Alþýðublaðið - 01.06.1978, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 01.06.1978, Qupperneq 4
4 Fimmtudagur 1. júní 1978 alþýðu- I n nT' Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Kekstur: Keykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurösson. Aösetur ritstjórnar er i Sföumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2000 krónur á mán- uöi og 100 krónur I lausasölu. Hugsjónin um voldugan flokk jafnaðarmanna Alþýðublaðið birti i gær viðtöl við f jóra fyrrver- andi forystumenn í íslenzkum stjórnmálum, þar sem þeir ræddu úrslit kosninganna á sunnudag og horfurnar í væntanlegum alþingiskosningum. Emil Jónsson, fyrrum formaður Alþýðuf lokks- ins, gat þess sérstaklega, að nú riði á f yrir Alþýðu- flokkinn, að halda utan um þann árangur, sem náðst hefði. Það væri ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla. Við alþingiskosningarnar myndi flokkurinn tvímælalaust njóta áframhald- andi stuðnings og enn auka fylgi sitt. úrslitin á sunnudag væru greinileg merki þess. Hannibal Valdimarsson sagði: „Mér er Ijóst, að hér eru gjörsamleg tímamót orðin, og þá á ég ekki aðeins við bæjar- og sveitarstjórnakosningarnar fremur en landsmálin almennt. Sigur Alþýðu- flokksins er mér sérstakt gleðiefni og mér þykir betur horfa nú en fyrr um að takast megi að sam- eina alla jafnaðarmenn í einum flokki". Einar Olgeirsson sagði, að þetta væri stórkostleg- ur sigur beggja verkalýðsf lokkanna og nú ríði á, að þeir kunni að standa saman. Hann sagði, að flokk- arnir hefðu getað starfað saman i verkalýðshreyf- ingunni og því ekki í bæjar- og sveitarstjórnamál- um einnig? Samstarf sé lífsspursmál nú. Þessir f lokkar njóti 40% af fylgi í kaupstöðum og kauptún- um og fyrr en þeir taki höndum saman, verði ekki rekin góð pólitík. Gegn þessu megi hvorki standa metnaður né ofstæki. Þessi orð Einars Olgeirssonar stinga mjög í stúf við ummæli og yf irlýsingar Ragnars Arnalds, fyrr- um formanns Alþýðubandalagsins, en hann hefur sagt það eitt af mikilvægustu verkefnum Alþýðu- bandalagsins að koma Alþýðuflokknum fyrir katt- arnef. Ummæli þessara þriggja manna eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Hugsjónin um voldugan f lokk jafnaðarmanna á sér marga f ylgjendur, enda hafa lýðræðis-sósíalistar lært af langri reynslu, að sundrung þeirra hefur verið sterkasta vopn and- stæðinganna. Hún hefur drepiö í dróma eðlilega þróun íslenzkra stjórnmála. I f ramhaldi af þessu er rétt að minna á orð Olafs Björnssonar, prófessors, í viðtali við Alþýðublaðið. Hann segir, að það hafi fyrr skeð, að Sjálfstæðis- f lokkurinn hafi ekki notið 50% fylgisins, og það, að hann hafi samt haldið meirihlutanum hafi mátt þakka slembilukku, sem hann hafi oftast haft með sér. Hins vegar sé ekki við þvi að búast að svo f ari alltaf, ekki komi alltaf sama hliðin upp, sé kastað upp ófölsuðum peningi. Þessi slembilukka, sem Ölaf ur talar um, er fyrst og fremst sundrung jafnaðar- og félagshyggju- manna í landinu. Slembilukkan má ekki verða ofan á i þingkosningunum. Þeir, sem aðhyllast jafnrétt- is- og lýðræðishugsjónir jafnaðarmanna, verða að standa saman i þeirri baráttu, sem framundan er. Bezt er að leggja til hliðar og gleyma deilum f yrri ára. Aðeins þannig næst árangur. —ÁG— Lltiö á teikninguna af borgaranum á veitingahúsinu. 1 fyrstu viröist myndin vera tillitslaust afbjúp- andi, en ef betur er aö gætt, sér maður aö það er ekki aðeins borgarinn sem Grosz ræðst á — heldur manneskian siálf. Eitt sinn var Nýtt blað um umhverfisvernd Vinaminni Blaö um umhverfisverndun 1.tol.1áre).