Alþýðublaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 29. október 1980 Flugleiðir 1 Eins og þar kemur fram taldi rlkisstjtírnin æskilegt aö miöaö yröi viö3ja dra reynslutlma. í þvi skyni bauö rikisstjómin félaginu aörikissjtíöur greiddi rekstrartap allt aö 3 milljónum bandarikja- dala á ári, frá 1. október 1980 til 30. september 1983. Upphæö þessi var ákveöin m.a. meö hliösjón af því, aö fyrirtækið haföi endur- skoöaö rekstraráætlun fyrir næsta ár og taldi nii aö halli á Noröur-Atlantshafsfluginu gæti oröiö nálægt 6-7 milljónir dollara fram til október 1981. Einnig var höfö hliösjón af þeim tekjum, sem rikissjóöur hefur haft af um- ræddu flugi undanfarin ár og áætlaöar eru hér aö framan fyrir árið 1979. Meö tilliti til sam- þykktar ríkisstjórnar Luxem- borgar frá 27. júni s.l. var þess jafnframt vænst að svipuö aöstoö væri fáanleg þaöan og þessi sam- eiginlega aöstoö, ásamt niöurfell- ingu lendingargjalda i Luxem- borg og kaupum islenska rikis- ins á auknu hlutafé, myndi nægja til þess aö greiöa hallann. 1 umræddri samþykkt leggur rikisstjtírnin jafnframt áherslu á nokkur atriöi: 1 fyrsta lagi, aö Noröur-At- lantshafsflugiö sé eins og unnt er, aögreint fjárhagslega frá öörum rekstri félagsins. Tapf-ekstur á þeirri flugleiö undanfarin ár, hefur haft gifurleg áhrif á fjár- hagsstööu fyrirtækisins almennt, og þvi á annaö nauösynlegt flug á þess vegum. Þetta ber aö foröast. Jafnframt er lögö áhersla á aö sérstök nefnd veröi sett á fót til þess aö fylgjast meö þróun mála i Noröur-Atlantshafsfluginu, þar sem i eigi sæti fulltrúarstjórnar félagsins, samgönguráðuneyt- isins og starfsliös. t ööru lagi, að reynt verði aö bæta starfsanda innan félagsins Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi - strax: Vogahverfi, Tjarnargata, Suðurgata. Alþýðublaðið — Helgarpósturinn Simi 81866. Verslunarmannafélag Reykjavikur heldur félagsfund aö Hótel Esju ikvöld, miövikudaginn 29. október kl. 20.30. Fundarefni: Nýir kjarasamningar. Verslunarmannafélag Reykjavíkur Flokksþing Alþýðuflokksins 1980 Haldið á Hótel Loftleiðum Föstudagur 31. október Kl. 14.00 Þingsetning, kosning starfsmanna, skýrslur, lagabreytingar (fyrri umræða). Kl. 20:30 Hátiðarfundur: Ræða formanns, ávörp, Island árið 2000, dagskrár- atriði. Laugardagur 1. nóvember Kl. 09:00 Vinna i starfshópum. Kl. 13:00 Lagabreytingar (siðari umræða). Almennar umræður. Kosning æðstustjórnar, verkalýðsmála- stjórnar og flokksstjórnar. Sunnudagur 2. nóvember Kl. 10:00 Almennar umræður Kl. 13:00 Álitstarfshópa, afgreiðsla tillagna. Kl. 17.00 Þingslit. milli stjómar og starfsliös. 