Alþýðublaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. april 1978 9 ÍSKOÐUN Kjartan Jóhannsson skrifar Starf og skýrsla veröbólgu- nefndar er fyrir margra hluta sakir merkilegt. Leitun mun vera að jafn yfirgripsmikilli út- tekt á ástandi efnahagsmála og þeim verðbólguvanda, sem við er að kljást. t starfi nefndarinn- ar komu lika saman færustu sérfræðingar landsins og full- trúar allra helstu hagsmuna- samtaka og allra stjórnmála- flokka. Svo viðtæk umfjöllun er án efa holl og nauösynleg. Einkennilegast og merkilegast af öllu þvi sem varðar störf nefndarinnar, eru þó þau örlög, sem niðurstöðurnar hlutu. Meginhluti nefndarálitsins fjallar um verðbólguvandann og stjórn efnahagsmála til lengri tima litið, en einungis einn kafl- inn um möguleika á skamm- timaaðgerðum. Um allt þetta meginmál um framtiðartök á efnahagsstjórn var full sam- staða innan nefndarinnar meðal - allra fulltrúa, þótt nefndar- menn greindi á um skamm- timaaðgerðir, sem gripa ætti til þegar i staö. Að þvi er varðar frambúðar- lausnir má draga efnisniöur- stöður saman i tvær megin- kenningar. í fyrsta lagi kemur fram, að hagstjórnartæki séu fyrir hendi til efnahagsstjórnar, það þurfi að bæta aðstöðuna til þess að beita þeim, en aðal- atriðið sé að nýta þau á réttan hátt. I þessu felst beinlinis sá dómur aö það eigi að stjórna landinu betur en gert hefur ver- ið og með þekktum og tiltækum ráðum og tækjum. Þetta er vita- skuld harður dómur yfir stjórn- arstörfum rikisstjórnarinnar, en bæði hollur og hárréttur. I öðru lagi má greina þann rauða þráð i gegnum skýrsluna alla, aö til þurfi að koma samvinna og samstaða rikisvaldsins og launþegahreyfinganna við úr- lausn efnahagsmála, að öðrum kosti sé ekki verulegs árangurs að vænta. Að þessari nauðsyn er itrekað vikið i skýrslunni. I nefndarálitinu er beinlinis bent á, að fræðilega betri lausnir, sem séu gerðar i andstööu viö verkalýðshreyfinguna, muni i reynd verða verri en þær aðgerðir sem teljast reiknings- lega lakari en njóta atfylgis verkalýðshrey fingarinnar. Með þessi meginsjónarmiö að bakhjarli eru reifaðar ýmsar leiðir i skammtimaaögerðum. Um meginsjónarmiðin rikti full eining, en ágreiningur reis um skammtimaaðgerðir. örlög nefndarálitsins urðu vægast sagt furðuleg og i rauninni algert einsdæmi. t þessu sambandi verða menn að hafa i huga aðdraganda máls ins. í fleiri misseri, áður en álitið birtist skkutu ráðherrar sér ævinlega á bak við nefnd- arstarfið, þegar þeir voru spurðir álits á efnahagsmál- um. Viðkvæðið varævinlega, að verðbólgunefnd væri að störfum og þegar álit hennar lægi fyrir skyldu þeir svara til um stefn- una i efnahagsmálum, en fyrr ekki. Þangað til var enga stefnu að hafa af hálfu rikisstjórnar- innar. Þess vegna hefði mátt vænta þess, að strax og nefnd- arálitið lá fyrir, yrði tekiö rögg- samlega til hendinni við aö fylgja fram tillögum nefndar- innar. Þannig fór þó öldungis ekki. Blekið var varla þornað á undirskriftunum, þegar rikis- stjórnin boðaði stefnu sina. Hún valdi bráðabirgðaráðstafanir, sem gengu á ýmsa lund þvert á umræöur og tillögur i verð- bólgunefndinni. Og það sem verra var, rikisstjórnin þverbraut eins gjörsamlega og hugsast gat annað meginboð- orðið i aðalniðurstöðum nefnd- arálitsins og hirti ekkert um hitt boðorðið. Kenningin um betri stjórn efnahagsmála var látin lönd og leiö, en kenningin um samráð við verkalýðshreyfing- una var þverbrotin. í stað sam- vinnu við launþegasamtökin komu tilkynningar til þeirra um ákvarðanir rikisstjórnarinnar. A .elleftu stundu kvaddi for- sætisráðherra forsvarsmenn launþegasamtaka á sinn fund og tilkynnti þeim,hvað rikisstjórn- in hyggðist fyrir, og aðgerðirnar reyndust á ýmsan hátt frá- brugðnar þvi, sem rætt hafði verið i verðbólgunefndinni og mun harkalegri. Aðgerðirnar og framferðið var ekki unnt að skilja öðru visi en sem striðs- yfirlýsingu. Þetta strið hefur rikisstjórnin lika fengiö. Rikisstjórnin hefur runnið skeið sitt á enda. Það hefur sannast átakanlega, að hún hef- ur engin tök á landsstjórninni. Kenningar verðbólgunefndar munu hins vegar standa. A þeim grunni veröur ný og þróttmikil rikisstjórn, sem sýnir heilindi i samskiptum við verkalýðs- hreyfinguna, aö byggja endur- reisnarstarf