Alþýðublaðið - 14.12.1979, Síða 7

Alþýðublaðið - 14.12.1979, Síða 7
JÓLABLAÐ 7 Hvernig hrekkjalómurinn slapp Einu sinni var hrekkja- lómur, sem hét Jakob og alltaf var að gera öðrum einhverjar brellur. Loks keyrði þetta svo úr hófi, að menn fóru á f und konungs- ins sjálfs og kærðu Jakob Kóngurinn ákvað að refsa honum harðlega, en þó lofaði hann að láta Jakob sleppa, ef hann gæti leyst þrjár þrautir. Svo kallaði kóngurinn Jakob fyrir sig og gaf honum svohljóðandi skipun: Farðu til mannsins sem er að plægja akurinn þarna niður við skóginn og taktu bæði nautin frá plógnum hans án þess að hann verði var við, að það sért þú, sem hafir tekið þau. Jakob hugsaði sig um sem snö'ggvast og gekk svo niður í skóginn. Þar fór hann að syngja eins hátt og hann gat. Bóndinn heyrði þetta og langaði til að vita hver syngi svona vel og fór inn i skóginn. En undireins og hann hafði skilið við plóginn kom hrekkja- lómurinn, skar halann og hornin af nautunum og gróf það ofan í jörðina þannig að bláendarnir stóðu upp úr, alveg eins og nautin hefðu sokkið i jörð, Þegar þetta var búið, flýtti Jakob sér inn í skóginn og þaðan heim í höllina með nautin. Þegar bóndinn gat ekki fundið söngvarann sneri hann aftur að plógnum og varð nú býsna óttasleginn, þegar hann sá hvernig komið var. ,,Herra minn trúr, það hlýtur að hafa komið jarðskjálfti" sagði bóndinn kjökrandi og fór að réyna að draga nautin upp á hornunum og róf- unni. En hann hafði ekki annað upp úr því en það, að eftir dálitla stund stóð hann þarna með fjögur horn og tvo hala. Hélt hann því, að þetta hefði slitnað af, þegar hann var að toga. Svo fékk manngarmurinn sér skóf lu og fór að grafa, en vitanlega hafði hann ekkert upp úr því. Nautin hljóta að hafa sokkið ofan í iður jarðarinnar andvarp- aði hann í öngum sínum og hætti loks að grafa. Kóngurinn ivarð steinhissa á hrekkjalómnum, þegar hann heyrði hvernig hann hafði fariðað. En nú skyldi hann svei mér fá annað verkefni, sem verra væri að glíma við. Farðu út í hesthúsið mitt í nótt og taktu bezta hest- inn minn án þess að vinnu- maðurinn verði þess var, sagði hann við Jakob. En í laumi hafði kóngur skipað að láta helmingi fleiri menn en venjulega vera í hesthúsinu og auk þess skipað aðalgæzlumannin- um að sitja á hestinum alla nóttina. Undir miðnætti kom Jakob að hesthúsinu með dýrindis mat og drykk handa varðmönnunum. Þeir létu freistast af krásunum, en gættu ekki að þvi, að Jakob haf ði látið svefnmeðul í þær. Eftir dálitla stund voru þeir steinsofnaðir, allir nema Jakob, sem reið burt á gæðingnum. Undir morgun kom kóngurinn í hesthúsið og þið megið trúa að varð- mennirnir vöknuðu við vondan draum. En þarna var ekkert að gera, reið- hesturinn var á bak og burt. En á meðan kóngur- inn var að hýða varðmenn- ina, kom hrekkjalómurinn riðandi og fékk kónginum hestinn. Kóngur hugsaði sér nú gott til glóðarinnar að hafa síðustu raunina þannig að ómögulegt væri að leysa hana. Svo Jakob fengi réttláta refsingu að lokum. „Farðu upp í höllina í nótt" sagði kóngurinn, ,,og taktu giftingarhringinn af fingrinum á drottningunni án þess að hún viti, að það ert þú sem tekur hann." Um kvöldið settist kóngurinn við hliðina á drottningunni og þar ætlaði Framhald á bls. 15. SAPAFRONT + ál-forma-kerfiö (profilsystem) er hentugt byggingarefni fyrir islenzkar aöstæöur. Einangraöir álformar í útveggi, glugga og útihuröir. óeinangraöir álformar innanhúss. Útlitiö er eins á báöum gerðunum. I sérstökum leiöbeininga- bæklingi eru upplýsingar um burðarþol, varmaleiöni og hljóö- einangrun álformanna, ennfremur vinnuteikningar, sem léttir arkitektinum störfin. Byggingarefni framtiöarinnar er SAPAFRONT + SAPA — handriöiö er hægt aö fá I mörgum mismunandi útfærsl- um, s.s. grindverk fyrir útisvæði, iþróttamannvirki o.fl. Enn- fremur sem handrið fyrir veggsvalir, ganga og stiga. Handriðiö er úr álformum, þeir eru rafhúöaöir i ýmsum litum, lagerlitir eru Natur og KALCOLOR amber. Stólparnir eru gerðir fyrir 40 kp/m og 80 kp/m. Meö sérstökum festingum er hægt að nota yfirstykkiö sem hand- lista á veggi. SAPA — handriöiö þarf ekki aö mála, viöhaldskostnaður er þvi enginn eftir aö handriöinu hefur veriö komiö fyrir. Gluggasmiðj an Gissur Símonarson Siðumúla 20 Reykjavik — Simi 38220 Þjónusta Landsbankans er í alfaraleió. □ Utibu • A/greiðslustaður Hellissandur lafsvlk lAkranes ^REYKJAVlK Sandgerð ÖfcKeflavik Selfoss Grindav{k&^_--0»p^arbakki Þorláksfiofn r-t Stokkseyri Reykholt •Biskupstungum Hvolsvðllur Neskáugstaður EskifjcrðurQ Reyðarfjörðurf PáskrúösfjöröurC Djúpivogu Höfn, Hornafirðil Þjálfaö starfslið 30 afgreiðslustaða Landsbankans í flestum byggðum landsins leitast við að uppfylla hinar margvíslegu þarfir viðskiptamanna hans. Með aðstoð starfsfólks Landsbankáns, getió þér sparað yður tíma og fyrirhöfn, - jafnt við innlend sem erlend viðskipti. Kynnið yður þjónustu Landsbankans. LANDSBANKINN Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.