Alþýðublaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.10.1980, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. október 1980 5 irum margt annao. Jón Blöndal baröist ötullega fyrir málstaö lögskilnaöarmanna, svo dæmi sé tekiö. ÍAhugafölk úr öllum stjórnmálaflokkum baröist fyr- ir málstaö lögskilnaöarmanna. Enlýöveldiö var stofnaö 17. júni 1944, meöan blóöiö enn flaut i Evrópu. Þanndag rigndi mikiö á Þing- völlum Eftir aöégkom heim frá námi erlendis., kynntist ég Stefáni Jóhanni persónulega, og ræddi oft viö hann, bæöi um sögu, um pólitikina almennt og ekki siöur þegar eitthvaö sérstakt var á döfinni. Siöast liöiö vor tók ég saman útvarpsþátt þar sem varinn var málstaöur lögskiln- aöarmanna. Stefán Jóhann var mér m jög innan handar viö gerö þessa þáttar. Hann sagöi ein- hverju sinni eftirminnilega setningu um þessi mál. Efnis- lega á þá leiöaö sennilega þyrfti eina kynslóö enn, til þess aö skilja til hlítar málstaö lög- skilnaöarmanna. Auövitaö var Stefán Jóhann mistækur um sumt. Hver er þaö ekki? Og auövitaö bar hann sjálfur nokkra ábyrgö á þvi aö deilur i Alþýöuflokknum uröu stundum magnaöar. A þvi hygg ég vera flóknar skýringar. En sagan á eftir aö dæma svo aö þaö eru einungis smámunir og hjóm andspænis þeim pólitisku þrekvirkjum, sem þessi for- ustumaöur jafnaöarmanna vann. Hann trúöi á málstaö sinn. Þess vegna gustaöi um hann. 1 þvl fólst styrkur hans og stærö. VilmundurGylfason. • Hvorki voru kynni okkar Stefáns Jóhanns Stefánssonar löng né náin. Þó á ég honum skuld aö gjalda, þakkir fyrir nokkrar ánægjustundir og holl- ráö. Ég kynntist honum full- orönum og fór f smiöju til hans, þegar ýmsar pólitiskar spurn- ingar sóttu á mig. Meö viröu- legu fasi, mikilli reynslu þekk- ingu og góösemi, varö hann lærimeistari, sem ég mun lengi minnast og meta. 1 ailri hugsun og framferöi var Stefán Jóhann sannur og einlægur jafnaöarmaöur. A ör- lagatimum léku um hann naprir vindar, eins og jafnan gildir um þá, er hæst standa. En hann missti aldrei sjónar á markinu, og reynslan hefur sýnt og sannaö, aö skoöun hans og stefna var rétt. Aldrei heyröi ég Stefán Jó- hann láta i' ljós beiskju eöa reiöi vegna þeirrar gagnrýni og harkalegu árása, er hann varö aö þola frá pólitiskum andstæö- ingum og jafnvel frá eigin flokksmönnum. Þó hlýtur sviö- inn stundum að hafa verið sár. En hann vissi aö kenningar hans höföu átt viö rök aö styöjast, og skilningslausa lét hann liggja á milli hluta. Til loka hafði Stefán Jóhann lifandi áhuga á framgangi jafn- aöarstefnunnar og starfi Al- þýöuflokksins. Heima hjá hon- um og I sima ræddum viö hvernig best yröi á málum haldiö. Mat hans á þróun ým- issa átakamála reyndist oft svo dæmalaust rétt, aö þar skeikaöi nánast engu. Lifið haföi kennt honum aö vera raunsær. Rauöi þráöurinn var andúöin á kommúnisma og hverskonar öfgastefnum. Llfsstefna Stefáns Jóhanns verður ekki betur lýst en meö eftirfarandi oröum Siguröar