Alþýðublaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 13. april 1978 íxar FMkhsstarfM Simi flokks- skrifstof- i Reykjavik er 2-92-44 Fundur i fulltrúarráði Alþýðuflokksins i Hafnarfirði. Veröur mánudaginn 17. april. Og hefst kl. 20.30. Kundarefni: 1. Tiliaga um lista flokksins við bæjarstjórna kosningarn- ar. 2. Kosningaundirbúningur. 3. önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Kvenfélags Alþýðuflokksins i Reykjavik verður haldinn 13. april nk. i Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Dagskrá: Venjuleg Aðalfundarstörf Önnur mál. Stjórnin Alþýðuf lokksfólk! Viötalstimi framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 3-6 e.hd. 1. mai kaffi Þeir sem vilja taka þátt i störfum undirbúningshóps fyrir kaffisölu i Iðnó 1. mai nk. eru beönir að gefa sig fram f sima 29244 á skrifstofu Alþýöuflokksins. Fyrsti fundur hópsins verður þriðjudaginn 18. april, kl. 18 á skrifst. Alþýðuílokksins í Alþýðuhúsinu. Kvenfélag Alþýðuflokksins Kristín Guðmundsdóttir Alþýðuflokksfólk i SuðurlaNdskjördæmi. Ueldur árshátið sina I skiðaskálanum Hveradölum föstu- daginn 14. april. Hefst hún kl. 20.00 með borðhaldi. Þátttaka tilkynnist til formanna á hverjum stað. — Fjölmenniö og takiö meö ykkur gesti. — Allt stuöningsfólk velkomiö. Stjórnin. Skák dagsins Svartur vinnur. 1. ... Bb5! 2. axb5 RhG3+ 3. RxR RxR + 4. hxg3 hxg3 + 5. Kgl Hhl + 6. Kxhl Hh8 7. Kgl Bc5 + 8. Rxc5 Hhl + 9. Khl Dh8+ 10. Kgl Dh2 mát. N.N. — Mason London 1883. Getraunaspá Alþýdublaðsins: Adeins 3 leikvikur getraunatímabilinu á Leikir 15. april 1978 Arsenal-Newc ...... AstonV-Chelsea .... BristolC-Liverp .... Everton-Ipswich ... Leicester-Birmingh Man.C-W.B.A........ Norwich-Man. Utd. . Nott’m F-Leeds .... Q.P.R.-Coventry ... WestHam-Derby ... Wolves-Middlesb ... Brighton-Tottenh ... X2 X2 uan zx 11 Heldur voru okkur mislagðar hendur i sið- asta getraunaþætti. í fyrsta lagi birtist spáin i tviriti og i öðru lagi var hún þess eðlis, að bezt hefði komið get- raunasérfræðingnum að hún hefði alls ekki birzt. útkoman varð nefnilega aðeins fimm réttir af 11 möguleg- um. í siðustu leikviku voru tveir seðlar með 11 (alla) leiki rétta. Vinningur var 337.000 krónur á hvorn. 43 rað- ir voru með 10 rétta og var vinningshluti hvers Arsenal — Newcastle. Þessi leikur er alveg pottþéttur. Leikur þessara liöa er eins og hvitt og svart, Arsenal leikur snilldarknattspyrnu en leikur Newcastle er afar slakur. öruggur heimasigur. Aston Villa — Chelsea. Við höllumst nú heldur að heimasigri i þessumleik, en sökum þess hvað lið Chelsea er óútreiknanlegt veðjum við á jafntefli til vara (Fyrsti tvöfaldi leikurinn). Bristol City — Liverpool. Liverpool hefur nú tapað næst fæstum stigum i fyrstu deild, aðeins Forest hefur tapað færri stigum (10 stigum færra). Bristol City er ekki liklegt til að hirða stig af Liverpool. tJtisigur. þeirra 6.700 krónur. Þess má að lokum geta, að aðeins eru eftir þrjár leikvikur á þessu getraunatimabili. Everton — Ipswich. Everton hefur gengið illa i siðustu leikjum, virðist hafa sprungið á limminu eftir ótrúlega gott timabil. En gengi Ipswich á útivelli er siður en svo sannfærandi. Aðeins einn sigur i 17 leikj- um. Við spáum heimasigri. Leicester — Birmingham. Aðeins fræðilegur möguleiki er nú á þvi að Leicester haldi sér uppi i fyrstu deild. Og sú knattspyrna, sem liðið hefur leikið i vetur útilokar þann möguleika alveg. Við spáum þvi, að Birm- ingham sigri i leiðinlegum leik. Manchester City — WBA. Þetta veröur harður leikur.City er liklegri sigurvegari i leikn- um, en WBA getur leikið mjög góða knattspyrnu. Þvi spáum viö heimasigri en jafntefli til vara (Annar tvöfaldi leikurinn). Norwich — Manchester United. Norwich er sterkt liö á heimavelli sinum, það er að segja það er erfitt að sigra liðiö þar. Þó svo