-Mait978 \f f* b‘.lt4fM «' HM >f- \— III .s MÁ MkKI AfSKWIM A \ I.KSDI S I HI KAK FN ikim s jgg RJOKGIM KI.UHAAMM llbSfAKÓSM .S IILÝTL'R ADSIRALNIMKSIAIIAN PB SKIPI I VG SKAI MYI-GT A \T.RN1H \ ImS ( rSKl KiM H Á HiiTFI. VlK SMJGKKAKA1STAO smiOhiiiss hi:m.darpi.an v.a\taki Rl YKVlsKA HÍ’SAVLRNOL' Vinaminni heitir eitt þeirra húsa t Grjótaþorp- inu sem auðvaldið í Reykjavík vill endilega rífa og væntanlega fá að byggja steinhöll þar i stað- inn. Áhugamenn um um- hverfisvernd hér í Reykja- vik hafa drifið i þvi að gefa út blað um umhverfis- vernd sem þeir kalla eftir þessu húsi. Það er afskap- lega hreint gleðilegt að umhverfisverndarmenn skuli vera þetta forsjálir og reyna að glæða áhuga almennings fyrir um- hverfinu í borginni. Borgir þurfa ekki endilega að vera Ijótar og liflausar þó svo geti virzt þegar gengið er um miðbæinn i Reykja- vík. Og það er ekki ráð nema í tima sé tekið og of seint þegar búið er að spilla umhverfinu að hlaupa þá til og segja að þetta og þetta hefði ekki átt að rífa. Flytjum miðbæinn upp í Árbæ Islendingar hafa lengiö verið algjörirsauöir i umhverfismálum og gónt steinþegjandi á þaö þegar gömlum minjum hefur veriö rutt burtu frá sjáöldrum þeirra. Þeir hafa með sanni veriö þolinmóö og hugprúð þjóð. Mönnum datt þaö þó i hug þegar fleiri og fleiri göm- ul hús fóru aö hverfa af sjónar- sviöinu og bilastæðunum fjölgaöi hvert sem þeir litu, aö þetta væri e.t.v. ekkert afskaplega sniöugt. Og það fóru aö heyrast æ hávær- ari raddir um það aö vernda hiö gamla svipmót borgarinnar. Yfirvöld tóku þá upp þá stefnu aö þaö bæri aö flytja sögufræg hús úr gamla miöbænum upp að Arbæ. í grein i timaritinu Vinaminni ger- ir Pétur Gunnarsson grin að þess- ari stefnu landans og álitur hana sambærilega þvi aö Frakkar tækju Eiffelturninn, Notre Dame og Panthéon og hrúguðu saman i sinum Arbæ. Það er af sem áður var t annarri grein i blaðinu er dregin upp mynd af götulifinu eins og þaö var hér i gamla daga. Þegar fólk gekk niöur i bæ til þess að sýna sig og sjá aðra og sat á kaffihúsum sem þá fyrirfundust i ööru hverju húsi, og ræddi málin. Torgiö var þá miöpunktur bæjar- ins og þar sátu menn og fylgdust meö mannlifinu bæöi á daginn og kvöldin. Þá var borgarlif i Reykjavik i fullri merkingu þess orös. Nú er miöbærinn steindauður. Fólk tekur sér kannski einn „rúnt” niöur i bæ á kvöldin, en varla til þess aö sýna sig og sjá aðra, hvaö þá til þess aö ræöa málin. Þaö er til i dæminu að fólk leggi bilunum sinum fyrir framan einhverja sjónvarpsbúöina svona til þess að lita á litasjónvörpin sém eru þá kannski á lista yfir það sem á að kaupa sér næst. Þaö ætti aö vera auövelt verk að koma lifi i miöbæinn ef einhver skilningur væri fyrir sliku, Al- þýðuflokkurinn og Alþýðubanda- lagið sem áöur voru i stjórnar- andstööu hér i borginni eru af- skaplega hlynnt umhverfis- vernd og hafi þeir meint eitthvað af þvi sem þeir voru að segja fyrir kosningar ætti þaö aö veröa kjör- ið tækifæri fyrir þá nú þegar ihalds meirihlutinn er fallinn aö láta þessi mál eitthvað til sin taka. islendingar ekki með öllu vonlausir Þaö kemur lika fram i blaðinu, aö Islendingar eru ekki með öllu vonlausir i umhverfisverndar- málum, og sitt hvað hefur verið gert, þó ýmsum finnist það ganga fremur hægt. Það var gerð húsakönnun i Reykjavik á árunum 1967—1970

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.