Nordals, prófessors: „Viö eig- um aö stefna aö þvl, hver á okkar afmarkaöa sviöi, aö bæta það þjóöfélag, sem viö lifum i, — hlýða lögum þess eöa reyna aöfá þeim breytt til betri vegar, ef viö unum þeim illa, — valda engum sársauka aö þarflausu, en vera til þess búin aö efla rétt- læti, þar sem við finnum ólæknuö mein, — skilja við hvern þann reit, sem okkur hefur veriö trúaö fyrir, betur ræktaöan en viö tókum viö hon- um, hvort sem þessi reitur er litil áburöarjörð, einhver at- vinnugrein, embætti I rlkisins þjónustu, stjórnmálastarfsemi eöa menningarstarf og skap- andi andleg vinna. Alls þessa þarf þjóöfélagiö viö, aö vel sé unniö”. Þessi fáu persónulegu þakkarorö min eiga einnig aö gilda fyrir hiö mikla starf, er Stefán Jóhann vann fyrir Al- þýöuflokkinn og jafnaöarstefn- una. En fyrir þaö eru aörir færari aö þakka en ég. Ám i Gunnarsson. Enginn vafi getur leikiö á þvl, aö Stefán Jóh. Stefánsson var I hópi þeirra manna, sem mótuöu Islandssöguna um miöbik þess- arar aldar. Sem formanni Al- þýöuflokksins var honum faliö aö veita rikisstjóm Alþýöu- flokks, Sjálfstæöisflokks og Framsóknarflokks forystu áriö 1947. Nýsköpunarsamstarf Sjálfstæöisflokks, Sósialista- flokks og Alþýöuflokks rofnaöi 1946 vegna samningsins um af- not Bandarlkjamanna af Kefla- vlkurflugvelli. Stjórnar- kreppan, sem þaö olli, varö lengsta stjórnarkreppa til þess tima. Vegna þeirra r stefnu, sem Alþingi haföi mótaö i utanrlkis- málum, og mikillar óvissu i al- þjóöamálum, var aö mörgu leyti eölilegt, aö þeir flokkar, sem stóöu aö þessari stefnu, mynduöu rikisstjórn. A starfs- tlma hennar þurftu Islendingar aö taka afstööu til aöildar aö At- lantshafsbandalaginu. Þaö var vandasöm og söguleg ákvöröun. Hún var tekin undir forystu Stefáns Jóh. Stefánssonar, Bjarna Benediktssonar og Ey- steins Jónssonar. Ég var þá i þeim fjölmenna minnihluta, sem óttaöist afleiöingarnar, sumir vegna þess aö þeir voru ennfylgjandi hlutleysi, en aörir, eins og ég, vegna hins, aö þeir töldu ónógt tillit tekiö til sér- stööu Islands. Reynsla hefur hins vegar aö minum dómi leitt I ljós, aö sú stefna, sem þeir Stefán Jóh. Stefánsson, Bjarni Benedikts- son og Eysteinn Jónsson mótuöu, var rétt. Óttinn reyndist sem betur fer ástæöu- laus. En hér var um viökvæmt stórmál aö ræöa, sem djúp- stæöur ágreiningur var þá um I Alþýöuflokknum. Þaö var án efa ekki auövelt verk aö vera þá hvort tveggja I senn: Formaður Alþýöuflokksins og forsætisráö- herra. Hjá þvl gat aö sjálfsögöu ekki fariö, aö deilur yrðu milli Stefáns og skoöanabræöra hans og okkar hinna. Viö ágreining um utanrikismál bættist, aö skiptar skoöanir voru um þaö, hvort Alþýöuflokkurinn ætti aö ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæöis- og Framsóknar- flokk um þá stefnu I innanlands- málum, sem samiö var um. Að frátöldum árunum 1937—38. Þegar deilt var um afstööuna til Kommúnistaflokks Islands, hefur aldrei veriö uppi jafa- djúpstæöur ágreiningur