1 skyni er taliö rétt aö oröiö veröi viö þeim óskum starfsliös aö þaö fái aö eignast aukinn hlut i félaginu. Fundur samgönguráöherranna var haldinn i Luxembourg, 17 og 18. september. Komust ráö- herrarnir aö þeirri niðurstööu aö Atlantshafsflugiö væri báöum löndum svo mikilvægt, aö nokkru væri tilþessfórnandi, aö þaö félli ekki niöur. Báöir aöilar gera sér grein fyrir þvi aö þessi rekstur geti ekki haldiö áfram í óbreyttu formi en voru sammála um, aö leggja til aöþaöyröi styrkt, a.m.k. um eins árs skeiö, enda yröi sá timi notaöurtilathugunar á framhaldi flugsins. í október fóru menn að bysnast yfir þvi, aö fjárhagsstaöa fyrir- tækisins væri miklu mun verri en menn heföu haldiö. Virtist staöa fyrirtækisins koma mönnum á óvart. Hér er rétt aö geta þess, aö rikisstjtírnin hefur átt fulltrúa i stjtím félagsins i mörg ár og ætti samkvæmt þvi aö vita allt um fjárhagsstööu fyrirtækisins. Auk þess ritaöi félagiö samgönguráö- herra bréf 15. september þar sem stjdrn fyrirtækisins gerir ráö- herra grein fyrir málinu. Um þetta atriöi segir I skyrslu ráö- herrans Steingrims Hermanns- sonar: „Eins og fyrr segir, ritaöi félagiö samgönguráöneytinu bréf, 15. september s.l. þar sem þaö geröi grein fyrir ákaflega er- fiöri rekstrarfjárstööu fyrir- tækisins. Þar er fariö fram á rikisáb'yrgö, samtals aö upphæö 12 milljónir bandarikjadalia, annars vegar 6 milljón dalir vegna breytinga á skammtima skuldum i lengra lán og hins vegar vegna 6 milljón dollara láns til þess aö brúa rekstrarfjár- erfiðleika fyrirtækisinsnú i vetur. Þegar þaö bréf var skrifað, var jafnframt gert ráö fyrir þvi aö unnt yröi aö selja tvær Boeing 727-100 flugvélar félagsins. Þótt ljóst væri aö rekstrarfjárstaöa Flugleiöa hf. væri mjög erfiö, má fullyröa aö fáa hafi grunaö aö ástandiö væri eins alvarlegt og þarkemur fram. R*étt eraö vekja athygli á þvi aö þessi rekstrar- fjárskortur er óháöur þvi, hvort Norður-Atlantshafsflugið heldur áfram eöa ekki. Aö visumá rekja hann til þess mikla taps, sem oröið hefur á þvi flugi upp á siö- kastiö, en þaö vandamál veröur hins vegar aö leysa óháö Noröur- Atlantshafsfluginu. Eftir þessar upplýsingar var ljóst, aö vanda- mál Flugleiöa hf. eru sttírum al- varlegri en áður var taliö.” í fljótu bragöi viröist þaö þvi augljóst, aö rikisstjórnin hefur haft vitneskju um þaö hver staöa fyrirtækisins var. Þær raddir sem upp á sfökastiöhafa talaö hátt um það, aö vandi fyrirtækisins kæmi á óvart, aö kröfur fyrirtækisins yröu alltaf viötækari, eru falskar og hjáróma. Stjórnvöld veröa aö viöurkenna þaö, aö þau hafa haldiö rangt á spööunum. Ákvaröanir hafa vafist fyrir ráöherrunum, enda erfitt aö verja^þaö frammi fyrir kjósendum sinum, aö taka ákvöröun um aö greiöa niöur hallarekstur á leiö sem allir eru sammála um aö geti aldrei oröiö hagkvæm _ miöaö viö núverandi aöstæöur. Skýrsla samgönguráö- herra er minnisvaröi rikis- stjórnarinnar i Flugleiöamálinu og eiga menn sjálfsagt eftir að hafa af þvi plaggi meira gaman þegar-frammi sækir. Kúltúrkorn 8 Sérstakur gestur þingsins er Charles Taylor. Fyrirlestur hans nefnist „On Understanding Another Society”. Næstkomandi sunnudag 2. nóvember 1980 verður haldinn aö Lögbergi fyrsti fundur vetrarins I stofu 101, kl. 14.30. Efni fundarins verður fyrirlestur Þorsteins Guö- jónssonar, er hann nefnir „Framþróun lifsins: saman- burður á þróunarskilningi Teil- hards de Chardin og dr. Helga Péturss”. Fyrirlestur Þorsteins