Alþýðublaðið - 19.04.1978, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 19.04.1978, Qupperneq 11
11 1 •gar AAiðvikudagur 19. apríl 1978 Nýtt mengunarvandamál veldur sérfræðingum áhyggjum: Ekkert eftirlit með geislahættu frá útvarpi og sjónvarpi Nú rignir yfir okkar raf- segulgeislum i meiri mæli en nokkru sinni fyrr, og eru sérfræðing- ar farnir að hafa á- hyggjur af heilsu mann- kyns, vegna hugsan- legra skaðlegra áhrifa geislaflóðsins. ör- bylgjuofnar og önnur iðnaðartæki, sem vinna með örbylgjur, eru að- eins hluti vandans. Það sem skelfir sérfræðinga er loftmengun frá sjón- varpi, útvarpi og ratsjá. Fyrir skömmu sendu banda- riskir ráðamenn frá sér skýrslu, þar sem bent er á hættuna á skaö- legum áhrifum rafsegulgeisla. í skýrslunni er ekki tekið fyrir geislavirkt útstreymi, heldur allt annað, talið frá sjáanlegu ljósi, til ósýnilegra útvarpsbylgja. Enn fremur er greint frá bráða- birgðarannsókn, sem gerb var á músum. Fyrir henni stóð um- hverfismálaráðið bandariska og sýndu niðurstöður, að aðeins litið magn af útstreymi, sem ekki inniheldur geislavirkni, reyndist hafa áhrif á mýsnar. Ekki er þó nánar greint frá hver þau áhrif voru. Segir i aðvörunaroðrum i lok skýrslunnar, að uppsprettum þessara geisla fjölgi stöðugt og þar með aukist möguleg hætta á skaðlegum áhrifum. Útstreymið frá tækjum, eins og t.d. örbylgju- ofnum, sjónvarpi og útvarpsloft- netum, sem ekki sé geislavirkt, geti i litlum mæli verið mjög heilsuspillandi. Þó hafi opinberir aðilar ekki séð þörf á að koma á fót eftirliti meö .loftmengun” en aftur á móti hafi margir banda- riskir embættismenn lýsti yfir á- hyggjum sinum vegna þessa. í Danmörku eru menn einnig orðnir áhyggjufullir vegna mögu- leika á þessari „loftmengun”. Þarlendir sérfræðingar hafa að undanförnu glimt við að finna út ipælikvarða fyrjr hver séu hættu- mörk i þessum efnum. I raun má fullyrða, að mengun- arvarnir af þessu tagi hafi fallið i skuggann, vegna ýmis konar ann- arrar mengunar, sem hefur verið meira áberandi. En nú hafa sér- fræðingar sem sagt gert sér grein fyrir þvi, að full ástæða sé til að gefa útstreymi þvi, sem ekki telsl geislavirkt, nokkuð nánari gaum Er m.a. bent á það til stuðnings, að sænsk rannsókn, sem gerð var á svokallaðri „háfjallasól”, hefði sýnt, að ákveðnir geislar, sem væru til staðar i þessu ljósi, en ekki sólarljósi, virtust hafa til- hneigingu til að kalla fram krabbamein. Ósýnilegir geislar flæða yfir okkur frá sjónvarpi, átvarpi og rat- sjám, svo eitthvað sé nefnt. Væntanlega verður tekið til við að rannsaka þetta nýja áhyggju- efni sérfræðinga, alveg á næst- unni, og bætist þá ef til vill við eitt atriði til viðbótar, sem hefur ó- æskileg áhrif á mannskepnuna. ; . iiiSi,: ÍÍiiiííiSÍÍSiÍiii:1:::::':. ' smmm . Þegar ýmiskonar efnum erdælt i sjóinn til þess að koma I veg fyrir olfumengun, geta þauhæglega mengaðsjálf.enguslðurenolian. Olíumengunin er að eyðileggja fiskveiðar í Norðursjónum Að minnsta kosti éinn fjórði hluti af fiskimið- unum i Norðursjónum, u.þ.b. 32.000 fersjómflur að stærð, er nú talinn ónýtur sem fiskimið vegna oliumengunar og úrgangs sem hefur verið fleygt i hafið. Mengunin fælir fiskinn af svæðum, sem hingað til hafa gefið góðan afla, segir danski fiskifræð- ingurinn Thor Heyerdahl i grein sem hann ritaði fyrir skemmstu i ,,Dansk Fiskeri Tidende”. Oliumengunin stafar aðallega af skipsströnd- um og iðnaði i landi. Greinileg mengun kem- ur i ljós i hver jum tveim af þrem vatnssýnum sem tekin eru i Norður- sjónum. i Barentshafi er aftur á móti ekki að finna mengun nema i fjórða hverju sýni. Hin geysimikla mengun i Norð- ursjónum stafar m.a. af oliulek- anum sem kom að tankskipinu „Torrey Canyon á dögunum. Var talið að um 118.000 tonn af ollu hefðu lekið úr skipinu. Til saman- burðar má geta þess, að helmingi meira magn lak úr „Amoco Cadiz” sem strandaði nýlega við strendur Bretlands. Fiskiffæðingurinn norski, sem að undanförnu hefur verið við rannsóknarstörf i rannsóknar- skipinu ,,G.O. Sars” kveðst ekki vilja kenna oliuborunum i Norð- ursjó um hina gifurlegu mengun sem þar er. Hann segist þó ekki geta neitað þvi, að þær fram- kvæmdir hafi eitthvað að segja með tilliti til mengunar og að i framtiðinni megi vænta enn frek- ari óhreininda af þessum svasð- um. Áðurnefndur Thor Heyerdahl fylgdist með þróuninni i Norður- sjónum þegar óhappiö varð i Thor Heyerdahl er mjög uggandi vegna váxandi mengunar i Norð- ursjónum. norska borpallinum „Bravo”. Kvaðst hann þess fullviss þá, að þau 13.000 tonn af oliu, sem fóru i sjóinn hefðu ekki haft mjög skað- vænleg áhrif á sjávarlifið. „Vor hafsins” hefði ekki verið byrjað þegar slysið varð og þvi hefði oli- an ekkiskaðaðsvifin ogseiði yfir- leitt svo orð væri á gerandi. Kjörskrá til alþingiskosninga er fram eiga að fara 25. júni n.k., liggur frammi almenningi til sýnis i Manntalsskrifstofu Reykjavikurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæð alla virka daga frá 25. april til 23. mai n.k. frá kl. 8.20 f.h. til kl. 4.15 e.h., þó ekki laugardaga. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu borgarstjóra eigi siðar en 3. júni n.k. Reykjavik, 19. apríl 1978 Borgarstjórinn i Reykjavik

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.