I Al- þýöuflokknum og á þessum ár- um. Fyrri ágreiningurinn leiddi til klofnings flokksins, eins hörmulegasta atburöar, sem gerzt hefur I stjórnmálasögu Is- lendinga á öldinni. En aldrei lá viö, aö deilumar 1946—50 leiddu til klofnings flokksins. Þetta er staöreynd, sem ekki hefur verið nægur gaumur gefinn. Það er eindregin skoöun min, aö Stefán Jóh. Stefánsson, — aö sú mann- gerö, sem hann var, hafi haft úrslitaþýðingu I þvl sambandi, aö ekki var hætta á sllku. Stefán Jóh. Stefánsson var jafnaöarmaöur frá æskudögum. Hann var lýöræöissinni og vildi bæta kjör þeirra, sem stóöu höllum fæti, meö aöferöum jafnaöarstefnunnar. Ég held, aö þaö, sem fyrst og fremst hafi laðað Stefán Jóh. Stefánsson að jafaaöarstefnu, hafi veriö góö- vild hans. Hann var ekki harð- skeyttur baráttumaöur. Hann var miklu fremur mildur höfð- ingi I hópi þeirra, sem treystu honum og hann treysti. Aö okkur, sem greindi á viö hann um ýmislegt, hvarflaði aldrei aö hann geröi ekki þaö, sem hann taldi rétt, þaö, sem hann áleit flokki slnum fyrir beztu, ef hann var jafnframt sannfæröur um, aöþá ynni hann þjóð sinni gagn. Siðustu starfsárs sln gengdi Stefán Jóh. Stefánsson embætti sendiherra tslands I Kaup- mannahöfn. Aö loknum storma- sömum stjórnmálaferli naut hann sln meö ágætum i þvl starfi. Hlýtt viömót hans og ein- læg góövild, ásamt viötairi reynslu var Islendingum vegs- auki á sendiherraárum hans I Kaupmannahöfn. Honum tókst aö vera hvort tveggja I senn: Viröulegur og alþýöulegur fall- trúi þjóöar sinnar. Einnig þaö mun halda nafni hans á lofti. GylfiÞ.Gíslason Enginn liösmaöur, sem ég hef kynnkt.hefir staöiö huga mlnum nær, en Stefán Jóhann Stefánsson. Hann var alinn upp á Dagveröareyri, viö kröpp kjör hjá fátækri móöur, en fööur sinn missti hann ungur. Þar fæddist hann 20. júli 1894, og þar ólst hann upp þangað til hann fór til Reykjavikur og settist fyrst I menntaskólann og slöan I lög- fræöideild Háskólans, og þaöan lauk hann embættisprófi 1922. Hann stofnaði málflutnings- skrifstofu I Reykjavik 1925 og rak hana til ársins 1945. Alþing- ismaður var hann 1934—1937 og 1942—1953. Skipaður félags- málaráöherra 1939, en var utan- rikisráöherra 1940—1942 og forsætis- og félagsmálaráö- herra 1947—’49. Forstjóri Brunabótafélags Islands 1945— 57, nema árin ’47—’49. 1 stjórn Byggingasjóðs verka- manna I Reykjavlk 1934—’57. Bæjarfulltrúi I Reykjavlk 1924—1942. 1 bankaráöi Útvegs- banka Islands 1930—1957. Fulltrúi tslands i islensk- danskri samninganefnd vegna sambandsslitapna 1945—’46. Formaður i tryggingaráöi Alþýöutrygginganna 1936—’39. t stjóm Alþýöubrauögeröarinnar 1927—1957. t miöstjórn Alþýöu- sambands Islands 1924—1940. I stjórn Alþýðuflokksins 1924—’52. Formaöur 1938—’52. Skipaöur ambassador I Dan- mörku 1957—1965. Stk. 1954, HpSB. LtkDD, BKMF. Auk þessara meginstarfa sem Stefán gegndi fyrir flokkinn haföi hann einnig meö höndum fjölda mörg önnur störf fyrir flokkinn, sem