Alþýðublaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 7
„Laugardagur 16. desember 1978 7 isamningi um göngu mannilölegs eölis, sem veita má nauBstöddum einstaklingi beint af hálfu slfks embættis. Meðan við leitum aö frekari leiö- um og ráðum til þess að bæta raun- verulega framkvæmd þeirra alþjóðasamninga um mannréttindi sem fyrir hendi eru ættum við ekki að missa sjónar af þeirri staðreynd aö ennþá eru mörg mikilvæg atriði á sviði mannréttinda sem ekki hefur verið tekin afstaða til með alþjóölegum lagareglum eða sé svo þá að mjög takmörkuðu leyti. t sumum þessum tilvikum ber brýna nauðsyn til aö ákveða um grund- vallaratriði þau sem bindandi séu að lögum. Ég hef sérstaklega i huga viðleitni þá sem nU á sér stað til þess að afnema notkun pyndinga og annarra grimmdarlegra, ó- mannúölegra og vanvirðandi með- feröa eða refsinga með þvi að fall- ast á m.a. sérstakan og efnislega haldgóöan samning um þetta efni. Rikisstjórnir Norðurlandanna munu ekki liggja á liöi sinu við að reyna aö tryggja að slikur samningur verði gerður sem fyrst. Annað svið sem skiptir miklu máli er áhrif visinda- og tækniþró- unar á mannréttindi. A þessu hrað- vaxandi athafnasviði þar sem ein- staklingar og þjóðir standa frammi fyrir margvislegri og ófyrirsjáan- legri hættu er vissulega kominn timi til aö reyna að afmarka þau svið þar sem mest er þörf fyrir lagareglur um mannréttindi. Sjálf hugmyndin um eöa skilningurinn á mannréttindum felur aö sjálfsögöu i sér að þessi réttindi beri hverri einustu mann- veru án nokkurrar mismununar. Eitthvert hlálegasta misréttið sem enn viðgengst milli einstaklinga næstum alis staðar I heiminum er misrétti karla og kvenna. Samningsgerð um afnám misréttis sem byggir á kynferði ætti þvi að hafa algeran forgang i samfélagi þjóðanna. Rikisstjórnir Noröur- landanna eru virkir þátttakendur við gerð sliks samings. Mikilvægur hópur sem þarfnast sérstakrar verndar á lögmætum réttindum sinum eru auðvitaö börnin, og vil ég láta I ljós von Norðurlandanna um að unnt reyn- ist á alþjóöaári barnsins 1979 að at- huga leiðir og ráð til þess að styrkja þá vernd sem réttindi barnsins njóta. ABrir hópar sem hætta er búin og geta oröið fyrir mismunun eru hin mörgu þjóðarbrot i ýms'um hlutum heims. AB áliti rikisstjórna Norðurlandanna er mikilvægt aö samfélag þjóða heimsins beini viö- leitni sinni i þá átt að glæða skiln- ing almennings á vandamálum og hagsmunum þessara þjóðabrota. Ennfremur ætti samfélag heims- ins að gera viöeigandi ráðstafanir til þess að stuöla að skilningi á alþjóöavettvangi, samvinnu og al- mennri og raunverulegri virðingu fyrir mannréttindum, sérstaklega með þvi að leggja áherslu á fræðslustarf bæði innan og utan formlegra skólakerfa. Hið þýðingarmikla og ábyrgðarmikla hlutverk rikis- og sveitarstofnana til þess að tryggja framgang og vernd mannréttinda skyldi ávallt hafa i huga þegar viö íhugum hin alþjóðlegu viðhorf til mannrétt- inda. Hinir mörgu alþjóöasamningar um mannréttindi sem fyrir hendi eru og þeir er bætast munu við hafa vakið spurninguna hvort gangast ætti fyrir samræmingu milli hinna ýmsu alþjóðastofnana sem fást við mannréttindamál til þess að gera allsherjarþinginu kleift aö endur- skoða starf þessara