sitt. Skátasamband Islands efndi til blaðamannafund- ar s.l. mánudag til að kynna tilhögun hátíðar- haldanna sem þeir gangast fyrir í tilefni Sumardags- ins fyrsta. Verður hátíðin með nokkuð öðru sniði en tíðkast hefur undanfarin ár. Sumargjöf sá lengi vel um há- tiðarhöldin i bænum á Sumardag- inn fyrsta, en undanfarin tvö ár hefur Skátasamband íslands gengizt fyrir hátiðarhöldum við Austurbæjarskólann, en i ár ætla þeir að færa út kviarnar og halda skemmtun með nokkurs konar Karnevals-sniði i miðbænum. Þykir mönnum hjá Skátasam- bandinu heldur dauft yfir bæjar- lifinu þarna i hjarta borgarinnar og skal nú bætt úr. Hvetja þeir foreldra til að klæða börn sin skrautlegum grimubúningum i tilefni dagsins til að setja enn meiri svip á bæinn. Fyrirhugað er að koma upp þremur pöllum á hátiðarsvæöinu, á Lækjartorgi, i Pósthússtræti og á Hallærisplaninu. A Lækjartorgi verða skemmtiatriði i gangi og koma þar fram fjölmargir skemmtikraftar s.s. Tóti trúður, Söngflokkur, dansflokkur frá Dansskóla Heiðars Ástvaldss. o.fl. A pallinum i Pósthússtræti munu 5 lúðrasveitir skÍDtast á um að Jþeyta horn. Það verða Lúðra- sveitin Svanur, Lúörasveit Verkalýðsins og barnalúðrasveit- Sumardagurinn fyrsti HALUERíSaAN sÉíÉr hátídarhöld í miðbænum ir Laugarnesskóla, Melaskóla og Árbæjarskóla. A pallinum á Hall- ærisplaninu mun hljómsveitin Octupus leika poppmúsik á með- an á hátiðinni stendur. Skátasam- bandið telur að meö þvi að hafa 3 palla i stað eins, eins og venj- an hefur verið, megi dreifa fólk- inu meira og gera sem allra flesta að virkum þátttakendum i hátið- arhöldunum. Það væri ekkert þvi til fyrirstööu að virkja sem allra flesta hópa og félagssamtök i þvi að gera þennan dag að enn meiri hátið en nú er og hver veit nema það takist á næstu árum. Þarna verður boðið upp á ýms- ar skemmtanir og verða þarna ýmsir frumlegir tivolipóstar, svo sem skotbakkar, spákonur, bolta- spil, veðbrautir og margt fieira. Aðgangur að svæðinu kostar ekkert, en til að taka þátt i tivoli- inu þurfa menn að kaupa sér sér- staka peninga svokallaðar sum- arkrónur og kosta þær 50 krónur stykkið. Þá verða einnig á boð- stólum veitingar sem -seldar verða i tjöldum. Tvær skrúðgöngur verða og fer önnur frá Hlemmi kl. 13.30 en hin frá Melaskóla á sama tima. Fánaborg skáta og Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit Verkalýðs- ins leiða göngurnar. Gengið verð- ur niður á Lækjartorg. Skátasambandið hefur unnið ötullega að undirbúningi hátiðar- haldanna, og það er nóg að gera. Munu um 300 manns veröa að störfum á svæðinu á sumardag- inn fyrsta. Svona hátiö kostar geysilega mikla peninga og fjár- magnar Skátasambandið þetta að mestu leyti sjálft. Borgin hleypur þó undir bagga og lánar hátalara- kerfi og palla og eins mun hún sjá um hreinsun svæðisins að hátið- inni lokinni. Bankarnir i Austur- stræti munu einnig hafa lagt til eitthvert fé til að kosta skemmti- krafta sem munu væntanlega troða upp á bankatröppum við- komandi banka. Skátasambandið vonast eftir góðri þátttöku i hátiðarhöldunum og ætti ekkert að vera þvi til fyr- irstöðu að fólk sæki skemmtun- ina, nema það verði rigning. Þaö má þó alltaf reikna meö þvi að svo geti orðið, en þá eru Islend- ingar svo heppnir að hafa mikia reynslu i rigningarprógrömmum. Viö skulum samt vona að þeir þurfi ekki að gripa til hennar þetta árið. Blaðamönnum var sýndur upp- dráttur af hátiöarsvæðinu og fylgir hanntgreininni. Þetta er eins og menn sjá miðbærinn i Reykjavik og mætti kannski i þvi sambandi minna á þær hugmynd- ir sem verið hafa uppi, um aö gera allt Austurstræti að göngu- götu, gera hana að lifæð borgar- innar bar sem höfð væri ýmiss konar starfsemi sem lifgað gæti upp á miöbæinn. E.l. Orðsending til rafiðnaðarmanna Tekið verður á móti umsóknum um dvöl i orlofshúsum rafiðnaðarmanna i sumar i skrifstofu Sambandsins, Háaleitisbraut 68, simi 81433, frá og með miðvikudegi 19. april. Orlofshús Sambandsins eru á eftirtöldum - stöðum: Suðurlandi: ölfusborgir Vesturlandi: Svignaskarði Norðurlandi: Illugastöðum Austurlandi: Einarsstöðum Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 12. mai. Rafiðnaðarsamband íslands

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.