Alþýðublaðið - 22.09.1979, Page 3

Alþýðublaðið - 22.09.1979, Page 3
AKUREYRI alþýöu- Eitt korn til íslendings... t blaöinu lslendingi er slúður- þáttur, eitt af þeim fyrirbærum sem mjög eru I tisku i blaða- mennsku nú til dags. — t þess- um þáttum fer gjarnan saman spaug, — útúrsnúningar — eða hreinar lygar um menn og at- buröi. t siðustu viku er I blaöinu spunninn upp þvættingur um mig, Frey Ófeigsson og Sigurö Óla Brynjólfsson i sambandi við kosningu i bæjarráð og á forseta bæjarstjórnar, sem fram fór i byrjun júni I vor. — Rúmir 3 mánuðir eru liðnir frá atburðin- um svo eitthvað hefur sögugerð- in bögglast fyrir höfundi, en honum til hugarhægðar og þeim til fróöleiks, sem lesiö hafa skrifin skal ég upplýsa strax að ég stóö sjálfur að þvi að Freyr gæfi kost á sér f forsetastarfið á- samt bæjarráði. Mitt daglega starf hefur tekið þeim breyting- um á siðasta ári aö ég er meira og minna utanbæjar allt sumar- ið, þegar störf forseta bæjar- Framhald á bls..S Sundurlynd þjóð í vanda Fáum mun blandast hugur um þaö, að íslensk þjóð sé nú í verulegum vanda stödd. Hrikalegasti vandinn er sú óðvaverðbólga, sem þjakar þjóðina í síauknum mæli, en þar að auki kemur erfitt árferði til landsins um norður- og norðaustur- hlutann, og ýmis teikn eru á lofti um samdrátt í atvinnulífi og aukinn markaðs- vanda eða harðnandi samkeppni á fiskútflutningsmarkaði. Samt er ótalinn mesti vandinn: sundurlyndi ráðamanna og almennings um það, hvernig á efnahags- vanda okkar skuli tekið. Þetta sunduriyndi er gróðrarstía verðbólgunnar. af starfsliöi slnu og útsjónarsemi við not þess, sem er, þá stuðla þeir ekki að hjöðnun veröbólgu, heldur teljast til sóttkveikjanna. Ef drjúgmargir atvinnurekend- ur halda áfram i vitlitlu verð- bólguárferði okkar aö lifa um efni fram á hallarekstri, þá eru þeir — eftir Braga Sigurjónsson Sjálfsagt er öllum ljóst, að ekki verður á verðbólgu unniö nema einhverjum og raunar mörgum blæði i bili. Ekki stendur heldur á þvi, aö maður segi við mann: Það verður að taka fast i tauma og stöðva þennan ófögnuð. En þegar til kastanna kemur, skortir ekki undandráttinn: atvinnurekendur þykjast vanhaldnir, hvað verð á framleiðslu og þjónustu viðvikur og launastéttir þykjast bera skarðan hlut frá borði. Og eigi einhversstaðar að spyrna viö fæti, þá skortir ekki málpípur þeirrar gagnrýni, að hér sé á- nfðsla á ferð. Sumir þykjast hafa orðið aftur úr i lifsgæðakapp- hlaupinu, og þá skortir sjaldnast þrýstiþóp þeim til halds og trausts. Þannig ganga klögumál- in á vixl og ekkert gerist til úr- bóta, þvi að framkvæmdavaldið virðist máttvana i höndum harð- vitugra þrýstihópa innan samfé- lagsins. Og svo kemur óstjórnin meir og meir i koll hinum um- komuminnstu, þótt þrýstihóparn- ir séu einnig farnir að eta börnin sin, sem alltaf verður, þegar ó- fyrirleitnin tekur ráðin af for- sálinni. Það er viðtekinn skilningur, að meðferö rikisfjármála, peninga- málaog vaxta, sem og fjárfest- ingarmála hafi úrslitaþýöingu um efnahagsþróunina hverju sinni, en ef öflugar stéttir og sam- tök innan þjóðfélagsins láta ekki vald