Alþýðublaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 14.12.1979, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÐ Fjölskylduföndur á Álftanesi „Þetta erskoalveg ferlega gaman"/ um það voru allir sammála/ — krakkarnir, mömmurnar, pabbarnir, og allir hinir sem líka komu. — „Af hverju er svona ferlega gaman?" — „Það er bara svo sniðugt að vera hérna og samt er enginn skóli og mamma er hérna líka", var ein skýring- in. Foreldraráð Álftanesskólans stóð fyrir opnu húsi í skólanum einn laugardaginn í byrjun desember. Allir máttu koma og föndra, — eða bara leika sér. Föndurefn- ið var afgangar, stakir sokkar, hnetur, bandspólur, tvinnakefli... allt mögulegt, sem annars hefði farið i súginn! Það voru búnir til jólasveinar, galdrakerlingar, englar og alls konar skraut til að hengja á tréð eða út i glugga, jólasveinahúfur, jólapokarog jólagjafir. Svo var spilað á grammafón og sumir tóku dansspor, aðrir sungu með. Það var kaffi fyrir fullorðna fólkið og gosdrykkir fyrir þá yngri og smákökur. Og það kom jólasveinn. Já, það var sko alveg ferlega gaman! Ms Bjarki er nú ekki nema 1 og hálfs árs gamall, svo þaö er varla von á öOru en hann langi til að smakka á þessum f reistanði hlutum! Mömmurnar vóru ekki slður áhugasamar en börnin bara Kennslustofurnar þrjár voru allar undirlagðar og ef borðplássið nægði ekki, var sest á gólfið. „Hvað er nú verið aö ónáöa mann” er eins og Sigrún sé að hugsa. Hin mátti ekki vera aö Það voru engin vandræði með hjálparkokka þvi aö lita upp fyrir Ijósmyndara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.