Alþýðublaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 1. JUNl 1978 102.TBL. — 59. ARG. 12-19% búvöru- verðshækkun i dag hækkar verö ýmissa búvara um sem svarar 12-19%. Mest hækk- un veröur á kjöti, 1. f lokks, súpukjöti, frampörtum og síðum, eða 18.8% og verð hvers kílós eftir hækkun- ina nemur 1099 krónum en var 925 krónur fyrir hækk- un. Nýmjólk hækkar um 18.3% og kostar héðan í f rá 155 krónur hver lítri, i stað 131 króna áður. 30% ostur hækkar um 13.5%, rjómi í lausu máli um 13.3% og undanrenna í llters umbúö- um kostar því 121 kronu í stað 108 áður. Verðhækkanir f öðrum flokkum kjöts og mjólkur- vara verða hliðstæðar því sem hér er frá greint. Flokksstjórnar- fundur a mánudag Ákveðið hefur verið, að boða flokksstjórn Alþýðuflokksins til fundar i Iðnó uppi klukkan 17:00 mánudaginn 5. júni. — Á fundinum verð- ur rætt um úrslit sveitarstjórnakosninganna og baráttuna, sem nú er framundan. — mikilvægt er, að sem flestir flokksstjórnarmenn sæki fundinn. t>að hefur um nokkurn tíma verið heitt i kolunum í Bæjarútgerð Hafnarf jarð- ar en í gær sauð upp úr. Kona var rekin fyrir engar sakir og starfsfólk mót- mælti því meðsetuverkfalli. Á baksíðu er frásögn blaðamanns af verkfallinu og viðtal við verkafólk auk fleiri mynda. A þessari —ATA-mynd er trúnaðarkona verkakvenna að ræða við verkfalls- menn. Verkamannasambandið skorar á aðildarfélög sín: YFIRVINNUBANN 10. JÚNI A fundi, sem haldinn var meðal formanna félaga innan Verka- mannasambands IslandS/ var gerð áfyktun, þar sem skorað er á öll aðildarfélög innan VMSI að boða til yfirvinnubanns dagana 10.-30. júni hafi samningar ekki tekizt við rikisstjórnina og Vinnuveit- endasambandið. Þá var og samþykkt að halda áfram yfirstand- andi útskipunarbanni og var framkvæmdastjórn sambandsins fal- ið að f ramkvæma það i samráði víð viðkomandi félög. I ályktuninni segir m.a.: „Fundurinn mótmælir bráðabirgðalögum ríkisstiórnarinnar og þeim vinnubrögðum, að rifta löglega gerðum kiarasamningum æ ofan í æ með lagaboðum. Þó að lagasmíð rikisstjórnarinnar sé ákveðið undanhald frá fyrri lagasetningu/ felast engu að síður í henni svo stórfelidar árásir á — Hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma kjör verkafólks, sérstaklega með ákvæðum um skerðingu álaga fyrir yfirvinnu og vaktavinnu/ en það bitnar hvað harðast á þvi fólki, sem vínnur við grunnframleiðslustörf þjóðarinnar, að Verkamannasambandið getur með engu móti við unað". I niðurlagi yfirlýsingarinnar segir síðan: „Fundurinn vekur athygli á því, að það er yfirlýst stefna núver- andi stjórnarflokka, að skerða enn frekar síðar á árinu núgildandi kaupgreiðsluvísitölu/ þannig að með óbreyttri stjórnarstefnu, eru frekari kjaraskeröíngar áformaðar. Fundurinn skorar þvi á verkafólk að veita þeim stiórnmáiaf iokkum, sem staðið hafa að áður greindum lagasetningum og hafa yf irlýst að þeir hygg \a á enn frekari árásir á kjör verkafólks, ekki lið í komandi Alþingiskosn- ingum". —GEK Karl Steinar: „Fyrst og fremst mótmæli gegn bráðabirgðalögunum" — Við munum leita ef ir viðræðum við okkar viö- semjendur og er stef nt að þvi, aðendurheimta aftur það hlutfall eftir- og næt- urvinnu sem var, en sem nýsett lög hafa skert stór- lega. Með lögunum stefn- ir að þvi að eftir- og næt- urvinna verði metin til jafns við dagvinnu/ sagði Karl Steinar Guðnason varaformaður Verka- mannasambands Islands í samtali við Alþýðublað- ið í gær. Sagði hann ennfremur að yfirvinnubannið væri fyrst og fremst mótmæli gegn nýsettum bráða- birgðalögum ríkisstjórn- arinnar. „Yfirvinnubann er ekki það versta sem fyrir getur komið" — segir Baldur Guðlaugsson f ramkv.stj. VSÍ. /,Við hliótum að sjátf- sögðu að harma að Verkamannasambandið skuli halda fast við út- flutningsbannið sem þeg- ar hefur valdið atvinnu- rekstri í landinu umtals- verðum erfiðleikum og stofnað atvinnuöryggi í hættu"/ sagði Baldur Guðlaugsson/ annar af tveimur framkvæmda- stjórum Vinnuveitenda- sambands IslandS/1 sam- tali við Alþýðublaðið f gær. Hann sagoi jafnframt, a& þótl svo aö yfirvinnubann væri I sjálfu sér erfitt viðureignar vi&a um land, þa sýndi fengin Framhald á 6. siöu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.