sitt og áhrif vinna með að- haldsaðgeröum stjórnvalda I þessum efnum, þegar ætlunin er að draga úr verðbólgu, þá renna aðhaldsaðgeröirnar viðstöðulitið út i sandinn. Ef afleiðingar eru ekki hemlaðar ásamt orsökunum, reynast aögeröir gegn orsökunum gagnslausar nema um stundar- sakir. Þetta veröa menn að gera sér ljóst. Viö skulum lita á nokkur dæmi: Ef alþingismenn og rikisstjórn ganga ekki á undan öðrum um hófsemi i eigin launum og friöind- um, þá reynast þeir veikir flytj- endur aðhaldssemi gagnvart örð- um. Ef læknar og aðrar heilbrigðis- stéttir stilla ekki kröfum slnum um starfsmannafjölda og laun i hóf við þjóðargetu, þá enda málin i sifelldu volæöi, hvað aðbúnað i heilbrigðismálum varöar. Ef fræðslumálum þjóöarinnar er ekki skorinn stakkur eftir gjaldgetu þjóðarinnar, þannig að hún hafi sannfæringu fyrir þvi, að þar sé haldið nokkurn veginn á málum eftir skynsamlegum markmiöum, efnum og ástæðum, þá helst spennan og tortryggnin áfram, að þetta sé hálfgerð til- rauanastarfsemi breytingaglaðra og ábyrgðarlitilla fræðsluyfir- valda, sem halda þyrfti fast I tauminn á. Ef forsjármenn margs konar þjónustustofnana rikisins átta sig ekki á þvi, aö þeir veröa i erfiöu árferði aö sýna itrúsutu aðhalds- Bragi Sigurjónsson. semi um starfsmannahald og skæöir meðreiðarsveinar verö- aöra kröfugerð fyrir stofnanir bólgunnar, en vinna auk þess sinar sem og krefjast vinnusemi skaöræöisverk gegn stétt sinni, sem að meirihluta er, sem betur fer, skipuð mörgum góðum og gegnum og þjóðhollum einstakl- ingum. Ef launþegar eða forsjármenn þeirra átta sig ekki á þvi, að nú- gildandi visitölubætur á laun breikka i sifellu launamun manna og eru eins konar sistreymi inn á veröbólgueldinn, þá er vonlaust mál aö óbreyttu kerfi að ná hjöön- unartaki á verðbólgumeinvætt- inni. Og ef forsjármenn bændasam- takanna skilja ekki eða fást ekki til að taka mið af þvi, að verö bú- vöru er likt sistreymi inn á verð- bólgueldinn og fyrirkomulag visi- tölu á laun, þá er lika tómt mál að tala um hjöðnun verðbólgu, a.m.k. aö höfðu samráöi við aðila vinnumarkaðarins. Loks má ekki gleyma fjárfest- ingum þar veröur geta að stýra þörf, ef vel á að fara. Það sem hér er aö framan sagt, er að sjálfsögðu ekki tæmandi dæmi um orsakir og afleiöingar verðbólguvanda okkar. Aðeins veriö að undirstrika þá stað- reynd, að sá vandi er óviöráðan- legur nema tekið sé á orsökum og afleiðingum á skipulegan og markvissan hátt, þar sem öllum veröur nokkuð að blæða og allir veröa aö gera sér ljósa sina á- byrgð og sinn þátt i átökunum, svo að gagni megi veröa Okkur tjóar ekki að benda á vandann og heimta, að á honum sé tekiö, en skorast svo undan þvi að leggja nokkuð á okkur, að úr- lausn náist. Þaö er þessi kveinkun allt of margra okkar, sem veldur hiki og ráðvillu stjórnvalda i þvi hvernig á málum skuli gripið og hvernig haida. Það er lika eins og sá hugsunarháttur sé týndur og tröllum gefinn meðal valda- raanna, að skárra sé af tvennu illu aö hrökklast frá völdum fyrir að hafa reynt sitt besta, en ekki tekist, heldur en hafa ekkert reynt. Það er