byggist einkum á umfjöllun eftirtalinna atriða i kenningum þessara höf- unda: þróun frá tilteknu upphafi, meövitun i alheimi, lifskraftur, stefna þróunarinnar. Einnig veröur farið út i þau atriöi er ólik'. teljast i kenningum þessara tveggja höfunda. Sigurður Þór Guðjónsson skrifar: Siðfáguð tónlist Sinf óníutónleika r 23. október 1980 Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Einleikari: Dominique Cornel Verkejni: Karl O. Runólfsson — — Fjalla-Eyvindur, forl op. 27 Chopin — Pianókonsert nr. 1 i e-moll Debussy — Siðdegi skógarpúkans Debussy — La Mer Chopen er siöfágaðastur allra tónskálda. Tónlist hans ber vitni um ýtrustu ögun sálarlifsins, menntun og temprun tilfinning- anna. Þó var innra lif hans óvenju næmt, heitt og sterkt. En það kemur aldrei fyrir aö hann missi stjórn á sér eins og eftir- komendur hans i rómantikinni sem sprungu bókstaflega i tætl- ur um svipað leyti og allur hug- myndaheimur kynslóðarinnar hrundi á hausinn i henni meö braki og brestum upp úr siðustu aldamótum. Dominique Cornel hét hún fallega pianóstúlkan er lék fyrsta pianókonsert Chopens með Sinfóniuhljómsveitinni á fimmtudaginn undir stjórn Jean-Pierra Jacquillat. Hún lék ágætlega þessa ofur viðkvæmu, finlegu og þrautfáguðu list sem er i ætt við ljóölist aö þvi leyti aö fleira er gefiö i skyn en hugsaö er upphátt. Meöan ég heyröi hæga kaflann vaknaði i mér tilfinning skyld þeirri er stund- um gripur mann einmitt á feg- ursta degi sumarsins svo maður fyllist óþolandi þunglyndi mitt i allri dýröinni og þykist aldrei komast yfir hve þetta er stutt gaman allt saman. Okkur dreymir lika öll innst inni um sælulandiö góða sem rikti áður en tíminn varð til og enginn hafði etiö af skilningstrénu i þeirri paradis þar sem mann- Söngur og Eitthvert flóniö laug þvi aö PaulSperry aö allir Islendingar skildu bæöi ensku og þýsku. Kannski er þar komin skýringin á þvi aö engar útleggingar á textunum, sem voru á fjórum tungumálum, fundust I söng- skránni. Hins vegar rabbaöi söngvarinn viö hlutstendur milli laga á móöurmáli sinu ensku. Jafnvel þó söngvari syngi á tiu tungumálum, þar á meöal hebresku, er ég ansi hræddur um aö slik málsnilld fari fyrir ofan garö og neöan hjá venju- legu fólki, nema auðvitað hebreskan. Þaö er álika gáfu- legt, þegar um er aö ræöa tónlist af þvi tagi sem hér var flutt, aö prenta bara söngtextana og hafa engan- söng eins og aö hafa söng en enga texta. Svona framkoma lýsir gagn- geröum misskilningi á þvi hvers konar listflutningur þarna fór fram eöa þá botnlausri fyrirlitn- ingu á áheyrendum, svona álika og þegarfullorönu ftílki er boöiö snuö I staöinn fyrir kokteil i samkvæmi. Mér finnst aö þeir, sem ábyrgir eru fyrir þessum dónaskap, séu aö koma upp um þá skoöun slna aö tónlist eigi hebreska ekki erindi til annarra en þeirra sem hafa haft efni á aö eyöa bestu árum ævi sinnar i aö nema erlend tungumál, en slikir auökýfingar eru oft manna sistir til aö botna upp né niöur i þeim menningarverömætum sem sköpuö hafa verið á viö- komandi