Alþýðublaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 4
Rmmtudagur 1. júní 1978 Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaour: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurösson. Aosetur ritstjórnar er I Sfðumúla 11, slmi 81866., Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftaverö 2000 krónur á mán- uöi og 100 krénur i lausasölu. Hugsjónin um voldugan flokk jafnaðarmanna Alþýðublaðið birti í gær viðtöl við f jóra fyrrver- andi forystumenn í íslenzkum stjórnmálum, þar sem þeir ræddu úrslit kosninganna á sunnudag og horfurnar í væntanlegum alþingiskosningum. Emil Jónsson, fyrrum formaður Alþýðuf lokks- ins, gat þess sérstaklega, að nú riði á fyrir Alþýðu- flokkinn, að halda utan um þann árangur, sem náðst hefði. Það væri ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla. Við alþingiskosningarnar myndi flokkurinn tvímælalaust njóta áframhald- andi stuðnings og enn auka fylgi sitt. úrslitin á sunnudag væru greinileg merki þess. Hannibal Valdimarsson sagði: „Mér er Ijóst, að hér eru gjörsamleg tímamót orðin, og þá á ég ekki aðeins við bæjar- og sveitarstjórnakosningarnar fremur en landsmálin almennt. Sigur Alþýðu- flokksins er mér sérstakt gleðiefni og mér þykir betur horf a nú en f yrr um að takast megi að sam- eina alla jafnaðarmenn í einum flokki". Einar Oígeirsson sagði, að þetta væri stórkostleg- ur sigur beggja verkalýðsf lokkanna og nú ríði á, að þeir kunni að standa saman. Hann sagði, að f lokk- arnir hefðu getað starfað saman í verkalýðshreyf- ingunni og því ekki í bæjar- og sveitarstjórnamál- um einnig? Samstarf sé lífsspursmál nú. Þessir f lokkar njóti 40% af fylgi í kaupstöðum og kauptún- um og fyrr en þeir taki höndum saman, verði ekki rekin góð pólitík. Gegn þessu megi hvorki standa metnaður né ofstæki. Þessi orð Einars Olgeirssonar stinga mjög í stúf við ummæli og yf irlýsingar Ragnars Arnalds, f yrr- um formanns Álþýðubandalagsins, en hann hefur sagt það eitt af mikilvægustu verkefnum Alþýðu- bandalagsins að koma Alþýðuflokknum fyrir katt- arnef. Ummæli þessara þriggja manna eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Hugsjónin um voldugan f lokk jafnaðarmanna á sér marga f ylgjendur, enda hafa lýðræðis-sósíalistar lært af langri reynslu, að sundrung þeirra hefur verið sterkasta vopn and- stæðinganna. Hún hefur drepið í dróma eðlilega þróun íslenzkra stjórnmála. [ f ramhaldi af þessu er rétt að minna á orð Olaf s Björnssonar, prófessors, i viðtali við Alþýðublaðið. Hann segir, að það haf i fyrr skeð, að Sjálfstæðis- f lokkurinn haf i ekki notið 50% f ylgisins, og það, að hann hafi samt haldið meirihlutanum hafi mátt þakka slembilukku, sem hann haf i oftast haft með sér. Hins vegar sé ekki við þvi að búast að svo f ari alltaf, ekki komi alltaf sama hliðin upp, sé kastað upp ófölsuðum peningi. Þessi slembilukka, sem Olafur talar um, er fyrst og fremst sundrung jafnaðar- og félagshyggju- manna í landinu. Slembilukkan má ekki verða ofan á í þingkosningunum. Þeir, sem aðhyllast jafnrétt- is- og lýðræðishugsjónir jafnaðarmanna, verða að standa saman í þeirri baráttu, sem f ramundan er. Bezt er að leggja til hliðar og gleyma deilum f yrri ára. Aðeins þannig næst árangur. —AG— Lltift á teikninguna af borgaranum á veitingahúsinu. 1 fyrstu viroist myndin vera tillitslaust afhjiíp- andi, en ef betur er aA gætt, sér rnaður ao það er ekki aöeins borgarinn sem Grosz ræðst á — heldur mannpskinn siálf. Nýtt blað um umhverfisverad Vinaminni Blaö um umhverf isverndun 1.tbt.1árg.