Alþýðublaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 9
ass1 Fimmtudagur 13. apríl 1978
9
Tvaer
ríkisstjórnir
Stefna eöa stefnuleysi.
Víst mætti það vera rikis-
stjórn okkar — ef hún væri i
raun ekki fyrir löngu dauð —
nokkurt ihugunarefni, að lesa
fregnir af þvi, sem aðrar þjóðir
hafa á prjónunum, til þess að
mæta sviplikum vanda og við
eigum við að glima.
Af sliku má jafnan nokkuð
læra, þó jafn fávislegt sé að apa
það eftir i einu og öllu. Þar um
veldur vitanlega mismunur á
aðstæðum einstakra þjóða.
1 fyrrakvöld fluttu rikisfjöl-
miðlarnir fregnir um, að brezki
fjármálaráðherrann hefði lagt
fram fjárlagafrumvarp stjórn-
arinnar.
Vitað er, að Bretar hafa átt
við að striða mikinn efnahags-
vanda undanfarið og þá oltið á
ýmsu. Stjórnin hefur átt um að
velja slæma kosti yfirleitt, en
fáa góða.
Við það hefur svo bætzt, að
hún hefur ekki flokkslegan
meirihluta á þingi, en orðið að
lifa um hrið við stuðning þing-
manna Frjálslynda flokksins.
Hafa þær aðstæður örugglega
ekki gert hægara um vik. Eng-
um blandast hugur um, að mið-
að við þingfylgi, er brezka
stjórnin ekki og hefur ekki verið
sterk stjórn.
Eigi að siður hefur henni tek-
izt að sigla þjóðarskútunni
gegnum brim og boða efnahags-
vandans, þó engan veginn hafi
verið áfallalaust, þar sem nokk-
urs atvinnuleysis hefur gætt
lengst af. Starfshættir stjórnar-
innar i glimu við verðbólguna
hafa ekki verið þeir, að taka lán
á lán ofan til þess að kaupa dag-
legar nauðsynjar fyrir, en hafi
þau verið tekin, hefur fénu verið
beint að arðbærum fram-
kvæmdum. Þetta hefur borið
þann árangur, að ekki hefur
verðbólgusnákurinn verið alinn
við brjóst stjórnarinnar né
óeðlileg skuldasöfnun fyrir
hendi.
Hver er svo galdurinn, sem
framinn hefur verið, til þess að
ná þessu marki?
Telja má hafið yfir allan efa,
að hér eigi mestan hlut að máli
hið nána samband rikisstjórn-.
arinnar við verkalýðshreyfing-
una. Vissulega hefur það ekki
verið snurðulaust allan timann,
enda ekki rekið þannig frá hálfu
stjórnvalda, að gera einungis
„vinsælar ráðstafanir” og láta
að öðru leyti vaða á súð-
um um afleiðingar. Hér kemur
til skilningur stjórnarinnar á, að
fyrst og fremst sé öllu vinnandi
fólki hagfelldast, að kaupmátt-
ur launanna sé varðveittur i
lengstu lög og smáaukinn eftir
þvi, sem aðstæður leyfa. Þessi
aukning kaupmáttarins hefur
meðal annars birzt i þvi', að
lækka skattabyrðar hinna al-
mennu launþega, án þess þó að
hlifast við að láta skattþungann
lenda á breiðu bökunum, hver
svo sem þau eru.
Nú er svo komið, að stjórnin
treystir sér til þess aö lækka
skatta, sem nemur 2,5 milljörð-
um sterlingspunda.
En það er ekki siður allrar at-
hygli vert, að um leið og þessi
fyrirætlun er tilkynnt, er boðað,
að álika upphæðeigi aðverja, til
að blása auknu lifi i efnahags-
kerfi landsins með þvi að veita
þessu aukna fjármagni i hag-
kerfið. Þar að auki á að auka
tryggingarbætur fyrir aldrað
fólk og barnmargar fjölskyldur.
Þannig hefur brezka rikis-
stjórnin reynzt sterk i sinum
veikleika um þingfylgi.
Af hverju getur það stafað?
Svarið liggur nú raunar nokk-
uð beint við. Brezka stjórnin
hefur haft ákveðna stefnu i at-
höfnum sinum og ekki látið
hrekjast af henni, þótt á móti
blési. Hún hefur ekki hikað við
að leggja þungbærar fórnir á
fylgjendur sina eins og aðra,
fórnir, sem nú eru að bera til-
ætlaðan árangur.
Vel er það ómaksins vert fyrir
almenning, að bera saman
ofanritað og ástandið hér hjá
okkur.
Rikisstjórn okkar hefur búið
við sterkara þingfylgi en áður
hefur þekkzt — að tölunni til.
Hún hefur þvi ekki átt viö það að
glima, að geta ekki af eigin
rammleik komið fram vilja sin-
um um löggjöf alla og stjórn-
sýslu. Ekki hefur þetta atriði
hamlað þvi, að fram gengi ekki
stefna hennar, ef einhver hefði
verið. Hún hefur haft allt fram
að þessum siðustu timum, ótrú-
lega mikið lánstraust erlendis,
sem raunaleg skuldasöfnun
okkar er óljúgfrótt vitni um.
Þetta mikla, innflutta fé hefur
stjórnin notað til að hlaða sér
minnisvarða i háum haugum af
illa skipulögðum, óarðbærum
framkvæmdum, eða beinlinis til
matarkaupa frá degi til dags.
