Alþýðublaðið - 22.09.1979, Síða 2

Alþýðublaðið - 22.09.1979, Síða 2
2 Laugardagur 22. september 1979 UUGARDAGSLEIDARI Gagnbylting? A fimmtudag skýrir Þjóðviljinn frá þvi, að óánægjukurr með rikisstjórnina út af getu og úr- ræðaleysi i efnahagsmálum, sé aö magnast upp i uppreisn i landinu. A föstudegi lýsir blaöið i rit- stjórnargrein yfir gjaldþroti al- þýðuheimilanna i landinu. Þetta er óvenjulega viðkvæmt mál fyrir Þjóöviljann. Það vill svo til að einn af ritstjórum hans er, I núverandi stjórnarsam- starfi, sérstaklega ábyrgur fyrir verðlagsmálum. Það má þvi til sanns vegar færa, aö verðbólgu- stigið sé eins konar mælityvarði á það, hversu vel formúlur Þjóö- viljans gefast I reynd. Niðurstaöan virðist vera sú, aö verðbólgan stefni hraöfari i Islandsmet, allt aö 60 prósent. Núverandi methafi er hins vegar núv. formaöur AB, og aðal- höfundur lúðvizkunnar, hinnar frumlegu hagfræðikenningar bandalagsins. Metið setti hann sem verðlagsmálaráðherra I tið fyrri V-stjórnar, 1973-74. Þetta er varla tilviljun. Aðalhugsuðir AB eru ekki fyrr teknir viö stjórn efnahagsmála en stjórnleysið, mælt i verðbólgu, ætlar allt um koll að keyra, svo að það liggur við byltingu I landinu. Gagnbylt- ingu, er það ekki? Og gegn hverjum þó ekki gegn málsvara verkalýðshreyfingar, sósialisma og þjóöfrelsis? Nei, svo slæmt getur það ekki verið. Astandið er að visu slæmt, en hinn stéttvisi verkalýður hlýtur að skilja, að það er ekki AB að kenna. Þaöer Alþýðuflokknum að kenna. Með sinni alkunnu frekju, hörku og óbilgirni þröngvuðu krataráöherrarnir AB-liðinu til að beygja sig undir ölafslög segir Þjóöviljinn. AB varð að lúffa, til að halda friðinn. En af þessari uppgjöf stafar allt hið illa. Þarna er komin skýringin. En hvað er nú hæft I þvi, að yfirgangur kratanna hafi knúið AB til aö falla frá stefnu sinni? Hvaö eru Ólafslög? Ólafslög eru útþynning á frumvarpi Alþýöu- flokksins frá þvl I desember 1978 um jafnvægisstefnu I efnahags- málum. AB fékk þvi framgengt, með fjögurra mánaða málþófi, að þvi sem næst hvert einasta atriði I frumvarpi Alþýðuflokksins, sem að gagni heföi komið gegn verð- bólgu, var fellt brott eöa slæft, gert gagnslitiö. Otkoman var aum málamiðlun, að kröfu Ab. Framkvæmdin á þvi, sem eftir stendur, er svo mestan part i skötuliki. Framsóknarmenn hafa rækilega viöurkennt mistök sin, meö því að boöa núna nýjar til- lögur I efnahagsmáium, sem taka aftur upp þráðinn frá frumvarpi Alþýöuflokksins. Litum á þetta lið fyrir lið. Hvað vildi Alþýðuflokkurinn að gert yröi I desember? Hann vildi setja þak á heildarfjárfestingu og erlendar lántökur. Hann vildi afnema lögbundna sjálfvirkni fjárlaga og fjárfestingarlán- asjóða. Hann vildi reka rikissjóö með greiðsluafgangi og byrja að greiöa niður skuldir. Hann vildi setja skorður við aukningu peningamagns i umferð. Hann vildi i þessu samhengi stefna að raunvaxtastefnu I áföngum. Þetta er samræmd aðhaldsstefna á öllum vigstöðum. Hún átti aö tryggja hjöönum verðbólgu niöur I 27% innan árs og í 12 til 15% innan tveggja ára. Þetta var for- senda fyrir samkomulagi rikis- valds og aöila vinnumarkaöarins um samræmda launastefnu. Þetta er róttæk heildarstefna gegn verðbólgu, sem gaf raunsætt fyrirheit um árangur. Ab beitti sér af alefli gegn hverju einasta atriði. Niður- staöan varð máiamiðlun Ólaf- slaga. Reynslan hefur nú skorið úr þessum ágreiningi. Arangur ríkisstjórnarinnar er enginn. Stefna Alýðuflokksins var og er rétt. Rikisstjórnin geldur þess nú að hafa hafnað henni. En þjóöin I heild geldur þess nú að rikisstjórnin hefur, til að frið- þægja AB, ekki þorað að leggja til atlögu gegn vandamálunum, sem hún var mynduö til aö leysa. Þess vegna liggur nú við uppreisn á alþýöuheimilunum gegn þeirri samankölluðu grútarbræðsluhag- fræöi, sem tröllriðið hefur bessu stjórnarsamstarfi.-JBH. Orkustofnun óskar að ráða skrifstofumann, aðallega til vélritunar og afgreiðslustarfa. Umsóknir sendist Orkustofnun, Grensás- vegi 9, Reykjavik, fyrir 26. september nk. og skal fylgja þeim upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf. Orkustofnun, \ Grensásvegi 9, Reykjavik Simi 83600. Útboð Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum i lögn Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, frá Brautarholtsvegi að Dalsmynni og frá Eirikshóliað Fossá, samtals um 4650 m að lengd. Til verksins telst m.a. gerð veg- skeringa og fyllinga, burðarlag, flutning- ur malbiks, malbikun og allur frágangur. Útboðsgögn verða afhent gegn 30.000 kr. skilatryggingu á Vegamálaskrifstofunni (hjá aðalgjaldkera), Borgartúni 1, Reykjavik, frá og með þriðjudeginum 25. september 1979. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 14 þriðju- daginn 9. október n.k. Frá Pósti og síma Akureyri Staða bréfbera er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Stöðvarstjóri. I j Norræna leiklistarnefndin I auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðalritara. i Aðalritarinn annast framkvæmdastjórn fyrir norrænu | leiklistarnefndina sem hefur það hlutverk að úthluta styrkjum til norrænna gestaleikja og skipuleggja fram- haldsmenntun fyrir ýmsa starfshópa leikhússfólks. Starf- ið krefst þvi reynslu bæði af leikhússtarfsemi og stjórn- sýslu. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir áriö 1980 er gert ráð j fyrir að til starfseminnar verði á þvi ári variö 1,9 millj. danskra króna. Aðalritarinn þarf að geta tekið við stöðunni 1. mars 1980 og helst i hlutastarfi frá 1. janúar 1980. Ráöningartimi er tvö ár, að tilskildu samþykki Ráöherranefndar Norður- ianda, en framlenging kemur til greina. Skrifstofa nefnd- arinnar er nú i Stokkhólmi, en kynni að veröa flutt m.a. með tilliti til óska aðalritara. Um laun og önnur ráöningarkjör fer eftir sérstökum samningi. Umsóknir skulu hafa borist eigi siðar en 4. október 1979. j til Nordiska teaterkommittén, Karlbergsvágen 44,4 tr., S- | 113 34 Stockholm. Nánari upplýsingar um starfið veitir generalsekreter- are Lars af Malmborg i sima 08/309977 i Svíþjóö, eða for- maður nefndarinnar regissör Knut Thomassen I sima 05/25 94 75 I Noregi. Ritgerðarsamkeppni I tilefni bamaárs hefur stjórn Styrktarfé- lags vangefinna ákveðið að efna til rit- gerðarsamkeppni um efnið: Hinn vangefnii þjóðfélaginu. Veitt verða þrenn verðlaun: 1. verðlaun kr. 150 þús. 2. verðlaun kr. 100 þús. 3. verðlaun kr. 50 þús. Lengd hverrar ritgerðar skal vera a.m.k. 6-10 vélritaðar siður. Ritgerðimar, merkt- ar dulnefni, skal senda skrifstofu félagsins að Laugavegi 11, Reykjavik, en nafn og heimilisfang höfundar fylgi með i lokuðu umslagi. Félagið áskilur sér rétt til að birta opinberlega þær ritgerðir, er verð- laun hljóta. Skilafrestur er til 30. nóv. n.k. m Borgarspítalinn — 'I1 Lausar stöður STAÐA DEILDARSTJÓRA á lyflækningadeild er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. október 1979. STAÐA DEILDARSTJÓRA á geðdeild að Arnarholti er laus til umsóknar. Geðhjúkrunarmenntun er æskileg. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 1979. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast sem allra fyrst á skurðdeild (skurðstofu) spftalans. STAÐA AÐSTOÐARRÆSTINGARSTJÓRA er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. október 1979. Umsóknir um stöðurnar ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til skrifstofu hjúkrunarforstjóra, sfmi 8 1200 ( 207). Reykjavfk, 23. september 1979. BORGARSPITALINN Athygli skotvopnaeigenda er vakin á þvi að frestur til að endurnýja leyfi fyrir skotvopnum, útgefnum fyrir gildistöku núgildandi skotvopnalaga, rennur út 1. október næstkomandi. Umsókn um endurnýjun, ásamt sakavott- orði, skal senda lögreglustjóra i þvi um- dæmi þar sem umsækjandi á lögheimili. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 21. september 1979. Orkustofnun óskar að ráða sérfræðing á sviði rafeinda- fræði (verk-, tækni- eða eðlisfræðing). Starfið er fólgið i hönnun, smiði og við- haldi jarðeðlisfræðilegra mælitækja, svo og jarðeðlisfræðilegum mælingum við jarðhitarannsóknir. Launeru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veita Axel Björnsson og Arnlaugur Guðmundsson. Umsóknum fylgi upplýsingar um mennt- un og fyrri störf og sendist Orkustofnun eigi siðar en 30. september nk. Orkustofnun Grensásvegi 9, Reykjavik. Simi: 83600. Borgarspítalinn — Lausar stöður sérfræðingur í smitsjúkdómum Staða sérfræðingsi smitsjúkdómum innan lyflæknisfræði (hluta staða) við lyflækn- ingadeild BorearsDÍtalans er laus t;l um- -sóknar. Væntanlegir umsækjendur skulu gera rækilega grein fyrir læknisstörfum þeim, sem þeir hafa unnið, visindavinnu og ritstörfum. Umsóknir skal senda til stjórnar sjúkra- stofnana Reykjavikurborgar fyrir 31. október 1979. Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir deildarinnar. Sérfræðingur i nýrnasjúkdómum Staða sérfræðings i nýmasjúkdómum inn- an lyflæknisfræði við lyflækningadeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Væntanlegir umsækjendur skulu gera rækilega grein fyrir læknisstörfum þeim sem þeir hafa unnið, visindavinnu og rit- störfum. Umsóknir skal senda til stjórnar sjúkra- stofnana Reykjavikurborgar fyrir 31. október 1979. Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir deildarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.