Alþýðublaðið

Dato
  • forrige månedjuni 1978næste måned
    mationtofr
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Alþýðublaðið - 16.06.1978, Side 2

Alþýðublaðið - 16.06.1978, Side 2
2 Föstudagur 16. júní 1978 SSSH- Sjónvarpið á þriðjudagskvöld: Svona er Alþýdubandalagið t sjónvarpi á þriöjudagskvöld var okkur sýnt innan i Alþýöu- bandalagiö. Og þaö sem blasti viö var heldur ófrýnilegt og heldur ólikt finlegu brosinu á Guörúnu Helgadóttur, sem blasti viö sjónvarpsáhorfendum fyrir nokkrum vikum. Hroka- fullur prófessor, sem haföi þau ein svör, aö sá sem ekki heföi kynnt sér stefnuskrá Alþýöu- bandalagsins heföi ekki leyfi til aö bera fram spurningar. Svör ölafs Uagnars Grims- sonar og Ragnars Arnalds (aö framkomu þess fyrrnefnda slepptri) lýsa Alþýöubandalag- inu og efnahagsstefnu þeirra liö fyrir liö. Sex sinnum endurtóku þeir aö Alþýöubandalagið væri brjóstvörn verkalýösins, án frekari skýringa. I landbúnaöi á einfaldlega aö framleiöa meira og siöan hækka kaupiö, þá kaupir fólkið meira. Þeir vilja lækka vexti. ólafur Ragnar Grimsson varö raunar klumsa þegar hann var spurður aö þvi, hvort hann sæi ekkert at- hugavert viö þaö aö aröræna sparifjáreigendur. Jú, þaö á aö veröbinda innlán, sagöi þá Ragnar Arnalds. öllum lofaö öllu. Þaö er ofur einföld regla. Og engin furða þó mennirnir væru skritnir. Sama dág var Guörún Helgadóttir aö vera brjóstvörn verkalýösins i stjórn BSRB, en samkvæmt eig- in oröum Alþýöubandaiagsins var hún aö ráöast aö þeim I borgarstjórn. Þetta skrum og ábyrgöarleysi er auövitaö bros- legt,—þangaötil þaö fer aö hafa áhrif. Ragnar Arnalds var aö lokum spuröur um Kröflu. Hann fór i marga hringi, og var helzt aö skilja aö hann heföi alla tiö ver- iöá móti Kröfluvirkjun, en samt setið i Kröflunefnd af ein- hverjum ástæöum, sem alls ekki var hægt aö skilja. Og eftir aö þessari miklu speki haföi rignt niöur, þá réöst prófessorinn aö spyrjendum og sakaöi þá um heimsku og kunn- áttuleysi. Ölafur Ragnar Grimsson og Ragnar Arnalds eru áreiöan- lega óvitlausir menn Ög ein- mitt þess vegna liöur þeim ekki vel. Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason trúöu aö minnsta kostibullinu úrsjálfum sér á sinum tima. Þessir menn trúa ekki einu sinní sjálfir þvi sem þeir eru aö segja. Efnahagstillögurnar ganga einfaldlega út á þaö aö lofa öll- um öllu — endalaust. Vandinn hefur veriö sá aö þvl miöur eru of margir — þó eftir þessi ósköp fari þeim eflaust fækkandi — sem trúa þeim. Og hvaö gerist? Komist þeir i stjórn, og veröi ekki einhverjir aðrir til þess raunverulega aö ráöa gangi máli, þá sigla þeir efnahagslif- inu á bólakaf á nokkrum mán- uöum, og hafa samt ekki efnt nema brot af loforöum sinum. Þeir fá þann hluta launþega- hreyfingarinnar, sem einhvern timann trúöi þeim, upp á móti sér vegna svikinna loforða, og þeir fá nánast samfélagiö allt uppá mótisér vegna þessaö hér veröur áframhaldandi óðaverö- bólga, skuldasöfnun við útlönd og allt þaö. Þaö er staðreynd aö nákvæm- lega þessi hafa oröiö örlög tveggja svokallaðra vinstri stjórna. Þaö var raunverulega verkalýöshreyfingin sem felldi báöar þessar stjórnir. Og al hverju? Skýringin kom I sjónvarpinu á þriöjudagskvöld. Þar sátu hreinlega lýöskrumar- ar og bullukollar og dreifðu lof- orðum eins og hveitikorni. Ann- ar að visu svo æstur, aö hann skildist vart. Halda menn aö efnahagsmál veröi nokkurn timann meö viti, ef þessar hug- myndir eiga aö ráöa feröinni? Þaö er ótrúlegt. Ragnar Arnalds sagöi raunar góöan brandara