alþjóöastofn- ana með ákveðnu millibili. Þörf viröist vera á nákvæmri athugun á lagalegum tengslum hinna ýmsu mannréttindasamninga innbyrðis og ætti hún fyrst og fremst að beinast að túlkun og framkvæmd þessara samninga. Allsherjarþing- ið gæti látiö þetta mál til sin taka i næstu framtið. Veröi mannréttindafulltrúi skip- aður gæti eitt helsta verkefni hans orðið að aðstoða við samræmingu á störfum hinna ýmsu stofnana Sam- einuðu þjóðanna sem hlut eiga aö verndun mannréttinda. Herra forseti. Ég vil leggja á- herslu á að hinn mikli fjöldi alþjóðasmnirtga um mannréttindi hefur leitt I ljós aö brot á mannrétt- indum er ekki eingöngu innanrikis- mál heldur alþjóölegt viöfangs- efni. Reyndar er þett lika tekið fram i sjálfum sáttmála Samein- uðu þjóðanna. A sama hátter efling á viröingu fyrir mannréttindum og langtima uppbyggingarstarf i þágu mannréttinda einnig alþjóðlegt viðfangsefni. Norðurlöndin hafa á- vallt lagt áherslu á að alþjóöa- samningar um mannréttindi ættu aö vera leiðarljós viö skipulagn- ingu aögerða og áætlana á alþjóða- vettvangi sem miða aö framförum og þvi aö skapa skilyrði fyrir efna- hagsvöxt, betri lifsgæði og nýtt alþjóðlegt skipulag i efnahagsmál- um. 1 málum varöandi stefnu I öryggismálum jafnt sem málum varðandi þróun samvinnu á alþjóðavettvangi er æ almennara viðurkennt aö einn helsti mæli- kvaröi á framfarir hljóti að vera á- hrifin á llf einstaklingsins. 011 alþjóðleg viðleitni á hinu viðtæka athafnasviði Sameinuðu þjóöanna hlýtur að lokum að þjóna þörfum þeirra. Aö lokum, herra forseti, vil ég leggja áherslu á að afstaöa Norður- landanna til mannréttindamála hvort heldur er innan landanna, I einstökum heimshlutum eða hinni viðu veröld mun halda áfram að einkennast af virkri þátttöku i á- framhaldandi bálkun og þróun mannréttinda á öllum sviðum. Frá Styrktarfélagi vangefinna á Austurlandi Byggingaframkvæmdir viö Vonarland hafa gengið vel og er nú verið að ljúka við hitalögn og einangrun I þeim húsum, sem ris- in eru. TIu milljón króna við- bótarframlag fékkst til bygg- ingarinnar á þessu ári, en áður hafði veriö úthlutað 35 millj. ABstandendur vangefinna eru hvattir til að láta stjórn félagsins frá sér heyra I sambandi við væntanlegt starf I Vonarlandi og ennfremur vegna bréfs lands- samtakanna Þroskahjálpar, er sent var foreldrum þroskahefta barna, 7 ára og yngri. Maria Kjeld, heyrnleysingja- kennari og Þorsteinn Sigurðsson, talkennari hafa stundað fram- haldsnám 1 Noregi i eitt ár og vinna nú aö rannsóknarverkefni um það, hvernigheppilegastsé að örva mál hjá þroskaheftum börn- um. Þau munu á næsta ári halda, námskeiö um þetta efni fyrir starfslið stofnana, þar sem börnin dvelja lengur eða skemur og einnig fyrir foreldra og annað heimilisfólk barnanna. Hér er tvimælalaust farið inn á merka og gagnlega braut i aðstoö við þroskahefta og vill félagið gjarnan styrkja þá, sem þurfa aö dveljast með börn sin lengri eða skemmri tima frá heimilum sin- um. Landssamtökin eru aö hefja út- gáfu timarits og mun það heita Þroskahjálp. Stjórn SVA hvetur félagsmenn ogaðra velunnarafé- lagsins að gerast áskrifendur aö timaritinu frá byrjim. Stjórnar- menn taka viö áskritum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.