United sé ekki til stórræðanna spáum við þvi, aö liðiö fái annaö stigið i markalausum leik. Nottingham Forest — Leeds. Þetta verður leikur vikunnar. Hér verður geysihart barizt og hvergi gefið eftir. En samkvæmt fyrri reynslu mun Forest reyn- ast andstæðingi sinum yfirsterkari og sigra. QPR — Coventry. QPR gengur illa að losna frá botninum. Liðið leikur veika knattspyrnu, knattspyrnu sem ekki mun nægja til að ná stigi af Coventry. Útisigur. West Ham — Derby. West Ham hefur aftur á móti sótt i sig veörið og hefur halað inn þó nokkuð af stigum, nú siðast vann liðið Leeds I Leeds. Viö spá- um heimasigri. Wolves — Middlesbro. Hvað sem annars má um þennan leik segja, svona fyrirfram, þá má slá þvi föstu að hann verður leiðinlegur. Úlfarnir geta hreint ekki neitt um þessar mundir og Middlesbro leikur leiðin- lega knattspyrnu. Viö spáum jafntefli en útisigri til vara (Þriðji tvöfaldi leikurinn). Brighton — Tottenham Það er næsta vist, aö það verða Tottenham, Bolton og Southampton sem flytjast upp i fyrstu deild að ári. Þó eygir Brighton enn smá von. Liðið mun þvi ekki gefa neitt eftir i leik sinum við toppliðið. Við spáum útisigri en jafntefli til vara (Fjórði og siðasti tvöfaldi leikurinn). —ATA Músa- gangur í Hvíta húsinu! , V Jimmy Carter Bandarikjafor- seti hefur við mörg vandamál að glima og i nógu að snúast. Herma nú fregnir, að enn syrti i álinn hjá forsetanum, þvi músagangur mun hafa aukist talsvert I Hvita húsinu upp á siðkastið. Það hefur verið á allra vitorði, allt frá timum Eisenhowers, að mýslur sæktust eftir að taka sér bólfestu i Hvita húsinu, en þær hafa þó aldrei „troðið neinum um tær”. Nú þykja þær orðnar býsna frekar, enda margfalt fleiri, en nokkru sinni fyrr. I upphafi tók Carter þessari fjölgun i „Húsinu” með hinu mesta jafnaðargeði. Segir sagan, að hann hafi farið að stunda músaveiðar i fristundum, og hér og þar hafi verið vendilega faldar gildrur, sem mættu hremma vá- gestinn. Að visu hefði Carter ekki verið farinn að sjá eina einustu mús, þegar þetta var, og þvi hald- iö sálarró sinni. En hvað um það, þegar forset- inn sá mús i fyrsta sinn, breyttist viðmót hans i garð þessara smá- friðu dýra. Að visu var þessi mús ekki lengur i lifenda tölu, en hún hafði hins vegar legið lengi bak við þilju, svo pestin i móttökusal forsetans var orðin hreint óþol- andi. Þegar músin loks fannst, voru ekki nema rúmar tvær klukkustundir þar til forsætisráð- herrann á Italiu gengi i salinn til fundar við Carter. Reykelsi og ilmvötn Segja nú illar tungur, að allt þjónalið Hvita hússins hafi bók- staflega verið sett á annan end- ann. Sex herbergisþjónar þeystu inn vopnaðir brúsum með hreinsilegi og hinum margvisleg- ustu ilmefnum. Hinn mikilsverði fundur hafi siðan verið haldinn á tilsettum tima I sterkum dúlúöug- um ilmi reykelsis og myrru. Þvi næst boðaði forsetinn alla embættismenn New York á skyndifund. Þeir mættu allir allt frá borgarstjórn til byggingar- þjónustu, og ráðguðust um gagn- árásir á mýsnar. Og skömmu siðar hófust músa- veiðarnar fyrir alvöru. Nú var ekki ein og ein fátækleg gildra á stangli, ónei, aldeilis ekki. Allar tegundir músaeiturs voru sendar til New York, þar sem þær voru skráðar, og gögnin hlóðust upp á skrifborðum skrif- Frh. á 10. siðu Jimmy Carter forseti „slappar af" i einni af ótalmörgum dag- stofum i Hvita húsinu. Enn er ekki búið að útrýma músunum, þrátt fyrir mikinn slag. Ef til vill gægist smá-músartitla yfir stól- bakið og kíkir i blað með forset- anum eftir augnablik. - A^ar Skartgripir jloluimts Imsson U.uia.UirQi 30 só'imi 10 200 DUflA Síðumúla 23 /ími 84900 Steypustdðin hf Skrifstofan 33600 Afgreiðslan 36470 Loftpressur og traktorsgröfur til leigu. ; Véltœkni h/f Sími á daginn 84911 á kvöldin 27-9-24

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.