i lokin. Þegar hann var spuröur um Kröflu þá fór hann i eins og fjóra hringi og endaði á þvi aö segja að hann væriekki á móti Kröflu af því aö Alþýöubandalagiö væri enginn upphiaupsflokkur! Þvilik ábyrgð. Sérhver fjáraflamaður i landinu hlýtur aö hafa fengið yfir sig bylgju velliðunar vegna þessara traustu svara! Þetta var Alþýöubandalagiö I hnotskurn. Þetta var ekki grin. Þetta var púrasta alvara. Svona er þetta. Jón H. Karlsson: 7. maður á A-listanum Dómskerfið Alþýöuflokkurinn og tals- menn hans hafa harðlega gagn- rýnt dómskerfið i landinu. Gagnrýni Alþýðuflokksins hefir leitt til góös, þvi nokkrar umbætur hafa verið geröar. Má þar nefna stofnun Rannsóknar- lögreglu Rikisins. En griðar- mörg verkefni eru enn óunnin i dómsmálunum. Efnahagslegum afbrotum hefir mjög fjölgað i verðbólgusamfélagi okkar Dómskerfið ræður á engan hátt við slik mál. Sérhæft starfslið skortir til að vinna að úrlausn þeirra. Fjársvikamálin hrann- ast upp og liggja i kerfinu árum og jafnvel áratugum saman. t þessu er fólginn einhver alvar- legasti veikleiki stjórnsýslu okkar. Og það sem meira er, að núverandi stjórnvöld virðist skorta allan pólitiskan vilja til að ráðast gegn þessum vanda. önnur hlið þessa máls er, aö Ert þú búinn að tippa? Ert þú búinn að ,,tippa“ á þingmannafjölda flokkanna í kosningagetraun okkar? Hún getur fært þeim sem ,,tippa“ réttast góðan vinning -okkur gerir hún kleift að hjálpa öðrum. Getraunamiða færðu í bönkunum, flestum apótekum, kvöldsölum, og verzlunarmiðstöðvum. Auk þess hjá Rauða krossinum. Verið með RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR tekið að koma málum i gegnum dómskerfið. A þeim tima rýrnar verðmæti skaöabóta stórlega. Það er þvi útbreidd skoðun að ekki taki þvi, aö leita á náðir dómsstóla. Óréttlætið grefur þvi um sig og veldur einstaklingum og samfélagi tjóni. Núverandi valdhafar virðast ekki hafa skilið þessi mál og þótt Alþýðubandalagiö skildi þau, má efast um áhuga þess til aö „lappa uppá borgarlegt valdakerfið” eins og sá flokkur orðar það gjarnan. Alþýðuflokkurinn vill gerbreyta dómskerfinu. Hann vill gera þvi kleift að fást af fullri orku við fjármálaafbrot. Hann vili gera dómskerfið svo lipurt, að fólk leiti hiklaust á náðir dómsstóla, þegar það telur á rétt sinn gengið. emco Trésmíðavélar núna með afborgunarskilmálum. BfllCD-rBXlll 10" breiður afréttari 5" hæð þykktarhefils Lengd borðs: 92 cm. Hraði spmdíls: 6000 snún/mín. Sjálfvirkt framdrif 1,5 hestafla mótor, 1-fasa eða 3-fasa. r. Þyngd 60 kg. Verð með söluskatti kr. 252.000 Einkaumboösmenn: verkfœri & járnvörur h.f. DALSHRAUNI 5, HAFNARFIRÐI. SIMI 53332 Kommóður hentugar fyrir sumarbústaöi. SALA VARNALIÐSEIGNA dómskerfiö er i raun óvirkt sem verjandi réttlætis, vegna þess hversu seinvirkt það er. Fólk, sem þarf að fá leiörétt- ingu sjálfsagðra réttlætismála veigrar sér við aö leita til dóm- stóla. Það veit að mörg ár getur

x

Alþýðublaðið

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1021-8203
Sprog:
Årgange:
79
Eksemplarer:
21941
Udgivet:
1919-1998
Tilgængelig indtil :
02.10.1998
Udgivelsessted:
Udgiver:
Alþýðuflokkurinn (1919-1998)
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað, gefið út af jafnaðarmönnum
Tillæg:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar: 114. Tölublað (16.06.1978)
https://timarit.is/issue/236232

Link til denne side: 2
https://timarit.is/page/3222418

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

114. Tölublað (16.06.1978)

Handlinger: