Alþýðublaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. október 1980
3
Menn hefur oft greint á um það, hvort giftusam-
legra sé í pólitík, að hafa rétt fyrir sér — þótt síðar
komi á daginn — eða að hafa fylgið með sér, og lenda
með það í ógöngum.
alþýöu
PTFT'jT'M
| Útgefandi: Alþýöuflokkurinn •
Framkvaemdastjóri:
Jóhannes Guömundsson
Stjórnmálaritstjóri (óbm):
Jón Baldvin Hannibalsson.
Blaðamenn: Helgi Már
Arthursson, Olafur Bjarni
Guönason.
Auglýsinga- og sölustjóri:
Höskuldur Dungal
Auglýsingar: Elin Haröar-
dóttir
Gjaldkeri: Halldóra Jóns-
dóttir.
Dreifingarstjóri: Siguröur
Steinarsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru
aö Siöumúla 11, Reykjavik,
simi 81866.
f ráfall Stefáns Jóhanns
Stefánssonar, fyrrverandi
formanns Alþýðuflokksins og
forsætisráðherra, gefur tilefni
til að rifja upp nokkra örlaga-
þætti úr sögu Alþýðuflokksins.
Leiötogar flokksins, núverandi
og fyrrverandi, minnast Stefáns
Jóhanns i mörgum greinum i
Alþýðublaðinu i dag. Sú sögu-
lega upprifjun tekur af tvimæli
um, aö þau umskipti sem nú
eiga sér staö i Alþýðuflokknum
eru eins og stormur i tebolla i
samanburði viö þau átök, sem
urðu i Alþýðuflokknum fyrir
upphaf og eftir endalok
formannsferils Stefáns
Jóhanns.
Stefán Jóhann var arftaki
Jóns Baldvinssonar á stóli
forsta Alþýðusambands
Islands, sem i þann tið var eitt
og hið sama og formennska i
Alþýðuflokknum. Alþýðuflokk-
urinn og verkalýðshreyfingin
var eitt og hið sama — tvær
greinar á sama meiði.
Stefán Jóhann var formaður
Alþýðuflokksins ialls fjórtán ár.
Þessi fjártán ár reyndust vera
örlagarikasta timabilið i sögu
flokksins. Skömmu áður en
Stefán Jóhann tók við forystunni
hafði flokkurinn klofnað i annað
sinn. Vinstri armurinn, undir
forystu Héðins Valdimarssonar,
gekk til flokkslegrar samein-
ingar með kommúnistum undir
firmamerki Sameiningarflokks
alþýðu — sósialistaflokksins.
Tnnrás Ráðstiórnarrikjanna i
eitt Norðurlandanna, Finnland,
nokkrum mánuðum siðar,
afhjúpaði að visu innsta eðli
flokksins sem anga af hinu
alþjóðlega Sovéttrúboði. Héðinn
hrökklaðist þá úr hinum
nýstofnaða flokki, reynslunni
rikari og saddur pólitiskra lif-
daga. En alþýðuflokkurinn beið
þess lengi vel ekki bætur, að
hafa ekki varðveitt einingu sina
fyrirjþessu áhlaupi Moskvu
trúboðsins.
Arið 1952 var Stefán
Jóhann felldur frá formennskus
flokksþingi Akþýðuflokksíns, i
kjölfar mikilla átaka og ágrein-
ings um stefnu flokksins, bæði i
innanlands, og þó einkum i
utanrikismálum. Þar skipti af-
staðan til aðildar Islands að
Atlanzhafsbandalaginu sköp-
um.
Tveimur árum siðar, eða á
flokksþingi 1954, kom enn til
uppgjörs i flokknum. Hannibal
Valdimarsson féll i formanns-
kjöri fyrir pólitiskum fóstur-
föður sinum, Haraldi
Guðmundssyni. Þeir atburðir
leiddu til þess, að Alþýðuflokk-
urinn glataði enn á ný forystu-
hlutverki i Alþýðusambandinu.
Arið 1956 fylgdi Hannibal i fót-
spor Héðins og léði kommúnist-
um nýja dulu til að dansa i. Að
vfeu forðaðist Hannibal sömu
y.ÍlaioK og Héðni hafði orðið á og
gekk ekki til flokksstofnunar
með kommúnistum. 1 staðinn
myndaði hann eins konar sam-
fylkingu Málfundafélags jafn-
aðarmanna og Sósialistaflokks-
ins.
þetta reyndist verða ný
blóðtaka fyrir Alþýðuflokkinn
og um leið, alvarlegustu mistök
á stjórnmálaferli Hannibals og
samstarfsmanna hans. Arið
1956 voru glæpir Stalins afhjúp-
aðir i háborg hans, Kreml,
þannig að jafnvel blindir fengu
sýn. Blóðbaðið i Ungverja-
landi 1956 afhjúpaði enn einu
sinni hið rétta eðli
sovétkommúnismans. Sovéttrú-
boðið islenzka varð þar með
endanlega hugmyndalega
gjaldþrota. öll rök bentu til
þess, að það kæmist pólitiskt á
vonarvöl, svo sem það
verðskuldaði. Framrétt
hjálparhönd Hannibals var þvi
vel þegin af kommúnistum,
þegar þeir voru i andlegum
nauðum staddir. En það var
einhvern óþarfasti björgunar-
leiðangur, sem nokkru sinni
hefur verið gerður út i islenzkri
pólitik. Kórvillu af Vestfjörðum
mætti kalla það.
Menn hefur oft greint á um
það, hvort giftusamlegra sé i
pólitik, að hafa rétt fyrir sér —
þótt siðar komi. á daginn — eða
að hafa fylgið með sér, og lenda
með það i ógöngum.
1 fljótu bragði mætti álykta
sem svo, að fjórtán ára
formennskutimabil Stefáns
Jóhanns i Alþýðuflokksnum hafi
verið hnignunarskeið i sögu
flokksins. Á þessu timabili tap-
aði Alþýðuflokkurinn mörgum
fólkorrustum, sem háðar voru
við sovéttrúboðið um hug og
hjörtu lslenskrar alþýðu.
Sameiginleg atlaga ihalds og
kommúnista að forystuhlut-
verki Alþýðuflokksins i verka-
lýðshreyfingunni tókst, þannig
að skilið var i milli Alþýðu-
flokksins og verkalýðshreyf-
ingarinnar. Hvorug hreyfingin
hefur beðiö þess bætur siðan. A
þessu úrslitaatriði hefur það olt-
ið, að stjórnmálaþróun á Islandi
hefur orðið á annan veg, og mun
ógiftusamlegri, en viðast hvar
annars staðar á Norðurlöndum.
Með endurteknum kosninga-
sigrum árið 1942 náði Sósialista-
flokkurinn frumkvæði af
Alþýðuflokknum i islenskri
pólitik og hefur haldið þvi óþarf-
lega lengi. Nú eru að visu mörg
teikn á lofti, sem benda til þess
að þvi tafli verði snúið við á
næsta áratug. Engu að siður
glataðist jarðsambandið við
heila kynslóð ungs fólks, sem
lenti á pólitiskum villigötum i
stað þess að gera sameinaðan
flokk lýðræðisjafnaðarmanna
að ráðandi afli i islenskum
stjórnmálum.
En dómur sögunnar pm
stjórnmálamanninn Stefán
Jóhann Stefánsson, verður ekki
kveðinn upp af þessum málsat-
vikum einum saman. Stefán
Jóhann var stjórnmálamaður
þeirrar gerðar, sem stendur við
sannfæringu sina og fylgir henni
fram, án tillits til stundarhags-
muna. Hann var ekki lýðskrum-
ari, sem seldi sannfæringu sina
fyrir fylgisvon. Fyrir það nýtur
hann virðingar. Hann hafði rétt
fyrir sér i þvi, að vera andvigur
myndun nýsköpunarstjórnar-
innar, en sætti sig þó við, að
vera i minnihluta i flokknum.
En fyrst og sibast verður þess
minnzt, að hann hafði rétt fyrir
sér, þegar sú örlaga-
rika ákvörðun var tekin, að
ísland skyldi gerast aðili að
varnarbandalagi vestrænna
þjóða. Sá veröur dómur sögunn-
ar. Þeim dómi hljótum við öll að
una. —Jón Baldvin
STEFAN jóhann
KANZLARINN, VERKALÝÐSHREYFINGIN OG
HLUTVERK MENNTAMANNA í PÖLITÍK
Helmut Schmidt, rikiskanzlari Vestur-Þýskalands og leiðtogi jafnaðarmanna
tók nýlega þátt í viðræðum við rithöf undana Gunther Grass, Sigf ried Lenz og Fritz
Raddatz, um sögulegt hlutverk hinnar sósíaldemókratisku hreyf ingar Þýskalands
og um hlutverk menntamanna innan hennar og með þjóðinni. Alþýðublaðið grípur
hér niður á nokkrum köf lum úr þesu samtali kanzlarans og rithöf undanna í þýzka
blaðinu „Die Zeit".
,,Ég llt á sjálfan mig sem
menntamann, án þess að fallast
á að sú nafngift lýsi mér til fulls.
Ég er ekki haldinn neinum
hleypidómum gegn mennta-
mönnum. Ég held að Þýskir
jafnaðarmenn þjáist ekki af
neinum sllkum fordómum. En
eftir þvi sem þýzku verkalýös-
hreyfingunni jókst sjálfstraust
og sjálfsvirðing, þá batt hún svo
um hnútana að hagsmunir
hennar skyldu aldrei víkja fyrir
pólitiskum trúarsetningum og
kreddum menntamannanna.
Við megum þakka forsjóninni
fyrir, aö það er svo enn I dag.
Ég hugsa til þess með skelf-
ingu hvað gerast mundi, ef
menntamenn og háskólalið yröu
alls ráðandi i málmsmíðasam-
bandinu, eða hjá byggingariðn-
aðar- eða efnaiönaðarsamband-
inu. Og ég hugsa til þess meö
hryllingi ef hinn greiði
aðgangur þýskra borgara aö
háskólamenntun hefði þær af-
leiðingar, að þeir einir hlytu
áheyrn og nytu áhrifa á manna-
mótum i flokki okkar, sem
hampa háskólaskirteini. Okkar
flokkur er verkamannaflokkur.
Verkamenn eiga sjálfir aö
kveða uR)úr um það, hvað
þjónar þeirra hagsmunum. Þeir
geta menntast, látið sann-
færast, oröið fyrir áhrifum
snjallra hugmynda. En að lok-
um veröa þeir sjálfir aö taka
sinar ákvarðanir. Þeir eiga
sjálfir mest i húfi.
Helbert húmbúkk
Uppi er sú skoðun að
smekkvísi verkalýðshreyf-
ingarinnar sé mjög ábótavant.
Að hún hafi mjög takmarkaðan
skilning á afurðum æðri
menningar. Þaö er nokkuö til i
þessu. En verkalýðshreyfingin
er ekki ein um þaö. Það eru líka
uppi áberandi menningarvitar
— og framleiöendur menningar
— sem hafa fyrir satt, að allt
sem er nýtt, sé merkilegt, og af
þeirriástæðu einni. Oft og einatt
er þessi svokallaöa
„framúrstefna” þeirra þó
helbert húmbúkk.
Það er ekki hlutverk rikis-
stjórna að gefa mönnum fyrir-
mæli I listrænum efnum — og
vissulega ekki að beita valdi
sinu einni listastefnu til
framdráttar á kostnað annarr-
ar. Min skoðun er sú, að land-
stjórnarmenn eigi ekki að
grauta I heimspeki. Það skulum
viö eftirláta kommisörum
kommúnistarikjanna.
En ríkisstjórnir eiga ekki að
láta listir og menningu afskipta-
laus. Uppörvun siðferöilegur
stuðningur, er stundum vel
þeginn. Fyrir skömmu bað ég
erlendanmyndhöggvara, Henry
Moore, að rétta okkur hjálpar-
hönd við aö draga úr steingeldri
skrifræðisásýnd húsakynna
kanslaraembættisins. Hann
rétti okkur ekki einast hjálpar-
hönd — heldur sina högu hönd.
Fyrst var nöldrað. Nú eru allir á
einu máli um, að hann hefur
gefið okkur innblásið listaverk.
Ég segi gefiö'. Hann hefur lánað
Þýska rlkinu vinnulaun sin, þvi
að það hefur tekið svolitinn tfma
aö fá fjárveitingavaldiö til að
samþykkja útgjöldin.
Ég er oft spurður um yngri
kynslóðina, afskiptaleysi henn-
ar af stjórnmálum og neikvæð
viðhorf til okkar þjóðfélags-
gerðar. Lýsir þetta bara
kynslóðabilinu eða endurspegl-
ar þaö „menningarlegt tóma-
rúm”, sem rikisstjórnin ætti að
einhverju leyti að uppfylla?
Ég ólst upp I þriðja rlkinu. Ég
var fjórtán ára gamall 1933,
þegar Hitler náði völdum. Ariö
1937 gerðist ég hermaöur. Það
var ekki auðvelt aö sætta þær
mótsagnir, eða hemja þá innri
togstreitu, milli pólitiskrar
sannfæringar og ytri aðstæðna,
sem einkenndi lif minnar
kynslóöar. Flestum okkar tókst
þetta þó og m.a. fyrir þá lifs-
reynslu, hafa flest okkar náö því
aö verða af athöfnum sinum
sæmilega virðingarvert fólk.
