Alþýðublaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 12
alþýðu-
blaðið
Utgefandi Alþýðuflokkurinn
Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Síðu-
múla 11, sími 81866.
Laugardagur 16. desember 1978
Auglýsing um umferð í Reykjavík Samkvæmt tillögu Umferðarnefndar Reykjavikur og heimild i 65. gr. um- ferðarlaga nr. 40, 1968 hefir verið ákveðið að banna umferð bifreiða, annarra en strætisvagna, vestur Laugaveg frá Snorrabraut að Bankastræti laugardaginn 16. desember 1978 frá kl. 13 til 19. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 15. desember 1978. Sigurjón Sigurðsson
Styrkir til náms við lýðháskóla eða menntaskóla í Noregi Norsk stjórnvöld bjóöa fram nokkra styrki handa erlend- um ungmennum til námsdvalar viö norska lýöháskóla eöa menntaskóla skóiaáriö 1979 — 80. Er hér um aö ræöa styrki ár sjóöi sem stofnaöur var 8. mai 1970 til minningar um aö 25 ár voru liöin frá þvi aö Norömenn endurheimtu frelsi sitt og eru styrkir þessir boönir fram I mörgum löndum. — Ekki er vitaö fyrirfram hvort nokkur styrkj- anna kemur f hlut islendinga. Styrkfjárhæöin á aö nægja fyrir fæöi, húsnæöi, bókakaupum og einhverjum vasa- peningum. — Umsækjendur skuiu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir aö ööru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviöi félags- og menningarmála. Umsóknum um styrki þessa skal komið tii menntamála- ráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 25. janúar n.k. Sérstök umsóknareyöublöð fást i ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið 12. desember 1978.
Sxtoim
UNGLINGA- OG
BARNABÆKUR HAGPRENTS
Sayonara er japanska orðið yfir „vertu sæl”.
James A. Michener hefur með hinni hugþekku
ástarsögu sinni gert það að tákni þeirrar ástar
sem nær út yfir gröf og dauða.
Sayonara er vafalaust ein hugþekkasta ástarsaga
sem skrifuð hefur verið á síðari árum. Hún lýsir
ástum bandarísks hermanns og japanskrar
stúlku. Sögusviðið er vafið austurlenzkum ævin-
týraljóma og töfrum japanskrar menningar. Því
að enginn þekkir konur til hlítar sem ekki hefur
kynnzt ástartöfrum japanskra kvenna. Japanska
konan er tryggur förunautur, blíður félagi, gjöful
og þiggjandi í ástum, yndislegasta kona jarðríkis.
Metsölubók um allan heim.
Kr. 3.840
Shirfley verður
flugfreyja
jKr. 1.440
iBækurnar um flugfreyjuna
jShirley Flight eru bækur
um kjarkmikla og fríska
stúlku sem hefur það mark-
mið að rækja hið ævintýra-
ríka starf sitt af hendi af
festu og öryggi.
Benni í
Indó-Kína
Kr. 1.440
Þetta er ósvikin Benna-bók
og kærkomin gjöf hverjum
'dreng sem unnir spennandi
frásögnum af hraustum og
djörfum piltum sem láta sér
ekki allt fyrir brjósti brenna
í sínu hættulega og ævin-
týraríka starfi. Benni í Indó-
JKína er óskabók allra ís-
lenzkra drengja.
Ég læri betur að hugsa af
bókum þínum, skrifar korn-
ungur lesandi höfundinum
Mariu Gripe og öðrum
finnst að fullorðnir ættu
einnig að lesa bækurnar
hennar til að skilja hvernig
börn hugsa.
Kannski geta bæði börn og
fullorðnir „lært betur að
hugsa” af bókinni um Elvis
Karlsson — eða að minnsta
kosti að hugsa eins og Elvis
Karlsson.
Kr. 1.200
Þessi bók er fyrsta bókin í
bókaflokki um drengi er
unna knattspyrnunni. Lýsir
vel áhuga brezkra drengja
fyrir atvinnumennsku í
knattspyrnu. Flestir
íslenzkir drengir fylgjast
með brezku knattspyrnunni
af lífi og sál. Þessar bækur
eru því kærkomnar fyrir þá.
Keppnisferöa-
lagið
Kr. 1.200
Keppnisferðalagið er bók
um drengi er unna knatt-
spyrnu framar öllu. Allir
drengir sem áhuga hafa á
knattspyrnu sjá sjálfa sig í
þeim ungu knattspyrnu-
mönnum er hér fjallar um.