-Maií978 MCkMAffKKI HSKKIM\ BJORÍ.tIM W.UnAAMM ¦ns t tski rim;r \ nimx. vik IhlSAKOVM Mll.VTi;* JADMIRAÍJMHRMAIIAN ;MMUNKAkAl*TAl) BMJÓKHfSft . Illlll UARFI.AN VAVFAR I : fil \ MK \ HfoAYLkNDL Eitt sinn var Vinaminni heitir eití þeirra húsa í Grjótaþorp- inu sem auðvaidið i Reykjavík vili endilega rífa og væntanlega fá að byggia steinhöli þar í stað- inn. Áhugamenn um um- hverfisvernd hér í Reykja- vik haf a drif ið i þvi að gefa út blað um umhverfis- vernd sem þeir kalla eftir þessu húsi. t>að er afskap- lega hreint gleðilegt að umhverfisverndarmenn skuli vera þetta forsjálir og reyna að glæða áhuga almennings fyrir um- hverf inu i borginni. Borgir þurfa ekki endilega að vera Ijótar og liflausar þó svo geti virzt þegar gengið er um miðbæinn í Reykja- vik. Og það er ekki ráð nema í tíma sé tekið og of seint þegar búið er að spilla umhverfinu að hlaupa þá til og segja að þetta og þetta hefði ekki átt að rífa. Flytjum miðbæinn upp í Árbæ Islendingar hafa lengið verið algjörir sauðir i umhverfismálum og gónt steinþegjandi á það þegar gömlum minjum hefur veriö rutt burtu frá sjáöldrum þeirra. Þeir hafa með sanni verið þolinmóð og hugprúð þjóð. Mönnum datt það þó i hug þegar fleiri og fleiri göm- ul hús fóru að hverfa af sjónar- sviðinu og bflastæðunum fjölgaði hvert sem þeir litu, að þetta væri e.t.v. ekkert afskaplega sniðugt. Og það fóru að heyrast æ hávær- ari raddir um það að vernda hið gamla svipmót borgarinnar. Yfirvöld tóku þá upp þá stefnu að það bæri að flytja sögufræg hus úr gamla miðbænum upp að Arbæ. I grein i timaritinu Vinaminni ger- ir Pétur Gunnarsson grin að þess- ari stefnu landans og álitur hana sambærilega þvi að Frakkar tækju Eiffelturninn, Notre Dame og Panthéon og hrúguðu saman i sinum Arbæ. Það er af sem áður var I annarri grein i blaðinu er dregin upp mynd af götulifinu eins og það var hér i gamla daga. Þegar fólk gekk niður i bæ til þess að sýna sig og sjá aðra og sat á kaffihúsum sem þá fyrirfundust i öðru hverju húsi, og ræddi malin. Torgið var þá miðpunktur bæjar- ins og þar sátu menn og fylgdust með mannllfinu bæði á daginn og kvöldin. Þá var borgarlif i Reykjavik i fullri merkingu þess orðs. Nú er miðbærinn steindauður. Fólk tekur sér kannski einn „rúnt" niður i bæ á kvöldin, en varla til þess að sýna sig og sjá aðra, hvað þá til þess að ræða málin. Það er til i dæminu að fólk leggi bilunum sinum fyrir framan einhverja sjónvarpsbúðina svona til þess að lita á litasjónvörpin sém éru þá kannski á lista yfir það sem á að kaupa sér næst. Þaö ætti að vera auðvelt verk að koma lifi i miðbæinn ef einhver skilningur væri fyrir slfku, Al- þýðuflokkurinn og Alþýðubanda- lagið sem áður voru i stjórnar- andstöðu hér i borginni eru af- skaplega hlynnt umhverfis- vernd og hafi þeir meint eitthvað af þvi sem þeir voru að segja fyrir kosningar ætti það að verða kjör- ið tækifæri fyrir þá nú þegar ihalds meirihlutinn er faliinn að láta þessi mál eitthvað til sin taka. isiendingar ekki með öllu vonlausir Það kemur lika fram i blaðinu, að lslendingar eru ekki með öllu vonlausir i umhverfisverndar- málum, og sitt hvað hefur verið gert, þó ýmsum finnist þaö ganga fremur hægt. Það var gerð húsakönnun i Reykjavik á árunum 1967—1970

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.