Mín kynslóð komst ekki hjá
"þvl a'ð'læra að gera greinar-
mun á réttu og röngu, góðu og
illu. Kynslóöin á undan minni
hafði verið þrúguð af atvinnu-
leysi og upplausn. Það er eink-
um tvennt, sem er að minu mati
gjörólikt ef við berum saman
lifsskilyrði yngri kynslóðar við
okkar eigin: ósambærilega
miklu betri lifskjör og frelsi frá
efnahagslegri nauðung — og á
Helmut
hinn bóginn hnignun trúar-
bragöa.
Eg vei't ekki hversu margir
meöal unga fólksins hafa snúið
baki viö guðstrú feöranna, en ég
er sannfærður um að svo sé
meðal margra, sem eiga bágt
með að finna lifi sínu tilgang,
þrátt fyrir hagstæö ytri skilyrði.
Þvi miður gat ég ekki hjálpað
þeim. Af þvi er best verður séð
er þaö takmörkum háð, hvað
kirkjan getur lagt af mörkum.
Mér sýnisteinatt sem sumt ungt
fólk leggi traust sitt á skiinings-
rikan og góðviljaöan sóknar-
prest — fremur en á guð.
Vöntun á heimspeki?
Mér mislikar að vera brugöiö
um vöntun á heimspekilegu
.hugarfari — sem eins konar
'framkvæmdastjóra stórfyrir-
tækisins Þýzkalands, sem
aðeins sækist eftir efnislegum
gæöum. Gagnrýni af þessu tagi
heyrist oft frá fólki, sem les eða
skrifar um heimspeki. Það kann
að þykja hrokafullt en engu að
siður tel ég það meiri háttar
afrek okkar, sem höfum fariö
með völd i hinum vestræna
heimi á siðasta áratug, að hafa
getað varðveitt efnahagslegan
stöðugleika og friö.
Ég hef lengi gengiö meö þá
hugmynd i kollinum að setjast
niður og skrifa eina bók — erfiöa
bók — eftir að ég losna hér viö
kanslaraembættið. Iþessaribók
vil ég reyna að svara spurning-
unni: Hvert er hlutverk rikis-
valdsins í okkar þjóöfélagsskip
an í Vestur-Þýskalandi?
Þessari spurningu vil ég reyna
aðsvara meðhliðsjón af tvennu.
Annars vegar er sú heimspeki-
lega, stjórnarfarslega hugsun,
sem hefur haft ráðandi áhrif á
hugmyndir okkar Þjóðverja um
rikisvaldið. Til þess aö lýsa þvi
nánar nefni ég nöfn eins og
Lassalle, Bismarck og Hegel.
Hin viðmiðunin er min eigin
persónulega reynsla, sem þátt-
takenda i Þýskri sögu allt frá
stríöslokum. Ég hef veriö að
gæla við þessa hugmynd i nokk-
ur ár. Stundum upp úr miðnætt-
inusestég niður og skrifa nótur
að einum og einum kafla og
geymi svo i sérstakri öskju.
Stóra bókin og Marx
gamli
Þegar Gunther Grass les
þessa bók mun hann komast að
raunum, að ég hef sem kanslari
eytt miklum tima i aðvelta fyrir
mér sögulegu hlutverki okkar
þjóðar og framtiðarsýn. Herra
Raddatzmun komast að þvi, að
þótt ég sé enginn marxisti, er ég
ekkert siöur undir það búinn aö
fjalla um hlutina á fræðilegan
hátt heldur en hann og hans lík-
ar.
Ég hef aldrei litið á sjálfan
mig sem marxista. En viö eig-
um Marx gamla skuld að gjalda
fyrir framlag hans til þekkingar
okkar á innviðum iðnrikisins.
Ég er sammála þvi sjónarmiði
hans að framleiðsluaöstæöur og
efnahagskerfi eru mestu
ráöandi um lifsviðhorf manna
oghugsunarhátt. Þetta má orða
á annan veg með þvl að segja,
að starfi hagkerfi ekki eölilega,
er gjörsamlega borin von að
rikisvaldiö og þjóöfélagiö i heild
geti verið með eðlilegum hætti.
A okkar dögum er stööugleiki
og festa i stjórn efnahagsmála
ómissandi grundvallarforsenda
fyrir varðveislu friðar — bæði
innan hvers þjóðfélags og milli
þjóðrikja. Hitt er svo annað
mál, að sá dólgamarxismi, sem
ekkert skilur nema efnahags-
legar frumþarfir manna, —■
hann skilur ekki neitt.
. JBH endursagöi)