Alþýðublaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 1. júní 1978 bíalíð1
Umræðuhópur um málefni Breiðholts:
í vetur hefur verið starfræktur umræðuhópur i
Breiðholti um ,,Hið nálæga samfélag" á vegum
Norrænna fræðslusambanda um fullorðins-
fræðslu og Framfarafélags Breiðholts III.
Þátttakendur hafa verið almennir borgarar
hverfisins og hefur hópurinn tekið fyrir málefni
þau sem alla varðar í hverfinu, rætt um mögu-
leika einstaklingsins til að hafa áhrif á gang ein-
stakra mála, samið ályktanir um það sem miður
er jafnt sem jákvætt má teljast, og loks gert til-
lögur til úrbóta i einstökum atriðum.
Tilgangur umræðuhópsins hefur verið tviþætt-
ur.
Annars vegar að fá yfirsýn yfir þessi mál i
Breiðholti, og skila skýrslu til hinna norrænu
fræðslusambanda um þessi mál (Sams konar
umræðuhópar eru starfandi á 10 stöðum á
Norðurlöndunum). Með þessu á að vera hægt að
bera saman vandamál sem tengjast ,,Hinu ná-
læga samfélagi" i einstökum borgum og kaup-
stöðum á öllum Norðurlöndunum.
Hins vegar að vekja beint athygli á vandamál-
um Breiðholts með þvi að senda ályktanir og úr-
bótartillögur til allra þeirra aðila, sem hafa með
hin einstöku málefni að gera.
Þau málefni sem hópurinn
hefur tekið til umfjöllunar i vet-
ur eru:
1. Skipulagsmál
2. Menntamál og menntunarað-
staða
3. Félagsmál
4. Opinber þjónusta.
Þátttakendur i umræöuhópn-
um voru þessir:
Ásgerður Ágústsdóttir frú
Keilufelli 9
Birgir Jónsson jarðfræðingur
Dúfnahólum 2
Elías Olafsson kennari
Krummahólum 4
Elis R. Helgason verslm. Vest-
urbergi 21
Gisli B. Björnsson teiknari
Asparfelli 4
Gyða Sigvaldadóttir forstöðu-
kona Urðarstekk 2
Hrafn Haraldsson rafvirki Vest-
urbergi 26
Ragnar Magnússon prentari
Unufelli 31
Sigurður Bjarnason sölustj.
Þórufelli 8
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir kennari
Keilufelli 8
Þórður H. Hilmarsson kennari
Frakkastig 11.
Stjórnandi hópsins var Þórður
H. Hilmarsson kennari
Starfshópurinn hefur nú sent
frá sér ýmsar ályktanir, sem
margar eru mjög eftirtektar-
verðar. Hér á eftir verður getið
ályktana um opinbera þjónustu
og skipulagsmál, en i blaðinu á
morgun verður greint frá tillög-
um i félags- og skólamálum.
Opinber þjónusta.
Ibúar Breiðholtshverfa hafa
nokkra sérstööu, vegna fjar-
lægðar hverfanna frá eldri
borgarhverfum Reykjavikur
hvað varðar móguleika til að
notfæra sér opinbera þjónustu,
sem aö miklu leyti er i elstu
hverfum borgarinnar.
Heildarstefna i þessum mál-
um þarf að vera i þá átt að ibúar
i fjölmennum úthverfum geti
notið fjölbreyttrar opinberrar
þjónustu innan hverfisins. Slikt
hefur jákvæð áhrif á ýmsa aðra
þætti t.d. samgöngur og fleira
og dregur einnig úr „svefn-
bæjarblæ" slikra úthverfa.
Umræðuhópurinn vill vekja
athygli á eftirfarandi tillögum
til úrbóta i Breiðholtshverfum:
1. Fullnægt verði dagvistunar-
þörf i hverfunum, a.m.k. hvað
varðar leikskóla (hálfs dags
vistun),fyrir börná aldrinum
2-6 ára.
í hverfunum voru um siðast-
liðin áramót 527 börn á bið-
listum leikskóla, auk barna á
biðlistum skóladagheimila og
dagheimila.
2. Aðstöðu til iþrótta og útivist-
ar þarf að stórbæta, sérstak-
lega i Breiðholti I og II.
Aðeins tvö skólaiþróttahús
eru i hverfunum. Þau full-
nægja ekki einu sinni þörf
skólanna til leikfimi- og
íþróttakennslu, t.d. er engin
slik kennsla i Fjölbrauta-
skólanum.
Leggja þarf áherslu á að al-
menningssundlaug við Aust-
urberg verði tilbúin hið allra
fyrsta og lokið verði frágangi
íþróttavalla og opinna svæða i
hverfunum.
3. Tafarlaust þarf að taka i
notkun heilsugæzlustöð i
Breiðholti.
Bráðabirgðahúsnæði hefur
verið tilbúið um nokkurt skeið
¦ við Asparfell en einhver
tregða i „kerfinu" hefur kom-
ið i veg fyrir opnun hennar.
4. Brýnt er að löggæzla verði
efld og endurskipulögð i
hverfunum, og lögreglustöð
risi i hverfinu. Þessi mál eru i
miklum ólestri enda aðeins
þrir lögreglumenn á vakt
hluta úr sólarhring. t Kópa-
Færir nýrri borgarstjórn
fjölbreytileg verkefni
Tillögur í skipulagsmálum, menntamálum, mennt-
unaraðstöðu, félagsmálum og opinberri þjónustu
vogi eru 24 manna lögreglu-
lið, þó ibúar séu u.þ.b. 10 þús.
færri en i Breiðholtshverfum.
