Alþýðublaðið - 14.04.1978, Side 7

Alþýðublaðið - 14.04.1978, Side 7
sssr Föstudagur 14. apríl 1978 7 1 ' Heftið ekki sköpunar- gleði barnsins Foreldrar og aðrir uppalendur ættu að sjá um að barnið hafi nógan efnivið til skapandi starfs og varast að eyðileggja sköpunargleði þess, (barns- ins ) með þvi aö gagnrýna verk þess með þvi að tala um hvernig þetta „eigi” að vera. Hestar eru ekki bláir, fólk hefur ekki marga fætur o.s.frv. Slik gagnrýni getur dregið úr kjarki barnsins og trúnni á eigin getu. Sem dæmi um efni sem veita barninu mikla möguleika á að tjá sig i skapandi starfi má nefna: sand, leir, vatn og ýmis konar liti. Þessi efniviður er aðgengilegur og barnið uppgötvar eiginleika hans. Það vinnur einnig meö pappir, garn, efnisafganga, deig og pappamassa. Barnið fær að sauma, vefa, klippa, lima, smiða og mála. Ymislegt má nota sem hægt er að finna úti i náttúrunni t.d. skeljar, steina, lauf, fræ og ber. Þaö er mjög mismunandi hvernig hinir ýmsu aldurshópar nota efniviðinn. Yngstu börnin eru ánægð að fá að kynnast honum, koma við, þreifa á, kreista, klipa og smakka. Snertingin við efnið er aðal- atriðið. Stærri börnin ráða yfir fingerðari hreyfingum, meiri ein- beitingu og úthaldi. Þau nota imyndunaraflið og hafa oft ákveðið markmið i huga i sköpunarstarfi sinu. Uppalendur verða að reyna að skilja og virða athafnaþrá barnsins og beina henni á þá leið sem vænlegust er til þess að það vaxi upp sem sjálf- stæður einstaklingur með jákvætt viðhorf til lifsins. Heftið ekki sköpunargleði barnsins. Virðið rétt barnsins til þess að skapa að eigin vild, a-u hvatningarorð frá fóstrum i þessari grein. ' .. ................................................... ............ 1 .................................................... hópinn i vélinni. „Þarna voru minnst 150 sovéskir hermenn i herklæðum”, sagði hann. „Ég hélt að við værum á leið i strið”. En barist er á fleiri stöðum en i suðurhlutanum. 1 hinu auðuga héraði Cabinda er nú sögð „mannfrek barátta”. Þar munu vera yfir 4000 kúbanskir hermenn til að verja eigur ameriska auð- hringsins Gulf Oil(!)gegn árás- um skæruliða frelsishreyfinga. Bann Hvað eftir annað staðhæfir Neto-stjórnin i Luanda að borg- arastyrjöldin myndi vinnast á augabragði — ef ekki kæmi til aöstoð erlendra rikja við UNITA. Þar er UNITA fjrst og fremst sökuð um að þiggja stuðning frá Suður-Afriku, Vestur-Þýzkalandi og Frakklandi. En svo einfalt er málið ekki. Frelsishreyfing dr. Savimbis hef- ur traustar rætur meðal ovimbundu-manna og i her UNITA erua.m.k. 8.000 manns og á hennar valdi eru geysistór landssvæði. Þá herma fregnir að i Angóla eigi stjórnin einnig i höggi við liðsmenn FNLA, frelsishreyfing- ar sem Holden Roberto leiðir. Talið er að báðar þessar hreyf- ingar gætu auðveldlega sent lið inn i höfuðborgina, Luanda, til að skapa þar ringulreið. Stjórnin er við öllu búin og hefur mjög strangt útgöngubann i Luanda — nokkuð sem minnir á að þriðja frelsisstrið Angóla er i fullum gangi. Neto, sem haldið er uppi af Sovétrikjunum og Kúbu, mun varla tapa landinu á næstunni i hendur frelsishreyfingana. En spurningin er: getur hann heldur unnið striðið gegn þeim, munu Sovétmenn þrýsta á um sigur yfir „uppreisnarmönnum” eða mun