kunnara en frá þurfi að segja að eitt helsta einkenni þjóðfélagsþróunar á (s- landi á þessari öld er hinn mikli flótti úr sveitum landsins og gífurleg þéttbýlis- myndun á suðvesturhorni landsins. Ekki skal hér farið út í það að rekja orsakir þess- arar þróunar enda skiptar skoðanir um það mál. ( tíð fyrri vinstri stjórnar Ölafs Jóhannessonar var farið að vinna markvisst að þvi að stöðva fólksf lóttann til Faxaf lóasvæðisins. Um aðferðir þær sem beitt var í þessu skyni má lengi deila, og sumar þeirra orka mjög tvímælis, eins og t.d. sú ákvörðun að kaupa í snatri skuttog- ara heim á hvern f jörð og byggja þar til- heyrandi hraðfrystihús, allt þetta til að auðveida sóknina í þegar ofveiddan þorsk- stofn. Um hinn var því miður miklu minna hirt, að stuðla að skynsamlegri og mark- vissri iðnþróun í hinum dreifðu byggðum landins. En af hverju að vera að baksa við aðhalda lífinu í byggðunum utan Faxaflóa- svæðisins? Því er til að svara að svara að nauðsynlegt hlýtur að teljast að byggð sé haldið við allt í kringum landið. Ekki getum viðskipað háttvirtri loðnunni aðganga inn í Faxaf lóa, eða öllum fallvötnum landsins að renna þangað. En að sjálfsögðu er það ó- raunhæfit að reyna að halda lifinu í hverj- um einasta útkjálka, eða styðja við bakið á -------FORYSTUGREIN:----- Byggðastefna á villigötum búskap á hverju og einu einasta heiðarbýli sem nú er í byggð. Byggðastefnan verður aldrei reist á rómantískum tilfinningagrunni einum saman. Þar hijóta arðsemissiónarmið fvrst og fremst að ráða, víða í hinum dreifðu byggðum lansins eru fólgnar miklar náttúruauðlindir sem koma munu til góða orkuþyrstum heimi. Efling iðnaðar og orkunýting verður að vera undirstaða byggðaþróunar í framtíðinni. Landbúnaðurinn, þetta vandræðabarn ísl lenskra atvinnuvega hefur verið mjög í sviðsljósinu að undanförnu. Bændur hafa eins og allir vita orðið fyrir gífurlegum skakkaföllum vegna harðinda í vor og sumar. Ríkisstjórnin brást við vanda þess- um á mjög hefðbundinn hátt, með því að bæta bændum upp tekjumissinn af völdum AAóður Náttúru í snarhækkuðu búvöruverði. Það þarf auðvitað ekki að minnast á af leið- ingarar þessara gífurlegu verðhækkana fyrir pyngju hins almenna launamanns í landinu. En afleiðingar þessarar verð- ákvörðunar, sem var mótmælt af ráðherr- um Alþýðuf lokks, og samþykkt með sem- ingi af ráðherrum Alþýðubandalags, kunna einnig að verða miklu víðtækari. Þannig telja forráðamenn ullar- og skinnaiðnað- arins að þessum atvinnugreinum sé mikil hætta búin vegna stórhækkaðs hráefnis- verðs. Þetta mál snertir ekki hvað síst íbúa Akureyrar, en eins og kunnugt er eru þessar iðngreinar snar þáttur í atvinnulífi bæjar- ins. Það kemur úr hörðustu átt þegar þeir menn sem hæst tala um byggðastefnu standa að slíkum ákvörðunum. Ög ekki er það víst að verðhækkanirnar komi þeim til góða sem ætlunin er að hjálpa. Ekki ef af- leiðingin verður stórfelldur samdráttur í sölu landbúnaðarafurða að ógleymdri stöðvun fyrirtækja þeirra er að úrvinnslu hráefna landbúnaðarins starfa. — RA.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.