Alþýðublaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 16. desember 1978 alþýðu- blaóiö Útgefandi: Alþýöuflokkurinn Ritstjóri og ábyrg&armaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er I Sföumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2200 krónur á mánuöi og 110 krónur i lausasölu. Úrbætur í landbúnaði Málefni landbúnaðarins hafa mikið verið til umræðu i sölum Alþingis siðustu vikur. Bera þar hæst frumvarp til laga um framleiðsluráð land- búnaðarins, þar sem m.a. er kveðið á um fóður- bætisskatt, og þingsályktunartillaga Eyjólfs Konráðs Jónssonar um beinar greiðslur til bænda. Enginn neitar þvi, að vandamál landbúnaðar- ins eru nú meiri en þau hafa verið um áratuga skeið. Þar veldur mestu offramleiðsla á landbún- aðarafurðum, einkum mjólkurafurðum. Talið er, að nú séu til i birgðum i landinu landbúnaðaraf- urðir að heildsöluverðmæti 23 til 25 milljarðar króna. Erfiðleikar eru á að selja þessa umframfram- leiðslu úr landi og fyrir hana fæst ekki nema brot af framleiðslukostnaði, eða 25 til 50% af grund- vallarverði. Til að geta selt þessa vöru verða Is- lendingar að greiða svo milljörðum skiptir með henni. Það eru um það bil 15 ár siðanAlþýðuflokkurinn tók að leggja á það mikla áherzlu, að breyting yrði gerð á stefnunni i landbúnaðarmálum. Eng- inn hlustaði á viðvaranir Alþýðuflokksins og ráð- herrar hans og þingmenn voru kallaðir bænda- fjendur, sem vildu ganga af landbúnaði dauðum. Nú hafa mál hins vegar snúist svo, að sjálf bændasamtökin hafa haft forgöngu um að taka upp stefnu Alþýðuflokksins og ryðja henni braut. Það er þó ljóst, að þótt þessi hugarfarsbreyting hafi orðið, verður vandi landbúnaðar ekki leystur á nokkrum mánuðum. Skattur á fóðurbæti er mikilvirk aðferð, sé henni beitt á réttan hátt. Þó má ætla, að hún hafi ekki áhrif á mjólkurfram- leiðsluna á næsta ári, enda hefur komið i ljós, að margir efnameiri bændur hafa þegar birgt sig upp af fóðurbæti fyrir veturinn. Vafalaust hefði það orðið mun virkari aðferð, að setja mjólkurframleiðendum ákveðin fram- leiðslumörk, þar sem gert hefði verið ráð fyrir beinni magnminnkun i mjólkurframleiðslu, er næmi 10 til 15 af hundraði á næsta ári. Þessum samdrætti hefði mátt mæta með einhverri aðstoð við bændur, t.d. hluta af þeirri fjárhæð, sem að ó- breyttu færi til útflutningsuppbóta. Erfiðara er um vik varðandi sauðfjárbúskap- inn. Mikill fjöldi manna hefur atvinnu, beint eða óbeint, af vinnslu sauðfjárafurða i ullar- og skinnaiðnaði, sem skapar umtalsverðar útflutn- ingstekjur. Verulegur samdráttur á þvi sviði gæti haft alvarlegar afleiðingar á atvinnurekstur, þótt mikið skorti á að þessar afurðir séu fullunnar hér á landi. Þau skref, sem nú hafa verið stigin til að koma á meira jafnvægi i landbúnaðarframleiðslu, eru öll i rétta átt. En meira þarf að gera. Að svo komnu er t.d. ekki ástæða til að stuðla að stækkun og fjölgun búa með aukinni framræslu og stækk- un túna. A móti verða að koma aðgerðir, er bæta stöðu bænda i formi öflugra og virkara kerfis af- urða- og rekstrarlána, svo bændur fái greitt fyrir vinnu sina eins og aðrar stéttir. —AG— Brýn nauðsyn á alþjóði afnám pyndinga Herra forseti. Fyrir hönd Norður- landanna fimm, Dan- merkur, Finnlands, íslands, Noregs og Svi- þjóðar, hef ég þann heiður að flytja eftirfar- andi yfirlýsingu á þessum fundi í tilefni 30 ára af- mælis Mannréttindayfir- lýsingar Sameinuðu þjóð- anna. A siöastliönum þrjátiu árum hefur raunveruleg viöurkenning og framkvæmd á mannréttindum hlotiö aukna hlutdeild I alþjóöa- stjórnmálum og alþjóöasamvinnu. Þegar allsherjarþing Sameinuöu þjóöanna samþykkti Mann- réttindayfirlýsinguna hinn 10. desember 1948 og lýsti þvi yfir aö hún væri sameiginlegt markmiö fyrir alla menn og allar þjóöir hófst þróun sem var afar mikilvæg fyrir mannkyniö. 