tungum eöa hafa skiln- ing á þeirri tónlist sem þeim eru tengdar. Ég fullyröi aö 90% þeirra sem sækja tónleika á Islandi skilji ekkert af gagni þegar sungiö er á ensku og þýsku, hvaö þá frönsku, jafnvel þó talsvert stærri hundraöshluti geti lesiö eitthvaö á btík eöa gripiö dag- legt talaö mál. Tónleikar eiga aö vera fyrir almenning, upp og ofan vinnandi fólk, en ekki miðast viö þekkingu, menntun og þarfir þeirra sem rangsnúiö þjóöfélaghefurgefiö einkarétt á aö gina yfir menningarforöa heimsins. Paul Sperry hefur mjög hversdagslega rödd, svo ein sér nær hún ekki athygli manns. En hann kann greinilega mikiö fyrir sér og gjörhugsar, út frá mörgum sjónarmiöum, hvert einasta lag sem hann syngur. kynið átti aðeins þá hugsjón að bita gras og búa til fleira fólk, löngu áöur en siömenningin fæddist I einhverjum dimmum óskiljanlegum skógi. Þá var lif- iö sæla og enn meiri sæla, enda- laust, álika og tónlist Debussy i Siödegi skógarpúkans. Þetta einstæða tónverk, sem viröist spretta úr einhverju frumsjáifi mannkynsins, fannst mér skorta herslumun á raunveru- legt algleymi undir stjórn Jacquillat. í Hafinu viröist Debussy vera að brjóta heilann um veröldina án allra mann- legra eiginda en slikan heim nefnum viö dauöa náttúru. Kannski var jöröin okkar svona köld, myrk og framandi meöan frumkraftarnir, haf og himinn, réöu rikjum áður en guö bjó til land og kveikti ljós og setti skógarpúka að leika sér I ljós- inu. Þetta voru góöir tónleikar. Þegar ég gekk heim gegnum Hljómskálagaröinn var fullt tungl og bláhvit birta á fjöllum en hafiö hans Debussy svaf úti i myrkrinu. Þá gladdist ég yfir þvi að vera fæddur meðal þjóðar er lengst af var svo af- skipt siömenningu aö hún trúöi á útilegumenn á reginöræfum sem hún sagði af sögur og var ekki fyrr búin aö læra mál tón- anna en hún hélt áfram að lofa þessar þjóðhetjur I tóndrápum. En flutningur hans á Schubert höföaöi þó varla til min. Þaö er til litils aö „skilja” út I ystu æsar lög eins og Der Doppel- ganger og Ganymed ef undir- staöan, röddin sjálf, hefur ekki breidd og nafn til að gera skiln- ingin áheyrendum ótviræöan og helzt yfirþyrmandi. Þessi lög, eins og mörg önnur eftir Schubert, eru svo undarleg aö þau eru alltaf hálfgert klám nema þau séu flutt á þann hátt aö engum detti i hug aö betur veröi gert. Sperry var skárri i einfaldari og áhyggjulausari lögum eins og t.d. Am Meer. Mér fannst hann lfka meira skirskota til mln I nokkrum bráöskemmtilegum söngvum eftir Roussel en kannski var þaö vegna þess aö ég var þeim ókunnugur og haföi gaman af þeim. Samt er ég ekki frá þvi aö hugsunarháttur Roussel eigi betur viö skapgerö söngvarans en f inleiki Schuberts. Þvi miöur fór þunglyndi, ljóöræna og dapurleiki Tjækovskys aö mestu fram hjá mér. Aö lokum söng Paul Sperry syrpu af am- eriskum lögum. Og þar var hann i essinu sinu. Sá söngleikur var bráðskemmtilegur fyrir þá sem uppaldir eru viö evrópska alvöru og þekkja ekki „the american way of living”.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.