hann öll rækti meö mikilli prýöi. Þaö er fljót- sagt um öll störf Stefáns Jó- hanns aö hann var hörkudugleg- ur, óvenju stefnufastur, I llfsins pólitiska ólgusjó, og jafnframt þó samvinnugóöur, svo sem bezt varö á kosiö. Þaö voru mörg vandamálin, sem komu I hlut Stefáns Jó- hanns aö leysa, og honum tókst þaö jafnan á þann hátt, aö flest- irfélaga okkar undu lausn hans vel, ai þó voru jafnan einhverjir til sem ekki voru ánægðir, en einnig þeirra hugsunarhátt gat hann sett sig inn i og skiliö, og leitaðist þá jafnt viö að gera þeim nokkuö til hæfis. Kom þetta allviöa I ljós, en sérstak- lega i starfi hans sem formaöur Alþýöuflokksins, þar sem nokk- uö kom i ljós, aö skoöanir manna fóru ekki ávallt nákvæmlega saman, en honum tókst ávallt aö finna leiöir, sem flestirgátu unaö, og þaö án þess aðhöfuösjónarmiöum hans væri á nokkurn hátt raskaö. Þegar Jón Baldvinsson féll frá var þaö vandasamt og erfitt verk aö velja mann I hans staö, þvi aö hann átti hvers manns traust i flokki og þó víöar heföi veriö leitaö. Margir komu til greina og nokkur ágreiningur var þá uppi, en reynslan sýndi aö rétt og vel haföi veriö valiö þegar Stefán Jóhann tók viö, enda gegndi hann þvl starfi samfleytt í 14 ár viö góöan orö- stlr. Þaö var raunar sama aö hverjuhann gekk hvort sem þaö var flokksformennska hér á tslandi eöa ambassadorsstörf I Kaupmannahöfn, þaö var unniö af sömu alúö og einlægni. Stefán Jóhann var alla tlö mikill forsvarsmaöur fyrir norræna samvinnu, og haföi jafnan náiö samstarf viö félaga sina á Noröurlöndum. Hann tók jafnan þátt I samstarfi I norrænum nefndum til eflingar þessu samstarfi, enda átti hann góöa vini hinum megin hafsins, sem hann haföi náiö samstarf viö. Kom þaö I ljós siöar, þegar Stefán Jóhann varö sendiherra I Kaupmannahöfn, aö þaö varö honum styrkur aö geta leitaö vina sinna þar. Stefán Jóhann var kvæntur ágætri konu, Helgu Bjömsdótt- ur frá Mýrarhúsum, sem stóö bjargföst viö hliö hans I öllu starfi, og mikill styrkur var þaö honum aö eiga jafnan viö hliö sér jafngóöan félaga og hún var. Þó aö hún væri sprottin upp úr öörum jarövegi, stóö hún jafnan trúföst viö hliö manns slns, og veitti honum jafnan vel er hann þurfti mest á aö halda. Þó aö Stefán Jóhann ætti jafn- an góöa og trúfasta aöstoöar- menn var þaö honum þó ómetanlegur styrkur aö eiga viö hliö sér jafn tryggan og góöan vin, sem kona hans var jafnan. Stefán Jóhann segir á einum staö I lokakafla bókar sinnar: ,,En um baráttu mlna vil ég aö lokum segja, eins og Björnstjerne Björnsson, aö ég hef oft viljað berjast hart, en þó alltaf án haturs”. — Þaö hygg ég aö sé sannmæli um hann. Emil Jónsson. Stefán Jóhann Stefánsson var um meira en aldarfjóröungs skeiö einn áhrifamesti og svip- mesti stjórnmálamaöur tslend- inga, og hann haföi varanleg áhrif bæöi á flokkaskipan og stefnu lýðveldisins I veigamikl- um málum. Viö andlát hans rif j- ast upp mikii saga og um margt lærdómsrlk, ekki slst