Alþýðublaðið - 16.06.1978, Síða 3
3
Nýi borgarstjórnarmeirflilutinn
Sérstök áherzla á atvinnumál, fé-
lagslega þjónustu og skipulagsmál
— mikil úttekt verður gerð á fjárhagsstöðu borgarinnar
Sameiginlegir
framboðsfundir
— á Vesturlandi og Reykjanesi
Frambjóöendur til Alþingiskosninga á Vesturlandi og
Keykjanesi hafa ákveöiö nokkra sameiginlega framboös-
fundi i kjördæmum sinum á næstunni. Þeir eru sem hér
segir:
Vesturland:
Logaland, mánudaginn 19. júni kl. 21.00.
Borgarnes, þriöjudaginn 20. júni kl. 21.00.
Akranes, fimmtudaginn 22. júni kl. 21.00.
Otvarpaö verður frá fundinum i Borgarnesi, á bylgju-
lengd 198.6 metrum eöa 1510 kH (kilóhead), og frá Akra-
nesi á bylgjulengd 212 metrum, eöa 1412 kH.
Reykjanes:
tþróttahús Garðabæjar, mánudaginn 19. júni kl. 20.00.
Samkomuhúsið Stapa, Njarövik, þriöjudaginn 20.júni kl.
20.30.
Ritstjórn Alþýðu-
blaðsins er í
Síðumúla 11
Málefnasamningur
meirihlutaf lokkanna var
birtur í gær< á öðrum fundi
borgarstjórnar eftir hinar
afdrifaríku kosningar 28.
maí, er Reykjavik, höfuð-
vígi íhaldsins, snerist á
sveif með vinstri öflunum.
Málefnasamningurinn
er fyrst og fremst ramma-
samningur um þau vinnu-
brögð, sem flokkarnir hafa
hugsað sér að viðhafa á
kjörtimabilinu, en ekki
framkvæmdaáætlun eða
upptalning á þeim fjölda
framkvæmda, sem þeir
hyggjast beita sér fyrir.
Slíkar framkvæmdir verða
ákveðnar við gerð fjár-
hagsáætlana fyrir hvert
ár, og við gerð f járhagsá-
ætlunar fyrir árið 1979
kemur í Ijós i hvað ráðist
verður á næsta ári. Hin
nýja borgarstjórn er bund-
in af þeirri fjárhagsáætl-
un, sem gerð var í vetur er
leið, fyrir árið 1978.
í inngangi málefnasamningsins
koma fram þrir meginpunktar.
Þar er kveöið á um aö flokkarnir
muni i sameiningu vinna aö þvi
aö treysta undirstööuatvinnuvegi
borgarinnar. Ennfremur að bæta
félagslega þjónustu og i þriðja
lagi aö gæta þess viö skipulagsað-
geröir, aö ekki verði spillt svip-
móti borgarinnar.
Þá kemur fram, að nú á næst-
unni veröur gerö úttekt á allri
fjárhagsstööu borgarinnar og
stofnana hennar. Innheimtukerfi
veröi tekiö til endurskoöunar og
einfaldaö og innheimtuaöilum
fækkaö. Þá er i ráöi aö stórefla
endurskoðunardeild borgarinnar
og aukiö veröur allt eftirlit meö
fjárreiöum. I þvi skyni aö koma
viö aukinni hagræöingu og sparn-
aði i rekstrinum veröa til fengnir
utanaökomandi aöilar sem
reynzlu hafa i hagræðingu, til að
kanna starfshætti og skipulag
borgarrekstursins og gera þar
tillögur til úrbóta.
Akvæöi er um þaö i málefna-
samningnum aö skuidbindingar
um meiri háttar fjárútlát, sem
ekki er gert ráö fyrir i fjárhagsá-
ætlun viðkomandi árs, veröi þvi
aðeins samþykktar aö gert sé ráö
fyrir þvi hvernig mæta eigi þeim
útgjöldum.
Samkvæmt málefnasamningn-
um verður unniö aö breytingum á
sjálfu stjórnarkerfi borgarinnar.
Borgarstjóri verður I framtiöinni
framkvæmdastjóri, en ekki póli-
tiskur leiötogi eins og veriö hefur.
Staöa borgarstjóra verður aug-
lýst. Stofnaö veröur 7 manna
framkvæmdaráö, sem fara mun
meö stjórn mála sem falla undir
embætti borgarverkfræöings.
Settar verða reglur um úthlutun
lóða, sem tryggja eiga sem jafn-
astan rétt borgarbúa. Ráöningar í
nýjar stöður á vegum borgarinn-
ar skulu hafa samþykki ráöa og
nefnda kjörinna fulltrúa, nema
þeir ákveöi annað. Embættis-
mönnum veröa sett erindisbréf.
1 málefnasamningnum er kveö-
ið á um, að borgaryfirvöld skuli
taka upp aukið samráö og sam-
vinnu við borgarana og starfsfólk
borgarinnar.
1 gær var kosið i nefndir og ráö
á vegum, borgarinnar. Meiri-
hlutaflokkarnir hafa komiö sér
saman um skiptingu flokks-
manna sinna niöur á nefndirnar.
I 7 manna nefndum fær Alþýðu-
bandalag 2 fulltrúa en Alþýðu-
flokkur og Framsóknarflokkur
sinn manninn hvor. í 5 manna
nefndum verður einn maöur frá
hverjum meirihlutaflokkanna.
I fjögurra manna nefndum fá
Alþýðuflokkur og Alþýöubanda-
lag sinn manninn hvort, og 1
þriggja manna nefndum er meg-
inreglan sú að Alþýðuflokkur og
Alþýðubandalag fái sinn manninn
hvort. Sjálfstæðisflokkur skipar
siöan minnihluta nefndanna.
Guðmundsson: „Engin tillaga
um að ganga lengra”
Alþýöublaöiö haföi samband viö
Björgvin Guömundsson vegna
bókunar Guörúnar Helgadóttur i
stjórn BSRB þess efnis aö ekki
hafi náöst samkomulag f meiri-
hluta borgarstjórnar um aö
ákvæöi samninga um visitölu-
bætur kæmu aö fullu til fram-
kvæmda nú þegar. Björgvin
Guðmundsson tók fram aö
borgarfulltrúar Alþýöubanda-
lagsins heföu aldrei lagt fram til-
iögur á viöræöufundum meiri-
hiutaflokkanna um aö ganga
lengra en samkomulag varö um.
Sigurjón Pétursson var einn aöal-
höfundur að þeirri tillögu aö visi-
töluskeröingin yröi unnin upp i
áföngum og féllst ég á þá lausn
vegna erfiðrar fjárhagsstööu
borgarsjóös, sagöi Björgvin
Guömundsson aö lokum.
Velkomin á Vitatorg.
OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF.
BOMSWSTUÐfO
vrroroRGi
I gamla austurbænum, við eina
elstu götu borgarinnar: Lindar-
götu.
Nýir þjónustuhættir á gömlum
og þekktum stað.