leikur sér einnig, en þá
er leikurinn ýmist
kallaður tómstunda-
gaman, skemmtun eða
tilbreyting.
Börn eru sjálfstæðir
einstaklingar allt frá
fæðingu. Þau hafa sínar
þarfir og hvatir, sem
fullorönum ber aö virða
og viðurkenna. Full-
orðnum ber skylda til að
koma heiðarlega fram
við börn og gefa ekki
loforð, sem ekki fá
staðist.
Börn eru mjög fróð-
leiksfús Þau spyrja
mikið og krefjast þess
að þeim sé svarað rétt
og á þann hátt sem þau
skilja. Þannig kynnast
þau þeim heimi sem við
lifum í.
Tengsl myndast milli
foreldra og barns, þegar
frumþörfum þess er
fullnægt, þ.e. barnið fær
mat og likamlega um-
hirðu. Þau tengsl eru
mikilvæg og endast
barninu allt lífið. En
ungbarnið þarf lika á
örvun oog athygli að
halda ekki siður en eldri
börn. Hlustið þvi ekki á
þá sem segja'' að börn
verði „óþekk", ef þau
eru tekin upp, þvi þeim
er nauðsynlegt að við
þau sé talað og leikið.
Tillögur um leikföng
fyrir börn á forskóla-
aldri 0-1 árs
Það er nauðsynlegt fyrir litla barnið að hafa eitthvað til að horfa
á, þegar það liggur i vöggunni eöa vagninum. Leikfangið þarf að
vera létt og litrikt. Það þarf að koma þvi vel fyrir, láta það hanga úr
lofti, strengja það yfir vögguna eða festa það til hliðar, þó ekki of
nálægt andliti barnsins.
Leikföng Litrikur órói. Hann þarf að vera léttur, ef festa á hann á vögguna. Ef óróinn er
látinn hanga úr lofti, yfirvöggu barnsins
til að má hann vera stærri i sniðum.
horfa á Auðvelt er að búa til óróa úr mislitum
pappír eða garni (t.d. i rauðum eða gulum lit). Einnig má búa til slaufur úr litrikum böndum.
Þegar barnið fer að geta samhæft augn- og handahreyfingar betur, reynir það að gripa um hlutinn sem það sér og færa hann að munninum. Litla barnið rannsakar með munninum allt sem
það nær i. Það erþvi nauðsynlegt að leikföngin séu úr hættulausu efni, sterk, ekki of smágerð. Þau þurfa að þola þvott, vera án skarpra brúna, þau mega ekki vera of þung.
Ýmiskonar litrikir óróar m/bjölluhljóði, hringjum og kúlum*.
Litríkar hringlur með góðu handfangi úr
Leikföng til að tré eða plasti.
grípa um, Góðir naghringir, mjúk leikföng, gúmmi-
toga i, dúkkur eða dýr sem gott er að handleika,
hrista, tauboltar eða taukubbar. Spiladósir.
setja i munninn, Margskonar hringir og pinnar með færan-
halda á, legum kúlum, kúlubúr, boltar o.fl. hlutir
hlusta á. með götum til að pota fingrunum i. Hringla m/sogskál. Góðir litríkir trékubbar, stórir „Lego”kubbar, kefli eða kúlur (stórir hlutir).
Hvernig er gott leikfang?
Gott leikfang vekur forvitni barnsins og heldur athygli þess vak-
andi.
Gott leikfang er ekki of fint til að nota það.
Gott leikfang er hægt að nota á ýmsan hátt.
Gott leikfang þolir að leikið sé með það.
Barniö lærir að gripa um hluti áður en það lærir að sleppa þeim.
Þegar þvi er náð, tekur það upp á þvi aö kasta hlutunum frá sér.
Það er gaman að láta leikföngin „detta”.
Við misskiljum oft þennan leik barnsins og segjum gjarnan, „það
þýðir ekkert að lána þvi leikföng, þaö hendir þeim strax frá sér”. t
rauninni er þetta aðferð litla barnsins til að ná samskiptum við
aðra.
Nú fer barnið að hafa gaman af að hvolfa hlutum úr iláti eöa tina
þá úr, fella hluti t.d. turn sem byggður hefur verið úr kubbum.
Það er ekki
alltaf nauðsynlegt
að nota dýr
leikföng.
í eldhúsinu
er margt
að finna.
Litill pottur, skál.
Litil trésleif og fleiri hlutir sem ekki geta
reynst barninu skaðlegir.