fyrir Al- þýöuflokkinn. Stefán fæddist 20. júll 1894 á Dagveröareyri viö Eyjafjörö, og voru foreldrar hans hjónin Stefán Agúst Oddsson bóndi þar og Ólöf Arnadóttir. Stefán bjó viö þröngan kost æskuárin og kynntist þá lífsbaráttu alþýöu- fólks af eigin raun. Hann átti menntaþrá og staöfestu sjálfs sln mest aö þakka, aö hann komst menntaveginn og lauk stúdentsprófi 1918. Strax á skólaárum hneigöist hugur Stefáns til stjómmála og hallaöist hann aö jafnaöarstefn- unni, sem þd var aö byrja aö skjóta rótum hér á landi. Hann leitaöi á þeim árum uppi allan fróöleik um stefnuna og gagn- rök gegn henni, sem hann fékk hönd á fest, en styrktist I trúnni eftir þvi sem hann læröi meira. Fyrir kom aö Stefán var I hóp stúdenta, sem sátu aö kaffi- drykkju á Skjaldbreiö eöa Upp- sölum og hittu þar fyrir Olaf Friöriksson, sem alltaf var reiöubúinn aö skeggræöa póli- tlk. Stefán gekk I Alþýöuflokkinn 1918, tveim árum eftir stofnun hansen fór sér hægt fyrstu árin og reyndi aö kynnast mönnum og málefnum. Leiöir hans og Jóns Baldvinssonar lágu fljótt saman,ogfyrir þritugt var Stef- án kominn I trúnaöarstöður þar á meöal fyrsta framboöiö og sæti I bæjarstjórn. Vegur hans fór nú vaxandi og 1934 var hann kjörinn á þing. A þessum árum höföu llnur veriö aö skýrast milli kommún- ista og jafnaöarmanna, þótt formlegur klofningur yröi ekki fyrr en 1930. Stefán varö einn traustasti stuöningsmaöur lýö- ræöisjafnaöarstefnu og andsnú- inn byltingarkenningum og so- vétdýrkun kommúnista og átti staöfesta hans I þessum efnum eftir aö hafa mikla þýöingu I þeim átökum, sem framundan voru. Alþýöuflokkurinn vann stór- sigur (5 þingmenn I 10) áriö 1934, en fylgið hjaönaöi nokkuö 1937, og upphófst þá óróleiki, sem leiddi til sameiningartil- rauna viö kommúnista. Sú saga veröur ekki rakin hér, en 1 miöj- um átökum 1938 lést Jón Bald- vinsson á besta aldri, og var Stefán Jóhann þá einróma kjör- inn formaður flokksins. Stefán Jóhann liföi tima stór- viöburöa. Eftir áratug krepp- unnar braust út heimsstyrjöld, og leiddi hún til myndunar þjdö- stjórnar hér heima. Tók Stefán sæti I henni sem félagsmálaráð- herra (og bar fyrsturþann titil), en fór einnig meö utanrikismál. Þegar æösta stjórn var flutt in n I landiö eftir hernám Dan- merkur, var utanrfkismáladeild gerö aö ráöuneyti og Stefán varö fyrsti utanrikisráö- herrann. Stefán fór úr rlkisstjórn 1942 vegna geröardóms, sem settur var á verkalýöshreyfinguna. Þegar kom aö myndun Ný- sköpunarstjórnar ólafs Thors tveim árum siöar, var Stefán henni I raun andvi'gur, þar sem kommúnistar voru leiddir til ráöherrastóla, en hlýddi vilja naums (eins atkvæöis) meiri- hluta meö stjórnarþátttöku. Eftir fall þeirrar st jórnar fylgdi löng stjórnarkreppa, og var Stefáni faliö aö reyna stjórnar- myndun seint á árinu 1946. Tókst honum rétt eftir áramótin aömynda ráöuneytimeö Fram- sóknar- og Sjálfstæöisflokknum, og sat það tii 1949. Nokkur skoöanaágreiningur