5. Bygging og starfræksla
slökkvistöðvar er nauðsynleg
við núverandi aðstæður.
Bygging slikrar stöðvar er
ekki fyrirhuguð i Breiðholti,
en slökkvistöð i Arbæjar-
hverfi á að þjóna Breiðholts-
hverfum. Þetta kemur þó að
litlu gagni vegna ófullnægj-
andi akstursleiða milli hverf-
anna.
Til greina kæmi. að reisa
slökkvistöð I tengslum við
fyrirhugaða lögreglustöð i
Breiðholti (Mjóddinni) og
gætu þessar stöðvar einnig
þjónað hluta Kópavogs.
6. Hefja þarf byggingu fyrir-
hugaðrar menningarmið-
stöðvar.
Reykjavikurborg er aðili að
þeirri byggingu, ásamt
Framkvæmdanefnd Bygg-
ingaráætlunar, enda á húsið
að rúma m.a. bókasafn, að-
stööu til æskulýðsstarfs, leik-
listar o.fl.
7. Mikilvægt er að strætis-
vagnasamgöngur Breiðholts
við önnur borgarhverfi séu
góðar. Einnig er brýnt að
leiðakerfi strætisvagna sé
miðað við staðsetningu þjón-
ustu og skóla og hina miklu
flutningsþörf milli miðbæjar
Reykjavikur og Breiðholts
sem alltaf verður nokkuð
mikil. Strætisvagnar þurfa að
vera fljótir i ferðum og mætti
veita þeim enn frekari for-
gang i umferð.
8. íitibú ýmissa opinberra
stofnanna mætti setja á stofn
(jafnvel á einum stað) i-
hverfunum eins og gert hefur
verið hjá Félagsmálastofnun
Reykjavikurborgar.
Skipulagsmál
Ot frá þeirri reynslu sem þeg-
ar er komin á þær skipulagsað-
ferðir sem beitt hefur verið I
Breiðholtshverfunum má ljóst
vera að breytinga er þörf.
Hópurinn bendir sérstaklega
á eftirfarandi atriði i þessu
sambandi:
a) Reynslan sýnir að mikið
hefur verið um eftirskipulagn-
ingu og breytingar þar sem ibú-
ar nærliggjandi umhverfis hafa
ekki verið ráðspurðir og það
þar af leiðandi leitt tilýmisskon-
ar óþæginda fyrir hlutaðeigandi
aðila.
b) óeðlilegt er að nýtingar-
hlutfall ibúasvæða hækki eftir
þvi sem fjær dregur miðbæ
borgarinnar.
c) Engin trygging er fyrir þvi
við timaröðun á uppbyggingu
opinberrar þjónustu i hverfun-
um að mið sé tekið af þörfum
ibúanna sjálfra heldur ráða þar
önnur og óskyld atriði.
"f j~~%
d) Það er ljóst að uppbygging
Breiðholtshverfanna er að 2/3
hlutum byggð á útþynningu
eldri hverfa borgarinnar, en slík
þróun er hvorugum ibuahóp-
anna til hagsbóta m.a. vegna
þess að öll þjónusta verður að
dreifast yfir miklu stærra svæði
en eðlilegt og hagkvæmt mætti
teljast.
Umræðuhópurinn skorar þess
vegna á Borgarstjórn og aðra
hlutaðeigandi aðila að taka eft-
irfarandi tillögur til rækilegrar
umfjöllunar.
1. a) Skipulagskerfi og skipu-
lagsaðferir verði gerðar
sveigjanlegri þannig að
skipulagsramminn og ýmsir
þeir möguleikar er kunna aö
riimast innan hans verði
kynntir opinberlega með
þeim hætti að fbúum svæðis-
ins verði gefinn kostur á að
tjá sig um fyrirliggjandi
skipulagsdrög áðuren til end-
anlegrar samþykktar er kom-
ið.
b) Gerð verði grein fyrir for-
sendum hinnar endanlegu
ákvörðunar þannig að ljóst
megi verða hvaða tillögur
hafi náð fram að ganga og
jafnframt hverjar forsend-
urnar séu fyrir þvi að öðrum
var hafnað. Bent skal á i
þessu sambandi aðmýmargar
hliðstæður að sliku fyrir-
komulagi finnast á hinum
Norðurlöndunum.
2. a) Tryggt verði að mið sé tek-
ið af þörfum ibúanna hvað
varðar uppbyggingu allrar
þjónustu i borgarhverfunum.
b)lþessusambandiskorar um-
ræðuhópurinn á hlutaðeigandi
aðila að koma á fót lögvernd-
uðum hverfisráðum, sem hafi
bæði tillögurétt og ákvörð-
unarrétt i þessum efnum,
þannig að tryggt verði að
opinber þjónusta komi i þeirri
röð sem íbiíarnir sjálfir telja
eðlilega.
3. a) Stöðvuð verði útþynning
eldri borgarhverfanna með
breytingum á ibúðalánakerf-
inu.
b) Hópurinn telur hina öru út-
þenslu borgarinnar óæski-
lega og stafa m.a. af stjórn-
leysi og stefnuleysi i lánamál-
um.