Skattpininguna og verðhækk-
unarbrjálæðið þekkja allir og
stjórn á verðlagsmálum inn-
fluttra vara hefur verið slik, aö
innflytjendum hefur haldizt
uppi að kaupa vörur i heildsölu
á smásöluverði erlendis, án
þess um væri fengizt eða að
minnsta kosti hefur ekki sézt
mót á þvi. Er þó fátt eitt talið.
Leiðréttingar i skattamálum
— kóngsbörnin hans Matthiasar
fjármálaráðherra — eru enn
ókomnar, þó nú taki að liða fast
að þinglokum. Og um verðbólg-
una skulum við ekki tala.
Hvað getur valdið öðru eins
gæfuleysi þegar um er að ræða
hagstætt árferði, eins og verið
hefur?
Svarið er vissulega ekki
margslungið. 1 stað þess að hafa
stefnu mótaða af nokkrum lang-
timasjónarmiðum, hefur fer-
illinn verið ..hlandráf” póli-
tiskra horgemlinga eftir snöp-
um frá degi til dags. Vinnandi
fólk til sjávar og sveita hefur
sannarlega ekki verið kvatt til
ráða.
Þvert á móti hafa allar til-
raunir þessa fólks verið með
öllu hunzaðar með öllu og stefnt
að stéttastriði á hinn ófimleg-
asta hátt.
t stað þess að leggja gjald-
þungann á hin breiðari bök, hef-
ur þeim verið hlift eftir föngum
og látið haldast uppi að skúlka
frá skyldum sinum til þarfa
þjóðfélagsins i þokkabót.
Nú þegar hefur almenningur
fært þungar fórnir. En af þvi
hefur ekki orðið annarr árangur
en, að fyrirsjáanlegar eru enn
þyngri fórnir þeirra, sem
minnst mega sin, ef tslands
ógæfa fleytti þessu stjórnar-
skrípi áfram i valdastóla. Þetta
ei nú okkar framtiðarsýn, ef svo
hö'iTiulega tækist til.
í HREINSKILNISAGT_______:____\ t . ( ?ddur A- Sjg\!riónsson
Kjarvalsstaðir á fimmtudagskvöld
Bandaríski upplesarinn Frank
Heckler les Ijóð bandarískra og
íslenzkra höfunda
Næstkomandi
fimmtudagskvöld, 13.
april kl. 20.30 munu List-
ráð og Rithöfundasam-
band íslands efna til
ljóðakvölds með banda-
riska upplesaranum
Frank Heckler.
Heckler er kunnur viða um
Bandarikin fyrir upplestur sinn á
ljóðum Roberts Frosts og ýmissa
yngriskálda vestan hafs og ætlar
hann að kynna bæði bandariska
nútimaljóðlist og islensk ljóð i
enskri þýðingu Sigurðar A.
Magnússonar. Höfundar ljóð-
anna, sem hann les I þýðingu,
munu jafnframt koma fram og
lesa ljóð sin á frummálinu. ts-
lensku skáidin sem Heckler hefur
valið ljóð eftir og fengist hafa til
að koma fram á fimmtudags-
kvöld eru: Arni Larsson, Jóhann
Hjálmarsson, Nina Björk Arna-
dóttir, Ólafur Haukur Simonar-
son, Pétur Gunnarsson, Sigurður
A. Magnússon, Steinunn Sig-
urðardóttir og Vilborg Dagbjarts-
dóttir. Frank Heckler er þekktur
fyrir ákaflega frumlegan og fjöl-
breytilegan upplestrarmáta, og
verður fróðlegt að heyra hann
flytja íslensku ljóðin i enskri
gerð. Auk þess mun hann fjalla
stuttlega um bandarisku ljóöskáld
in sem hann tekur til meðferðar
og segja af þeim skemmtilegar
sögur. Ljóðalesturinn er öllum
opinn og aðgangur ókeypis.
Gamanleikur í gæzlunni
Löggan á Friöriksbergi
i Danmörku tók heldur en
ekki viðbragð/ þegar
henni var tilkynnt,
fimmtudag einn fyrir
skömmu/ að sést hefði til
alblóðugra barna í ibúð
einni í borginni. Ekki
hafði sjónarvottur komist
inn í íbúðina/ og gat því
ekki greint nánar frá að-
stæðum.
Sjónarvotturinn var
reyndar kona ein/ sem
ætlaði að skilja börnin sín
eftir hjá dagmömmu.
Þegar sú síðarnefnda
opnaði ekki dyrnar, þegar
hringt var, kíkti móðirin í
gegnum bréfalúguna. Sér
til mikillar skelfingar sá
hún nokkur börn, sem
virtust illa slösuð í
andliti, og útötuð í blóði.
Lögreglan þeysti á
staðinn og komst inn án
mikillar fyrirhafnar.
Börnin voru alsæl, höfðu
enda verið að leika sér
eftirlitslaus og komist í
súkkulaðikrem
fóstrunnar. Hún sjálf
hafði sofnað og hrokkið
upp við að laganna verðir
stóðu yfir henni með
reiddar kylfur.
Grensásvegi 7
Sími 82655.
í'ÍXy"
\ry:
MOTOROLA
Alternatorar
bila og báta
6, 12, 24 og 32 volta.
Platinulausar transistor
kveikjur i flesta bfla.
Hobart rafsuðuvélar.
Haukur og ólafur h. .
Armúla 32 —Simi 3-Í7-00.
Au.&y'vj3enclar !
AUGLYSINGASlMI
BLADSINS ER
14906
I
Svefnbekkir á
verksmiðjuverði
SVE FNBEKKJA
Höfðatúni 2 — Simi 15581 j
Reykjavik.