haföi gert vart viö sig innan Al- þýöuflokksins á þessum árum, ekki sist um varnarmál, en einnig önnur flokksmál. Beind- ust spjót i vaxandi mæli aö Stef- áni uns til uppgjörs kom á flokksþingi 1952 og Hannibal Valdimarsson felldi Stefán viö formannskjör. Þau átök höföu sorglegan eftirleik, mikla erfiö- leika innan fiokksins og fylgis- tap svo aö tilvera flokksins á Al- þingi hékk á örfáum atkvæöum. Stefán Jóhann lauk lögfræöi- prófi 1922 og stundaöi árum saman umfangsmikil lögfræöi- störf. Hann varö I ófriöarlok forstjóri Brunabótafélags ts- lands og sneri sér nú aö þvl starfi eingöngu, uns hann var skipaöur ambassador tslands I Kaupmannahöfn 1957. Var hann hinn ágætasti fulltrúi þjóöar sinnar, enda sérlega kunnugur norrænum stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Atti hann þá mikinn hlut aö þvl, aö hand- ritamálið hlaut þá farsælu lausn, sem lengi mun I minnum höfö. Þaö var mikil gæfa fyrir Al- þýöuflokkinn aö eiga jafn traustan, stefnufastan og ákveöinn mann til aö taka viö forustu, er Jón Baldvinsson féll frá I miöju'm kllöum örlagarikra atburöa. Þaö fólk sem stóö meö Stefáni sendi honum ávarp á fimmtugsafmæli hans 1944 en þar segir meöal annars: „A fimmtiu ára afmæli þínu viljum viö, undirrituö flokks- systkin þln úr miöstjórn og þingflokki Alþýöuflokksins og úr fulltrúaráöum hans iReykja- vik og Hafnarfiröi, flytja þér alúöarþakkir fyrir mikiö, óeigingjarnt og heillarlkt starf fyrir Alþýöuflokkinn og alþýöu þessa lands um meira en tvo tugi ára. Þú hefur nú f rúm sex ár haft á hendi forustu flokksins á hin- um mestu umbrotatlmum bæöi utanlandsog innan, og þér hefur meö stefnufestu þinni, lipurö og lagni tekist aö stýra honum meö sæmd gegnum alla brotsjóa. Aö engum er jafn óvægilega vegiö úr herbúöum andstæöinganna og aö þér, en þaö skal aöeins veröa okkur hvatning til þess, aö standa þvl betur meö þeim málstaö, þeirri stefnu og þeim starfsaöferöum, sem hefur ávallt framfylgt sem foringi flokksins. Þú hefur reynst þaö bjarg, sem öldur óþjóölegrar byltinga- stefnu hafa aldrei getaö bifað, og viö teljum þaö mikla gæfu fyrir Alþýöuflokkinn, aö arftaki Jóns Baldvinssonar skuli hafa fetað svo trúlega I fótspor hans”, Erfitt er að oröa betur þá þakkarskuld, sem Alþýöu- flokkurinn stendur i viö Stefán Jóhann, heldur en félagar hans I mestu orrustunum geröu I þessu afmælisávarpi. Fyrir unga jafnaöarmenn var lærdómsrtkt aö kynnast Stefáni oghann veröur þeim ógleyman- legur. Hann lifir sem óbifandi klettur í minningum, klettur til vamar þrem kjörgripum, sem hann sjálfur nefndi svo og sagöi aö aldrei mættu glatast og þá yröi aö verja umfram allt. Þeir eru frelsiö, lýöræöiö og félags- hyggjan. Hin ágæta eiginkona Stefáns Jóhanns, Helga Björnsdóttir, er látin fyrir allmörgum árum. En sonum þeirra þrem og ööru venslafólki sendi ég fyrir hönd Alþýðuflokksins samúöar- kveöjur. Benedikt Gröndal.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.