Neto ákveða að fara fram á samningaviöræður við Savimbi — sem myndi örugglega ekki verða þegið af UNITA nema að þvi til- skyldu að Sovétmenn og Kúba'nir snautuðu heim frá Angóla. (Endursagt eftir Per Nyhom, fréttaritara Aktúelt f Luanda, Angóla) Alþýduflokknum Alþýðuflokkurinn er að hefja sókn til að auka félagatölu slna og þar með styrk og fjárhagslegt sjálfstæði flokksins. Lýðræðið er ekki aðeins ókeypis hlunnindi. Það kallar á virka þátttöku þeirra, sem vilja hagnýta það til áhrifa á landsstjórn og mótun þjóðfélagsins. Gert hefur verið sérstakt skráningarkort fyrir nýja félaga I flokknum. Það gildir jafnt fyrir flokksfélög, kven- félög og félög ungra jafnaðarmanna. Þessi spjöld hafa verið send formönnum allra flokksfélaga um land allt. Þeir, sem vilja hjáipa til að safna nýjum félögum, geta fengið spjöldin hjá formönnum eða skrifstofum flokksins. A efri hluta kortsins er skráð nafn hins nýja félaga og það félag, sem hann gengur I. Þar er undirskrift formanns þess, og þennan hiuta fær hinn nýi félagi sem skirteini. Jafnframt greiðir hann 1.000 krónu félagsgjald. A neðri hluta spjaldsins eru skráðar frekari upplýsing- ar, áritun hins nýja félaga og tveggja meðmælenda. Þessi hluti fer I spjal'dskrár viðkomandi félags. Allir þeir, sem vilja efla Alþýðuflokkinn á raunhæfan hátt, eiga að litvega sér spjöld og safna nýjum féiögum. Það er það, sem gildir. Alþýðuflokkurinn er flokkur okkar tíma Gerizt virkir félagar SKAPANDI Öllum börnum er það nauðsynlegt að tjá sig á einn eða annan hátt. Rannsöknarhvöt og starfsþrá leiðir barnið til þess að kanna um- hverfi sitt og afla sér þekkingar á hlutum og fólki. Fjölbreytt og örvandi umhverfi eykur þroskamöguleika barnsins en fábreytt og einhæft umhverfi dregur úr þeim. t>ess vegna þarf að búa svo í haginn fyrir barnið að það öðlist sem fjölbreyttasta reynslu. Barnið þarfnast ástúð- ar, festu og reglu. i Foreldrar og aðrir | uppalendur verða að þekkja þarfir barnsins og stuðla að þvi að það fái athafnaþörf sinni fullnægt. Hrósið barninu fyrir verk sin. Nauðsynlegt er að barnið fái uppörvunogstuðningt.d. með þvi að hrósa þvi fyrir myndina sem það var að lita eða eitthvað sem þaðvill sýnaaðþað geti. Viðslika jákvæða afstöðu vex öryggis- tilfinning barnsins. Það öðlast fremur trú á getu sina og verður sjálfstæðara. Barnið er ávallt að skapa. Á dagvistarheimilum er reynt að sjá til þess að barnið þroskist á jákvæðan hátt i leik og skapandi starfi. Þegar talað er um skapandi starf, er erfitt að draga mörk. Barnið er ávallt að skapa eitthvað, einungis á mismunandi hátt. Þegar barnið byggir úr kubbum, myndar ný orð og leyfir imyndunaraflinu að leika þá er það að skapa. Þegar það teiknar, málar, mótar i leir eða saumar er það einnig að skapa. Fyrir barn undir skólaaldri er þaðathöfnin sjálf sem hefur gildi en ekki árangurinn. Barnið þroskar með sér ýmsa eiginleika og öðlast nýja reynslu. Hugkvæmni þess og imyndunar- afl eykst. Barnið öðlast meiri þekkingu og upplifir gleði og ánægju i félagsskap annarra. Það fær tiifinningalega útrás og losnar við innri spennu. Frum- kvæði og sjálfstraust eykst. Smá saman vex einnig skilningur þess á orsök og afleiðingu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.