1 hinu alþjóölega samfélagi jafnt sem einstökum löndum hefur yfir- lýsingin oröiö hvatning og leiö- arljós til bálkunar á mannrétt- indareglurn og stööugrar framþró- unar i mannrfettindamálum. Yfirlýsingin telur upp þau rétt- indi sem hver einstaklingur ætti aö njóta og stjórnvöld hvers þjóö- félags ættu ávallt aö viröa. Hún lýsir ekki aöeins yfir borgaralegu og stjórnmálalegu frelsi, heldur einnig réttindum efnahagslegs, félagslegs og menningarlegs eölis. Meö þvi aö lýsa yfir þessari viö- tæku skilgreiningu á mannréttind- um hefur yfirlýsingin stuölaö mjög aöalmennum skilningi á mannrétt- indum og grundvallarfrelsi sem — samkvæmt yfirlýsingunni — er af- ar mikilvægt til þess aö fullar efnd- ir veröi á skuldbindingu aöildar- rikjanna um aö framfylgja og efla i samvinnu viö Sameinuöu þjóöirnar almenna viröingu fyrir og fram- kvæmd á réttindum þessum og _frelsi. Þessi almenna skilgreining á mannréttindum er sannarlega I anda mannúöar aö þvi leyti aö hún viröir ekki einungis rétt einstakl- ingsins til þess aö njóta sin, heldur gerir hún ráö fyrir sönnum skyld- um viö náungann. Hin borgaralegu og stjórnmála- legu réttindi jafnt sem hin efna- hagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindi veröa ekki aöskilin og eru hvert ööru háö, og báöum þessum réttindasviöum skyldi gert jafnhátt undir höfði. Þetta útilokar samt ekki aö sérstök réttindi eins og réttur til lifs eöa réttur til persónulegs frelsis eru sérstaklega mikilvæg þar sem þau eru forsenda þess aö allra eöa margra hinna réttindanna veröi notiö. Stjórnaskipun Noröurlanda er reist á gamalgróinni hefö frelsis, samheldni og réttlætis. Þessi lönd hafa þvi snúist skorinorö gegn mannréttindabrotum, sérstaklega skertri viröingu fyrir einstaklinen- um. Þau hafa reynt aö hjálpa fórnarlömbum slikra brota. 1 alþjóöastarfi aö mannréttind- um hafa Noröurlöndin aö sama skapi sýnt vakandi áhuga á efna- hagslegum og félagslegum hliöum þessara réttinda og leitast viö aö leggja fram raunverulegan og upp- byggjandi skerf til þess aö hrinda þeim I framkvæmd. í starfi þvf sem unnið hefur veriö og unnið er aö viö aö safna saman þeim samningum sem bindandi eru aö lögum og miða aö verndun mannréttinda hafa Noröurlöndin lagt áherslu á og munu halda á- fram aö leggja áherslu á aö samningar þessir hafi aö geyma heppilegt fyrirkomulag til þess aö þeim veröi framfylgt á alþjóöa- vettvangi. Fjöldi alþjóöasamninga varöandi mannréttindi hefur komiö fram eftir 1948 aö tilhlutan Sameinuöu þjóöanna og sérstofn- ananna. Ég vil nefna hér til dæmis mannréttindasamningana tvo á- samt valkvæöri bókun, alþjóða- samninginn um afnám alls kyn- þáttamisréttis, sáttmálann um ráöstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorö, samninginn um réttar- stööu flóttamanna og hina fjöl- mörgu samninga sem Alþjóöa- vinnumálastofnunim hefur sam- þykkt. Þessir samningar bera sannarlega vitni hraöri þróun aö þvi marki aö leggja meö lögum al- mennan grundvöll til verndar mannréttindum á alþjóðavettvangi. Sumir þessara samninga gera ráö fyrir úrræöum þar sem líka einstaklingum er gert kleift aö bera mál sin upp á alþjóðavettvangitil þessaö tryggja aö mannréttindi þeirra veröi virt i raun. Hins vegar eru úrræöi til alþjóö- legrar framkvæmdar ennþá aö mörgu leyti ófullkomin. Þvi ætti aö halda áfram viöleitni i þá átt aö styrkja aöstööu Sameinuöu þjóö- anna á sviöi mannréttinda, efla svæöisbundna samvinnu og tryggja sem viðtækasta meöaöild aö alþjóöasamningum um mannrétt- indi. Rikisstjórnir Norðurlandanna vona aö vaxandi fjöldi aöila aö samningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi notfæri sér hið valkvæöa fyrirkomulag um framkvæmd sem ráð er fyrir gert i 41. grein samningsins varöandi kvartanir eins rikis á hendur ööru riki og hina valkvæðu bókun samningsins varöandi kvartanir einstaklinga. Noröurlöndin hafa einnig vakandi áhuga á vibleitni þeirri sem nú á sér staö innan vé- banda mannréttindanefndarinnar og miöar aö eflingu og vaxandi viö- gangi mannréttinda og grund- vallarfrelsis, og vona aö fljótlega náist samkomulag um nýjar raun- hæfar aðgeröir I þágu einstaklinga jafnt sem rikja. Noröurlöndin eru lika hlynnt tillögum sem þeirri er varðar stofnun stööu mann- réttindafulltrúa Sameinuöu þjóö- anna og byggja þar á jákvæöri reynslu sinni af starfi umbobs- manns sem fjallar um mál milli einstaklinga og framkvæmda- valdsins. Starf flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóöanna er ágæt sönn- un um hina geysimiklu aöstoö, ein- Ávarp Benedikts Gröndal, utanríkisráðherra, af hálfu Norðurlandanna í tilefni af 30 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, New York, 11. desember 1978

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.